Morgunblaðið - 21.01.1960, Side 19
Fimmtudagur 21. jan. 1960
MORGVTUtLAÐlÐ
19
— Nautaberklar
Framh. af bls. 1.
sé_ 1 apríllok voru prófin endur-
tekin á nautgripunum, og varð
niðurstaðan sú sama, frekar veik
jákvæð útkoma. er gaf til kynna,
að vart gæti verið um nauta-
berkla að ræða. enda voru allir
gripirnir hraústlegir útlits og
báru engin einkenni berklaveiki.
1 rannsóknarskyni voru felldir
þrír gripir. Við krufningu á
gripum þessum fundust ekki
nautaberklar, en innyfli voru tek
in til frekari rannsóknar. Aftur
á móti fannst garnaveiki í einum
gripnum, fullorðinni kú, er
reynzt hafði jákvæð við blóðpróf
Við garnaveiki og auk þess fannst
garnaveiki í líffærum úr öðrum
grip, sem slátrað hafði verið
nokkru áður á Hólum, en garna-
veikir gripir geta í vissum til-
fellum gefið jákvæð svör við
berklaprófi.
Sú tegund berkla í nautgrip-
um, sem mönnum stafar mest
hætta af, eru nautaberklar, Þeir
virðast allt að því jafnhættulegir
mönnum og mannaberklar og
geta auðveldlega borizt úr sjúk-
um gripum í menn.
Hins vegar geta nautgripir
smitazt bæði af mannaberklum
og fuglaberklum, en sú smitun
leiðir yfirleitt ekki til sjúkdóms
í nautgripum, og eru því naut-
gripir, þótt fengið hafi slíkt smit,
ekki taldir hættulegir. — í
nágrannalöndum okkar, Norður-
löndunum, Þýzkalandi og Bret-
landi hafa nautaberklar til
skamms tíma verið mjög út-
breiddir, en aldrei fundizt hér á
landi, eins og áður er sagt.
Aftur á móti hafa fuglaberklar
nokkrum sinnum fundizt hér á
landi í hænsnum. svínum og ein-
stöku sinnum í nautgripum og
sauðfé. Eru þeir taldir svo til
hættulausir mönnum.
Örðug rannsókn
Rannsókn á innyflum naut.
gripanna frá Hólum reyndist örð-
ug og er enn ekki að fiullu lokið.
Hefur bæði verið reynt að rækta
sýklana og einnig að sýkja með
þeim tilraunadýr, svo sem kan-
ínur, naggrísi og hænunnga í
því skyni að greina þá betur.
Hafa rannsóknir þessar verið
gerðar að tilraunastöðinni að
Keldum, á Rannsóknarstofu Há-
skólans við Barónsstíg og að litlu
leyti á dönsku dýralæknastofn-
uninni í Kaupmannahöfn. Ýmis-
legt virðist benda til þess, að
sýklar þeir, sem valda þessari
smitun, séu afbrigðilegir, þ. e.
verði trauðla flokkaðir til manna-
nauta. eða fuglaberklasýkla,
enda þótt þeir geti verið skyldir
þeim á ýmsan hátt.
Af þessum sökum hefur berkla
prófunum á nautgripunum á
Hólum verið haldið áfram. Við
berklapróf í sumar og siðar í
haust svöruðu æ fleiri gripir já-
kvætt og hefur þeim jafnóðum
verið fargað, bæði í varúðar- og
rannsóknarskyni. Var síðustu
gripunum, sem jákvæðir reynd-
ust, fargað rétt fyrir síðustu ára-
mót í sláturhúsinu á Hofsósi.
Hefur Guðbrandur Hlíðar, hér-
aðsdýraæknir á Sauðárkróki,
haft aðgerðir þessar með hönd-
um. Alls hafa nú 57 nautgripir
verið felldir í sambandi við áð-
urnefndar rannsóknir. Hafa grip
irnir verið hraustlegir og í góð-
um holdum og eigi sýnt nein ein
kenni berklaveiki önnur en já-
kvæða svörun við berklapróf.
Bólgur.
Við krufningu á þessum grip-
um fundust í fjórum þeirra bólgu
breytingar í lungum og brjóst-
himnu, sem líkjast mjög berkla-
bólgu. 1 26 gripum fundust óveru
legar og afmarkaðar bólgubreyt-
ingar, í flestum tilfellum aðeins
smáir bólguhnútar í eitlum. í 27
gripanna, eða tæpum helming
þeirra, sem felldir voru, var ekki
við krufningu hægt að finna
nein sjúkdómseinkenni. í fáein-
um gripanna fannst þó garna-
veiki. Enginn þessara gripa
hafði sjúkdómseinkenni í júgri,
eins og títt er hjá nautgripum,
sem haldnir eru nautgripaberkl-
um.
Enginn svaraði jákvætt
Þó að ætla megi, að nú hafi
náðst fyrir smitim þessa í naut-
gripunum á Hólum, verður eft-
irliti og berklaprófum haldið á-
fram þar í öryggisskyni enn um
hríð. Skal það sérstaklega tekið
fram, að við berklapróf á heim-
ilis- og skólafólkinu, sem fram
fór í lok októbermánaðar sl. svar
aði enginn jákvætt af þeim,
sem áður hafa verið neikvæðir
á heimilinu, og ekkert fannst at-
hugavert við röntgenrannsókn.
Góður árangur.
í nautgripum hefur nokkrum
sinnum áður fundizt svipuð
smitun hér á landi, en þá verið
um örfáa eða einstaka gripi að
ræða í hvert sinn. Orsökin mun
oftast hafa verið fuglaberklar,
þegar greining hefur verið gerð.
Á sl. ári var t.d. gert berkla-
próf á öllum nautgripum á svæð
inu frá Borgarfirði suður og aust
ur í Mýrdal, alls um 20 þúsund.
E: þá nær lokið að prófa alla
nautgripi í þexm sveitum, sem
að jafnaði senda mjólk til Reykja
víkur. Af þeim svöruðu 38 grip-
ir jákvætt. Voru þeir allir felld-
ir. Við krufningu á gripum þess
um hafa ekki fundizt einkenni
berklaveiki, nema í einum þeirra
vottur af fuglaberklum. Þessi
umfangsmiklu berklapróf hafa
því enn á ný staðfest þá skoð-
un, að berklar í nautpeningi hér
á Iandi eru ákaflega sjaldgæfir,
og að nautgripaberklar hafa enn
eigi fundizt, svo að öruggt sé.
Lislkynning Mbl.
,i winm y.
í sýningarglugga Mbl. eru nú
til sýnis 7 myndir (tússteikning-
ar) eftir Elías B. Halldórsson.
Elías er fæddur 2. des. 1930,
að Snotrunesi, Borgarfirði eystra.
Hann stundaði nám í Handíða- og
myndlistarskólanum á'rin 1955—
1957 og er nú nýfarinn til frekara
náms í Stuttgart í Þýzkalandi.
Allar eru myndirnar til sölu
og gefur afgreiðsla blaðsins nán-
ari upplýsingar.
— Ofsaveður
Framh. af bls. 1.
grenndinni, en í kvöld hafði ekki
tekizt að koma bjarglínu um borð
í hið strandaða skip. — Norska
olíuskipið Tank-Empress var í
hættu statt á Norðursjó og bað
um aðstoð. Síðast er fréttist voru
skip komin á vettvang, en ekki
vitað, hvað hinu norska skipi
leið að öðru leyti. — Mörg önn-
ur skip lentu í vandræðum og
hlutu aðstoð til þess að komast
til hafnar eða í var.
• Skemmdir á flóðgörðum.
Illa leit út í Hollandi í dag, er
flóðgarðar tóku víða að láta und-
an fyrir óveðrinu. — Meðal ann-
ars braut hafrótið nær 100 metra
breitt skarð í nýlegan flóðgarð
við Vliessingen. Þrjú skörð komu
í aðalvarnargarðinn við Walc-
heren, en þar urðu aðalflóðin
1953, sem urðu 1835 manns að
bana. Víðar við Hollandsstrend-
| ur urðu skemmdir á flóðgörðum,
, en alls staðar tókst að fram-
: kvæma viðgerð til bráðabirgða
I með sandpokum og grjóti. Flokk
| ar hermanna og verkamanna
vaka yfir görðunum, til þess að
reyna að hindra frekari skemmd
ir.
• Tré rifna upp með rótum
Mikil snjókoma er í Bretlandi,
Svíþjóð og fleiri löndum, og
hafa samgöngur mjög truflazt.
Eru jafnvel heilar borgir og hér-
uð í Skotlandi alveg eða nær
alveg sambandslaus við umheim
inn. — Frá Hollandi, Belgíu og
Þýzkalandi berast fregnir um
talsvert eignatjón. Þök hafa fok
ið af húsum, reykháfar brotnað,
hús í byggingu skemmzt stór-
lega, tré rifnað upp með rótum
— og sva mætti lengi telja.
Stakk á sig
listaverki
VEITINGASTOFAN Rauða mill-
an á Laugavegi 22 kynnir verk
listamanna. sem hengja myndir
sínar upp í veitingastofunni. Nú
eru þar til sýnis teikningar efitir
Arthúr Ólafsson og myndir sem
hann gerði úr trjáberki.
Einhverjum gesti í veitinga-
stofunni hefur litizt svo vel á
eina barkmyndina í gær, að hann
hefur ekki getað stillt sig um að
hafa hana á brott með sér. Er
myndin ekki stærri en það, að
stinga má henni inn á sig. Hefur
þjófnaðurinn verið framinn á
tímabilinu frá síðdegiskaffitíma
og fram að kvöldverðartíma.
Bevan
versnar
Lœknar hans
áhyggjufullir
LONDON, 20. jan. — (Reuter-
NTB) — Aneurin Bevan, sem
skorinn var upp við innvortis-
meini hinn 29. des. sl., versnaði
í dag, en undanfarið hefur hann
verið talinn á góðum batavegi.
1 tilkynningu frá Royal Free-
sjúkrahúsinu í London, þar sem
Bevan liggur, segir að ástand
hans nú „valdi miklum áhyggj-
um“. — Talsmaður sjúkrahúss-
ins sagði, að heilsu Bevans hefði
hrakað skyndilega síðdegis í dag,
en í gær var sagt, að honum liði
allvel — og fyrir nokkrum dög-
um var hann það hress, að hann
gat setið í stól og lesið. — Þegar
talsmaðurinn var spurður frekar
um líðan og ástand Bevans, kvað
hann ekki unnt að segja, hve
mikil alvara væri á ferðum, en
læknarnir væru áhyggjufullir,
eins og fyrr segir.
Kona Bevans, Jennie Lee, sem
er þingmaður, hefur setið við
hlið manns sins lengst af í dag,
annars hafa ekki aðrir en lækn-
arnir fengið að koma til hans?
— Honum hafa borizt mörg
skeyti frá stjórnmálamönnum
og þjóðarleiðtogum, sem óska
honum góðs og skjóts bata. Krús-
jeff, forsætisráðherra Sovétríkj»
anna, sendi t. d. slíkt skeyti í
dag. — Bevan, sem er annar
aðalleiðtogi Verkamannaflokks-
ins, er nú 62 ára gamall. Það
hefur aldrei verið látið uppi op-
inberlega, við hverju hann var
skorinn upp, en haft er eftir
Gaitskell, foringja Verkamanna-
flokksins, að Bevan gangi ekki
með krabba.
— 80 ára
Framh. af bls. ð.
— £n þú ferð samt alltaf að
kjósa?
— Já, og kýs alltaf Sjálfstæð-
isflokkinn. Eg var fyrst Heima-
stjórnarmaður og fylgdi síðan
Jóni Þorlákssyni. Fyrstu kynni
mín af pólitík voru þau, að ég
lærði Alþingisrímurnar. Annars
hef ég alltaf haft gaman af að
lesa eftir ritfæra menn, hvar í
flokki, sem þeir hafa staðið.
— En stóðstu ekkert í fjár-
málabraski?
— Nei, aldrei. Hins vegar var
það svo skrítið, að ég var á
tveimur víxlum þegar Islands-
bank, — þú veizt, þarna sem
kommúnista-djöflarnir eru núna
til húsa, —Jór á hausinn. Mér
tókst hins vegar að sanna að ég
hafði í bæði skiptin verið stadd-
ur úti á sjó, þegar víxlamir voru
teknir og slapp því alveg við
að borga.
— En hvað um framtíðina og
dauðann. Kvíðirðu honum ekki,
svona trúlaus eins og þú ert?
— Nei, Eg vildi helzt fara í
dag. Hvað eiga svona gamlir
skröggar eins og ég að gera með
að lifa lengur?
vig.
Innilegt þakklæti fyrir margháttaðan vináttuvott og hlý-
hug í sambandi við áttræðisafmæli mitt.
Guðrún Gróa Jónsdóttir.
Magnús Thorlacius
hæstaréttarlögmaður.
Málflutningsskrifstofa.
Aðalstræti 9. — Sími 1-1875.
ÞÓRARINN JÓNSSON
LÖGGILTUR DÓMTÚLKUR OG
SKJALAÞÝÐANDI í ENSKU
KIRKJTJHVOLI — SlMI 12966.
SÖNGLEIKURINN
Rjúkandi rúð
41. sýning
Sýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala frá kl. 2
í dag. Sími 22643.
NÝTT LEIKHÚS
Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn
HOLMENS KANAL 15 C. 174
í vetur til 3A ’60. — Herb. með morgunrétti frá kr. 12—16
pr. rúm. — í miðborginni — rétt við höfnina
Fóstra mín
GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR
Hávallagötu 3
lézt í Landakotsspítala 19. þ.m.
Erna Öskarsdóttir
Jarðarför eiginmanns míns og föður
MAGNCSAR JÓNSSONAR
Langholtsvegi 41,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. janúar kl.
10,30. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsam-
legast bent á Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Athöfn-
inni í kirkjunni verður útvarpað.
Þuríður Kristjánsdóttir, Guðmundur Magnússon.
Móðir mín, tengdamóðir og amma
INGIBJÖRG NIKULASDÓTTIR
Árvegi, Selfossi,
sem lézt 14. jan. verður jarðsett laugardaginn 23. jan.
og hefst athöfnin kl. 1,30 e.h. frá heimili hinnar látnu.
Elías Kristinsson.
Bjarndís Jóhanna Nikulásdóttir,
Ólafur Nikulás Elíasson.
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför móður okkar
ÓLAFAR BJÖRNSDÓTTUR
F.h. fóstursystra, bræðra, fjarverandi systkina og
annarra vandamanna.
Sigríður Axelsdóttir, Soffía Axelsdóttir,
Ketill Axelsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu við útför
HELGU AUÐUNSDÓTTUR
frá Eyvindarmúla.
Systkinin.