Morgunblaðið - 11.08.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.08.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. ágúst 1960 OK cris Ttl. 4Ð1Ð 3 Reynum að láta gott af okkur leiða Rætt við íjórar Norðurlandakonur á Zontamótinu í Reykjavík Flóttamannahjálp- in okkur hugleikin ANNA-STINA Hals er for- maðður Zonta-klúbbsins í Ósló en að atvinnu er hún safnvörður við Byggðasafn Ósló-borgar og eiginmaður hennar er yfirvörður safnsins. Áður en hún giftist starfaði hún sem vörður við Þjóð- minjasafnið í Ósló. — Og hvað gerið þið helzt J ykkar Zonta-klúbb spyrjum við Önnu-Stinu. — Við reyn- um að láta ýmislegt gott af okkur leiða í kringum okkur. Styrkjum til dæmis til mennta ungar fátækar stúlkur, sem ella hefðu ekki tök að afla sér framhalds- menntunar. Svo hefir flótta- mannahjálpin verið okkur mjög hugleikin, sérstaklega nú síðari árin er flóttamönnum hefir fjölgað svo mjög hjá okk ur. A hverju ári tökum við á móti vissum fjölda flótta- manna og í klúbbnum okkar. er ein tékknesk flóttakona. Hún var alllengi í fangabúð- um í Þýzkalandi og hefir þolað ýmislegt misjafnt, að ekki sér meira sagt. Svo komst hún með hjálp norskr- ar vinkonu sinnar tii Noregs og nú starfar hún hjá norsk- tékknesku nefndinni í Ósló til hjálpar tékkneskum flótta- mönnum. Hún átti hugmýnd- ina að stofnun sérstaks heim- ilis fyrir tékkneska flóttamenn sem nú hefir verið reist í Ósló. Það er oft erfitt fyrir þetta fólk, sem rifið er upp úr sín- um jarðvegi að festa rætur í framandi landi og kannski sýn um við því ekki alltaf þann skilning sem skyldi. En tilgang ur þessa tékkneska heimilis er áð stuðla að því að fólkið finni síður til einangrunar í hinu nýja umhverfi. Þar búa bæði fjölskyldur saman og ein staklingar sem svo stunda auð vitað sína vinnu víðs vegar um borgina. Yfirleitt aðlagar þetta fólk sig vel með hinum nýju aðstæðum. — Er ísland eitthvað svipað því sem þú hafðir ímyndað þér? — Ég vissi fyriríram ad ís- iand var fagurt land og hér finnst mér bæði að sjá og finna að hér er vaxandi þjóð í vax- andi landi. Kennum þeim að vinna með hönd- unum Þátttakendur í norræna Zonta-mótinu frá Sviþjóð voru mjög margir, rúmlega 30 tals- ins. Við hittum að máli eina þeirra, Gretu Frederiksen, sem er rektor Betaniahemmel Asken við Gautaborg, sem er skóli og hæli fyrir vangefin b ö r n . A ð- spurð sagði hún, að í Sví- þjóð v æ r u starfandi 12 Zontaklúbb- ar. Klúbbur sá, er hún starfaði í Gautaborg, hefði starfað í 37 ár og hefði hún verið með limur hans í um það bil 10 ár. Aðalverkefni hans á síðustu árum hefði verið að aðstoða flóttamenn. — Hvað vilduð þér segja okkur um skóla þann, er þér veitið forstöðu? — Betaniahemmet við Gauta borg er eitt stærsta einka- hæli sinna tegundar í Svíþjóð, en í heimalandi mínu eru bæði rekin einka- og ríkishæli fyrir vangefin börn. Þar er skóla- skylda fyrir vangefin börn og á hælinu læra þau að lesa skrifa, reikna o.s.frv. til 16 ára aldurs. Þá byrjum við að kenna þeim að nota hendurnar til einhvers gagns, þau læra einhverja handiðn og geta margir hverjir unnið fyrir sér að ein'hverju leyti, að námi loknu. — Vangefnir verða að vinna með vangefnum, hélt Greta Frederiksen áfram. í skólan- um kennum við þeim að vinna með höndunum og reynum að gera þá að nytsömum þjóðfé- lagsþegnum og jafnframt að gera þeim lífið eins auðvelt og ánægjulegt og mögulegt er. — Við Islendingar erum af því að við höldum fundi okkar á fimmtudögum. Meðal þeirra mörgu verkefna, sem hann hefur beitt sér fyrir, er að hjálpa krypplingum og bækluðu fólki, einnig höfum við aðstoðað einstæðar, eldri, konur og eftir stríðið höfum við rétt foreldralausum börn- um hjálparhönd, veitt þeim styrk til skólanáms o. fl. • — Og þér hafið stigið á ís- lenzka grund áður? — Já, rétt sem snöggvast Það var í vor, þegar ég kom með flugvél frá New York, eft ir að hafa verið á móti í Argen tínu. Veður var bjart, og ég ætlaði að rjúka til og hringja í vini mína og kunningja í Reykjavík, en uppgötvaði þá að klukkan var nær þrjú að nóttu. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. — Nú hafið þér dvalið hér i nokkra daga, hvernig lízt yður á iandið? — Það sem undrar mig mest, er hve íandslagið er fjöl- breytt. Þar skiptast á fjöll, hraun, sléttlendi, ár og vötn. Við höfum skoðað Sogsvirkj- un, Þingvelli og Krýusik og var sú ferð ævintýri ííkust. — Finnland og ísland eiga margt sameiginlegt hélt frúin áfram. þau hafa bæði verið einangruð langa lengi, hnattstaða þeirra er svipuð o.s.frv. Ég dáist að menningú ykkar, hve hún er auðug og ristir djúpt Það er mér mikið ánægjuefni, hve samstarfið milli landanna hef- ur aukizt. Ég man hvað við í Zontaklúbbnum voru glaðar fyrir tveimur árum, þegar ’rú Auður Auðuns, borgarstjóri, tók þátt í norræna Zontamót inu, sem þá var haldið i Hels- ingsfors, sagði frú Sipilá að jokum. Frú Sipilá mun dveljast hér á landi nokkra daga eftir að Zontamótinu lýkur, ásamt eig inmanni sínum, sem tekur þátt í norræna lögfræðingamótinu i næstu viku. alltaf forvitnir að heyra um ^ álit útlendinga á landi voru. C^rf wi'A dlbÍÓðleQ viðfangsefni Karen Ahlmann-Ohlsen frá Kaupmannahöfn var á Zonta- Hvað viljið þér segja um það? — Fegurð íslands er alls staðar meiri en ég hafði gert ráð fyrir. Alls staðar er eitt- hvað nýtt að sjá, og hvarvetna hef ég mætt innilegri gest- risni fólksins, sem landið bygg ir. Verkefnin mörg Helve Sipilá er löfræðingur og héraðshöfðingi í heimalandi sinu. Hún var um skeið for- maður allþjóðlegu kvenlög- fræðingasamtakanna (1954— 56), einnig er hún í alþjóða- stjórn kvgnskáta og erindreki fyrir þau lönd, sem hafa ekki full réttindi, Frú Sipilá hef ur ferðazt víða og komið fram sem fulli trúi lands sins og þeirra fé- laga, sem hún er meðlimur í. M e ð a 1 þeirra fjar Isegu landa, sem hún hefur heimsótt er Panama, Peru, Chile, og löndin kringum Kara biskahafið. í desember s.l. dvaldist hún á Kýpur og í Líbanon í apríl í Argentínu og í mai sat hún skátamót í landi. — Hvað vjiauð þér segja okkur um Zontafélagsskapinn í Finnlandi? — í Finnlandi eru starfandil 10 Zontaklúbbar, þar af tveirj í Helsinki. Zonta-klúbburinnj sem ég starfa í, hefur hlotiðl heitið Fimmtudagsklúbburinn, mótinu hér í Reykjavík kjörin fulltrúi Danmerkur i Zonta- ráði Norðurlanda. Hún er skrif stofustjóri hjá Rauða krossin- um danska og fæst aðallega við hin alþjóðlegu viðfangs- efm. — Og i hverju er það starf fólgið — nánar tiltekið? — Það hefir sínar ýmsu hliðar, bæði venjulegt skipu- iagningarstarf heima við skrif borðið — ferðalög innanlands og utan og sífelld úmhugsun. Fióttamannahjálpin hefir ver- ið eitt aðalverkefnið frá því stríðinu lauk o g á r i ð 1 9 5 6 þegar fluttamenn streymdu inn í Austurríki úr öllum átt- um var ég i sex vikur í Vín, í alþjóð- legri nefnd frá Rauða krossinum til aðstoð ar Austurrikismönnum sem áttu þarna við alvarlegan vanda að stríða. Á stríðsárunum hafði ég með höndum eftirlits- og hjálp arstarfsemi fyrir danskt fólk búsett erlerdis. Þar var ekki alltaf hægt um vik. — En hvað um starf Rauða krossins í Danmörku sjálfri? — Hann heldur uppi ýmis konar fræðslustarfsemi fyrir almenning. Á hverju ári eru skipulögð námskeið um allt landið — í hjálp i viðlögum og yíirleitt til að kenna fólki i hinu daglega lífi að vera sem bezt viðbúið hverskonar óhöpp um eða vanda, sem að hönd- um kann að bera. Einnig eru starfrækt á vegum Rauða krossins allmörg barnaheim- ili. í eðli sínu er starf Rauða krossins brautryðjendastarf Það hefir verið svo og á að vera áfram. Við verðum alltaf að vera viðbúin að beita okk- ur þar sem þörfin er mest fyrir hendi. — Hvað finnst þér um „hina norrænu samvinnu“? — Ég held, að hún geti á vissum sviðum verið mjög þýð ingarmikil fyrir okkur. Við höfum t.d. alltaf öðru hvoru norræn Rauðakross mót, sem eru mjög gagnleg. Stundum hefir verið íslenzkur fulltrúi á þessum mótum — en ekki alJtaf. Ég vona, að í framtíð- inni verði hann þar alltaf —- en tkki bara stundum. Sjúkravél Bjöms á Grænlandsjökli BJÖRN PÁLSSON er búinn að leigja Cessna-sjúkravélina til Grænlands. Danskur flug- maður, Alfred Asniussen, flaug vélinni til Meistaravik- ur í gærmorgun og þar verð- ur hún nwstu sex vikurnar. Námufélagið hefur lent í hin- um mestu óhöppum með flug- vélakost sinn. Ef allt hefði geng- ið slysalaust hefði félagið átt tvær flugvélar í Meistaravík núna, en það á enga. Báðar fór- ust fyrir nokkrum dögum. önn- ur í Skotlandi, hin í Grænlandi. Tómur benzingeymir Hinn danski Asmussen flaug í fyrravor eins hreyfils Dornier- flugvél til Meistaravíkur og var með hana þar um sumarið. Námu félagið keypti síðan tveggja hreyfla Dornier-vél, einkum með það fyrir augum að hafa gát á ísnum á siglingaleiðum þar nyrðra í sumar meðan málm- grýtinu er skipað út i Meistara- vik. . ★ Asmussen ætlaði að fljúga vél- inni til Grænlands, en var ekki kominn lengra en til Skotlands, þegar ógæfan dundi yfir og ó- nýttist flugvélin þar. Nokkrum dögum síðar var annar danskur flugmaður að fara á loft með gömlu vélina í Meistaravik. Tal- ið er, að hann hafi skrúfað frá vitlausum benzíngeymi, sem hafi verið tómur. Vélin var varla komin á loft, þegar hreyfillinn stöðvaðist. Reyndi maðurinn að lenda á vegi þar skammt frá, en tókst ekki betur en svo að flug- vélin ónýttist. Vildi fá Bonanza Námufélagið leitaði þá til Björns Pálssonar og vildi leigja nýju Bonanza-flugvélina haris til eftirlitsflugs með isnum við ströndina. Danska stjórnin brá hins vegar við áður en samning- Framh. á bís. 15 STAK81 EI!\IAR Skuldinni skelh á fólkið „Timinn hefur undanfarna daga helgað sig því vonlausa verki, að reyna að verja það umíangsmikla og margsiungna gjaldeyrisbrask, sem dómsrannsókn hefur leitt ■ Ijós, að Olíufélagið h.f. og SÍS eru sek um. Einn þáttur í þeirri ,,vörn“ blaðsins eru brigzlyrði á hendur öllum þeim, sem tekið hafa trúanlegar þær niðurstöður, sem rannsóknardómarnir í mál- inu telja sannaðar til fulls og hafa birt opinberlega. Það eitt, að gera þær að umtalsefni segir veslings „Tíminn“ vera hinn illgjarnasta fjandskap við samvinnuhreyfing- una og það fólk, sem til hénnar telst. Þetta er vitanlega út í bláinn sagt — og er því ekki svaravert. En blaðið reynir einnig i skrifum sinum á hinn ófyrirleitnasta hátt, að velta bróðurpartinum af þeirri réttmætu gagnrýni, sem fram hefur komið á þá aðila, sem fyrir gjaldeyrisbraskinu stóðu, yfir á sjálft fólkið í samvinnuhreyfing- unni — og draga það til meðsekt- ar. Eftir að blaðið hefur þannig tekið sig út úr um að stinipla þetta fólk meðsekt, lætur „Tím- inn“ svo í veðri vaka, að hann sé að verja fólkið fyrir slikum áburði frá öðrum aðilum. Dæmi um þetta háttarlag ,,Tim ans“ eru ummæli hans á dögun- um: „Það eru ekki mennirnir,, sem hafa stjórnað samvinnuhreyfing- unni, eða fólkið, sem er í sam- vinnuhreyfingunni sem hefur safnað hinum mikla gróða“. Lög og réttur gildi Það er í tilefni af þessum um- mælum „Tímans" og öðrum slík um vissulega ástæða til að benda á, að það sem um hefur verið að ræða, er einungis það, að lög og réttur verði látin ná til brot- legra forvígismanna Olíufélags- ins h.f. og SÍS — en hvergi nema í „Tímanum“ hefur það fólk, sem samvinnuhrey finguna myndar verið sakfellt — eða skipað á bekk með hinum brotlegu forvíg- ismönnum. Kjarni málsins er lika einmitt sá, að „Tíminn" getur ómögulega sætt sig við það, að réttvísin skuli ná til forvigis- manna SÍS eins og annarra lög- brjóta. Það eru þeir, sem ,Timinn‘ ber fyrir brjósti og vílar jafnvel ekki fyrir sér að skella skuld þeirra á þá sem sizt skyldi. Átakanleg: málsvörn i I sambandi við ofangreint mál, er ekki ófróðlegt að virða fyrir sér hvernig í odda hefur skorizt með „Þjóðviljanum“ og „Timan- um“ — sem um þessar mundir eru annars i flestum málum jafn nátengd hvort öðru og síamstvi- burar. „Þjóðviljinn" segir í gær m. a.: ,,Það hlýtur að hafa verið átak- anlegt fyrir samvinnumenn um land allt að fylgjast með máls- vörn Timans i tilefni af hinu stór fellda svikamáli Oliufélagsins h.f. . . . Samvinnuhreyfingunni var sérstaklega ætlað að vernda almenning, bændur og neytendur, fyrir féflettingu og svikum ein- stakra gróðramanna; alger heiðar leiki i viðskiptum og óbrigðul þjónusta við almenning áttu að vera einkenni hennar; sú siðferði lega reisn sem einkenndi braut- ryðjendurna þurfti að vera leið- arljós i öllum athöfnum hennar Það er hörmulegt að spilltir menn skuli hafa notað slík samtök og fjármagn þeirra til hinna verstu óhæfuverka — en þó er hitt kannski ennþá alvarlegra að reynt skuli að réttlæta framferði þeirra með þeim rökum að ekki séu aðrir betri. Sú málsvörn ber vott um alvarlegar siðferðilegar veilur, sem óhjákvænvilegt er að samvinnumenn uppræti að fullu i samtökum sinum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.