Alþýðublaðið - 19.11.1929, Blaðsíða 4
4
i f. P V Ð U B L A Ð !Ð
TæMfærisgiafir:
BlðmstuFmai1,
Veggmyndir,
Speglar,
Kaöungakaíssar,
Bnrsiasett,
Kejrkstell*
Even«veski,
Sanmabassav,
Silfnrplettvðrnr,
LeikSSng o. m. Sl.
verður selí með míkl-
nm afslætti.
Þórnnn Jónsdótiir,
Klapparsiíg. 40. Sími 1159.
I
UttX ftvígfÍMi V»gÍ&M£a.
Fæturiæknir
er í nótt Einar Ástráðsson,
Smiðjustíg 13, sími 2014.
Breska flugmálaráðuneytið
hefir ákveðið að láta smíða
risaflugvél af svipaðri stærð og
gerð og „Do X“ er, þýzka flug-
vélin, sem fyrir nokkru var sagt
Jfrá í skeytum. (FB.)
Fyrsta „fljötaadi lendingarstöðin11,
30 000 smálestir að stærð, verð-
sxr fullbúin næsta sumar. Er ráð-
gert að leggja henni í júlímánuði
í 350 enskra mílna fjarlægð frá
ströndum New-York-ríkis. Lend-
ingarstöðin er gerð að fyrirsögn
Edwards H. Armstrong og smíð-
)hð í verksmiðjum Sun Shipbuil-
ding Co. í Chester í Pennsylva-
riiu. — Einn af verkfræðinguro
félags þessa, Winston að nafni,
hefir lýst yfír því, að ef alt gangi
að óskum verði 8 slíkum lending-
arstöðvum lagt í Atlantshafi á
milli Frakklands og Norður-Ame-
ríku með 400 enskra mílna milli-
bili. Kveður hann áformað, að til
fólks- og póst-flutninga verði not-
aðar stórar Sikorski-flugvélar og
muni þær verða um 15 klukku-
stundir á leiðinni. Lendingar-
stöðvarnar eru 1100 ensk fet á
lengd, 400 fet á breidd og 80 fet
yfir sjávarflöt. Kostnaður við
smíði þeirra er áætlaður liðlega
12 milljónir dollara. Á hverri stöð
jverður þilfarsrými. Þau eru
smíðuð sérstaklega og verða reist
á lendingarstöðvunum þegar búið
er að leggja þeim. í þilfarsrým-
inu verða gistiherbergi, loft-
''skeytatækjaherbergi, veðurstofur,
borðstofur og setustofur. Með þil-
farsrými vegur hver lendingar-
stöð 35 000 ! smálestir. Lendingar-
stöðvar þessar kalla Ameríku-
menn „seadromes“ (sbr. „aerodro-
me“). Lendingarstöðvunum verður
lagt við flothylki, sem eru tengd
við hafsbotn með stáltaug, er
vegur 18 000 lbs. og ætlað er áð
geti staðist 600 000 punda þrýst-
ing. (FB.) V
„Tígrisdýrið. ‘
Eitt sinn var franski stjórn-
málamaðurinn Clemenceau aðal-
umtalsefni heimsblaðanna. Hann
var og umsvifamikill um skeið
og stóð af honum mikil! gustur.
í þann tíð var hann >kallaður
„tígrisdýrið“. — Nú er Clemen-
ceau kominn að fótum fram eins
og myndin sýnir. — Nýlega varð
hann mjög veikur og héldu flest-
ir, að dagar hans væru taldir, en
hann rétti við aftur, gamla
manninn.
H. C. Andersen.
Parísarútgáfa blaðsins „Chica-
go Tribune" skýrir frá því, að
minningarhátíð um H. C. Ander-
sen, æfintýraskáldið fræga, verðj
haldinn í Óðinsvéum 11., 12. og
13. júlí 1930. — Blaðið skýrir
frá því, að amerískir ferðamenn
verði þar þúsundum saman á
meðan á hátíðinni stendur. (FB.)
Sjómannafélag Reykjavíkui
heldur árshátíð sína á föstu-
daginn kemur í alþýðuhúsinu
Iðnó. Verður hún auglýst nánar
hér í blaðinu á morgun.
Hjónaefnl.
Síðastliðinn laugardag opinþer-
uðu trúlofun sína ungfrú Ingi-
björg Guðjónsdóttir og Haukur
Björnsson frá Vestmannaeyjum.
Kennarar við barnaskóla.
Ingibjörg Eiríksdóttir hefir ver-
iö skipuð kennari við barna-
skólann á Akureyri, en s. 1. vctur
var hún sett kennari við skólann.
Breldd bifreiða.
Samgöngumálaráðherrann (Tr.
Þ.) hefir ákveðið, samkvæmt
heimild í bifreiðalögunum, að
venjulegar fólksflutningsbifreiðar,
sem heimilt sé að nota á bif-
reiööfærum vegum hér á landi,
megi vera að utanmáli alt að
I, 82 metrar á breidd, en vömbif-
reiðar og fólksflutningabifreiðar
með yfirbyggingu smíðaðri hér
á landi megi þó ekki vera breið-
ari en áður hefír verið heim-
ilað, 1,75 metrar.
Misprentun
varð í blaðinú í fyrra dag; þar
stóð: Verkam.fél. „Vonin“ Hellna-
sandi, en átti að vera: Verka-
kvennafélagið „Vonin".
Veðrlð.
K,Ir 8 í jnorgun var mestur hiti
3 stig, á Seyðisfirði og í Grinda-
vik, en mest frost á Blönduósi, 4
stig, 2 stiþa hiti í Reykjavík. Ot-
lit hér um slóðir í dag og nótt:
Allhvöss austanátt. Orkomulaust
og frostlítið við .Faxaflóa og
BreiðafjöTÖ.
Loftskeytastengurnar.
í blaðinu í gær stóð, að þær
hafi verið keyptar fyrir milli-
göngu Hjalta Björnssonar kaup-
manns. Nákvæmara er: Hjalta
Björnssonar & Co.
Ísfisksala.
„Andri“ seldi afla sinn 1 gær í
Engiandi, 1100 kassa, fyxir. 1624
stpd. og „Otur“ 650 kassa, fyrir
1220 stpd.
Togararnir.
„Hilmir“ kom frá Englandi í
gær og fór á veiðar í gærkveldi.
„Egill Skallagrímssori“ kom af
veiðum í morgun með kringum
900 kassa ísfiskjar.
Slðkkviliðið
var tvívegis kallað í gær. f
fyrra skiftið haföi kviknað í þaki
á húsi, sem ekki er fullsmfðað, á
Baldursgötu 30. Var það fyrir þá
sök, að kveikt hafði verið upp j
ofni, en reykháfurinn náði emj
ekki upp úr þekjunni. Er það
mjög ógætilegt og ættu menn að
vara sig á slíku framvegis. Eld-
urinn varÖ þó slöktur á skammrj
stundu og urðu litlar skemdir. —
1 síðara skiftið var slökkviliðið
kallað á Laufásveg 2 kl. 9'.4 í
•gærkveldi. Þar hafði kviknaft í
legubekk í herbergi einhleyps
manns. Var maðurinn ekki heima,
en herbergið læst, svo aö slökkvi-
liðið varð að stinga upp skrána.
Kæfði slökkviliðið éldinn þegar og
brann að eins örlítið niður í legri-
bekkinn og púði, sem á honum
var, sviðnaði.
Happdrætti
hélt skipstjóra- og stýrimanna-
félagið „Kári“ í Hafnarfirði.
Þessi númer voru dregin út: 91
saumavél, 633 línpressa (tau-
mlla“), 1978 línvinda, 1974 tunna
af olíu, 2819 smálest af kolum og
277 smálest af kolum. Loftur
Bjarnason í Hafnarfirði afhendir
munina gegn framvísun seðlanna.
tattekt* InnisMna,
srBrtn meit krómlcðurbofnon-
nm, seljam ytð íyrlr nit elns
SS,BS. Vlð hSEnm itvult stœrsta
úrvaltð í borgtnni at alls-
konar innlskótatnaðt. — Attal
etttbvað nýtí.
Eiríkur Leifsson,
skóverzlun. — Laugavegi 25.
Efnl fi
ballkjóla:
Befia ciiliie, Georget-
te, Crepe de Cliine,
Urepe Satin, Broeade.
Allir litir og gerðir.
Fjölbreyttast úrval hjá
S. Jóhannesdóttur,
Soffíubúð,
(be&rt á móti Landsbankaaum).
Hverfisgötu 16,
tekur við fataefnum til að sauma ár.
Ávalt traust og góð 1. flokks
vinna og fyrirtaks tillag.
Ágæt fataefni stöðugt fyrirliggjandi,
Föt hreinsuð og pressuð fljótt
álgfðnprentiaiij«i,
&verfigsð£s 8, sími 1294,
tcknr b8 r.4r nl<B koner twkUceciBp;ont-
un, svð sem erfilJAB, oOKSnKamiSo, bról,
feifeniaga, kvittanlr o. s. frv., ogf at-
trolBlr vtnniwk tljðtt og vld réttu verBl
NÝMJÓLK fæst allan daginn í
Alþýðubrauðgerðinni.
MUNIÐ: Ef ykkur vanfer hás-
gögn oý og vönduð — einnlg
notnð — pá toomið á fomaðlaœ,
V«tn»sttg 3, tlmi 1738.
Þurkaður saltfískur, 25 aura ^4
kg., sykursaltað spaðkjöt, hangi-
kjöt, nýtt dilkakjöt, reykt hrossa-
kjöt, tólg, ísl. smjör. — Alt ó-
dýrt. Kjötbúðin, Grettisgötu 57.
Sími 875.
FIÐUR, yfir- og undir-sængur,
Hálf- og al-DONN komið aftur.
Sama lága verðíð. VÖRUBÚÐIN,
Laugavegi 53.
Armband tapaðist. Skilist gegn
góðum fundarlaunum á Freyju-
götu 7.
Ritstjóii og ábyrgðairtnaðtui
H«raldar OwömœidsaoB.