Morgunblaðið - 11.08.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.08.1960, Blaðsíða 6
€ MORCVlSTtL'ÐlÐ Fimmtudagur 11. ágúst 1960 Hinn nýi skáli Ferðaféiags Akureyrar í Herðubreiðarlmdum. (Ljósm. St. E. Sig.) Þorsteinsskáli í Herðubreiðarlindum Margrét Minningarorð ÞAÐ fólk sem var í heiminn bor- ið á þeim hörðu árum 1870 til 1880 er nú flest horfið til feðra sinna. Lífskjör manna voru þá svo kröpp, að einungis harðgerðasta fólkið lifði af bernsku og æsku og náði fullorðins aldri. Sú kyn- slóð var framúrskarandi dugmik- ið fólk. Þegar við nú nær öid siðar, kveðjum einhvern hinztu kveðju af þessari öldnu sveit, skynjum við þá miklu þjóðfélags- byltingu, sem hefur gerzt hér og er að gerast. Benda allar líkur til, að niðjar þessa fólks muni aldrei lifa svipuðu lífi, hvað allar ytri aðstæður snertir. Gamla ís- land hverfur með gamla fólk- inu, en nýtt fólk og nýtt land tekur við. Á þessa stórkostlegu breytingu minntist oft hún frænka mín Mar grét Jónsdóttir, sem í dag er lögð til hinztu hvíldar. Minnist á hana með þessum látlausu orðum: Það var öðru vísi í mínu ungdæmi. Hún var fædd 28. des. 1878 að Hömrum í Þverárhlíð og var því rösklega 81 árs, er hún lézt. Alla sína löngu ævi naut hún góðrar heilsu og vann hvern dag. Á næst liðnu vori sagðist hún þurfa að leggja sig helz't til oft og verða lítið úr verki. Fyrir rúmum mán- uði lagðist hún rúmföst og and- aðist 2. ágúst að heimili sínu Drápuhlíð 3. Foreldrar Margrétar voru hjón in Þuríður Ólafsdóttir og Jón Jónsson, þau bjuggu að Hömrum. Voru þau systrabörn að frænd- semi. Ætt þeirra, sem er fjölmenn um Borgarfjörð og víðar, var kennd við Ásbjarnarstaði í Borgarfirði. Þuríður og Jón eign- uðust 6 börn, 5 dætur og einn son. Elzta dóttirin var fædd 1875, en sonurinn sem var yngstur syst- kinanna 1882. Hann dó 10 daga gamall. Þá hafði móðir þeirra kvatt heiminn fyrir tveimur dög- um. Þau dóu úr mislingum. Þá urðu fimin litlar stúlKui móður- lausar. Þremur árum síðar misstu þær föðyr sinn. Af þessum systra hópi eru tvær á lífi, Þórdís, sem var elzt og Ólöf sú yngsta. Margrét var tekin í fóstur að Helgavatni í Þverárhlíð. Hún bar nafn ömmusystur sinnar Margrét- ar Halldórsdóttur frá Ásbjarnar- stöðum, er þá bjó að Helgavatni með manni sínum Þorbirni Sig- urðssyni. Þorbjörn bóndi hafði ráðskonu. Jónsdóttir Hún hét Rannveig Sigurðardótt- ir. Rannveig varð fóstra Margrét- ar. Ég hygg að fá börn minnist foreldra sinna af meiri hjarta- hlýju en hún fóstru sinnar. Við andlát Þorbjarnar á Helgavatni fluttust þær fóstrur þaðan og nokkru síðar gekk Rannveig að eiga Odd Þorleifsson bónda á Dag verðarnesi í Skorradal. Fluttist Margrét með fóstru sinni þangað. Skorradalinn taldi hún ætíð sín- ar æskustöðvar og þaðan átti hún margar góðar minningar, enda* var Dagverðarnes hennar heimili til seytján ára aldurs, en þá lá leiðin að heiman. Unglingar þeirra tíma höfðu fáa möguleika á að velja sér ævi- starf. Fábreytni atvinnulífsins réði því og um skólagöngu var naumast að tala sízt fyrir þá fá- tæku. Hlutskipti flestra var vinnu mennska, næstum framandi hug- tak unglingunum okkar í dag. Það valt á miklu að komast í góða vinnumennsku. Margrét sagði oft frá því, hversu lánsöm hún hefði ævinlega verið með húsbændur, á meðan hún var annarra hjú. Hún var um árabil, þá ung stúlka á Lundum í Stafholtstungum hjá Guðlaugu Jónsdóttur og Guð- mundi Ólafssyni, er þar bjuggu. Á veru sína þar minntist hún oft. Vitnaði hin trygga og fagra vin- áttu barna þeirra Lundahjóna við Margréti til hinztu stundar um framkomu hennar á því heimili. Á annað heimili í Borgarfirði var oft minnst — Litlu Gröf í Borgarhreppi, en þar var Margrét ráðskona hjá Einar bónda Guð- mundssyni í nokkur ár. Gekk hún börnum Einars í móðurstað og þau gleymdu ekkj heldur veru hennar þar. Margrét giftist aldrei, en um margra ára skeið vann hún á heimilum systra sinna Ingibjarg- ar og Ólafar. Var hún þá á sumr- in hjá Ólöfu norður í Húnavatns- sýslu en á vetrum hjá Ingibjörgu hér í bænum. Voru þeirra heimili barnmörg og fátæk. Reyndist hún ölluro sínum systrabörnum ætíð sem bezta móðir og stuðlaði með ráð- um og dáð að velferð þeirra í hvívetna. Hún var barnelsk og hændust öll börn að henni. Fóstr- aði hún upp son Ólafar og flelga Framh. á bls. 15 ♦ Hugmyndin um rafmagnsveiðar í blaði norska tiskifélags- ins „Fiskaren” birtist í sið- ustu viku viðtal við norður- norskan sjómann. Hann heíur nýstárlegar hugmynd r um hvernig fiskveiðum skuIí hagað á vetrarvertíð við Ló- fóten og línuveiðum við Finn land. Það sé eingin hagsýni í því að kom upp fiskibátum og kaupa dýr veiðarfæri, þeg- ar hægt sé að gera þetta allt AKUREYRI, 8. ágúst. — Fjöl- menni mikið var saman komið í Herðubreiðarlindum um verzl- unarmannahelgina, en þá fór þar fram vígsla hins nýja sæluhúss Ferðafélags Akureyrar. Það hlaut nafnið „Þorsteinsskáli“ eftir hinum kunna fjallagarpi og ferðamanni, Þorste^ini Þorsteins- syni, en hann var um langt ára- bil framkvæmdastjóri ferða- nefndar F. A. Frá Akureyri fóru á vegum félagsins allt að 80 manns, um 40 manna hópur mætti þarna frá Farfuglum í Rvík, auk þess komu menn víða að, svo alls munu hafa verið samankomin um 200 manns í Herðubreiðarlindum um þessa helgi. Vígsluhátíðin fór fram laugar- daginn 30. júlí og henni stjórn- aði Tryggvi Þorsteinsson yfir- kennari. Formaður félagsins, Kári Sigurjónsson prentari, flutti byggingarsögu- sæluhúss- ins, Sigurður Kristjánsson flutti ljóð eftir Hallgrím Jónasson kennara, landskunnan ferða- mann og hagyrðmg, en Þormóð- ur Sveinsson lýsti nafni hússins. Sigurður Jóhannsson vegamála- stjóri flutti ávarp frá Ferðafélagi íslands. Frumort ljóð fluttu miklu einfaldara með raf- magnsveiðum Nýstárlegt? Ekki er sjó- maðurinn norski á því. — Ég man ekki betur en að fyrsti maðurinn sem setti fram hug myndina um rafmagnsveiðar hafi verið íslenzki sýslumað- urinn og skáldið Einar Bene diktsson, segir hann. Það gerði hann á árunum eftir 1920, en hann fékk enga á- heyrn á íslandi. Raðagerð Einars Benediktssonar um fiskveiðar með rafmagni, var sú að út við ströndina yrði Guðm. Þórarinsson kennari úr Hafnarfirði og Karl Magnússon járnsmiður frá Akureyri. Á sunnudaginn fóru Linda- gestir í hópum um nágrennið og skoðuðu það við leiðsögn kunn- ugra manna. Ekki leyfði veður göngu á Herðubreið. Þá um kvöldið var kvöldvaka í sæluhúsinu, þar sem voru lesn- ir kaflar úr* útlegðarsögu Fjalla- Eyvindar og Höllu, en þau dvöldu, a. m. k. um eitt skeið á þessum slóðum. í ræðu formannsins kom m. a. þetta fram. Þorsteinsskáli er um 50 fermetrar að flatarmáli í hon um er rúmgóð forstofa, geymsla, eldhús og skáli, allt á neðri hæð. Uppi á rúmgóðu lofti er svefn pláss fyrir um 25 næturgesti. Svefnloftið er búið dýnum, svo nægilegt er fyrir ferðamenn að hafa með sér-svefnpoka. Teikningu gerði Jón G. Ágústs son byggingarfulltrúi, en yfir- smiður var Ólafur Hallsson bygg ingameistari. Tilkoma þessa sæluhúss var mjög nauðsynleg, því margir, sem unna fjallaferðum, leggja leið sína m. a. um Ódáðahraun, og hinar fornu útlagabyggðir. komið upp rafveitum, sem drægju fiskinn og síldina að, svo að aðeins þyrfti að ná henni á land. Hann var þeirr- ar skoðunar að hægt yrði að leggja öllum íslenzka fiski- flotanum eftir að rafveiturnar væru fengnar • 40 ára hugmynd framkvæmd —- Svo það er þessi hug. mynd Einars Benediktssonar sem þér viljið koma i fram- — Gt. E. Sig. „Pilsaþytur“ göngugurpsins LONDON, 9. ág. (Reuter) — Hinn margfrægi göngugarpur dr. Barbara Moore, var í æstu skapi, þegar hún kom hingað í dag frá Bandaríkjunum. Kvaðst hún mundu bera fram mótmæli í bandaríska sendi- ráðinu hér gegn meðferð þeirri, sem hún fékk hjá toll- þjónum í ’San Francisco. Sagðist hún hafa fengið þar hinar verstu móttökur — „ruddalegar og óviðurkvæmi- legar í mesta máta“. ★ Barbara var að koma frá Ástralíu, og þegar tollverð- irnir athuguðu farangur henn ar, sögðu þeir, að ekki væri hægt að leyfa henni að fara með mn í landið alla þá á- vexti og grænmeti, sem hún hafði í pússi sínu. Göngu- garpurinn missti þá stjórn á skapi sínu og tók að þeyta ávöxtunum um alla tollaf- greiðsluna, svo að verðirnir urðu að leita skjóls. ★ Barbara er kunn sem hin mesta „grasæta" — og telur hún, að tollþjónarnir hafi þekkt hana og tekið þessa af- stöðu til þess að skopast að henni! Bandaríkin mót mæla við Kúbu WASHINGTON, 8. ág. (NTB/ AFP) — Bandaríski sendiherr- ann í Havana á Kúbu hefir feng- ið fyrirmæli frá stjórn sinni um að mótmæla því harðlega, að Kúbustjórn hefir ákveðið að taka eignarnámi öll bandarisk fyrirtæki í landinu. Talsmaður utanríkisráðuneyt. isins í Washington sagði í dag að eignarnám þetta væri liður í fyrirfram gerðri áætlun um að svipta Kúbubúa þeim fjárhags- lega ávinningi, sem þeir hafi haft af starfsemi umræddra fyrirtækja. — kvæmd í Noregi? spyr blaða maðurinn — Já, það er að vissu leyti rétt en fiskveiðar með raf- magm eru nú orðnar miklu meira aðkallandi en þær voru þegar Einar Benediktsson kom fram með hugmyndina á þriðja tug aldarinnar svarar sjómaðurinn. Rússar veiða nú styrjur í Kaspíahafinu með hjálp rafmagns og Þjóðverjar stunda veiðar með rafmagni í þýskum ám og vötnum. Það er semsagt ekki nein nýjung sem ég er með, þegar ég vil einnig koma á fiskveiðum með rafmagm í Noregi • Mikill áhugi Þessi ummæli um rafmagna veiðar eru ekki aðeins um- mæli óþekkts sjómans. í við- tali við Morgunblaðið fyrir skömmu sagði Hilmar Krist- jónsson, deildarstjóri hjáFAO, en hann hefur nýlega unnið að útgáfu bókar um nútíma veiðitækni, þar sem er m. a. kafli um. rafmagnsveiðar: — Ríkir mikil áhugi á fram vindu í rafmagnsveiðum, en mest eru það framtíðarvonir og slík veiði er enn skammt á veg komin Enn eru því hugmyndir Einars Benediktssonar frá því á þriðja tug aldarinnar skamt á veg komnar og framtíðar- vonir, en nú verður varla langt að bíða að þær komist í raunhæfa notkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.