Morgunblaðið - 03.09.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.09.1960, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. sept. 1960 MORCVISBLAÐIÐ 3 ★ SUMARSILDVEIÐUNUM er lokið að þessu sinni og allir bátarnir komnir heim, eítir miður gott úthald, a. m. k. hjá megin þorra Vestmannaeyja- báta. Þegar heim kemur, tekur gtoða veðrið á móti sjómönniun- um, en það hafa þeir að mestu farið á mis við á þessu ut- haldi. Þeir keppast við að nota góðviðrið til þess að þurrka síldarnæturnar, taka þær sam- an og binda utan um þær. Kvenifóllkið tekur virkan þátt í starfinu. Þurrkar hafa verið óvenju- lega miklir í Vestmannaeyjum. Hefur varia komið deigur dropi úr lofti frá því í byrjun júlií. Sumri er nú tekið að halla, en bliessuð sólin er enn- Það er vissara að standa kyrr meðan Ijósmyndari nn smellir af — og passa buxurnar. Ljósm. Sigg. Meðan enn skín sól þá óspart notuð til að sóla kroppinn, njóta útivistar og sjóbaða. Rútubíll (sá eini í Eyjum) heldur uppi ferðum fyrir fólk, sem viil nota sólina og sjó- inn fyrir utan bæinn. Áfanga- staður er undir Stórhöfða, en þar er ákjósanlegur sund- staður í svonefndri Klauf — Nauthólsvík Vestmannaey- inga. Fólkið býr sig út með nesti yfir daginn, sólar sig á landi og syndir í sjónu-m. Krakikarn- ir kunna vel að meta slikt og eru ófeimnir við að sletta úr skönkunum. Það eykur matar- lystina og vaxtarmagnið. Seinna er gott að láta ærslin líða úr líkamanum heima í rúminu sinu og biða næsta dags — meðan enn er sól og sumar. „Nei, þetta er ekki peli. Það er engin tútta á mjólkur- flöskunni. Ég verð bráðum fullorðinn". Þessi ungi maður virðist hafa fengið góðan „afla“ í netið á þurru Iandi. — Glatt á hjalla í /erð Hvatarkvenna A FIMMTUDAGSKVOLD komu 40 konur úr Sjálfstæðiskvenna- félaginu Hvöt úr þriggja daga skemmtiferð á Snæfellsnes og á mánudag fara Hvatarkonur ein-s dags ferð austur fyrir fjall að Skálholti, um Brúarhlöð að Gulifossi. Snæfellsnesferðinni lauk með sameiginlegu borðhaldi í boði félagsins í Valhöll á Þingvöll- um. Þangað komu 8 félagskonur til móts við ferðalangana. þar á meðal fyrrverandi formaður Hvatar, frú Guðrún Pétursdóttir. Það var kátur hópur, sem frétta- maður blaðsins hitti á Þingvöll- um þetta kvöld, og létu konurn- ar mjög vel af ferðinni. María Maack, formaður félagsins, var eins og jafnan í Hvatarf-erðum, fararstjóri, og ekið var í tveim ur bílum frá Guðmundi Jónas- syni. Skemmtifirðir á hverju sumri Hvöt hefur á hverju sumri síð- an 1933 efnt til eins dags skemmtiferðar fyrir félagskon- ur og þrjú síðastliðin ár hafa auk þess verið farnar þriggja daga ferðir. Að þessu sinni var lagt upp sl. þriðjudagsmorgun og haldið alla leið í Grafarnes með viðkomu í Borgarnesi og á Kvía- bryggju. í Grafarnesi buðu Halldór Finnsson og kona hans þessum stóra hóp, sem bar ó- vænt að garði, upp á kaffi. Gist var í Stykkishólmi báðar næturnar og tóku hjónin Unnur Jónsdóttir og Eiríkur Heigason á móti konunum og komu þeim fyrir á hótelinu hjá sér eða út-i í bæ. Á miðvikudag var Stykkis- hólmur skoðaður undir leiðsögn Kristjáns Bjartmarz og gengið á HelgafeM. f fjallgöngunni var m. a. frú Guðrún Indriðadóttir, leikkona, sem mun hafa verið elzta konan í hópnum. Fór fram veðmál, áður en lagt var af stað um það hvort kvennahópnum tækist að þegja alla leiðina upp á fjaMið, en það er skilyrði fyrir því að mega bera fram þrjár óskir. Og fór svo að aMar unnu til óskanna. Heill ykkur, Hvatarkonur Á fimmtudagsmorgun, áður en lagt var upp frá Stykkishólmi, heilsuðu konurnar upp á Sigurð Ágústsson, þingmann og konu hans. Og er þær stigu upp í bíl- ana kvaddi Árni Helgason þær með eftirfarandi ljóði: Það leikur við ykkur lífið og lundin er djörf og óim. Heill ykkur, Hvatar konur sem komið í Stykkishólm. Þið hristið burt deyfð og drunga aMt dauft setið í bann. Mildur og morgunblíður á móti ykkur tekur hann. Lífið á bros og bölvi þar birtast heiðríkja og ský. Ég held sé me-st í húfi hvernig menn taka því. Og þið takið Mfinu léttar á langferðum hér um slóð. Þið eruð i baráttu og berjist til bjargar landi og þjóð. Þið vitið og eruð á verði allt veilt skal á brott með þjóð. HeiM ykkur! Ferðin heppnist. Hamingja í ykkar slóð. Ekið var til baká um Skógar- ströndina og Uxahryggi til Þing- valla, þar sem notið var góðra veitinga félagsins, eins og áður er getið. Konurnar létu mikið af þvi hve ferðin hefði verið vel heppn- uð. Alltaf var glatt á hjalla í bílunum, og mikið sungið. Heimsmet í flugsundi og boösundi falla QQP ÞEGAR hinn fjölmenni hóp- ur áhorfenda gekk út af sund- laugarsvæðinu í Róm seint í gærkvöldi, sagði einn þeirra í gamni: Það er bezt fyrir alla aðra en Bandaríkjamenn að draga sig út úr þessari keppni, jafnvel fyrir Ástralíumenn. — Því að í þeim tveim greinum, sem keppt var í til úrslita þarna um kvöldið höfðu Bandaríkjamenn unnið með miklum yfirburðum. Grein- arnar voru 200 metra flug- sund karla og 4x100 metra boðsund kvenna. í báðum greinunum settu Bandaríkja- menn heimsmet. Fyrr um dag inn höfðu Bandaríkjamenn unnið fyrstu tvö sætin í 10 m dýfingum karla. STAKSTEIKAR Steyptir v tgir Fyrir skömmu var hér í blað* inu skýrt frá hinu slæma ástandl veganna á Suðurlandi. Vegna hinna óvenjulegu þurrka hafa þúsundir teningsmetra af ofani- burði fokið úr vegunum. A1 þessum ástæðum eru þeir um þessar mundir víða mjög slæm- ir yfirferðar, Þess ætti ekki að vera langt að bíða að hægt verði að hefj- ast handa um að leggja varan. legt slitlag á fjölförnustu vegi hér á landi. Að vísu er eftir að leggja töluvert af þjóðvegum og skapa þar með akvegasamband við einstök héruð og alla lands- hluta. En tími er nú kominn til þess að fara að undirbúa steypu nokkurra fjölförnustu veganna. Aðstaðan til þess hefir einnig batnað verulega, þar sem þjóð- in hefur nú eignazt sementsverk smiðju og ætti með fullnýtingn hennar að geta framleitt tiltölu- lega ódýrt sement til vegagerð- ar. Af þjóðvegum, sem ætla verður að röðin komi einna fyrst að, þegar byrjað verður að steypa vegina, má nefna veginn til Suðurnesja og Keflavíkur og austur yfir heiði til Selfoss og sveitanna á Suðurlandi. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram, að láta menn greiða sér- stakan vegatoll fyrir umferð um hina steyptu vegi. Slíkir brúa- og vegatollar tíðkast viða um lönd og kemur vel til athugunar að fara þá leið einnig hér til þess að afla fjármagns til fullkom- innar vegagerðar. Ósigur bandamanna Kommúnistar og Framsóknar. menn létu blöð sín slá skjald- borg um Daníel Ágústínusson. Töldu þeir brottvikningu hans vera lagabrot og hina mestu of- beldisaðgerð. Nú hefur Kristján Kristjáns- son, borgarfógeti í Reykjavík, einn færasti oð reyndasti dómari landsins, kveðið upp úrskurð í máli þessu. Úrskurður hans var á þá lund, að brottvikningin hefði verið fyllilega lögleg og kjör hins nýja bæjarstjóra sömu leiðis. Eftir þetta ætti vindurinn að vera farinn úr Framsóknar- mönnum og kommúnistum. Öllum almenningi er það einn ig Ijóst, að það hefði verið frá- leitt, ef yfirgnæfandi meirihluti bæjarstjórnar Akraness hefði verið neyddur til þess að sitja uppi með bæjarstjóra, sem ekki naut lengur trausts bæjarstjórn- armeirihlutans. En Daníel heimtaði að sitja þrátt fyrir vantraust bæjarstjórnarinnar. Og þá tóku Framsóknarmenn og kommúnistar upp hanzkann fyr- ir hann. Kommúnistar og bvaskið í áratugi hafa málgögn ís- lenzkra kommúnista hamrað á þvi, að flokkur þeirra væri i harðri andstöðu við hverskonar brask og spillingu. Fáir hafa aS vísu orðið til þess að leggja trúnað á þessar staðhæfingar. Reynslan hefur lika sannað það, að i hópi kommúnista hafi ekki síður fundizt braskarar en í öðr- um stjórnmálaflokkum. Þannig ' hefur það sannazt, að komm. únistar hafa staðið fyrir stór- felldu gjaldeyrisbraski. Nú síðast hefur það komið í ljós, að einn af fyrrverandi ráð- herrum þeirra hefur notað sér aðstöðu sína í sambandi við toll- frjáls bílakaup til stórfelldra skattsvika. Hefur Þjóðviljinn ekki ennþá árætt að taka upp Það var Mike Troy, 19 ára stúdent frá Indianapolis, sem sigraði og setti heimsmet í flug- sundinu á 2.12.8. Hann tók þegar forystuna og kom nær tveimur sekúndum á undan Ástralíu- manninum Neville Hayes í mark. Mike átti sjálfur gamla heims- metið, sem var ekkert orðið gam- alt. Það var 2.15.5, sett í undan- keppninni fyrir tveim dögum. Sama sagan endurtók sig og í fyrri boðsundum á Ólympíuleik- unum, að bandaríska kvenna- sveitin í 4x100 hafði yfirburði. Strax í fyrsta riðlinum setti Lynn Burke nýtt heimsmet í 100 metra baksundi, 1.09.0, og höfðu Bandaríkjamenn þá þegar öruggt forskot. Eftir að Chris von Saltza hafði skilað voru Bandaríkja- menn svo lan-gt á undan, að hin- ir sáu þá varla. í lokariðlinum drógu Ástralíumenn þó aftur á þá og syntu einnig undir gamla v®rn fyr*r Þa* athæfi. En fróð- K ______.. - _ legt verður að sjá skýringar heimsmetmu. Það var Dawn , _ , kommunistablaðsms a þessa Frazer, sem átti mestan þátt í bræki forseta Alþýðusamband*- Því. — * íns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.