Alþýðublaðið - 19.11.1929, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐiÐ
3
gjgffllllMiaiiiaiMiMlBiBlffMliraiiiBlM
!j Nýfar fyrsta fiokks Virginia a'garettar.
Three Bells
20 sík. pakkinn kostar kr. 12. — Búnar til
bjá British Ameriean Tobaeeo Co, Lonáon.
Fást f heildsöia hjá:
Tóbaksverzl. tslands h.f.
Einkasalar á lslandi.
mmmmasmmmmmam
kulna. AÖ vísu er það svo, aö síð-
ustu vetur hefir veriö hægt að
starfa að húsasmíði nær óslitið.
en enginn getur gert sér vonir
um, að þess konar tíðarfar hald-
ist áfram, eða að veðráttan verði
svo blíð í vetur. Og þegar vorar
næst má búast við, að ekki verði
hægara eða ódýrara að fá vinnu-
kraft tíl hennar.
Nú er farið að frjósa og dagur
orðinn stuttur, og vitanlega öll
aðstaða verri til bygginga en ver-
Sð hefir í haust og sumax. Og því
er von að menn spyrji: Hvað
dvelur Sundhöllina?. Á að skjóta
byggingu hennar enn lengur á
frest, eða á ekki að fara að byrja.
Þessi spurning er sú, sem allir
hugsandi íþróttamenn spyrja oft-
ast.
Og það er ekki láandi þótt
spurt sé. Sundhallarmálið var bú-
ið að tefjast svo lengi, að það
var sannarlega full ástæða til að
ætla, að hafist yrði handa um
bygginguna undir eins og hinuro
langa og örðuga undirbúningi
málsins var lokið. En síðan hefir
grunnurinn staðið óhreyfður
marga mánuði, þar hefir ekki
verið tekin ein skóflustunga.
Eins og kunnugt er, höfðu í-
þróttafélögin heitið álitlegri dags-
verkatölu til byggingarinnar og
mundu loforðin hafa orðið meiri,
ef það hefði sést af afskifturo
hlutaðeigenda að málinu væri
fylgt eftir með alefli. Enn mun
eigi standa á að rækja þau loforð
,og fá fleiri. Styrkur landsstjórn-
arinnar er ákveðinn og framlag
bæjarstjórnar formlega samþykt.
En hvers vegna er þá ekki hafist
handa?
Menn bíða og bíða. Langt er
síðan menn fóru að hlakka til
þess að fá að njóta hinna miklu
hlunninda, sem góður og full-
kominn baðstaður er. Reykjavík á
ekkert til, sem jafnast geti á við
góða sundhöll. Betri heilsulind er
ekki til. — Hver mánuður sem
iíður þangað til sundhöllin er
komin upp, er tap fyrir almenna
heilbrigði. Heita vatnið bíður og
rennur notalaust til sjávar, teikn-
ingarnar bíða, samþyktirnar bíða
— og allir, sem vilja lauga sig,
biða. Biðin er orðin of löng og
það má ekki lengja hana úr
þessu.
Sundhallarmálið má ekki draga
á langinn úr þessu. Drátturinn er
orðinn of langur, þó hann verði
ekki lengri. Áfram með sundhall-
arbygginguna! Þetta er krafa
allra, og það er hvorki viturlegt
né sæmilegt, að skella skolleyr-
um við þeirri kröfu.“
íþróttamenn heimta sundhöll.
Allir bæjarbúar heimta sundhölk
Hún verður að koma sem fyrst.
Iþróttamenn hafa með Iofsverðuro
áhuga barist fyrir henni. Það er
því von að þeim finnist ilt, er
steinrunnir íhaldsblindingjar erq
að flækjast fyrir þeim og hefta
framgang þessa máls.
Vilji íhaldsins er ljós. Það
reynir að draga úr áhuga fyrir
þessu máli, t. d. með því að láta
„Morgunblaðið" birta greinir um
smithættu í sundhöllum erlendis
og sqndlaugunum hér. Vonandi
lætur fólk ekki blindast af þess-
um gróusögum blaðsins, enda
rekur ólafur Pálsson sundkennari
sögur þessar rækilega ofan í rit-
gtjórana í dajg.
Fyrírspnrn i lanðsímastjóra.
Fyrirspum til landssímastjóra
hefir verið send Alþýðublaðinu.
Er hún á þessa leið:
Eru ekki 1. og 2. flokks síma-
stöðvar skyldar til að hengja út
veðurskeyti tvisvar á dag?
Ef nú stöðvarnar vanrækja
þetta, sem hægt mun vera að
sanna um sumar, hvernig er þá
hægt að laga þá óreglu og hvert
ber að kæra þar um?
Borgari.
Alþýðublaðið hefir skýrt lands-
simastjóra frá fyrirspurn þess-
ari, og er svar háns, á þessa
leið:
Við fyrri lið: Já.
Við síðari lið: Þá ber að senda
kæru til lanssímastjórans.
Kolaskip
kom í gær til Viðeyjar.
UTSALA.
Seljum alla kvenhatta,
barnahöfuðföt og regn-
hatta með 20-300/o afslætti.
Batíabði Reyhjavlknr,
Lækjargötu 4.
éttabréf úr Banðasandshreppi
að urn sláttinn og lagðist þá hver
Tíðin í sumar var einmuna-
góð, en einkanlega seinni hluta
ágústmánaðar og fyrri hluta
septembermánaðar. Þá var sú
kyrð og blíða, að betra og feg-
urra veður kemur ekki. Um
miðjan september skifti um til ó-
tíðar, og hefir siðan verið stirð
tíð og umhleypingasöm og oftast
mikið úrfelli. 7. okt. gerði svo
xnikla fönn, að hestum varð tæp-
lega komið yfir fjöll vegna ó-
færðar. Jafnmikill snjór mun
aldrei hafa komið í fyrravetur.
Grasspretta á túnum varð víð-
ast ágæt. Á nokkrum stöðum
voru tún tvíslegin og riýjar þak-
sléttur þríslegnar. Má að nokkru
þakka það sífelt aukinni erlendri
áburðarnotkun. Engjar voru lak-
lega sprottnar og áveitur brugð-
ust allvíða, vegna vorkulda og
þurka. Nýting á heyjum varð á-
gæt. Heyfyrningar hjá bænduro
eru nú með mesta móti, þvi að
sumarið verður að teljast gott
og hagstætt. Talsverðar fyrningar
voru og til eftir ágætan vetur.
— Jarðeplauppskera varð af-
bragðsgóð og rófur voru einnig
vel sprottnar.
Fuglavarp i Látrabjargi var
mjög lélegt. Mun það ef til vill
stafa af svartfugladauðanum síð-
ast liðinn vetur. Voru mikil
brögð að því á Vestfjörðum. Við
Patreksfjörð rak t. d. mergð af
dauðum fugli seinni hluta vetrar.
Til skamms tima var fuglaveiði
mikið stunduð í bjarginu, en nú
er sú veiðli lögð niður, nema
lítils háttar tekið af eggjum.
Heilsufar hefir yfirleitt verið
gott, nema mislingar gengu um
nokkurn hluta hreppsins, en þó
vægir á börnuin.. Á bæ einum,
þar sem 15 manns er í heimili,
hafði að eins einn maður haft
mislinga fyrr. Veikin kom þang-
misráðið að hindra útbreiðslu
mislinga, eins og sumir vilja, því
að oftast eru þeir vægari á
börnum en unglingum.
Vart hefir orðið fjárkláða á
nokkrum kindum og hefir hans
aldrei orðið vart hér fyrr eða f
hæstu sveitum.. Að líkindum munr
kláðinn hafa borist hingað með
kindum fengnum langt að.
Rafmagnsstöð er verið að
reisa í Kvígyndisdal til suðu og
ljósa. Mun hún verða um 10 ha.
Er það fyrsta rafmagnsstöð í
sveit, sem reist er í sýslunni. í
Sauðlauksdal var komið upp
sandgræðslustöð í vor.
F. U. J.
heldur fund í kvöld kl. 8 í
Góðtemplarahúsinu við Templi
arasund. Þar flytur Helgi P.
Briem skattstjóri erindi og Þór-
oddur Guðmundsson frá Siglu-
firði segir frá starfsemi félag-
anna þar.
Dollap.
Húsmæður, hafið hug-
fast:
DOLLAR er langbezta
þvottaefnið og jafn-
framt það ódýrasta i
notkun,
DOLLAR er algerlega
óskaðlegt (samkvæmt
áður auglýstu vottorði
frá Efnarannsóknarstofu
ríkisins).
Heildsölubirgðir hjá:
BalWéri Eiríksspi, a
Hafnarstræti 22. Sími 175.
aa
að