Morgunblaðið - 03.09.1960, Side 16

Morgunblaðið - 03.09.1960, Side 16
16 MORGVISBLAÐIÐ Laugardagur 3. sept. 1960 CLYDE MILLER SUMARLEYFI jólin. Ég gekk þar fram hjá hús- inu einn daginn, og fór alveg upp að útihurðinni, þar sem myndin af Niagarafossunum var sand blásin í rúðuna. En allt og sumt, sem ég sá. «var mitt eigin andlit, með angistarsvip, í miðjum foss- inum. Ég labbaði heim aftur og reyndi að fara að lesa eitthvað, en eins mikið af tímanum fór í að sitja við arininn í dapurleg- um þönkum, og ég gat alls ekki einbeitt mér að bókinni. Ég nennti ekki einu sinni að stríða kanarífuglinum úti á sólsvölun- um, enda þótt hann væri nú aft- ur farinn að liggja á plateggjun- um sínum. Einn daginn síðdegis sat ég svona.og mókti við arininn, þeg ar amma og Lotta gengu gegn um forstofuna og inn í setustof- una. — Henni hrakar, sagði Lotta stuttaralega. — Þetta verða dauf jól hjá Lawrence Tolliver, sagði amma og ég sá hana í anda hrista höf- uðið dapurlega. — Mér datt í hug að bjóða hon um að borða hjá okkur, sagði Lotta. — Ekki dugar að láta Maidu vera eina á sjálfan jóladaginn, sagði amma. —Hún þarf ekki að vera mik ið ein, mamma. Við borðum ekki hérna fyrr en klukkan tvö og þá er hún löngu búin að borða. Þú þekkir þessar ströngu reglur í Stutt framhaldssaga þessum sjúkrahúsum. Og svo verðum við Lawrence hjá henni það sem eftir er dagsins. — Já, ég skil, tautaði amma, lágt. — Þið Lawrence. Tveim dögum fyrir jól barst mér langur, flatur böggull frá Traill höfuðsmanni, ásamt bréfi. í bögglinum var riffillinn, sem hann hafði gefið mér um sumar ið. Bréfið var fáort og hljóðaði þannig: Joss minn góður: — Enda þótt það sé mér á- nægja að senda þér þennan riff il, varpar það nokkrum skugga á þá ánægju að ég skuli ekki geta séð þig verða þann góða veiðir.iann, sem ég veit að þú átt eftir að verða. Naomi send- ir þér beztu jólakveðjur. Þinn einlægur. Runciford Traill. Líka fékk amma bréf frá hon um og ég held hún hafi tárast yf ir því, því að hún leyfði hvorki mér né Lottu að sjá sig lesa það. Seinna sagði hún, að hann hefði ákveðið að setjast að á þessum búgarði sínum, og hefði sagt upp stöðu sinni við grafreitinn. Lotta frænka tók þessum tíð- indum þögul, en horfði á ömmu ofurlitla stund. Loksins sagði hún: — Nú ertu víst ánægð, mamma. IVSjog gott hálft hús til solu b l_augarneshvei*fi Á 1. hæð 5 herb. og eldhús. f kjallara 2 íbúðir, 1 og 2ja herb. Ennfremur fylgir stór bílskúr eigninni. Sendisveinn óskast nú þegar eða um miðjan mánuðinn. Garðar Gíslason h.f. Hverfisgötu 4. Fokheldar íbuðir við Strandgotu í Hafnarfirði til sölu 3 herb. hæð og 5 herb. hæð í 117 ferm. fallegu húsi á mjög glæsilegum stað að Strandgötu 79, Haínarfirði. ÁRNI GUNNLAUGSSON, hdl. Austurgötu 10, Hafnarfirði, Sími 50 76 4 frá kl. 10—12 og 5—7. í dag. — Ánægð? Nei, ég sakna hans einmitt, svaraði amma. En ég er fegin_, að hann kemur ekki aft- ur. Ég vildi ekki horfa á þig glápa á hann. — Glápa? Finnst þér það kurt eist orð við þína' eigin dóttur, mamma mín? sagði Lotta og röddin skalf af reiði. — Ég lít á Runciford, sem ragmenni, að þora ekki að géra það sem hann langar til við dagsbirtu, en reyna heldur að dylja verk sitt í nátt- myrkri og afsaka það með drykkjuskap. — Mér finnst líka hann vera veikur fyrir, sagði amma, — og því meir dáist ég að hugrekki hans. Hann reyndi að sanna þér, að þú værir að gera rangt, en hafði ekki annað upp úr því en það að þú áleizt hann ragmenni, en grunaði ekki, að það gæti hann átt á hættu. Og svo fyrir- lítur þú hann fyrir allt saman. — Þú ert alveg eins og Alma frænka. Gengur upp í sýndar- mennsku og leiksviðstilburðum — sem ég hef andstyggð á! Og Lotta frænka fór að hágráta. Hún hljóp síðan út og upp stig ann, en amma reis upp úr sæti sínu og k'allaði á eftir henni: — Ég ætla að biðja þig, Lotta, að fara með þennan andstyggðar fugl úr húsinu; hann er búinn að liggja nógu lengi á þessum plat- eggjum sinum! Gefðu Dísí hann, eða farðu með hann eitthvað burt. Ég þoli ekki að horfa á hann! Um nóttina derymdi mig lang an, flókinn og hræðilegan draum um Traill höfuðsmann. Ég sá hann vera að byggja einhvern einkennilega snúinn og vansk.ap- aðan skúr í rjóðri innan um ves- ældarleg tré, en hann hafði eng- an frið fyrir stórum, svörtum fuglum með grimmdarleg nef, er görguðu og réðust að honum. Þegar hann svo loksins — alblóð ugur og dauðuppgefinn — hafði lokið við 'þessa skökku, glugga- lausu byggingu, sem hann hafði verið að bjástra við að byggja, kom Lotta frænka og dró hann, uppgefinn og næstum að dauða kominn, inn í skúrinn. En þegar hún snerti liúsið, gaus upp í því eldur og logarnir teygðu sig til himins og mögnuðust í sífellu, þangað til skúrinn hrundi saman og ég sá höfuðsmannin liggja í miðjum brunarústunum, glóandi. Snögglega bylti hann sér við, rétti aðra glóandi höndina til mín, og æpti:. — Joss, sonur, farðu, farðu! Ég var að streitast við að koma mér burt af vettvangi, hálfkæfð- ur af hræðslu, þegar ég vaknaði, allur í keng, með hnén upp að brjósti en annan handlegginn steindofinn undir mér og snúinn. Þessum draurni gat ég ekki gleymt og hann ásótti mig marg- ar næstu nætur. Á jóladaginn borðuðu Alma frænka og Tolliver hjá okkur há degisverð. Alma frænka var í þessum venjulega kniplingakjól sínum, og utan yfir var hún í einhverskonar loðkápu, sem hún kallaði chinchilla, þó að mér sýndist það einna líkast upplit- uðu molskinni. Á merkinu innan á fóðrinu stóð: „Lemay, París, 1908“. Hún gaf mér í jólagjöf rit safn Georgs Washington Cable, og bað mig minnast þess, að hann væri höfðingi og Suðúrríkjamað- ur, hvað svo sem verða kynni um smekk minn á verkum hans sem bókmenntum, síðar meir. .Tolli- ver gerði ekki annað en taka í höndina.á mér, og svo söng hann jólasöngva, eftir máltíðina, sam- kvæmt áskorun. Daginn eftir tók Dísí kanarí- fuglinn með sér heim, Ijómandi af gleði, ásamt stórum poka af fuglakorni og annan af kalk- mylsnu. Enda þótt breitt væri Opna í dag laugardag húsgagnaverzlun á Þórsgöíu 1 undir nafninu Húsgagnaverzlunin Þórsgötu 1 Friðrik S. Friðriksson. Líftryggingarbónus útborgast daglega frá kl. 9—5. Nýjar um- sóknir um líftryggingar veitt móttaka á sama tíma. Munið lágu iðgjöldin hjá okkur. Vátryggingarskrifstofa SIGFÚSAR SIGHVATSSONAR H.F. Lækjargötu 2, Reykjavík. yfir búrið, þótti henni verst, ef fuglinum yrði kalt, þangað til hún gæti breitt yfir hann við eldinn. Amma gekk út, þegar Lotta frænka hóf fyrirlestur yf- ir Dísí um meðferð fugla. Nokkrum mánuðum seinna, rétt fyrir sumarfríið mitt, and- aðist frú Tolliver. Amma skrifaði mér og lýsti jarðarförinni, og bætti því við, að Tolliver hefði lokað húsinu sínu og ætlaði að verða burtu um tíma, en Lotta ætlaði að sjá um Shu-li á meðan. Þegar Tolliver var kominn heim aftur, minntist amma á hann hvað eftir annað, sem tiðan gest hjá þeim mæðgum, og næsta sumar opinberuðu þau Lotta vin um og vandamönnum trúlofun sína. Þau notuðu tækifærið til þess arna einu sinni í teboði heima. í miðri tedrykkjunni ráfaði ég burt frá hópnum, sem sat uppi á garðsvölunum og fór að horfa á skúrinn í aldingarðinum, og hugsa um Traill höfuðsmann. Meðan ég stóð þarna, stóð einn glugginn á fuglabúrinu allt í einu í björtu báli í kvöldsólarskininu líkastur spegli, sem sneri að miklum eldi. Ég heyrði út undan mér þegar Lotta var að taka á móti hamingjuóskunum. Þá kom fram í huga mér endurminningin um drauminn um Traill höfuðs- mann og svo rósirnar, sem við Bob Wreston höfum verið að úða, og Naomi, þegar hún kom ber- fætt til mín að stiganum. Ég vonaði, að Traill höfuðsmaður hefði risið eins og hver annar fugl Fönix úr eyðiingareldinum, sem mig hafði dreymt, og ný og betri árstíð væri upp runnin hjá honum. Þá kallaði amma í mig og ég gekk til hins fólksins við teborð- ið. — Hérna er nú sonarsonur minn, sagði hún við einhverja konu, sem ég. þekkti ekki, en hefur víst verið einhver vinkona Lottu frá New Orleans, sem nú tók að brosa fleðulega til mín. — Hann fer nú senn að komast á giftingaraldurinn líka . . . fjórtán ára. Konan brosti ísmeygilega og hringiaði í perlufestinni, sem hún hafði um hálsinn. — Og þá ætti ekki fordæmi Lottu frænku að aftra honum, sagði konan. — Er það ekki yndislegt, hvað hún er lukkuleg! Þær litu við og horfðu til Lottu sem var einmitt að hella í te- bolla, með Tolliver við hlið sér. — Já, það er yndisleg sjón, endur tók konan, og brosti að ein- hverju, sem ég vissi ekki, hvað var. Amma sat kyrlát með hend urnar í kjöltunni, en svaraði engu, rétt eins og hún væri í kurteisi sinni að bíða eftir að brosið hyrfi af andliti konunnar, með að segja nokkuð. En svo sneri hún sér að mér og sagði mér að bjóða Kökur, og ég stóð upp, en þær fóru að tala um ein hverja ferð, sem könan með perlu festina hafði nýskeð farið til Mexíká. (Sögulok) a r k ú á — Það er alveg sjálfsagt að fara með myndirnar þínar til rit- etjóra náttúrufræðiritsins Tóm- as. Þú hefir mikla hæfileika! — Þakka þér kærlega fyrir, veiðivörður! — Alveg eins Og ég hélt. Þessi Markús er veiðivörður og er að snúa syni mínum gegn mér! En ég skal sjá um það, þegar Tommi kemur heim! Slltltvarpiö Laugardagur 3. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Islenzk tónlist: Sönglög eftir Sig- fús Halldórsson. (Höfundurinn syngur og leikur undir á píanó). 21.00 Leikrit: „Kom inn!“ eftir Helge Krog, í þýðingu Halldórs Stefáns sonar rithöfundar. (Aður útvarp- að haustið 1954). — Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leikendur: Arndís Björnsdóttir, Þorsteinn Ö. Step- hensen, Herdís Þorvalrlsdóttir og Lárus Pálsson. 21.50 Tónleikar: Danssýningarlög úr óperunni ,,Faust“ eftir Gounod — (Boston Promenade hljómsveitin leikur; Arthur Fiedler stjórnar). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. • 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.