Alþýðublaðið - 12.11.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.11.1929, Blaðsíða 2
AtsÞf ÐUS&ABIÐ « Sftdldlnganes. Classen taetir selt par lóðir tyrlr 120 þdsnnd krénnr og Bangstélagið iyrlr 36 þúsnnd. Hér í blaðinu var fyrir sköramu birt skrá yfir lóðir, sem bankastjóri íslandsbanka, Eggert Claessen, hefir selt í Skildinga- nesi. Samkvæmt henni hefir Claessen á tæpum 2 árum selt lóðir úr Skildinganess- og Reyni- staða-landi fyrir meira en 120 frús. krónur. Söluverðið var frá 2 kr. og alt upp; í 5 krónur fyrir fermetra og að meðaltali hefir Claessen fengið h. u. b. 30 þús- und krónur fyrir hvern hektara, sem hann hefir selt. Ekki er Al- þýðublaðinu kunnugt um, hve hátt landareign Claessens hefir verið metin, er hann eignaðist hana, en langmestan hluta henn- ar á hann óseldan enn pá. Skildinganesþorp lifir á Reykjavík. Nálægðin við Reykja- vík veldur því, að þorpið hefir byggst. íbúarnir sækja nær allir atvinnu sína til Reykjavíkur og notfæra sér á allan hátt opin- ber mannvirki hennar eins og bæjarbúar sjálfir. Bragðvísi Jóns Þorlákssonar á alþingi hefir gefib Skildinganessbúum vonir um að geta látið Reykjavik sjá þorpjnu fyrir vatni, — Jón er mágur Claessens og á sjálfur stóra lóðarspildu í Skildinganesi. — Efnaðir borgarar hér hafa litið hýrt til Skildinganess, með því að flytja þangað gátu þeir kom- ist hjá því að greiða réttmæta skatta til bæjarsjóðs og þó haft sömu aðstöðu á allan hátt og bæjarmenn. — Alt hefir þetta orðið vatn á myllu Claessens og annara landeigenda i Skildinga- nesi. Alt hefir þetta orðið til þess að hækka lóðaverð þar, marg- falda verð eigna þeirra, þeim sjálfum að kostnaðar- og fyrir- hafnar-lausu. Auk Claessens var að eins einn lóðareigandi í Skildinga- nesi, sem nokkúð kvað að. Var það Baugsfélagið. Hluthafar þess voru nokkrir þektir „fjármála- menn“ hér í Reykjavík og í Hafnarfirði. Hinn 10. október 1927 var skift úr landi Baugs tij hluthafanna sérstökum spildum, eins og hér segir: Jón Þorláksson fékk 11290 ferm. Eggert Claessen — 11060 — Thor Jensen — 17 302 — Sami — 16 336 — Ág. Flygenring — 11290 — Sv. Björnsson — 11290 — Har. Árnason — 11290 — Samtals 89 858 ferm. Séu lóðir þessar metnar til verðs á kr. 2,50 hver ferm. til uppjafnaðar, nemur verðmæti þeirra samtals um 225 þús. krón- um. — Það er góður skildingur. —i t hvert skifti sem alment verð á fermetra lóðar í Skildinganesj hækkar um 1 krónú, græða þess- ir menn 90 þúsund krónur, og Claessen einn margfalt á við þá aíla. Auk þessara lóða, sem skift var milli hluthafanna, hefir Baugsfélagið á liðugu ári selt lóðir fyrir um 35 þús. krónur, eins og sjá má á eftirfarandi Haraldur Árnason seldi svo, þann 23. júlí 1929, Stefáni lyfsala Thorarensen 1135 ferm. lóð fyrir 3 kr. fermetra, eða 3375 krónur alla. Skrá yfir lóðarsölu Baugs í Skildinganesi. Kaupandi: Söludagur og ár: Söluverð: Stærð lóðar: 1. Aðalsteinn Eiríkss. ÍH 8 1 6 2400,00 1200 ferm. 2. Haraldur Jónsson cT' J, 00 1 10500,00 5250 3. Bjarni Jónsson o. fl 7A—28 — 1575,00 787V2 4. Jóh. S. Dalberg n/7—28 — 2625,00 13121/2 5. Guðm. Jóhannsson 34/s—28 — 1050,00 525 6. Helgi Jósepsson -1 00 C\1 1 o ' 1200,00 600 7. Sigurgeir Einarsson 11/6—29 — 3150,00 1050 8. Tryggvi Magnússon h/6—29 — 9075,20 45377s — 9. Rafnkell Bjarnason 29/6—29 1575,00 7871/2 — 10. Gestur Hannesson «/7—29 - .1937,20 9687» — Samtals kr, 35087,40 1 70187A<> ferm. Samtals hefir Baugsfélacjið pannig á rúmu ári selt um 1,7 hektara lands í Skildinganesi fgrir liolega 35 púsund krónur, eða fijrir ijfir 20 piis, krómir hvern • hektara, og eiga hluthaf- arnir pó eftir 5 til 6 sinnum meira land óselt. ' Allir þessir menn græða stór- fé, ef byggðin eykst í Skildinga- nesi. Þeir græða hundruð þús- unda, ef Reykjavíkurbær verður dæmdur til að sjá Skildinganes_s- þorpi fyrir vatni. Erlingur Pálsson yfirlögreglumaður hefir lengi verið sjúkur, en er nú aftur orð- inn heill og tekinn við starfi t sínu. Veðrið. KÚ.. 8 í morgun var 2 stiga liiti til 3 stiga frost, 1 stigs frost í Reykjavík. Útlit hér um slóðir: Norðankaldi. Léttskýjað. Samtðbin eflasí. Á fundi, sem verkakvennafé- lagið á Sandi hélt í gærkveldi, var samþykt með öllum atkvæð- um að sækja um upptöku í Al- þýðusamband Islands. Sveitin stækkar smátt og smátt og „alda socialismans" ris hærra og hærra. Upton Slnelatr leifcnr & fiiOln. Los Angeles, 29. sept. (Kvöld.) Frjálslyndasta blað Los Ange- Ies bæjar birti á dögunum tíu stórar ritstjórnargreinar um Up- ton Sinclair, þar sem þess var getið meðal annars, að hann gæfi sig við fiðluleik í tómstundum sínum, en enginn hefði til þessa fengið að hlýða á þær iðkanir, því hann væri mjög vandur að vali áheyrenda, — m. ö. o., að hann hefði ekki til þess 'dags leikið fyrir annað fólk en Upton Sinclair sjálfan. Þegar dr. Taft, formaður Civil Liberties-félagsins hér, las þetta, þá var hann ekki seinn á sér að hringja Sinclair upp og skora á hann að koma með fiðluna á næsta fund félagsins, en þeir hafa stjórnmálakvöld á hverjum sunnudegi, fjölsótt af stéttvísum*) verkamönnum og mentafólki. En Sinclair er einn af frumkvöðlum þessa félagsskapar og meÖal á- hrifamestu vérndara hans. Þetta varð að nokkru misklíð- arefni í símanum, — Sinclair þverneitaði að koma og sagði blaðamanninn frá The Record fara með skruin og skjall um tónlistariðkanir sínar. En þeir, sem hafa komist í klærnar á dr. Taft, þegar hann er að fala menn á skemtiskrá hjá félagi sínu, vita, hve lítt tjóa afsakanir og undan- brögð, enda fóru svo leikar, að Sinclair lofaðist til að taka með sér fiðlu sína á næsta fund í Open Forum, en svo nefnir Ci- vil Liberties-félagið samkomur sínar. Þeim, sem ritar þessar línur, veittist sá heiður og ánægja að vera viðstaddur í fyrsta sinni, sem Sinclair kom fram opinber- lega sem fiðluleikari. (En félags- skapur þessi hefír verið mér á- kaflega híyntur og gert mér ýmsa stórgreiða, síðan liingað kom, en ég haldið fyri’r þá ræður að laun- um.) Salurinn var fullur af fólki bæði uppi og niðri, og varð að setja fram nokkur hundruð auka- sæta til þess að koma fólkinu niður. Fiðluleikarinn kom í sín- um gráu og sniðlausu búðarföt- um, sem eru líklega sparifötin *) Mestur hluti af verkamönnum í Ameriku er annars óstéttvís fénaður, sem engan grun hefir um, hvar hann á heima í þjóðfélaginu.- Höf. hans. Það er undarlegt hvað Sin- clair fer illa að vera borgara- klæddur, enda gengur hann a)t af' búinn eins og verkamaður, nema þá sjaldan hann kemur fram op- inberlega. í fylgd með honum var kona hans, Mary Craig Sin* clair, frú Kate Crane Gartz, fræg- ur kvenrithöfundur, og annar einkaritari hans. Til undirleiksins var kvaddur aldraður tónlistar- prófessor, sem hefir sagt mér manna hroðalegastar lygasöguif frá Islandi og Noregi. Sinclair var heilsað með dynj- andi lófaklappi, eins og Kreisler sjálfur væri þar kominn, meðán hann tók upp fiðlu sína og stilti. Hann ásakaði dr. Taft fyrir að hafa kallað sig hingað í þessum erindum, — en afsakaðí sig ekki hót, — lét þess að visu getið, að hann hefði aldrei á æfi sinni ver- ið jafn-óttasleginn og hann væri á þessari stundu, og hefði hann þó staðið andspænis ýmsum vanda um dagana. En hann sagðí að menn mættu alveg eins heyra hér í kvöld í eitt skifti fyrir öll, hvílíkur fiðlari hann væri, eins og. að skapa þjóðlegar tröllasögur um snild hans. Sjálfur sagðist hann aldrei hafa gert aðrar kröf- ur til fiðlunnar sinnar, en að hún væri sér til hvíldar og tilbreyt- ingar frá látlausum önnum bar« áttusamra æfidaga. Hann lék tvö alþýðleg kvöld- ljóð, stilt, varkárt, feimnislega eins og sveitapiltur um fermingu, sem hefir verið kallaður fram til að sýna lisi sína fyrir nokkrum ókunnum gestum, fordildarlaust, auð- mjúklega, eins og snauður mað- ur, sem stendur í dyrum mikils musteris, og veit, að þáð er feg- ursta og dýrlegasta musteri heimsins, eins fyrir því, þótt hann standi þar fáskrýddur. Hvort sú auðmýkt, sem lýsti sér í fiðlutóni hans hefir gengið fleirum til hajrta en mér, skal ósagt, en eitt er víst, að varla hefði Kreisler sjálfur fengið þakklátari viðtökur hjá þessum áheyrendum fyrir leik sinn. Ég fyrir mitt leyti hefði aldrei getað ímyndað mér, að einn af frægustu rithöfundume veraldarinnar léki Jþó svona vel á fiðlu. Tóntök hans birtu engani tónmeistara, —- þau báru manni hins vegar ómana frá hinum ham- ingjusömu hvíldartímum fimtugs stríðsmanns, sem hefir barist við alls konar skrimsl og ófreskjur síðan á unglingsárunum, vegna ástar sinnar til mannkynsins. — Og sönnu nær mun það, að með lófaklappinu, sem hristi salinn, hafi menn ekki svo mjög þakkað fíðlusnillingnum Upton Sinclair, þótt kurteisi hans væri mikillar virðingar verð, að verða við beiðni félaga sinna, heldur rit- snillingnum og stríðsmanninum Upton Sinclair, sem allir við- staddir vissu vel, að þarfara verk og fegurra hefir unnið fyrir þessa miklu þjóð og alla alþýðu heims-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.