Morgunblaðið - 16.10.1960, Blaðsíða 1
>
II
Sunnud. 16. okt. 1960
ueislavir
1. Elimin-
plastið
í APRÍL í vor hitti ég Kjarval
í Austurstræfi. Veður var gott,
logn, loft skýjað en bjart af
sólmistri. Meistari Kjarval og
Bjöm Hallgrímsson, forstjóri,
voru á leið austur götuna og ég
þóttist vita að meistarinn væri
að segja Birni af einhverjum
stórfurðum veraldarsögunnar, en
svo færðist hann allur í aukana,
steig fastar til jarðar og ekki
eins afsakandi, sló báðum hönd-
um út í loftið og varð þungur
í dómum, þá vissi ég hann var
að tala um örlög Hvitaness-
goðans, sem var eins konar
bandingi sinna föðurmorðingja:
„Þetta er ekki gott“, sagði hann
við mig síðar, „það vantar intellí
gensíufrymið í þetta fólk, við
skulum vara okkur á því“.
Ég gekk í humátt til þeirra og
þegar Kjarval kom auga á mig
kippti hann í ermina á Birni,
eins og hann hefði séð sjálfan
Skarphéðin, og ætlaði að laum-
ast yfir Austurstræti að Lands-
bankatröppunum. Hann gaut til
mín hornauga og þá veifaði ég
og hann vissi það var ekki und-
ankomu auðið. Þá brosti hann og
beið eftir mér, svo leiddi hani.
mig vestur Austurstræti.
„Ég hef verið að lesa Heims-
kringlu í nótt“, sagði hann, „það
er meiri viðbjóðurinn. Og hugs-
aðu þér, það var einhver páfi í
Bóm sem alltaf var reiðubúir.n
að tala við Norðmennina. Það
var meiri kjarkurinn".
„Þú ætlar að fara að sýna,
Kjarval?"
„Nei, ég er hættur við bað. Ég
held þessar myndir séu allar 6
fullgerðar. Ég hef verið að leita
að sjálfum mér í þessum mynd-
um, en hef ekkert fundið. Menn
eiga ekki að taka þátt í opin-
beru lífi, nema þeir hafi uppá
eitthvað að bjóða, það getur ver-
ið móðgun við umhverfið að
hafa ekki fundið neinn samhljóm
í fyrirbrigðinu.
„Hefurðu ekkert ort nýlega?"
spurði ég útúr.
„Ég hef verið að yrkja kvæði
um Skarphéðin" svaraði hann.
„Hundar geta verið skemmtileg-
ir. Þeir eru oft miklu greindari
en eigendurnir, þó þeir haldi
að þeir hafi í fullu tré
við þá. En það er ekki rétt, það
er miskalkúlerað. Það er hund-
ur austur á Héraði, sem ég sendi
stundum roð í póstkröfu. Það er
skemmtilegur hundur og garað-
ur. Hann er að minnsta kosti
ekkert verri en eigandinn.
Veiztu hvað ég skrifa utan á
póstkröfuna til hans? Ég skrifa:
To my friend, hund“.
„Heldurðu ekki að þú -ýnir,
Kjarval?"
„Ætli ég verði- mér ekki til
skammar? En það væri þá kom-
inn tími til“.
„Má ég eiga samtal við þig,
þegar sýningin verður?“
„Viltu ekki bara birta mynd-
ir?“
„Jú, myndir eru ágætar, en við
verðum að tala saman líka“.
„Jæja, kannski. En það verð-
ur þá að vera um ópraktíska
hluti eins og himinsplastið. Ver-
ið þér sselir, herra minn“.
★
Ég hitti Kjarval nokkrum dög
um síðar. Hann tók undir hand-
legginn á mér og við gengum
enn eftir Austurstræti. Þá segir
hann allt í einu við mig:
„Heyrðu, nú er ég búinn að
gerbreyta Listamannaskálanu n.
Nú er fyrst hægt að halda í hon-
um sýningar. Þú verður að
koma með mér og sjá hann. Ég
er búinn að eyða öllum pening-
unum mínum í að smíða stalia
á veggina. Nú er þetta loksins
orðið gott pláss og samiboðið list-
inni. Ég sagði Valtý Péturssyni
að nú væri nokkuð öruggt að
sýna í skálanum. En þetta hefur
kostað mig stórfé og ég verð
að fara að selja myndir til að
geta borgað brúsann“.
„Ætlarðu þá að halda sýn-
ingu?“
„Nei, það ætla ég ekki. Ég hef
verið að athuga hvað ég á en það
dugar ekki, það gerir verðfallið
á krónunni. Maður verður að
fara varlega, það geta verið
hættulegir tímar framundan".
Við fórum yfir Austurvöll.
Kjarval vildi ganga fyrir aftan
styttu Jóns Sigurðssonar:
„Aldrei hann fyrir aftan kýr,
orustu háði neina“, raulaði hann
lágt, horfði svo stríðnislega upp
á forsetann og tók virðulega of-
an.
„Er ég ekki mátulegur núna“,
hélt hann áfram, „enginn intellí-
gensíustrengur sleginn, allt
græskulaust og mátulegt, fianst
þér það ekki? Maður á ekki ailt-
af að vera upp á intellígensíuna,
það er eins og reyta úr úttroðn-
um poka, en það dugar ekki,
maður verður að vera mátuieg-
ur líka. Já, þetta er eins og að
tína hey úr poka, samanber ailt
hold er hey“.
VIÖ
Við gengum að Listamanna-
skálanum og hann var óvenju-
þögull það sem eftir var ieiðar-
innar, en þegar við vorum komn
ir inn í skálann, benti hann á
veggina, baðaði út höndum og
sagði:
„Nú getur hver sem er haldið
hér fallega sýningu".
Við skruppum síðan upp í
vinnustofuna hans í Austur-
stræti, þangað hafði ég ekki áð-
ur komið. Hann tók fram nokkr-
ar myndir sem hann hafði verið
að vinna við og sýndi mér. Svo
gekk hann afturábak og kíkti á
myndirnar. skyggði hönd fyrir
auga, flutti þær til og athugaði
þær gaumgæfilega.
Ég fylgdist með þessu bram-
bolti hans af áhuga, standandi
á nokkrum Morgunblaðsárgöng-
um, og sú hugsun hvarflaði auð-
vitað að mér að prentsmiðja
blaðsins væri einskonar gó'f-
teppagerð líka. Og ég sem hélt
þetta væri allt svo merkilegt og
til þess gert að það væri bundið
í þungar skinnbækur!
Ég leit á útsíðurnar á tveimur
eða þremur blöðum sem ég stóð
á: Stefán Jóhann skipaður sendi-
herra í Kaupmannahöfn. Mink-
ur á Hótel Borg. Á gömlum kex
kassa við hlið mér voru myndir
af Eggerti Stefánssyni og Einari
Benediktssyni. Kjarval lát bað
afskiptalaust, hvernig ég ' út-
spíóneraði vinnustofu hans.
„Þessi mynd er ekki nógu góð“,
sagði hann eins og við sjáiían
sig. Svo sneri hann sér að mér
og bætti við: „Það er önnur
mynd undir henni og hún er lík-
lega miklu betri. Maður veit
aldrei hvenær það gamla er
betra en það nýja. Ég skal sýna
þér hvernig við förum að þessu.
Nú helli ég terpentínu yfir þessa
mynd og þá rennur hún burf, eri
samta
Meistarinn og dóttir ha,ns.
arva
gamla myndin verður eftir.
Svona fáum við stundum að sjá
liðna daga í lífi okkar, þá er það
forsjónin sem hellir“.
Svo sótti hann málningardollu,
lagðist á fjóra fætur á gólfið
sem var í öllum regnbogans lit-
um og hellti terpentínu yfir
myndina, svo hun rann af og
gamla myndin kom í ljós. Þá
stóð hann upp, gekk afturábak,
kveikti í sígarettu og sagði há-
tíðlega: „Þarna sérðu góði. lífið
er terpentína, ég segi þér satt“.
afbrýðissamur?" „Nei“, svaraði
ég. „Ekki afbrýðissamur?, nú
það vantar þá eitthvað í þetta
hjá ipér“. sagði hann. „Má ég
ekki birta þetta í Morgunblað-
inu?“, spurði ég.
Hann leit á mig tortrygginn,
svo sagði hann eftir stutta um-
hugsun:
„Þeir hafa verð að biðja um
þetta í Hólaprenti, en maður
verður að fara varlega — mað-
ur verður að gaeta þess að
skyggja ekki á aðsa“.
drýgðir í Neskaupstað eða
Kongó, vertu sæll“.
Þegar við hittumst nokkru síð-
ar í vinnustofunni hans að Sig-
túni 6 sem hann var nýfluttur í,
stóð hann á miðju gólfi og virti
fyrir sér fimm eða sex myndir
sem hann málaði í sumar. Hann
virtist heldur ánægður með
myndirnar og það var gott hljóð
í honum. Ég vildi taka þátt i
sigri hans og sagði:
„Ég held bara þú sért meist-
ari, Kjarval“.
„Já, þetta er að lagast", sagði
hann, „líttu bara á þær þessar,
stendur í brekku brúsaskeggur
og bíður mín þar . .
Ég sagði: ! r r
„Mér finnst þetta vera ný mó-
tíf hjá þér, það er meiri trú á
landið í þessum myndum, þær
eru grænni en gömlu myndirn-
ar . . .“.
„Þetta er nóg“, greip hann
fram í, „við þurfum ekiki að
samtala meira í dag, þetta var
gott hjá þér“, — og horfði á mig
eins o.g hann væri í senn hissa og
þakklátur: „Ég hélt ekki að þú
værir svona gáfaður“, bætti hann
við, „stendur í brekku brúsa-
skeggur . . .“.
Ég sagði við yrðuim að tala
saman í dag.
„Það eru svo margir mektar-
menn í bænum að það er betra
að fara varlega, já fara sér reglu
lega hægt“, hvíslaði hann. „Það
er oft. nauðsynlegt að fara sér
hægt. Ég var nývaknaður þegar
þú/ komst og skammaðist mín
fyrir að hafa sofið svona lengi
frameftir í þessu góða veðri, en
þú verður að afsaka það. Svo
þú heldur að landið sé að
grænka? Já, kannski er það rétt
hjá þér. Kannski hefur landið
samið vopnahlé við augun í okk-
ur, svo þau eru nú loksins farin
að sjá hvernig það er í raun og
veru. Þetta er eins og að sjá
konuna sína allt í einu í nýju
ljósi, af því maður hefur komizt
á snoðir um að einhver annar er
nýbúinn að uppgötva hana. En
það eru margir mektarmenn í
bænum núna og við skulum tala
alvarlega, því það er mikil al-
vara í kringum svoleiðis fólk.
Þetta er nú einu sinni fólkið sem
gefur okkur hinum að éta, þraut
segl um rímvelli . . .“.
„Það hefur verið gott veður
undanfarna daga“, skaut ég inn í.
„Nújá, þú hefur tekið eftir
því“, sagði Kjarval.
„Það er einkennilega blátt him
inplastið núna“, sagði ég.
„Er það ekki“, sagði hann, „ég
■n» Saqt
Hann sótti pensil og fór að
dunda við nýja mynd, sagði það
vantaði hvítan lit hér, gulan þar
og spurði hvort ég væri ekki
sammála. — Jú, ég var það. „Þú
ert séní“, sagði hann þá, og eftir
svo sem 10 mínútur tók hann
ofan hattinn og tilkynnti mér að
myndin væri búin.
„Þú hefur bjargað þessari
mynd, ég þakka þér fyrir það
góði, að þú skyldir hafa bjargað
þessari mynd sem ég er búinn
að glíma við árum saman. Fyrir
starf þitt í þágu þessarar mynd-
ar skal ég gefa þér eins mikið
af gömlum Morgunblöðum og pú
vilt og ég skal líka lesa íyrir
þig síðasta kvæðið sem ég hef
ort“.
Hann tók upp blöð úr vasan-
um og hóf lesturinn. Eftir fyrsta
erindið gaut hann til mín aug-
unum og spurði: „Ertu orðinn
2. Að tapa
skóla
Svo leið sumarið og það var
komið fram í september, þegar
ég hitti Kjarval næst. Ég hringdi
til meistarans og spurði, hvort
hann gæti ekki skroppið til mín.
Nei, hann sagði það væri ekki
hægt — „en hittu mig á Hótel
Borg í fyrramálið klukkan hálf
tíu“, bætti hann við. „Nei, það
vil ég ekki“. svaraði ég, „ég vil
ekki hitta þig þar. Hótel Borg
hefur sömu ókosti og kvenfólk,
hún er hættuleg og hún þreyiir
og getur breytt virðulegu sam-
tali í praktíska hluti“. Kjarval
sagði: „Ja, ég veit þá ekki, nvort
ég get talað við þig, lífið er svo
radíóaktíft núna að mér finnst
ég eiga hlut í glæpum sem eru
finn það er veiðináttúra í þér
núna, vinur“.
„Hvernig er það, Kjarval. Er
aldrei hægt að fá þig til að setj-
ast niður?"
„Jú, stundum".
„Hvenær helzt?“
„Þegar ég les blöðin, en finnst
þér ekki þessi himinblámi dálít-
ið góður?“ og svo benti hann á
myndina sem hann var að föndra
við.
„Hvað heitir hún?“ spurði ég.
„Ja, hvað á ég að kalla hana,
Milli hrauns og hlíða? Lízt þér
ekki nokkuð vel á það? Mér er
sagt að þetta séu góðar myndir
og sumum finnst þær töfrandi.
Ég er orðinn gamall maður og
verð að slóra við mynóirnar mín-
ar og stúdera þær og má ekki
selja þær eins ört og ég hef gert,
því ég þarf að horfa á þær og
læra af þeim þess vegna er allt
Frh. á bls. 2.