Morgunblaðið - 05.07.1960, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.1960, Blaðsíða 4
4 MORCIITSBLAÐI& Þriðjudagur 5. júlí 1960 Gúmmíbátur stór, óyfirbyggður, algjör- lega ónotaður til sölu. Sér- lega hentugur sem veiði- bátur. Uppl. í símum 50960 og 50783. Tapast hefur, laugardag, brún ferðataska, merkt: Lárusi Arnórssyni, frá Rvík að Bifröst. Vinsaml. skilst á lögreglustöðina. Dönsk húsgögn til sölu borðstofuskápur, hornsófi, skrifborð, stólar og inn- skotsborð. — Sími 34546. 4ra manna bíll í gó'ðu lagi, óskoðaður, til sölu, ódýr. Háteigsvegi 48. Til sölu hraun-steinn, á sanngjörnu verði. — Upplýsingar í síma 17204. Málari óskar eftir 2ja herb. íbúð. Málning á henni gæti komið til greina Uppl. í síma 23827. Sumarbústaður eða herb. með eldhúsaðg., óskast til leigu í Hvera- gerði eða við Álftavatn, í % mán. Uppl. í síma 24576. Til sölu eða leigu er mjög hentugt húsnæði, t.d. fyrir tannlækninga- eða hárgreiðslustofu. Tilb. send ist afgr. Mbl., merkt: „Ná- lægt miðbæ — 3861“. 3ja herb. íbúð á jarðhæð í Hlíðarhverfi til leigu nú þegar. 'jTilboð merkt „Hita veita — 3668“, sendist Mbl. Vespa eða Messerschmidt óskast til kaups. Tiib. sem greinir verð og aldur send- ist Mbl., merkt: „Útborg- un — 3669“. Steypuhrærivél til leigu Auðveld í flutningi (er á gúmmíhjólum). Uppl. í sima 22692. — Barngóð, amerísk hjón óska eftir kjörbarni. Svar sendist afgr. Mbl., merkt: „1395 — 1511“. Skellinaðra í góðu standi til sölu á Ferjuvog 21. Upplýsingar í sxma 34078 eftir kl. 5. íbúð Hjón með 14 ára pilt óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð. Reglusemi. Uppl. í síma 32675, í dag. Ný uppgerður diesel traktor með sláttuvél og jeppabíll eru til sölu. Uppl. hjá Brynjólfi Guðmunds- syni, Borgartúni. Sími um Akranes. 1 dag er surtnudagurian 3. júlí, 184. ci.tííur ársins. SíðdegisflæSi kl. 13:18. Slysavarðstofan ei optn allan sólar- hrínginn. — Læknavðrður L.R. (fyrir vltjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 15030. Næturvörður vikuna 2.—8. júlí er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 17911. Næturlæknir i Hafnarfirði vikuna 2.—8. júlí er Oiafur Einarsson sími 50536. Söfnin Arbæjarsafu: Opið daglega nema mánudaga kl. 2—6 e.h. Minjasafn Reykjavíkurbæjar Skúla- túni 2. Opið daglega kl. 2—4 e.h. nema mánudag. Þjóðminjasafnið: — Opið sunnudaga kl. 1—4. þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1—3 Náttúrugripasafnið: — Opið á sunnu- dögum kl. 13:30—15. og þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14—15. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7 og á sunnudög- um kl. 1—4. Næturlæknir í Keflavík: A þriðjudag Björn Sigurðsson, sími 1112, miðviku dag Guðjón Guðmundsson, sími 1567, fimmtudag, Jón Jóhannsson, sími 1800, föstudag Kjartan Olafsson, sími 1700 og á laugardag Arnbjörn Olafsson, sími 1840. ÍR, handknattleiksdeild. — Aríðandi æfing verður fyrip alla flokka í Laug- ardalnum gegnt Þvottalaugurium n. k. miðvikudag kl. 8.30. Mætið öll. Fríkirkjusöfnuðurinn. — Félög safn aðarins efna tíl skemmtiferðar fyrir safnaðarfólk sunnudaginn 10. þ.m. Far- in verður Krýsuvíkurleiðin, komið í Strandakirkju, Þorlákshöfn og víðar. * Ekið verður heim um Grafninginn. Nánari upplýsingar veitir ferðanefnd- in í símum 23944, 15236 og 16985. Leiðrétting. — Hreppsnefnd Patreks hrepps biður þess getið, vegna fréttar hér í blaðinu, að hún hafi engan fund haldið um dragnótamálið og engin mótmæli samþykkt gegn því að leyfa dragnótaveiðar. Hellisgerði er opið dag hvern kl. 1—10 síðdegis. — Bókasafn Hafnarfjarðar Oolð alla virka öagd ki 2—7. Mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga einnig kl 8—10 síðd. Laugardaga ki. 2—5. — Lesstofan er opin á sama tíma. — Sími safnsins er á0790 SKÝRINGAR Lárétt: 1 sjávardýrs — 6 fæði 7 hreinsunarmenn — 10 veitinga hús — 11 flana — 12 fangamark — 14 greinir — 15 nýrra — 18 ekki djúpra. Arnað heilla Sextug er í dag Sveinsína Njarðardóttir, Austurgötu 43, Hafnarfirði. Lóðrétt: — 1 voði — 2 stúlka — 3 fiska — 4 gera verðminni — 5 gramar — 8 snákur — 9 sprotar — 13 beita — 16 á stundinni — 17 samhljóðar. NÝLEGA er kominn heim til íslands prófessor Haildór Halldórsson, en hann hefur dvalizt í Lundi í Svíþjóð frá því í septemberbyrjun i fyrra. Af því tilefni átti tiðindamað- ur biaðsins við hann stutt spjall. — Hvernig stóð á ferðum yðar til Lundar? — I Svíþjóð er til styrktar- sjóður, sem nefnist Nordisk Docent-stipendium, og er hann notaður tii þess að bjóða próefssorum frá öðrum há- skólum á Norðurlöndum. Styrkveitingar eru ekki háðar deildum, og þær eru ekki aug- Iýstar, heldur eru styrkþegar valdir án umsóknar þeirra og sl. ár varð ég fyrir valinu í Lundi. Styrknum fylgir 75 tíma kennsluskylda, en ætlazt er til þess, að styrkþegi geti unnið að rannsóknum sinum jafnframt. — Var mikill áhugi meðal Svía að lesa íslenzku? — Já, mjög mikill, enda verða þeir, er leggja stund á norræn mál, að lesa 100 bls. í islenzku. Þeir verða líka að geta bjargað sér í íslenzku því að æ fleiri fræðibækur eru nú skrifaðar á henni. Mf/VA/ 06 = m/FFA//= — Hvaða höfundar voru lesnir? — T. d. Þórbergur, Hagalín, Gunnar Gunnarsson, Kitjan, Davíð, Tómas og Örn Arnar- son. I — Eru íslenzkir nútimahöf- undar eitthvað lesnir að ráði í Svíþjóð? — Ég veit það nú ekki. Nemendur mínir voru flestir I málfræðinemar, og sennilega er meiri áhugi fyrir íslenzk- um höfundum meðal stúdenla í bókmenntum. —. Þér hélduð fyrirlestra víðar en í Lundi? — Já, ég flutti nokkra við háskólana í Gautaborg, Upp- sölum og Stokkhóimi, og einn við norræna alþýðuháskólann í Kungálv. Þeir fjölluðu um is lenzk nýyrði, islenzk manna- nöfn og nafngjafasiði, og is- lenzk orðatiltæki, svo sem um hjartað og hugrekkið í íslenzk- um orðtökum. — Um hvað snerust svo rannsóknir yðar? — Aðallega um íslenzk orð- tök og samband þeirra við önnur germönsk orðtök. Ég vil taka það sérstaklega fram, að allur aðbúnaður var þarna eins og bezt verður á kosið. Ég og fjölskyldan bjuggum á sérstöku gestaheimili, ætluðu erlendum kennurum og vis- indamönnum. Vinnuskilyrði voru með ágætum og bóka- safn gott til afnota, þar sem sænska orðabókin er til húsa. Lundur er fyrst og fremst háskólabær og gott fyrir stúdenta að búa þar. Til dæmis mun ódýrara að nema þar en í stærri baejunum, og það er talsvert atriði í jafn- dýru landi. Að lokum má geta þess, að ekki varð ég var við stífleika, sem sumir vilja eigna Svíum. JTJMBÓ — Á ævintýraeyjunni — Teikningar eftir J. Mora 1) — Við skulum sjá, hvert hann fer, sagði Mikkí, og svo fylgdu þau maurnum eftir að þúfunni, þar sem hann bjó. 2) Júmbó varð alvarlegur. — Hugs- aðu þér, ef við hefðum nú líka hveiti- korn, þá gætum við malað það og bakað kökur! 3) — Ég ætla að ganga svolítið af- síðis, hrópaði hann skyndilega. — Eg þarf nefnilega að hugsa, og það get ég ekki, þegar þú talar. 4) Þegar Júmbó hafði gengið góða. stund í djúpum þönkum, kom hann skyndilega að akri, þar sem gullin hveitiöx bylgjuðust fyrir vindinum. Jakob blaðamaður Eftii Peter Hoffman — En hversvegna höfum við ekki herrar mínir! En strax og ég fæ olíu- heyrt um þessar geysilegu olíulindir leiðsluna mína samþykkta, hins- yðar, herra Derrick? vegar .... — Það hefur ekki verið tímabært, —■ Olíuleiðslu? — Já. Reyndar á ég von á staðfest- ingu í kvöld! — Ó, Rod! Síminn til þt'n! Og mér heyrist hún vera mjög æst!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.