Morgunblaðið - 05.07.1960, Blaðsíða 8
8
MORCUNniAÐiÐ
Þriðjudagxir 5. júlí 1960
Krúsjeff hefur sigrað
Mao í fyrstu atrennu
KfttJSJEFF hefir sigrað í fyrsta
opinbera árekstrinum við Pek-
ing, en aðeins að nokkru leyti.
Og bersýnilega höfum við ekki
heyrt um lok deilunnar.
Kínverjar sjálfir hafa orðið að
gera eitt þetta „kveljandi endur
mat“ og þeir hafa augljóslega
ákveðið að fylgja Krúsjeff að
málum, vegna þess, að afleiðing-
arnar myndu verða of hættuleg-
ar, ef þeir gerðu það ekki. En
hugur þeirra fylgir þar ekki máli.
Sovézkir embættismenn þreyt-
ast aldrei á að segja okkur, að
það sé ekki, hafi aldrei verið, og
muni aldrei verða nokkur
minnsti ágreiningur milli
Moskvu og Peking. í>etta er
þekkt sem diplomatiskur áreið-
anleiki. En þeir hafa fengið sig
fullreynda á því að halda yfir-
skininu við síðastliðna tíu daga.
Þeim tókst það samt sem áður
og það var eflaust þess vert.
Strax árið 1956, segja þeir,
féllust þeir á stefnu Krúsjeffs,
sem ákveðin var á hinu fræga
tuttugasta flokksþingi, þar sem
samþykkt var opinberlega að
keppa að takmarkinu „friðsam-
leg sambúð" þjóða og jafnframt
gerð breyting á hinni, að því er
virtist, ódauðlegu trúarsetningu
Lenins um óhjákvæmilegt stríð.
Það var alveg satt. En hitt
taka sovézkir embættismenn ekki
með í reikninginn, að síðan eru
liðin fjögur ár og á þessum fjór-
um árum og þó sérstaklega á síð-
hafa
sterkar raddir í Peking mótmælt
hvað eftir annað breyttum stjórn
arháttum, sem Krúsjeff varð
fyrstur til að ákveða, með þeim
afleiðingum að Krúsjeff sá sig
neyddan til að leita að tækifæri
til þess að útskýra stöðu sína
rækilegar og ósveigjanlegar en
nokkru sinni fyrr. Hann kaus
þing rússneska kommúnista-
flokksins í Búkarest. Þar gerði
hann það deginum ljósara, að
hann hélt fast við ákvarðanir
tuttugasta flokksþingsins, þrátt
fyrir persónulegar deilur við
Eisenhower forseta. Ennfremur
gerði hann sjálfan sig að hinum
eina fullgilda túlk Lenins. Hann
gat sagt hvar Lenin hafði enn
rétt fyrir sér og hvar breytt við-
horf hefðu kollvarpað kenning-
um hans. Hann gerði það.
Lenin hafði rétt fyrir sér, sagði
hann þegar hann krafðist ýtr-
asta sveigjanleika og hæfileik-
anna til að jafna deilurnar við
„óvininn", að fara í krákustígum,
mjög hægt, á leiðinni að loka-
markinu. En Lenin var á eftir
tímanum, hvað snerti þá trú hans
að eina leiðin að lokamarkinu
næðist með styrjöld.
Krúsjeff réðist með miklum'
ofsa á alla þessa félaga, sem ekki
voru færir um að skilja sannleik-
ann. Og meðal þeirra voru Kín-
verjar, því að þeir höfðu nýlega
sýnt sig vera ósveigjanlegir, hvat
visir og herskáir .En hann réð?
ist á fleiri en Kinverja. Hann
réðist gegn óstýrilátum andstæð-
ingum sínum í stjórnmálum, í
sjálfum Ráðstjórnarrríkjunlm.
Hvað Evrópu snertir, þá bar
hann sigur úr býtum. Grundvall-
arstefnur hans í stjórnmálum
voru endurstaðfestar samhljóða.
Og það merkti að hann stóð and-
spænis Kínverjum sem málsvari,
ekki aðeins Sovétrikjanna, held-
ur einnig sameinaðra kommún-
istaflokka í Evrópu.
Hvað myndu Kínverjar gera?
í fyrstu virtust þeir varla
þekkja sjálfa sig. Það var enginn
kínverskur fulltrúi í Búkarest.
Pekingfulltrúinn, sem talaði eftir
að Krúsjeff hafði skýrt afstöðu
sína, hélt því hátt og ákaft fram,
að svo lengi sem heimsveldis-
stefna væri við lýði, væri stöð-
ug hætta á árásarstyrjöld. Krú-
sjeff hafði aldrei sagt að svo
mundi ekki verða. Harxn hafði
aldrei sagt að sú hætta væri al-
gerlega úr sögunni .Allt sem hann
hafði sagt árið 1956 var það, að
stríð væri ekki lengur óumflýj-
anlegt og þannig strikað út þann
hluta er var sízt réttlætanlegur
í kenningum kommúnista. Btrið
var ekki lengur óhjákvæmilegt,
hafði hann sagt, vegna þess að
styrkur kömmúnismans, studdur
af friðarvinum allar landa var
nægilega öflugur til þess að
hindra árásir heimsveldissinna.
Það, sem hann hafði í huga var
tilkoma kjarnorkuvopnanna, sem
Lenin hafði aldrei dreymt um.
í Búkarest gekk hann feti lengra.
Han gerði gys að rökfræðinni í
eftir Edward Crankshaw
uðstu sex mánuðunum,
Hvernig
sem þér
ferðist
Eru
FERÐATRTGGINGAR
nauðsynlegar FERÐATRYGGINGAR okkar tryggja yður fyrir alls konar slysum, greiða
sjúkrakostnað yðar, greiða yður dagpeninga verðiö þér óvinnufær svo og
órorkubætur, ennfremur mun fjölskyldu yðar greiddar danarbætur
FEROATRYGGINGAR okkar eru m|ög ódýrar, t. d er íðgiald fyrir 100 000
króita tryggingu, hvernig sem þér ferðist mnan lands eða utan í hálfan márv-
uð aðeins kr. 85.00.
SIMINN ER 17080 og íerðátryggmg yðar er I gildi samstundis.
SAdMI VO PJ tLTT tRV(B (C 0 PÞEAidR
(
Krúsjeff í ræðustól í Búkarest.
afstöðu Kínverja — enda þótt
hann nefndi ekki Kína — með
því að ,spyrja, hvort búizt væri
við því, að kommúnistablokkin
skylfi af ótta, jafnvel þegar sá
dagur kæmi, þegar máttur heims
veldisinna hefði verið brotinn á
bak aftur.
Hinn 25 .júní virtust Kínverj-
ar vera að vakna og hefja bar-
áttuna að nýju..Með þvi að ráð-
ast á Titó marskálk og aðra, sem
„endurskoðunarmenn" og „lið-
hlaupa", voru þeir raunverulega
að ráðast á Krúsjeff sjálfan og
með furðulega hörðum orðum.
Þetta var augljóst vegna þess, að
þeir voru einmitt að ásaka Tító
marskálk fyrir þau afbrot sem
Krúsjeff hafði framið sjálfur,
sem sé það, að reyna að komast
út af við Bandaríkjamenn og
vekja ótta við kjarnorkuhernað.
Sá laugardagur var dagur mik-
illa ögrana.
Svo kom sunnudagur, og rit-
gerð Mme. Soongs, sem var út-
varpað um allt Kínveldi. Hið
kveljandi endurmat hafði verið
framkvæmt.
Mme. Soong fullyrti að Vestur
veldin segðu ósatt mál, þegar þau
sögðu að Kínverjar væru ekki
fúsir til friðsamlegrar sambúð-
ar. Hún sagði, að vissulega yrði
Kína að halda sambúðinni við
heimsveldisstefnu. Þessi tvö
fræðikerfi væru raunverulega
samhliða. „En“, hélt hún áfram
„meðan við höfum friðsamlega
sambúð við heimsveldissinna, þá
táknar það ekki, að við eigum
að vera þeim undirgefnir og auð
sveipir“,
Hún lauk grein sinni með þeirri
yfirlýsingu að enginn, ekkert afl
gæti aðskilið Rússland og Kína:
Þau myndu standa fast saman.
Og hér verðum við að yfirgefa
þau í bili.
Kína hefur einu sinni enn játað
viðurkenningu sína á ákvörðun-
um tuttugasta flokksþingsins. En
slíkt hindrar það ekki í því, að
leggja áherzlu á önnur atriði en
þau, sem Sovétríkin setja á odd-
inn. Sjónarmið Krúsjeffs er það,
að hættan á styrjöld hafi raun-
verulega horfið úr sögunni. Kína
heldur því hins vegar fram, að
enda þótt stríð sé nú raunveru-
lega ekki lengur óhjákvæmilegt,
þá sé samt mikil hætta á því —.
ennfremur, aðeins hugleysingjar
séu hræddir við H-sprengjur.
Við munum fá að heyra meira
um þennan skoðanamun á næstu
dögum.
(Observer — Öll réttindi
áskilin).
Císli Júlíusson skipsfióri
Minningarorð
GÍSLI Júlíusson skipstjóri á Isa-
firði andaðist að heimili sínu að
kvöldi 27. júní.
Ég gat tæplega trúað þessari
frétt, þegar mér barst hun, þetta
sama kvöld. Aðeins tveimur dög-
um áður kvaddi ég þennan góða
vin minn og samstarfsmann um
borð í Fagranesi eftir að hafa
farið með honum inn að Melgras-
eyri. Þá var hann hress og ræð-
inn að vanda og sízt átti ég von
á að ég væri þá að kveðja hann
í síðasta skipti í þessu lífi. En
það er skammt bilið á milli lífs
og dauða.
Gísli Júlíusson var fæddur 6.
júní 1894 að Hyrningsstöðum í
Reykhólahreppi í Austur-Barða-
strandarsýslu og voru foreldrar
hans hjónin Ölöf Gísladóttir og
Júlíus Þórðarson, en hann er enn
á lífi háaldraður og býr á Siglu-
firði. Foreldrar Gísla fluttu frá
Hyrningsstöðum að Snæfjöllum í
Snæfjallahreppi í Norður-ísa-
fjarðarsýslu er hann var fárra
vikna. Þegar Gísli var 13 ára
flutti hann með foreldrum sín-
um til ísafjarðar og þar hefur
hann búið í hálfa öld.
Gísli hóf sjómennsku barn að
aldri og mest hans starf hefur
verið á sjónum allan hans langa
starfsaldur. Gísli varð brátt skip-
stjóri á fiskibátum, en síðustu
fiskiskipin, sem hann fór með
slcipstjórn á voru Huginn 1. og
Richard. Fyrir um það bil tólf ár-
um réðst Gísli til H.f. Djúpbát-
urinn, sem stýrimaður á m.s.
Fagranes, og nokkrum árum síð-
ar tók hann þar við skipstjórn og
gengdi því til dauðadags.
Gísli Júlíusson var mikill og
góður sjómaður, athugull og
skyldurækinn svo af bar. Hann
var karlmannlegur og traustur
maður í sjón og reynd og góðum
gáfum gæddur. Hann mótaðist í
hinum stranga skóla sjótnennsk-
unnar á öðrum áratug þessarar
aldar, og háði oft harða baráttu
við Ægi og hertist við hverja
raun. Hann var mikill áhuga-
maður fyrir málefnum stéttar
sinnar og útgerð allri, mikill skap
festumaður, ákveðinn í skoðun-
um og lét eigi hlut sinn ef á
hann var leitað, en ógleymanleg-
ur verður hann samstarfsmönn-
unum fyrir hreinskilni og heiðar-
ieika í öllum störfum sínum og
lífi. Gísli bar ekki vináttu til
annara utan á sér og smjaður
og fals var ekki til í hans fari.
Þair sem hann átti fyrir vini,
voru vinir hans til æviloka. Hann
var þeim trúr vinur og honum
máttu þeir alltaf trúa, og treysta.
Slík vinátta slitnar aldrei og
slíkum vinum gleymir enginn,
þó dauðinn skilji þá að um stund
arsakir.
Gísli kvæntist 30. marz 1929^
Framfkald á bls. 19.