Morgunblaðið - 16.10.1960, Side 7

Morgunblaðið - 16.10.1960, Side 7
Sunnudagur 16. okt. 1960 MORCVISBL AÐIÐ 7 að hve miklum mun það stjórnað ist af þessu tvennu — yfirráðum fullorðinna á barnshugann og einangrun frá jafnöldrum utan og stundum innan fjölskyldunn- ar. John Stuart Mill , (1806—1873) Hann hóf nám, áður en hann varð þriggja ára gamall, undir persónulegu og ósveigjanlegu eft- irliti föður síns. Á mjög unga aldri var honum falin kennsla yngri systkina sinna. Ekki jók það ást hans á þeim. Þvert á móti — hann fann jafnvel til sömu andúðar og faðir hans gagnvart þeim og móður sinni. Hann dreg- ur enga dul á það í sjálfsævisögu sinni, að faðir hans hafi haldið honura frá öðrum börnum. „Þar sem ég átti enga félaga — voru skemmtanir mínar, sem oftast voru iðkaðar í einrúmi, rólegs eðlis, og þá oftast lestur, og örv- uðu mig yfirleitt ekki til ann- arra andlegra iðkana en þeirra, sem ég hafði þegar vanizt með námi mínu.“ 1 Johnn Wolfgang von Goethe j (1749—1832) Faðir hans stjórnaði námí hans af áhuga og vandvirkni öll hans bernskuár. Hann umgekkst marga lærðustu og þekktustu menn í Frankfurt, en meðai þeirra var Textor, afi hans. Hann naut töluverðs frjálsræðis og kynntist allmörgum börnum ut- an fjölskyldunnar. Þau kynni voru þó óveruleg samanborið við umgengnina við fullorðið fólk. Hann var nánum tegslum við systur sína. í sjálfsævisögu sinni, segir Goethe frá því, að milii hans og bróður hans, sem var þrem árum yngri og dó í bernsku. hafi aldrei ríkt nein vinátta og hann muni varla eftir öðrum þrem systkinum sínum, sem einn- ig dóu ung. Af því sem hann skrifar um endalok ástarævintýr- isins með Gretchen, en þá var hann fjórtán ára eða þar um bii, má glöggt sjá, hversu samrýmd hann og systir hans hafa verið: „Systir mín var meira en reiðu- búin að hugga mig, því hún var í rauninni fegin að losna við keppinaut, og það var ekki laust við að ég sjálfur fyndi til ijúfrar gleði, þegar hún fullvissaði mig um, að ég væri sá eini, sem elsk- aði hana, virti og skildi til fulls“. Gottfried Wilhelm von Leibniz (1646—1716) Hann var eina barn móður sinnar, en faðir hans andaðist, þegar hann var sex ára. Hann átti um hana tvær endurminn- ingar, sem báðar sýna, að hann var í hávegum hafður af föður sínum. Móðir hans helgaði hon- um líf sitt, en dó, þegar hann var átján vetra. Hann bjó heima og kynntist því aldrei „hinu vafa sama frjálsræði, óteljandi freist- ingum og villimannlegum æsku- brekum stúdentsáranna“. Hann fékk aðgang að bókasafni föður síns, áður en hann varð tíu ára gamall og kunnj vel að notfæra sér það. Hugo Grotius (1583—1645) Samband hans við föðurinn var mjög náið. Atta ára gamall orti hann samúðarvers á latínu til föður síns, þegar einn bræðra hans andaðist. Færir kennarar voru fengnir, til að kenna hon- um heima og ellefu ára gamaii innritaðist hann í háskólann i Leyden. Þar bjó hann hjá mjög guðræknum manni, sem hafð' djúp áhrif á hann. Á sviði bók- mennta fékk hann viðurkenningu mjög snemma og hlaut lofsyrði frægra manna. Hann leitaði ráða hjá föður sínum, þegar hann festi sér konu. Þó heimildir um hann séu takmarkaðar, má draga þá ályktun, að hann hafi allt frá bernsku umgengizt aðallega fulltíða fólk. Blaise Pascal (1623—1662) Eftir lát móður sinnar, er hann var þriggja ára gamall, fékk fað- ir hans svo mikið dálæti á hon- um, að hann gat ekki hugsað sér að ókunnugir hefðu kennslu hans með höndum. Tók hann hana þvi að öllu leyti að sér sjálfur og var eini kénnari hans upp fra því. Pascal missti heilsuna sakir ofþreytu átján ára gamall. Hann umgeklcst mikið þá lærðu menn, sem voru vinir föður hans. Vænzt þótti honum um yngri systur sína, Jacqueline. Hún gekk í klaustur og hafði það djúp áhrif á trúarlíf hans. Thomas Babington Macaulay (1800—1859) Hann varð snemma bókelskur, en nám hans var ekki jafnháð eftirliti foreldra hans og í dæm- um, sem tekin eru hér að fram- an. í bernsku var hann sérstak- lega hændur að móður sinni, og í hópi systkina var hann kátur og glaður. Haft er eftir systur hans, að honum hafi ekki verið um ókunnuga gefið, en verið á- X'antL yhur vé/ í hátinn Þá kynnið yður hinar öruggu og sparneytnu VOL.VO-PKNTA dieseivélar. VOLVO-PENTA, hefir þegar sannað ágæti sitt hériendis, hvort sem er á sjó eða landi. VOLVO-PENTA er í öllum VOLVO-bifreiðum. VOLVO-PKNTA diesel fæst 5 ha C ha 19— 30 ha 42— S2 ha 59—103 ha 89—137 ha 138 -17a ha 155—205 ha 1 cyl 1 cyl 4 cyl 6 cyl 6 cyl 6 cyl 6 cyl 6 cyl eftirtöldum stserðum: 130 kg 130 kg 240 kg 880 kg 1000 kg 1200 kg 1250 kg 1375 kg Einkaumboð: Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 — Reykjavík — Sími 35200 Jeremy Bentham (1748—1832) Hann var undir ströngum aga föður síns alls frá unga aldri Jafnvei danslist og heræfingar töldust til skyldunámsgreina jafn hliða grískunni. Hann dvaldist á vetrum í heimavistarskóla, þar til hann var tólf ára. Þar undi Hvers konar uppeldi siuðlar að and- legum þroska afburðamanna ? Rann- sókn ó æviatriðum tuttugu snilliaga leiðir í ljós, að tvenn skilyrði í upp- vextmum eru ófróvíkjanleg og niður- staða sú, sem binist í síðustu setningu þessarar greinar, vekur iil ærinnai: umhugsunar. nægðastur í skauti fjölskyldunn- ar. Hann vildj ógjarnan fara að heiman daglangt og þjáðist aí heimþrá, þegar hann var settur í heimavistarskóla tólf ára gam- all. Skólafélagar hans litu upp til hans, en hann hafði lítið sam- neyti við þá, og undi jafnan einn yfir bókum sínum. Yngri systk- in hans dáðu hann takmarka- laust. Blómlaukar HausHrágangut Gróðrastöðin við Miklatorg Símar: 22-8 22 — 19-7-75. hann sér illa. í skólaleyfum var hann heima, en var þar haldið öllu meira að námi en nokkurn tima í skólanum. Anægðastur var hann, þegar hann fékk að heim- sækja ömmu sína og afa í sveit- ina. Hann máttj sín lítils meðal félaga sinna, sakir þess hve lítill og veikbyggður hann var og „reyndi því að vera iðinn og heiðarlegur og göfugur og skyldu rækinn, þar sem ég hafði komizt að raun um, að fyrir slíka hegð- un hlaut ég lof mér eldri manna“ Hann var nýorðinn tólf ára gam- all, þegar hann missti móður sína og sama ár settist hann i Oxford-háskóla. Samuel Taylor Coleridge (1772—1834) Faðir hans hafði sérstakt dá- læti á honum, þótt hann væri í rauninni ekki metnaðargjarn maður og skipti sér lítið af mennt un hinna barna sinna. Það var snemma ákveðið, að hann skyldi ganga í þjónustu kirkjunnar. Coleridge var yngstur fjórtán systkina og fyrir dálæti foreldr- snna hlaut hann andúð eldri bræðra sinna.. Þegar Coleridge var níu ára gamall, missti hann föður sinn, og þá jafnframt sinn bezta félaga. Stuttu síðar var hann sendur I skóla í London. Þar eignaðist hann nokkra vini, og ber þar fremstan að telja Charles Lamb. Samt undj hann sér bezt við lestur og í sínum eigin hugarheimi. Voltaire (1694—1778) Fimm árum áður en hann fædd ist höfðu foreldrar hans misst barn og hann sjálfur var svo veill í bernsku, að sífellt var óttazt um líf hans. Móðir hans var heilsulaus. Faðir hans, sem var lögfræðingur, var sífellt önnum kafinn, og virðist ekki hafa skipt sér mikið af uppeldi drengsins annað en æskja þess, að hann læsi lög. Honum var kennt heima af þrem lærðum gáfumönnum Systkini hans bæði voru töluvert eldri en hann. Engir kærleikar voru milli bræðranna, en Voltaire þótti mjög vænt um systur sína. Hún var hans helzta stoð og stytta eftir lát móðurinnar. Þegar hann var tíu ára gamall, sendi hinn auðugi og metnaðargjarni faðir hans hann á bezta Jesúita- skólann í París. Þar eignaðist hann marga vini, en þá sótti hann frekar í hóp kennara en námssveina. Giacomo Leopardi (1798—1837) Hann var elztur fimm systkina og fram til tuttugu og'fjögra ára aldurs, var hann bókstaflega fangi föður síns í þorpi, sem hann fyrirleit. Leopardi segir sjálfur frá, að hann hafi engrar tilsagn- ar notið nema í undirbúnings- greinum, en hafi haft mikil not af bókasafni föður síns, sem hafði yndi af bókmenntum. Nánasti vinur hans var Carlo, bróðir hans, sem var ári yngri, en jafn- vel gagnvart honum var hann duiur. Hans helzta yndi í bernsku var að setja á svið leikrit, þar sem hetjan (hann sjálfur) steypti harðstjóranum( föður sínum) af stóli. Síðar leit hann á hús föð- ursins sem fangelsi, sem hann þyrfti að brjótast úr. Thomas Chatterton (1752—1770) Hann fæddist þrem mánuðum eftir andlát síns gáfaða föður. Móðir hans, sem var kornung, hafði átt dóttur fjórum eða fimm árum áður. Móðir hans og systir kenndu honum að lesa. Hann var rekinn úr skóla sakir heimsku. í leik. var hann ráðrikur og leit á félaga sína sem sína undirgefnu þjóna. Þegar við fimm ára ald- ur bar á frægðarþorsta hjá hon- um. Hann eignaðist að vísu nokkra vini í skóla og þá sérstak- lega einn. Þegar sá andaðist. þjáðist hann af þunglyndi. Þó gat hann engum trúað fyrir leyndar- málinu um Rowley kvæði sín. Trúlegra er, að hann hafi frekar vérið undir áhrifavaldi St. Mary Redcliffe kirkjunnar en nokkurr- ar mannlegrar veru, þegar hann orti þessi mikilúðugu kvæði. Barthold Georg Niebuhr (1776—1831) Faðir hans kvæntist ekki fyrr en um fertugt, hætti þá störfum og helgaði sig eingöngu konu sinni og tveim börnum. Sérstak- an áhuga hafði hann á að setja son sinn til mennta og réð til sín heimiliskennara, þegar drengur- inn var aðeins fjögra eða fimm ára gamall. Mirabeau (1749—1791) Mirabeau var af aðalsfólki kom inn og var í fyrstunni uppáhald föður síns. En síðar, er annar drengur var fæddur og Mirabeau afskræmdur í andliti af bólunni, sem hann fékk þriggja ára að aldri, snerist faðir hans af ae meiri heift gegn honum. Hann líktist í móðurætt sína, og það virtist faðir hans illa þola, sakir stöðugs ósamkomulags þeirra hjóna. Við nám var hann undir afar ströngum aga. Oftar en einu sinni læsti faðir hans hann inni. Þrátt fyrir þetta tókst Mirabeau að temja sér tungumýkt og aðlað- andi framkomu. Faðir hans sá fyrir því, að hann dvaldist mest í einrúmi, hvort sem honum var það ljúft eða leitt og nám hans og ritstörf fóru að miklu leyti fram í stofufangelsi. Kynhvöt hans var sterk og sjálfur segist hann hafa haft kynferðisleg mök vði yngri systur sína. John Quincv Adams (1767—1848) Hann áleit skyldu sína að lifa göfugu lifi. Hann hafði sem dreng ur verið áhorfandi að styrjöldum og var því alvörugefinn þegar i bernsku. Hann varð snemma að- alstoð og stytta móður sinnar sak- ir tíðrar fjarveru föður hans. Hann )ærði fyrst heima, en síðan í Evrópu hjá föður sínum. Fyrstu verulegu skólamenntun sina hlaut hann í Harvard. Christoph Martin Wieland (1733—1813) Menntun sína hlaut hann heima hjá föður sínum, sem var prest- ur. Honum var haldið að bókum frá því hann var þriggja ára gamall. Sem barn var hann ein- rænn og virðist ekki hafa átt Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.