Morgunblaðið - 03.04.1960, Page 6

Morgunblaðið - 03.04.1960, Page 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. aprfl 1960 Togararnir Tíðin hefur verið hagstæð hjá togurunum, sem hafa verið að veiðum hér við land, hæg sunn- an- og austanátt. Aftur á móti hefur verið stormstrekkingur og rysjuveður hjá togurum þeim, sem verið hafa að veiðum við Austur-Grænland. Skipin hafa aðallega haldið sig á sömu slóðum og áður, allt frá Selvogsbanka og norður á Skagagrunn, en þó lítið sem ekk- ert á Halanum. f>ó nokkuð mörg slcip eru komin á miðin við Aust- ur-Grænland. Afli hefur verið heldur tregari en í vikunni áður og fiskurinn verið frekar smár. Við Austur- Grænland hafa skipin verið að fá sæmilegan afla af karfa og þorski til helminga, þegar þau hafa getað verið að vegna veð- urs. Frétzt hefur, að þýzkir tog- arar hafi verið að fá góðan afla á Dohrnbankanum, sem er milli Grænlands og íslands og þó nær Grænlandi. Eitthvað er lika af Þjóðverjum við Austur-Græn- land. Fisklandanir í sl. viku: Úranus .......... 140 t. 9 d. Sölur erl. sl. viku: Marz ............ 145 t. 6 d. Geir.......... 200 t. 11.613 £ Reykjavík Góð sjóveður voru alla vikuna, hæg sunnan og suðaustanátt. Afli var misjafn, sæmilegur hjá mörgum bátum, en líka lítill hjá öðrum, allt frá 2 t. og upp í 26 t., Hrefna. Bátar eru dreifðir um allan sjó ,allt frá Jökli að Reykjanesi, flestir em í Akranésingaforum og vestur af Köntum. Handfærabátar hafa lítið feng- ið enn sem komið er, enda fáir byrjaðir en margir eru að búa sig af stað. Aflahæsti báturinn, sem rær daglega er Svanur, fékk hann 300 lestir í marzmánuði. Aflahæstu útilegubátarnir: Guðm. Þórðarson ....... 600 t. Hafþór ................ 550 — Björn Jónsson ......... 512 — Auður ................. 484 — Rifsnes ............... 470 — Helga ................. 470 — Keflavík Álablíða var alla vikuna og róið upp á hvern dag. Afli var misjafn, heldur rýr framan af vikunni, en glaðnaði og varð jafnari, er leið á vikuna. Sem dæmi upp á, hvað aflinn gat ver- ið misjafn, fékk einn bátur 2 lestir á fimmtudaginn og annar 42 lestir, Bára. Aflahæstu bátarnir frá áramót- um til marzloka: Askur................. 646 t. Ólafur Magnússon .... 574 — Bjarmi ............... 532 — Jón Finnsson.......... 522 — Guðm. Þórðarson...... 519 — Akranes Róið var alla daga vikunnar og var afli mjög misjafn, bezta róð- urinn í vikunni fékk Sveinn Guðmundsson, 43 lestir. Heildaraflinn var 1. apríl 8.280 t. í 923 róðrum. 10 aflahæstu bátamir frá ára- mótum: Sigrún ............... 678 t. Sigurvon ............. 585 — Sigurður ............. 530 — Sveinn Guðmundsson .. 523 — Sæfari ............... 512 — Heimaskagi ........... 510 — Böðvar ............... 500 — Ólafur Magnússon .... 489 — Höfrungur ............ 485 — Skipaskagi ........... 458 — Vestmannaeyjar. Fyrrihluta vikunnar voru ágæt sjóveður, oftast logn og mjög góður afli, sérstaklega á mið- vikudaginn. Þann dag voru bát- ar almennt með 20 lestir og sum- ir með upp í 40 lestir. Síðari hluta vikunnar var aust- anátt, 5—7 vindstig, og dró þeg- ar mjög úr aflanum, og var hann þá algengur 8—10 lestir á bát. Handfærabátar hafa aflað lít- ið, mest vegna þess að veður hef- ur ekki verið hagstætt fyrir þá. Bezti afladagur vertíðarinnar fram að þessu var fyrri föstu- dag og jafnframt stærsti afla- dagur í sögu Eyjanna. Þann dag bárust á land um 2356 lestir af fiski, óslægt. Lifrarmagnið þenn- an dag var 176 lestir, og hafði áður orðið mest 19. apríl 1954, 149 lestir. Síðan 1948, eða á 11 árum, hef- ur lifrarmagnið fimmfaldazt, var þá 848 lestir, en var 3913 lestir 1959, og eru allar líkur til, að lifrarmagnið í ár fari fram úr því, sem það hefur áður verið mest. Sýnir þetta glöggt, hve út- gerð fer hraðvaxandi frá Vest- mannaeyjum. 12 aflahæstu bátarnir frá ára- mótum: Stígandi ............... 732 t. Gullborg ............... 713 — Leó .................... 671 — Eyjaberg ............... 606 — Reynir ................. 583 — Kári ................... 582 — Dalaröst NK ............ 569 — Víðir SU ............... 560 — Snæfugl ................ 543 — Gullver NS.............. 529 — Bergur VE............... 525 — Ófeigur II ............. 524 — í lok marzmánaðar höfðu frysti húsin í Vestmannaeyjum tekið á móti fiski, sem hér segir mið- að við ósl. fisk: Vinnslustöðin .......... 8345 t. Hraðfrystist. Vestm.eyja 7437 — Fiskiðjan .............. 6317 — ísfélag Vestmannaeyja 4930 — Norðmenn kvarta Norðmenn hafa kvartað til tollabandalags 6-veldanna yfir tolli á fiski, sem er fyrirhugað- ur 20—25%. Þeir óttast jafnvel takmörkun (kvóta) á fiskinn- flutningi. • Merkin of há NÚ eru komin upp ný stöðv- unarmerki við aðalbrautir. — Víða í bænum, t. d. í Miðbæn- um, eru merkin, sem eru fyr- irferðarmikil, í lítilli hæð frá . .áAýiv/ivlw.i Svíar byggja og byggja Svíar leggja nú mikið kapp á smíði fiskiskipa, ekki aðeins heima fyrir heldur erlendis, t. d. létu þeir á sl. ári smíða fyrir sig í Hollandi 60 150—200 lesta fiski- skip, og voru 30 þeirra úr stáli. Stór floti. í Norðursjávarveiðum Svía taka nú þátt 300 fiskiskip, sem veiða með flottrolli og botnvörpu. Józku síldarverksmiðjurnar áforma nú að greiða 3 mismun- andi verð fyrir hráefnið, og munar miklu á verðinu á 1. fl. fiski og hinum flokkunum. Hin mikla áætlun Færeyinga um endurnýjun færeyska fiski- skipaflotans, þar sem áformað er að byggja 30—40 stóra fiskibáta og togara, hefur haft í för með sér, að tilboð hafa streymt frá Noregi, Frakklandi, Hollandi og Austur-Þýzkalandi. Afli Norðmanna er nú við það nákvæmlega hinn sami og á sama tíma í fyrra. — Norðmenn hafa í ár lagt mesta áherzlu á söltun, eða saltað nú helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Hefur þetta gengið mest jörðu. Hefur fjöldi fólks beðið blaðið að vekja athygli yfir- valdanna á því að merkin, ekki sízt skarpar brúnir þeirra, hæð og staðsetning á gangstéttum, geti auðveldlega valdið meiðslum á gangandi vegfarendum. Þetta merki, sem drengurinn stendur við, er í sjálfu Austurstræti. Hann er um 150 cm á hæð og af myndinni má vissulega ráða að það er ekki að undra þó vegfarendum standi nokkur stuggur af merkjunum. • Óðu upp í mitti Blaðinu hefur borizt eftir- farandi bréf frá „Einum af þeim sem varð að vaða“: „Ég undirritaður vil hérmeð senda yður mótmæli í sam- bandi við fréttaklausu yðar úr Morgunblaðinu 30.3.1960, sem hefur fyrirsögnina „Óðu upp í mitti“. Þar segið þér m. a. að förinni hafi verið heitið út í Örfirisey. út yfir skreiðina, sem er meira en % minni en í fyrra. Verðhækkun á fiskl í Bretlandi. Síðan 1952 hefur fiskur hækk- að í Bretlandi um 50%. Færeyingar verðlauna nú skipshöfn þá, sem hefur flesta úthaldsdaga, með 11.000 kr. og mesta aflamagnið verðlauna þeir með 5.500 kr. Ross-samsteypan færir enn út kvíarnar með því að hún hefur keypt hina kunnu skipasmíðastöð í Selby, þar sem margir íslenzku togararnir hafa verið smíðaðir. Vinnudeilur. Vinnudeilur eru tíðar á íslandi, óvíst, að þær séu annars staðar tíðari. Það er mikið tjón, sem þjóðin má þola vegna þessara átaka milli launþega og vinnu- veitenda, og viðbúið, að lífsaf- koma þjóðarinnar í heild sé eitt- hvað lakari vegna þeirra miklu verðmæta, sem glatast árlega í hinum mörgu verkföllum. En hvort sem krónan hefur látið undan kauphækkununum eða kauphækkanirnar fylgt í Það er alls ekki rétt, því þegar átti að fara að hefja kennslu þennan umrædda dag, 29.3., þá kom annar kenn aranna, sem fór þessa för og sagði að við ættum að fá að fara út í skerið. Ég skrifa þetta til að mót- mæla því að sökinni sé skellt á nokkra drengi sem af til- viljun gengu fremstir, því að það voru kennararnir sem | áttu uppástunguna og við krakkarnir lögðum af stað út í skerið, því okkur hafði verið sagt að þangað ætti að fara. Vil ég biðja yður um að birta þetta, svo sannleikurinn komi í ljós. • Hólmar ekki Selsker Skerið sem um er rætt og skerin í kringum það heita Hólmar og Selsker er nokkru vestar.“ kjölfar krónulækkunarinnar, er talið, að kaupmáttur launa hafi sl. 13 ár ekki náð því að vera eins góður og í lok valdatíma nýsköpunarst j órnarinnar. Hjá hinum vestrænu þjóðum er það einn af hyrningarsteinum þjóðskipulagsins, að vinnuveit- endur og laurþegar semji sin á milli um kaup og kjör. Að vísu verður löggjafinn að setja vissar reglur, sem þessir aðilar verða að halda sig að vegna hagsmuna heildarinnar. Og af sömu ástæð- um verða ríkisstjórnir stundum að blanda sér í deilur, þegar í óefni er komið, en viðurkennda reglan eru friálsir samningar. Allir viðurkenna, að íslenzka vinnulöggjöfin sé orðin úrelt og á henni þurfi að gera ýmsar breytingar, sem tíminn hefur leitt í ljós, að væru æskilegar, þegar litið er á málið frá sjón- armiði heildarinnar. Má hér drepa á nokkur atriði: Að starfs- hópar í sömu atvinnugrein geti ekki hafið verkfall hver af öðr- um, eins og átt hefur sér stað á kaupskipaflotanum. Að óveru- legur hluti, kannski 10—20% af meðlimum verkalýðsfélags, geti ekki með naumum meirihluta samþykkt verkfall. Að vélstjór- ar í frystihúsum geti ekki hætt gæzlu véla, sem eingöngu eiga að halda við frosti í vöru, sem búið er að framleiða, stundum eftir fyrirlagi verkalýðsforingja, að- eins til þess að knýja fram úr- slit í vinnudeilum. Ekkert þjóð- félag getur þolað, að stofnað sé þannig til eyðileggingar á fram- leiðslu, sem tekið hefur langan tíma og ærið fé að framleiða. Þeim mönnum ,sem standa í samningum um kaup og kjör, er mikill vandi á höndum. Þetta eru viðkvæm mál og hægt að koma öllu í óefni með frum- hlaupi, eins og líka er hægt að koma öllu heilu í höfn með lagi og lægni. Það er oft ótrúlega lítið, sem á milli ber, þótt lagt sé út í verkfall. Mönnum finnst þeir bera skarðan hlut frá borði borið saman við aðra, að stífni sé kom- ið í málið, að um einhver „prinsip“-atriði sé að ræða, sem deiluaðilar telji sig ekki geta hvikað frá, eða að verkfall sé jafnvel af pólitískum toga spunn ið, og margt pg margt. Þá er það oft, að deiluaðilar gera sér ekki grein fyrir hinu gífurlega tjóni, sem verkföll oft valda sam borgurunum og þjóðinni í heild. Verkföll geta verið hörð og löng, en það er líka stundum svo, að menn eru sáttfúsari, þegar verk- fall er skollið á. Það er oft eins og deilan þurfi að komast á visst stig, til þess að unnt sé að leysa hana. Sá skilningur á kjarabarátt- unni hefur farið vaxandi, að kauphækkanir verði að byggjast á framleiðsluaukningu. Það væri því mjög mikilvægt, ef launþeg- ar og vinnuveitendur gætu orðið ásáttir um að gera sameiginlegt átak til þess að auka afköstin og framleiðslu þjóðarinnar. Það er ef til vill of mikil bjartsýni að láta sér detta í hug, að þarna geti eitthvert samstarf milli for- ystumanna launþega og vinnu- veitenda átt sér stað, en vafa- laust gætu þeir miklu áorkað í þessum efnum, ef slíkt samstarf tækist. Hvers vegna ekki að taka upp ákvæðisvinnu? Hvers vegna ekki að leggjast á eitt með að ýta hverri fleytu úr vör. Hví ekki samstarf um fullkomnari framleiðsluhætti, meiri vélar og aukna tækni í höfuðatvinnuveg- um þjóðarinnar, og svo mætti lengi telja. Betri lífskjör vegna aukinnar tækni og meiri og betri fram- leiðslu. Þrándur í götu GENF, 29. marz. — Sundny Times sagði í fyrradag, að fsland hefði í mörg ár og væri enn hinn l mikli þrándur í Götu sanngjarnra ' samninga um fiskveiðivandamál- ið. fsland virtist nú jafnákveðið - sem áður að hleypa engum að sinni jötu. skrifar ur daqiegq lífinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.