Morgunblaðið - 03.09.1960, Side 8

Morgunblaðið - 03.09.1960, Side 8
8 MORCU'STtT. AÐIÐ Laugardagur 3. sept. 1960 fræðingur í heimsókn FYRIJl nokkru kom hingað til skrafs og ráðagerða við forráða- menn Reykjavíkurbæjar og hita- veitu bæjarins, þýzkur hitaveitu- sérfræðingur, Henselmann að nafni, sem veitir forstöðu fjar- hitunarmiðstöð í Hamborg, fyrir- tæki, sem veltir yfir 600 milljón- um íslenzkra króna á ári. Er það stærst sinnar tegundar í Evrópu. Henselmann kom hingað að ósk bæjaryfirvaldanna fyrir milligöngu efnahagsmálaráðu- neytis Bonn-stjórnarinnar í V- Þýzkalandi. Er verkfræðingur- inn talinn afburða fær á hinu tæknilega sviði í sambandi við fyrirkomulag hitaveitna, og einnig á rekstrarfyrirkomulagi þeirra. Jóhannes Zoega, verkfræðing- ur, formaður hitaveitunefndar bæjarins, og Sveinn Torfi Sveins son, verkfræðingur, sem kynntu hinn þýzka verkfræðing fyrir blaðamönnum í gær, sögðu athug anir, ráðleggingar og ábendingar myndu reynast gagnlegar. Mikl- ar áætlanir eru nú um enn frek- ari aukningu hitaveitukerfisins og því nauðsynlegt fyrir Hita- veituna að fá álit hinna færustu manna erlendis frá á ýmsum tæknilegum atriðum. Henselmann kvaðst telja hita- veitukerfi Hlíðarhverfisins mjög heppilega lausn. En sérfræðing- urinn sagði og, að það væri sin persónulega skoðun, að notendur hitaveitunnar fengu vatnið við of vægu verði, miðað við dreif- ingarkostnað þess og það, að mikill fjöldi fólks utan hitaveitu- svæðisins verður að borga hita híbýla sinna við hærra verði. Þá kvaðst hann hafa lagt til við ráðamenn bæjarins að Reykjavík gerðist aðili að samtökum hita- veitna í Evrópu. Þangað gæti hitaveitan sótt margháttaðar upplýsingar er að gagni koma. Geta má þess að Jóhannes Lislkynning Mbl. Þýzkur hitaveitusér- Zoega skýrði frá því að það myndi kosta um 200 milljónir kr. að leggja hitáveitu í alla Reykja- vík í dag. Gamla fölkið ÞAÐ hefur komið í ljós við athugun, sem gerð var fyrir stuttu á skýrslum almanna- tryggioga í Bandaríkjunum, að þar eru skráðir 130 manns hundrað ára eða eldri. Af þessu fólki urðu 97 að vinna fram yfir 75 ára aldur, til þess að njóta þeirra hlunn- inda, sem almannatryggingar veita, því að þessi lög hafa ekki verið í gildi lengur en 25 ár í Bandaríkjunum. Frá því um síðustu alda- mót hefur íbúatala Banda- ríkjanna tvöfaldazt, ená sama tíma hefur tala fólks, sem er 65 ára eða eldra, fjórfaldast. Þótt mikið sé rætt og ritað um þau þjóðfélagsvandamál, sem af því leiðir, að fólk lif- ir nú lengur, skulum við leiða hjá okkur að ræða það hér, en skyggnast heldur inn í hinn auðuga og litríka heim minninga þessa gamla fólks. Elztur í þessum öldunga- hópi er William E. Davis frá Charleston í Vestur-Virginíu. Hann er 121 árs. Arið sem hann fæddist, hófust reglu- bundnar gufuskipaferðir yfir Atlantshafið og nýjasta tízku fyrirbærið hjá hefðarfrúnum í New York borg var að skoppa gjörðum í Washing- tonskemmtigarðinum. Bill Davis tekur enn í vinnu, þeg- ar færi gefst. Hann slær gras bletti og sker limgerði í heimabæ sínum. James Williams fæddist ár- ið 1859 í Tampa í Flórída og hefir frá mörgu að segja var þá þræll. • Skólaganga hans hófst. þegar hann var hundrað ára, þá settist hann í kvöldskóla. James Purchell er fæddur sama ár í Erie í Pennsylvan- íu. Hann man eftir að hafa heyrt Lincoin forseta halda ræðu á járnbrautarstöðinni í North East í Pennsylvaníu. — Purcell tekur enn virkan þátt í bæjarmálum. Árið 1857 fæddist annað hvíta barnið í Durango í Kol- oradó. Það var Frank Lee. — Hann vann fyrir sér sem kú- reki og stjórnaði hestvögnum. Kona hans er enn á lífi, 85 ára. Á hverju hausti fer hann með konu sína frá Provo í Utah til Arizona, og búa þau þar yfir veturinn. Til skamms tíma var eig- andi stærsrta valhontualdin- garðsins í Kaliforníu 103 ára kona, Elizabeth Barton, en fyrir þremur árum. seldi hún sonum sínum eignina. Nú situr hún við sauma, dittar að garðinum sínum og málar. Hún á 40 barnabörn og hefur gefið þeim öllum olíumálverk sem hún hefur málað sjálf. Hún man vel eftir lýsingu sjónarvotta af skothríðinni á Sumtervígið í borgarastríð- inu. Faðir hennar var per- sónulegur vinur Lincolns for- seta. William A. Fullingham, plantekrubóndi í Lawton í Oklahoma, fæddist 1855. Hann minnist þess, er hann var kúreki í Texas innan við tvítugt, að Indíáni stal hest- inum hans. Charlie Smith frá Dothan í Alabama er hávaxinn, grannur og stæltur negri, er varð 118 ára í síðasta mán- uði. Þegar han var drengur, var hann hertekinn af þræla sölum undan strönd Líberíu, og 4. júlí 1855, þegar hann var aðeins 12 ára, var hann seldur á þræiamarkaðinum í New Orleans. Meðferðin var ekki mannúðlegri en svo, að enn sjást för á líkamana hans eftir fimm svipuhögg. Carl Smith er 101 árs og býr í Seattle. Hann er af ætt Cherokee Indíána. Hann var um 30 ára skeið múlasnareki í hernum, tók þátt í árás Indíána á Laramie-vígið, fór með 9. riddaraliðssveitinni til Kína til að taka þátt í upp- reisninni þar og bjó um hríð á Filippseyjum. Josep La Barge frá Cleve- land er nú 103 ára og hefur unnið síðan hann var sex ára drengur. Hann hefur reynt sitt af hverju á langri ævi, m. a. stjórnaði hann strætis- vagni, langferðabíl, leigubíl, eimreið, einstrokka bíl á heimssýningu, lyftu hjá námu fyrirtæki, loftbelgi, og loks, þegar hann var hundrað ára, fékk hann að stíga upp í þyr- ilvængju. Hann rennir sér enn á skautum og syndir oft, en á skíði hefur hann ekki stigið síðustu fimm til sex ár- in. UM þessar mundir stendur yfir kynning á verkum eftir Svein Bjömsson, listmálára, i sýning- arglugga Morgunblaðsins. Sveinn Björnsson er fæddur árið 1925 á Skálum á Langanesi, sonur hjónanna Björns Sæmundssonar og Sigurveigar Sveinsdóttur (systur Júlíönu Sveinsdóttur, listmálara). Hann fluttist ungur til Vestmannaeyja og stundaði þar sjómensku frá 15 ára aldri, innritaðist í Sjómannaskólann 1949 og var stýrimaður á togur- um í nokkur ár — eða þar til málaralistin greip hann fyrir al- vöru, og hann hélt til Danmerk- ur á listaháskóla. Hann hefur verið búsettur í Hafnarfirði síð- an 1954 og gegnir þar lögreglu- störfum. Fyrstu myndir Sveins eru málaðar á sjó — og af sjó. Hin síðari ár hefur fjölbreytni viðfangsefna hans aukizt til muna, þó sjávarmyndir hans skipi enn veglegan sess. Sveinn sýnir að þessu sinni þrjú stor olíumálverk í sýningarglugga Morgunblaðsins, og eru þau til sölu. Hann heldur 10. málverka- sýningu sína í Listamannaskál anum 24. sept nk. Fjölmen'nt héraðsmót að Skúlagarði KÍLAKOTI, 31. ágúst. — Hér- aðsmót Sj álfstæðismanna í Þing- eyjansýslum var haldið að hinu vistlega félagsiheimili Skúlagarði í Kelduihverfi sl. laugardag. Var mótið fjölmennt og sóttu það um 500 manns. Þarna fluttu ræður alþingis- mennirnir Magnús Jónsson og Bjartmar Guðmundsson og Gísli Jónsson, menntasikólakennari. Var máli þeirra vel tekið. Þá söng Árni Jónsson, óperusönigv- ari, einsömg við undirleik Hafliða Jónssonar, en að lokum var dans- að. Fór héraðsmótið mjög vel fram í hvívetna. — B. Þ. Kvöldskóli K.F.U.M. Ný bæjarhús við Grensásveg Á SÍÐASTA fundi bæjarráðs var samþykkt, að nú skyldu hafnar byggingaframkvæmdir við fjögur fjölbýlishús, sem bær- inn hefur forgöngu um að reisa, og verða þau við Grensásveginn og koma í framhaldi af bæjar- byggingum við Skálagerði. Var samþykkt að fela Magnúsi Vigfússyni byggingameistara, þessar framkvæmdir og mun brátt verða hafizt handa. í BYRJUN september hófst inn ritun nemenda 1 Kvöldskóla K. F.U.M. og fer hún fram í verzl uninni Vísi, Laugavegi 1. Skólinn er fyrst og fremst ætl aður piltum og stúlkum, sem stunda vilja gagnlegt nám sam- hliða atvinnu sinni. Þessar náms greinar eru kenndar: íslenzka, danska, enska, kristin fræði, reikningur, bókfærsla og handa vinna stúlkna í yngri deild, en auk þess upplestur og íslenzk bókmenntasaga í framhalds- deild. Einskis inntökuprófs er kraf- izt, en öllum þeim, sem lokið hafa námi 1. bekkjar gagnfræða stigs er heimilt að sækja skói- ann eða öðrum með hliðstæða menntun. Að loknu burtfarar- prófi úr Kvöldskólanum hafa nemendur fullnægt skyidunámi sínu. Skólinn starfar aðeins í tveim deildum, byrjenda- og framhalds deild. Af þeim sökum er fólki eindregið ráðlagt að tryggja sér skólavist sem allra fyrst, þar sem fjöldi þeirra, sem skólavist geta hlotið er mjög takmarkaður. Nauðsynlegt er að prófskír- teini eða afrit af einkunnum fylgi umsóknum. Skólasetning fer fram mánu- daginn 3. október kl. 7,30 síðd. í húsi K.FU.M. og K við Amt- mannsstíg. Umsækjendur eða aðrir í þeirra stað þurfa að mæta við skólasetningu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.