Morgunblaðið - 21.01.1960, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.01.1960, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. jan. 1960 þeim mun sterkari eru tengsl vor við hana. 0 „Römm er sú taug . . .“ Og aldrei eru oss ljósarl en þá djúphyggni og sannindi þess fornkveðna: „Að römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til“. Á þessari stund skiljum við vel tilfinn- ingar Sigurðar Breiðfjörðs í Grænlandi: Mundi ég ekki minnast hinna móður jarðar tinda há og kærra heim til kynna minna komast hugur flugi á. Jú, ég minnist fóstra forna á fjöllin keiku, sem þú ber, í kjöltu þinni kvöld og morgna kvikur leikur njuni sér“. Það mun hafa átt rót sína að rekja til þessu líkra til- finninga, að er vér höfðum lokið við að syngja jólasálm- ana, hófum vér að syngja ætt- jarðarljóð. £ Frá hjartanu Og það er öldungis víst, að þessi söngur vor á þessari stund var hvorki hljómandi málmur né hvellandi bjalla, hann kom beint frá hjartanu. Þessari ánægjulegu jólahá- tíð var lokið tveimur stundar fjórðungum fyrir miðnætti. Gleði og óblandin ánægja skein út úr svip og látbragði allra, sem þarna voru saman komnir. Á jólanóttina innti ég af hendi lögskil háseta með því að standa á verði með stýri- manni frá klukkan tólf á mið nætti til fjögur, og var þetta eina varðgæzlan, sem ég stóð skil á í ferðinni, og mátti það varla minna heita af lög- skráðum háseta. — / Suðurför Ffamh. al bls. 11 £ru þetta valdar bækur og ýmislegt annað, sem sjó- mönnum á hafinu er kær- komið. Jólagjafirnar hafa allar ver- ið tölusettar og er dregið um þær. Fyrsti stýrimaður sér um dráttinn og afhendir gjaf- irnar. Það var ekki laust við að nokkur eftirvænting hreyfði sér hjá mannskapn- um um það, hvað hverjum og einum mundi falla í skaut. En drættinum lauk með því, að allir voru innilega ánægð- ir með sitt hlutskipti. Enda gat eigi annað verið, því gjaf irnar voru sýnilega valdar af smekkvísi og hlýhug til okk- ar, sem þeirra áttum að njóta. Meðal þess, sem skipstjóri dró, var kerti eitt mikið, sann kallað risakerti. Var slöngvað um kertið silfurlituðum papp- ír eins og víravirki. Skipstjóri var fijótur á sér að láta kveikja á kertinu og setja það á mitt borðið, og jók það á hátíðabraginn hjá okkur þessa jólanótt á Miðjarðar- hafinu. Drangajökull á siglingu á Miðjarðarhafi — séð f ram eftir þilfari. — Jólahaldið um borð var há tíðiegt, þótt í annarlegu umhverfi væri. Þótt hér í stofu skipstjórans væri eigi hátt til lofts né vítt til veggja, þá var þetta um- hverfi í hugum vorum á þess- ari stundu hvorttveggja v senn kirkja og heimili, og innan þessara vébanda skyggði ekkert á þá birtu og heiðríkju og unað, sem jólin ávallt tendra í hugskoti voru. Við sungum jólasálmana og þar skarst enginn úr leik, allir tóku undir. 0 Hugurinn hvarflar heim En þótt boðskapur sá, sem tengdur er við jólin, eigi jafn greiða leið að hjarta voru hér í Miðjarðarhafinu og heinia, þá gegnir öðru máli um hina ytri umgerð jólahátíðarinnar. Hér á Miðjarðarhafi er nú sól hátt á lofti á daginn, svip að því sem er síðari hluta maímánaðar heima. Á okkar vísu er sumar í lofti. Það er eins og við eigum erfitt með að fella jólin inn í þennan sumarramma.' Það kemur á daginn, að því er ein hvern veginn þannig varið, að jólin eru í huga vorum og meðvitund nátengd skamm- deginu. Og það er eitthvað innra með oss, sem segir, að við þær aðstæður sé okkur eðlilegast að njóta jólanna. Hugurinn hvarflar heim á jólanóttina sem endranær. Fósturjörðin stendur fyrir sjónum vorum, fögur, glæst og tignarleg. Því fjær, sem vér dveljumst fósturjörðinni 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Eins og þið munið, hét- 4m við fyrir nokkru 50 lir. ritlaunum fyrir frum samdar frásagnir og rit- gerðir, sem þið senduð Lesbókinni, og birtar yrðu í blaðinu. Margar góðar sögur hafa nú borizt, og verða nokkrar þeirra birtar á næstunni, undir fyrir- sögninni: „Segðu mér sögu“. Ritlaunin verða póst- send til höfundanna. Fyrsta frásögnin í þess um greinaflokki birtist í þessu blaði. ★ Kæra Lesbók! Ég ætla að senda þér þessar gátur: 1. Að kom ég þar elfan hörð á var ferðum skjótum Undir vatni, ofan á jörð, arkaði ég þurrum fótum. 2. Aldrei er ég einburi, oftast er ég tvíburi; þó er ég stundum þríburi, en þó er ég oftar fjórburi. 3. Á bökkum tveim ég systur sá, 16 voru að togast á. Móðir Loka menntafá, milli hafði gengið þá. Guðrún Erna Sigurðar- dóttir 9 ára, Borgarnesi í TOKYO í Japan er barnalæknir, sem hefur búið til nýstárlegt sjúkra hús. Hann veit, að litlir krakkar eru oft hrædd, þegar þau eiga að fara til læknisins til þess að láta bólusetja sig o. s. frv. Til þess að gera börnun- um heimsóknina skemmti legri, hefur hann látið vntu skrita mér Hugrún Engilbertsdótt- ir, Vallholti, Akranesi, vill skrifast á við pilt eða stúlku 13—14 ára og Haf- steinn Sigurðsson, Upp- salavegi. 3, Sandgerði, við pilt eða stúlku 10—13 ára. búa sér til lækningastofu, sem lítur út fyrir að vera stór og fínn járnbrautar vagn. Hann segir að flest japönsk sjúkrahús séu drungaleg og fráhrind- andi. Aftur á móti hlakka krakkarnir til að fara til læknis, sem á' heima í járnbrautarvagni. Skrítla Óli var vanur að setj- ast til borð án þess að þvo sér um hendurnar og var þá auðvitað látinn fara og þvo sér. Einu sinni missti mamma hans þolinmæð- ina og sagði: — Af hverju þværðu þér ekki áður en þá sezt við borðið. Þú veizt þó, að þegar þú ert óhreinn ertu alltaf sendur til að þvo þér. — Já, svaraði Öli, en einu sinni tókstu samt ekki eftir þvi. Ljáðu mér vængi Ur fyrstu sogu flugsins 11. Franskur verkfræð- ingur fann upp nýja teg- und loftskipa. Kili var fest neðan í grindina, sem belgurinn var strenjgdur á. Aftur úr kilinum gekk stél og á stélinu var kom- ið fyrir stýri. Niður úr grindinni hékk karfan. Hún var í lögun einna líkust báti. Þessi gerð loftskipa var miklu betri en nokkur þeirra, sem áður höfðu verið búin til. Franski herinn pantaði strax mörg loftskip af þessari gerð. 12. Um 1900 tókst að íramleiða málm, sem var miklu léttari en aðrir málmar, er þekktust, alú- miníum. Austuríkismað- ur bjó til loftskip úr þess- um málmi, þar sem belg- urinn var eins og risastór alúminíumpylsa, stefnið oddhvasst, en skuturinn bogadreginn. Körfunni var fest neðan í belginn. f skipinu var bensínhreyf- ill sem knúði þrjár skrúf- ur. Því miður hlekktist skipmu á, þegar það var að 1 índa eftir fyrstu för sína, svo að það eyðilagð- ist. Um sama leyti vann Zeppelin greifi að því í Þýzkalandi, að teikna risa stórt loftskip. Hann hugs- aði sér að byggja grind- ina úr alúminíum, eins og feiknastóra beinagrind. Innan í henni áttu að vera loftbelgir fylltir vetni, en utan á grindina átti að klæða lérefti. o—□—o Skrítla Flugmaðurinn: •— Eg neyðist til að láta ykkur vita, að allir hreyflarnir hafa stöðvazt. Farþeginn: Þá losnum við að minnsta kosti við allan þennan hávaða og fáum frið og ró. Ráðningar úr síðasta blaðí Ráðning á krossgátu: Lárétt: 1. Máni, 4. Hól, 5. Orfin, 7. Aða, 8. Akra. Lóðrétt: 1. Mór, 2. Álf- ar, 3. Inna, 4. Hosa, 6. Iða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.