Morgunblaðið - 03.09.1960, Síða 6

Morgunblaðið - 03.09.1960, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ L'augardagur 3. sept. 1960 Peugeot404 LaxveiSin var í meðallagi FERDIIMAIMD Zeiss-sýningunni á hinum margvíslegu vísindataekjum og ljós- myndavélum í Iðnskólanum lýkur í kvöld. Sýningin hefur vakið óskipta athygii. Myndin hér að ofan er frá henni. Ferðatálmonir til V.-Berlínar BERLÍN, 1. sept. (Reuter): — Yfirvöldin í Austur-Þýzkalandi hertu í dag á takmörkunum ferða í nágrenni Vestur-Berlínar, en tókst þó ekki að koma í veg fyrir að fulltrúar á ráðstefnu vestur- þýzkra fyrrverandi stríðsfanga kæmust til borgarinnar. Talsmaður félags fyrrverandi stríðsfanga sagði að allir fulltrú- arnir, um 300 að tölu, hefðu kom- izt til Vestur-Berlínar þrátt fyr- ir tálmanir, en sumir þeirra hefðu að vísu orðið að koma flugleiðis, eítir að bifreiðir þeirra voru stöðvaðar á landamærum Austurs og Vestur-Þýzkalands. Baptistar, sem einnig halda þing í Berlín um þessar mundir, hafa orðið fyrir nokkrum ó- þægindum vegna ferðabannsins. Koma margir þeirra frá Austur- Þýzkalandi, og hafa þurft að fara ýmsar krókaleiðir til að komast á áfangastað. Á þessari ráðstefnu baptista eru m. a. full- trúar frá Danmörku, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Bretlandi, Aust- urríki, Frakklandi, Hojlandi og Sviss. stórfættra kvenna, nú eða mótmæla þessum órétti með' því að félagskonur gangi suma daga berfættar fram og aftur framan við skóbúðir í bænum undir fána, sem á stæði: — Við heimtum stærri skó! Önnur ráð getur Velvak- andi því miður ekki gefið. • Rónar í kirkju* garðinum Kona nokkyr átti tal við Velvakanda fyrir skömmu og var leið yfir atviki, sem fyrir ■hana hafði komið. Hún hafði farið upp í kirkjugarðinn við Suðurgötu um hádegisbil, til að huga að leiði ástvina sinna, Þegar hún kom þar, lágu þrír drukknir menn sofandi á leið inu. Einn rumskaði eitthvað við komu hennar, reis upp við dogg og sagði: „Vertu ekki hrædd, elskan“. Konunni brá og hún hörfaði frá. Á leiðinni út úr garðin- um mætti hún ungum mönn- um, sem fóru að hlæja, er þeir sáu mennina á leiðinu og sögðu: — Nu-u, eru þeir fluttir af Arnarhólstúningu þessir? Sagði konan, að þessi at- hugasemd hefði ekki komið sér á óvart, því hún hefði orð ið vör við vaxandi ágang róna í kirkjugarðinum í sumar. Aftur á móti verður að ætlast til þess að rónar geti ekki gert leiðin að aðsetursstað sínum, og ef ágengni þeirra hefur farið vaxandi þá að eftirlit sé aukið, meðan verið er að venja þá frá. f þessari viku voru væntan- legar til Danmerkur fyrstu nýju bifreiðarnar af gerð- inni Peugeot 404. Peugeot bifreiðir hafa ver ið vinsælar á Norðurlönd- ura undanfarið, sérstaklega gerðirnar 203, 403 og 1300. Þessi nýja gerð er mjög frábrugðin hinum eldri og er teiknuð af ítölunum Pin- in og Sergio Farina. Vélin liggur á hliðinni og er fjög- urra strokka, 72 hestafla með 1618 kúbiksentímetra sprengjurúmi. Peugeot 404 kostar í Frakk landi 9.150,— nýja franka, • Stórfættar konur sameinist Aftur á móti höfum við fyllstu samúð með „Stór- fættri". En hvað gagnar það? Einasta ráðið haldgóða sem hægt er að gefa henni, er að hún gangist fyrir stofnun „Félags stórfættra kvenna", sem hafi það markmið að senda frá sér tíðar áskoran- ir til skókaupmanna og skó- framleiðenda um að þeír hafi í framtíðinni á boðstól- um stóra skó. Margar ómerk- ari samþykktir hafa verið birtar í blöðum og lesnar í útvarp. Dugi það ekki, mætti reyr.a að stofna innkaupasamband Vegi að fleiri silungsveiðivötnum — segir ritstjóri Laxveiðimannsins Crasvöxturinn ævintýralegur — Þyngsti laxinn sem ég veit um að veiddist í Elliðaám var 14 pund. En í Laxá í Þingeyjar- sýslu veiddist í sumar 27 punda lax og mér er ekki kunnugt um að annar þyngri hafi veiðzt. — Hve margir hafa stundað laxveiðar á vegum Stangaveiði- félags Reykjavíkur í sumar? Ekki liggur það ljóst fyrir, en milli 700 og 800 manns eru í félaginu. En annað eins ef ekki fleiri utan vébanda félagsins stunda lax- og sil- ungsveiðar. Er nú svo komið að allar laxveiðiár eru þéttsetn- ar. Og þá dettur mér i hug, sagði Viglundur, að opinberir aðilar ættu að taka höndum saman og vinna að því að lagðir verði vegir að fleiri silungsveiði- vötnum, til þess að gefa hundruðum stangaveiðimanna kost á að komast með stöngina sína í vatn, því ekki verður fleir um komið að í laxveiðiánum, eins og ég sagði áðan. Þó laxveiðin hafi verið svona í meðallagi, þá munu laxveiði- menn eiga skemmtilegar endur- minningar frá sumrinu, því vissulega bætti veðrið og úti- vistin þeim upp trega veiði á stundum. verkefni: Nú þætti mér vænt um ef þú vildir gera þér það ómak að hringja í helztu skó verzlanir í bænum og spyrja hvort til séu kvenskór nr 41, segir hún. Ef svo ólíklega skyldi vilja til að þeir væru til, viltú þá skoða þá og segja mér svo hvort þú treystir þér til að fara með konunni þinni (þ. e. a. s. ef þú ert giftur, annars stúlkunni þinni) í samskonar skóm í leikhúsið eða á ball. Velvakandi rækti þetta er- indi af nokkurri samvizku- semi, þ. e. a. s. hringdi í nokkrar skóbúðir, ekki þó allar, með þeim afleiðingum að ekki þarf að svara spum- ingu hinnar stórfættu — skór nr. 41 voru ekki til. LAXVEIÐI í ánum hér um suðvestanvert landið lauk í fyrrakvöld. — Ég held að lax- veiðimenn muni telja veiðina hafa verið í meðallagi. Það var góð veiði framanaf, en eftir að dró til hinna stöðugu og lang- varandi þurrka dró mjög úr veiðinni, enda minnkaði vatn í ám mikið. Undir slíkum kring- umstæður tekur laxinn mjög illa, þó nóg sé af honum í ánum. Eitthvað á þessa leið fórust Víglundi Möller ritstjóra „Veiði- mannsins", orð í stuttu sam- tali við Mbl. í gærdag. Víglund- ur var meðal þeirra reykvískra laxveiðimanna, sem voru á veið- um í fyrradag fram að þeirri stundu „að ánum var lokað“. Var Víglundur í Laxá í Kjós og komu þar á land síðasta daginn 3 laxar, sá stærsti 10 pund. Hvað , telur þú Víglundur, að telja^ megi veiði í meðallagi, ef við miðum t. d. við Elliðaárnar? ★ Ég gizka á að þar hafi veiðzt milli 1100—1200 laxar, — það er veiði í góðu meðallagi. Mikill lax gekk í ámar, sem og aðrar á þessu sumri. — Hvar veiddist þyngsti lax- inn? BREIÐDAL, 29. ágúst. — Eitt mesta gras-sumar er liðið, og komið haust. Enn er þó vöxtur 1 grasi, enda fádæma hitablíða dag eftir dag. í aðalatriðum má telja sumarið gott til heyöflunar. Þó hafa komið tveir kaflar, sem ekkj varð imnið að heyskap með árangri. Þeir kaflar -mru þó ekki svo langvinnir hér um slóðir að hey skemmdust verulega, en of- vöxtur grass mun eitthvað rýra fóðurgildi heyfengs hjá sumum bændum. Vöxtur var hreint æv- intýralegur á þessu sumri. Til marks um það er, að í júlíbyrj- un var komin afbragðsslægja á útengi, samkv. því mati, sem lagt var til grundvallar meðan engja- heyskapur var stundaður. Nú er hann niðurlagður, en án efa ættu bændur að nota sér hann að ein- hverju leyti í svona sumrum, a. m. k. í sauðfjárræktarhéruðun- um. Vel verkað úthey — einkum laufhey — er án efa betra fóður en sumt af svonefndu ræktuðu heyi. Vegaframkvæmdir Vegaframkvæmdir eru þær helztar hér að fullgerður var nýr kafli milli Höskuldsstaða- og Jór vikurár, og sú fyrrnefnda brúuð. Undirbyggður er nýr vegur á Breiðdalsheiði frá Þrönginni og norður að nýja kaflanum frá í fyrra og settar rennur, en ekki verður borið ofaní fyrr en á næsta ári. Unnið er að undirbygg ingu vegarins milli Stöðvarfjarð ar og Breiðdals og byrjað austan megin. Er vegarstæði á þessari leið nokkuð erfitt, en eitt hið allra brýnasta, sem leysa þarf hér fyrir Suð-Áusturlandið. í sumar er unnið hér með skurðgröfu á all-mörgum bæjum. Tveir menn hafa unnið nótt og dag. Fyrir forgöngu Búnaðarsam bands Austurlands er fyrsti korn akurinn í Breiðdal á þessu sumri. Er hann á Randversstöðum hjá Elisi bónda Guðnasyni, og mun mjög gott útlit með hann. Eftir þetta góða sumar vonast bændur eftir vænum dilkum og þyrfti sú von vissulega að ræt- ast, vegna fábreyttni hér í bús- háttum. — Páll. • Litlir skór — stórar konur Stórfætt skrifar Velvakanda og skýrir frá vandræðum sín- um. Vandmál hennar er þetta: Skóframleiðendur og guð al- máttugur virðast ekki á eitt sáttir um framleiðsluhætti sína. Þeir fyrrnefndu fram- leiða litla skó, en sá síðar- nefndi stórar konur. Og bréf- ritarinn er ein af þessum ó- heppnu konum með stóru fæt urna, notar skó nr. 41. „Að öðru leyti má heita að ég sé sólarmegin í Hfinu“, skrifar hún. Og svo fær hún Velvakanda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.