Morgunblaðið - 21.01.1960, Page 15
Fimmtuáagur 21. jan. 1960
MORGUNBLAÐIÐ
15
s. u. s.
Framh. aí bls. 13.
Heimdallur að starfrækja sum-
arleikhús og var það hið fyrsta,
sem hóf starfsemi sína hér í
bænum og hefur það starfað á
hverju sumri síðan, að undan-
teknum kosningasumrum. Þar
hafa verið sýnd leikrit og söng-
leikir eftir ýmsa þekkta höf-
unda, m. a. Bernhard Shaw og
Mozart. Við munum halda áfram
á sömu braut og hefja sýningar
með vorinu. Hefur Gunnar Eyj-
ólfsson þegar verið ráðinn til að
hafa umsjón með þessari starf-
semi, en leikritaval er enn ekki
ákveðið.
Hafið þið citthvað fleira á
prjónunum?
Já, eins og undanfarið munu
í vetur starfa nokkrir fræðslu-
hópar eða leshringir, sem fjalla
bæði um stjórnmál og önnur á-
hugamál ungs fólks. Ennfremur
verður væntanlega efnt til al-
mennra funda eftir því sem til-
efni gefst til.
Það hefur jafnan þótt farsæl
regla, að taka nokkurt tilliti til
sérsjónarmiða kvenna. 1 fyrra
var því tekinn upp sérstakur
þáttur, föndurnámskeið kvenna.
Sérmenntuð kona leiðbeindi þar
stúlkum um vinnu úr basti og
öðrum slíkum efnum, og varð
þetta mjög vinsælt af kvenþjóð-
inni. Félagið mun halda þessari
starfsemi áfram í vetur og verða
þessar æfingar væntanlega viku-
lega.
Liggur ekki gríðarmikið starf
á bak við svo fjölbreytt félags-
Hf?
Jú, ekki skal því neitað. Hér
hefur þó ekki verið nefnt allt
hið pólitíska starf, sem auðvitað
er mest, þegar kosningar eru í
nánd. Þá hefur Heimdallur t. d.
rekið allmikla útgáfustarfsemi
auk alls annars kosningastarfs.
Skipulag félagsins hefur hins
vegar farið batnandi með ári
hverju, þannig að æ fleiri fé-
lagsmenn taka nú virkan þátt í
þeim störfum, sem vinna þarf
fyrir félagið. Þess má geta, að
á annáð hundrað manns starfa
nú í stjórn, fulltrúaráði og nefnd-
um Heimdallar.
Telur þú, Birgir, að ungt fólk
hafi mikinn áhuga á stjórnmál-
um?
Eftir þeim kynnum, sem ég hef
haft af stjórnmálalífi erlendis,
þá tel ég að ungt fólk á íslandi
hafi mun meiri áhuga á þessum
efnum heldur en víðast hvar
annars staðar. Má í þessu sam-
bandi m. a. benda á, að á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins við
síðustu alþingiskosningar hér i
Reykjavík voru 8 af 24 fram-
bjóðendum undir 35 ára aldri.
Þrír þingmenn flokksins eru
á þessum aldri og annar
borgarstjórinn einnig, svo að
eitthvað sé nefnt. Þróunin virðist
ganga í þá átt, a. m. k. í Sjálf-
stæðisflokknum, að hinir yngri
menn hafi æ meiri áhrif á störf
og stefnu flokksins.
Fréttamaður tekur undir þessi
orð Birgis Gunnarssonar og
þakkar þeim félögum síðan
greinargóð svör, en þeir hverfa
aftur að fyrri störfum.
— o —
Það kemur glöggt fram af
því, sem að ofan greinir, að
auk hinnar pólitísku starfsemi
þá leggur Heimdallur sífellt
meiri áherzlu á allskyns tóm-
stundastarf meðal félaga sinna.
Hér er Heimdallur tvímælalaust
á réttri braut, sem mun gefa
starfsemi félagsins mun meira
gildi er fram líða stundir. 1 ört
vaxandi borg eins og Reykjavík
er jafnan hætta á, að allskyns
los, slæpingsháttur og miður
uppbyggilegar skemmtanir setji
mark sitt á æskulýðinn. Hér hef-
ur Reykjavíkurbær reynt að
bæta úr með stofnun Æskulýðs-
ráðs Reykjavíkur og hinni stór-
merku starfsemi þess. En full
þörf er á, að æskulýðsfélögin
•jálf vinni slíkt starf meðal fé-
laga sinna, og þár hefur Heim-
dalur riðið á vaðið með góðum
árangri. ' ÉLÚ., :i
I
Geymslupláss
Geymslupláss fyrir vöruafgreiðslu óskast um
tveggja mánaða tíma. Þarf að vera upphitað. Mætti
vera hæð I húsi í smíðum. Helzt sem næst Háloga-
landshverfi eða Vogunum. Upplýsingar í síma 12800.
N auðungaruppboð
%
eftir kröfu Agnars Gústafssonar, hdl., verður íbúð í smíð
um í Austurenda annarar hæðar í húsinu nr. 23 við Mið-
braut á, Seltjarnarnesi, sem auglýst var í 96., 97. og 98.
tölubl. Lögbirtingablaðsins seld á nauðungaruppboði. sem
haldið verður á eigninni sjálfri laugardaginn 23. þ.m.
kl. 11 árdegis.
Sýslumaðurinn í GuIIbringu og Kjósarsýslu.
Austfirðingoi Reykjuvík
Spilakvöld verður haldið í Breiðfirðingabúð annað
kvöld kl. 8,30.
1. Spiluð Félagsvist 2. Dansað til kl. 2.
• Austfirðingar fjölmennið og takið með ykkur gesti.
STJÓRNIN.
Ú T S ALA
Útsalan heldur áfram
Nýjar birgðir af töskum
koma fram í dag.
Notið þetta einstæða tækifæri til
að kaupa yðuir ódýra tösku.
Aðeins ein útsala á ári hverju.
Toskubúðin
Laugavegi 21
4ra herb. íbúð
óskast til kaups.
íbúð í smíðum getur
komið til greina.
Ólafur Þorgrímsson hrl.
Austurstræti 14 — Sími 14332.
Tií sölu
Skemmtileg og góð 4 herbergja kjallara-
íbúð á Kleppsveg 52, með risherbergi og
og einkageymslum ásamt sameiginleg-
um þægindum.
Upplýsingair gefa:
Egill Sigurgeirsson, hrl.
Austurstræti 3, sími 1-5958
Eyjólfur Konráð Jónsson, hdl.
og Jón Magnússon, hdl.
Tjarnargötu 16, símar 1-1164 og 2-2801.
T ómstundaflokkar
Æskulýðsráðs Reykjavíkur
Taka til starfa 1. febrúar víðs vegar um bæinn. Upp-
lýsingar og innritun að Lindargötu 50. Sími 15937
næstu viku.
Æskulýðsráð Reykjavíkur.
Sólar-kalfi
Isfirðingafélagsins verður í Sjálfstæðishúsinu sunnu
daginn 24. þ.m. kl. 8,30 síðd.
Bæjarins beztu skemmtikraftar.
Aðgöngum. á kr. 50,— seldir og borð tekin frá í dag
og á morgun kl. 5 til 7síðd.
Isfirðingafélagið.
Húnvetningar
Spilum í Tjarnareafé í kvöld kl. 8,80.
Skenmitinefndia.