Morgunblaðið - 26.10.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.10.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. okt. 1960 MORCV1SBLAÐ1Ð 5 UM ÞESSAR mundir sýnir Pétur Friðrik Sigurðsson mál verk í Listamannaskálanum, og spurði fréttamaður blaðs- ins hann nokkurra spurninga af því tilefni.- —°--------. 1 — Hvað synir þu margar myndir? — Á skránni eru 99 mál- verk, en ég gat ekki hengt nema um 80 upp með góðu móti. Hinar eru að sjálfsögðu til sýnis, ef óskað er. — Ánægður með söluna? — Já, þegar hafa 43 mynd- ir selzt. (Þetta var á mánu- daginn). — Þú ert Reykvíkingur? — Já, fæddur á Sunnuhvoli 1928. — Fórstu snemma að fást við liti? — Faðir minn á' mynd, sem ég á að hafa gert 3ja til fjög- urra ára gamall. Ég fékkst við að teikna og lita með iit- krít, þegar ég var strákur, en 12—13 ára fór ég að mála með olíulitum. — Hv |r var fyrsti kennari þinn? — Eggert Guðmundsson. Þá var ég enn í barnaskóla. Svo fór ég í Handíðaskólann, þar sem Kurt Zier og Þor- valdur Skúlason kenndu mér. Þar var ég í 3 vetur og hélt svo fyrstu sýningu mína vor- ið 1946. — Varst þú ekki mikill íþróttamaður á þeim árum? — Ja, ég iðkaði hlaup mik- ið um þetta leyti og allt fram til ársins 1955, en þá tók ég síðast þátt í kapphlaupum, fór með KR-ingum til Osló. Ég komst á Olympiuleikana í Helsinki 1952 og komst líka í Spegilinn fyrir bragðið. — Hvernig gekk þér að sameina íþróttir og listmálun? — HálfiIIa. Þessi tvö áihuga mál er slæmt að samræma, því að ég þurfti oft að fara úr bænum til að mála á sumr- in, þegar æfingar stóðu sem hæst. — Svo hleyptirðu heim- draganum? — Já, ég fór til Kaup- mannahafnar haustið 1946 og nam við Listaháskólann þar í 3 vetur. Aðalkennari minn var prófessor Kærsten Iver- sen. — Hvernig likaði þér þar? — Vel, en ég tel mig hafa verið of ungan og óþroskað- an og ekki kominn nógu langt til þess að njóta fullkomlega skilyrðanna, sem þar voru fyr ir hendi Eftir á sé ég að vísu, að ég hef haft mjög gott af kennslunni, en fyrst á eftir fannst mér ég vera í nokkrum öldudal. — Fórstu ekki mikið á söfn? — Jú, bæði í Danmörku og víðar. T.d. fór ég i námsferða- Iag til Hollands og heimsótti öll helztu söfnin. Síðar hef ég Pétur Friðrik Sigurðsson listmálari og tveir ungir vinir hans. (Gunnar Rúnar Ólafsson tók myndina). farið um Þýzkaland, Frakk- land og ítalíu. — Nokkur eftirlætismálari? — Fyrst og fremst Cezanne af öllum málurum. Af islenzk um dái ég mest Ásgrím, Jón Stefánsson og Kjarval. — Svo komstu heim 1949? — Já. 1950 hélt ég sýningu á vatnslitamyndum og vorið 1951 á olíumálverkum. Síðan hef ég ekki sýnt, fyrr en nú. — Af hverju? — Ég hef þurft að sinna öðrum störfum til að geta lif- að. — Fjölskyldufaðir? — Já, ég kvæntist 1951 Sól- veigu Jónsdóttur. Við eigu:i 3 börn, son og tvær dæbur. Á veturna hef ég unnið hjá Teiknistofu landbúnaðarins, en á sumrin hef ég ferðazt um landið og málað. — Hvert helzt? — Ég hef mikið verið á Þingvöllum. Svo hef ég mál- að uppi í Borgarfirði, vestur á Snæfellsnesi og austur i Þjórsárdal, en í sumar var ég fyrir norðan við Mývatn og á Húsavík. Á sýningunni eru 3 myndir frá Húsavík. Annars eru húsamyndir flestar frá Hafnarfirði. — Þú býrð þar núna? — Já, seinustu 7—8 árin. Þar byggði ég vinnusto'u og fékk styrk hjá fjárveitinga- nefnd Alþingis til þess. — Meðal annarra orða: Sumir segja, að þú sért undir áhrifum frá Ásgrími? — Ef svo er, þá eru það óbein áhrif, og þykir mér eng in skömm að. Þetta er kann- ske sagt vegna þess, að ég er hrifinn af mörgum sömu „mó- tívunum“ og Ásgrímur, sömu fjöllum o. s. frv. Annars er það algengt, að menn á mín- um aldri séu ekki búnir að fastmóta sinn persónulega stíl, ekki búnir að „finna sjálf an sig“ að öllu leyti. Menn eru náttúrlega alla ævina að þreifa fyrir sér og leita nýrra leiða. Allir eru vitaskuld und- ir einhverjum áhrifum, og margir hinna yngri málara hér á landi eru undir mjög sterkum áhrifum franskra nú- tímamálara, sem almenningur hér þekkir ekki og hefur ekki átt kost á að kynna sér. Þessi áhrif ganga jafnvel svo Iangt, að á Listasafni ríkisins hanga myndir, sem eru einum of keimlíkar ákveðnum verkum starfandi málara í Frakk- landi, en þar eð fólk þekkir Iítt eða ekki til þeirra, þá halda sumir, að hér sé eitt- hvað ákaflega frumlegt á ferð. Annars er það skoðun mín, að gæði og gildi mál- verks fari ekki eftir því, hvaða listastefnu er fylgt, hvort hún er gömul eða ný, þótt sumir virðast halda það. Sumir enu jafnvel að býsnast yfir þvi, að ég skuli mála hús og Iandslag! Ég álít, að hver eigi að mála það, sem hann langar til, viðfangsefnið skipt ir ekki máli, heldur það, hvort málverkið er gott eða lélegt. Menn verða að vera heiðarlegir í málverkinu, það gengur fyrir öllu öðru. íbúð til leigu 2ja herbergja íbúð á hita- veitusvæði til leigu. % árs fyrirframgreiðsla. — Tilb. merkt: ,Vesturbær — 1082‘ sendist til Mbl. fyrir laugar dag. I Kvenstálúr tapaðist s.l. laugard.kvöld frá Lang holtsv. 99 á leið í strætis- vagn eða í Austurhverfis- strætisvagni. Vinsamlega hringið í síma 33360. Fundarlaun. Keflavík Vantai síldarstúlkur. Helgi G. Eyjólfsson Sími 1136 Eimskipafélag íslands h.f.: — Detti- foss er á leið til New York. — Fjall- foss er á leið til Akureyrar. — Goða- foss er á leið til Leningrad. — Gull- foss er á leið til Leith og Rvíkur. — Lagarfoss er á leið til Rvíkur. — Reykjafoss er í Rvík. — Selfoss er á leið til Rotterdam. — Tröllafoss er í Hamborg. — Tungufoss er I Kaupmh. H.f. Jöklar: — Langjökull er í Grimsby. — Vatnajökull er í Rvík. Hafskip h.f.: — Laxá lestar á Horna firði. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla fer XI. 16 i dag vestur um í hringferð. — Esja er á Austfjörðum. — Herðubreið •r i Rvík. — Skjaldbreið er á Vestfj. — byriJl er á Austfj. — Herjólíur fer frá Rvík kl. 21 í kvöld til Vestmannae. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Archangelsk. — Askja er á Spáni. Skipadeild SÍS.: — Hvassafell er á Norðfirði. — Arnarfell er í Archan- gelsk. — Jökulfell er á leið til Isl. — Dísarfell kemur til Gdynia í dag. — Litlafell er á leið til Rvíkur. — Helga fell er í Gdansk. Hamrafell er á leið til Islands. Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda- flug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmh. kl. 07:00 í fyrramálið. — Inn anlandsflug í dag: Til Akureyrar, Húsavíkur, Isafjaröar og Vestmanna- eyja. — A morgun: Til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Kópaskers, Patreks fjarðar, Vestmannaeyja og Pórshafnar. Loftleiðir h.f.: — Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 5:45 frá New York, fer til Glasgow og Amsterdam kl. 7:15. — Snorri Sturluson er væntanlegur kl. 22:00 frá Stafangri, fer til New York kl. 23:30. Keflavík — Suðurnes Til sölu notuð þvottavél. Selst mjög ódýrt. Ennfrem ur saumavélamótor. Sími 1759. Holtsgötu 32, Ytri Njarðvík. I 2ja herb. íbúð óskast til leigu, sem fyrst. Tilb. merkt: „íbúð — 1745“ sendist afgr. Mbl. fyrir mánudag. Tek að mér innréttingar og breytingar innanhúss. Tilb. leggist á afgr. Mbl. fyrir laugardag, merkt. „1866“ 2ja—3ja herbergja íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 33143. BÍLL TIL LEIGU Sími 34805 Húsgögn til sölu svefnsófi, 2 armstólar, Hus qvarna-saumavél með mót- or, málverk, gólfteppi. 2 blómaborð. Vel með farið ódýrt. Uppl. í síma 33530 til kl. 7. Keflavík 5'4 herb. íbúð til leigu eða solu. Allt sér. Uppl. Suður götu 24 uppi í dag frá kl. 12 eða í Rvík í síma 14970 næstu daga. Bílskúr til leigu Upphitaður 24 ferm. bíl- skúr við Lynghaga til leigu undir bíl eða lager. Tilb. merkt. „1746“ sendist Mbl. fyrir mánudagskvöld. Trésmíði Get bætt við mig bæði inni og útivinnu. Hef verkstæði og smiða einnig skápa, eld húsinnréttingar, sólbekki o. fl. Uppl. í síma 10429. Seg'ulband Til sölu er segulband — Grundvig. — Uppl. í síma 17644 milli kl. 3—5 í dag. Akranes — íbúð 3ja herb. búð til sölu á Akranesi á bezta stað í bæn um. Útb. kr. 20—30 þús. Sími 32101. Pússningasandur til sölu ódýr. Upplýsingar í síma 50230. Vikurgjallplötur 7 og 10 cm. Holsteinn. BRUNASTEYPAN S.F, Sími 35785. INiokkur heildsölu- fyrirtæki óska eftir að ráða eftirfarandi starfsfólk: Bcynda sölumenn. Sendisveina. Nánari uppl. í skrifstofu félagsins Hafnarstræti 8. Félag íslenzkra stórkaupmanna. Verkstjóri Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Svala Ingimund- ardóttir, Efstasundi 79 og Gestur j Sigurgeirsson, Langholtsvegi 58. Það sem menn gera auglýsir bezt hugs j anir þeírra. — Locke. Þú skalt njóta gleði augnabliksins ! þannig, að þú spillir ekki þeirri, j sem siðar kemur. — Shakespeare. með matsréttindi óskast í frystihús. Upplýsingar í Sjávarafurðadeild SÍS, Sam bandshúsinu við Sölvhólsgötu. Hér með tilkynnist að samkvæmt byggingarsamþykkt Mosfellshrepps er óheimilt að byggja eða flytja hús í hreppinn nema tilkomi sarnþykktir byggingarnefndar. Hreppsnefnd Mosfellslirepps. Stúlka óskast 14—16 ára stúlka óskast til starfa nú þegar við pökkun. Uppl. í síma 11112 milli kl. 6—7 í kvöld og næstu kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.