Morgunblaðið - 26.10.1960, Blaðsíða 16
16
MORGVNtlAÐIÐ
Miðvikudagur 26. okt. 1960
— Mér þykir það svo leiðin-
legt, stamaði hún loksins. Hana
langaði svo til að segja eitthvað,
sem gæti glatt hann, en kom eng
um orðum að því.
— Æ . . bara ekki þetta, sagði
hann biðjandi, og lágri rödd.
En á þessari vandræðastund
missti Sylvia þolinmæðina. Hún
haíði án árangurs reynt að
vekja á sér athygli, en nú lagði
hún framlappirnar á handlegg-
inn á Paige. I>au urðu bæði fegin
þessari truflun.
— Hún er fegin að sjá yður,
sagði Phyllis, og var nú rólegr:
í málrómnum.
— Já, það er líka orðið langt
síðan. . . Það er heldur engin
mynd á að fara svona með vin
sinn, en. . . Skýring hans endaði
með ógreinilegu: — En það verð
ur ekki hjá því komizt. Svo stóð
hann kyrr og klappaði tíkinni,
en sneri svo aftur að Phyllis.
— Mér þykir leitt að hitta
yður á þessum- stað, sagði hann
alvarlega.
— Þá fer ég bara aftur.
— Þér vitið vel, hvað ég á við
Hann svaraði án þess að brosa,
og henni fannst hún vera niu
ára krakki. — Það eru allskonar
menn hérna í skóginum. Voruð ■
þér ekki vöruð við því?
— Sylvia gætir mín.
— Það næði nú skammt. Sylvia
gengur ekki með byssu, og það
þarf litla kunnáttu til að hitta
hana. Þér verðið að lofa mér að
gera þetta ekki aftur, góða mín.
Orð gátu verið nokkuð merki-
leg. Þarna þóttist maður vita upp
á hár hvað hvert orð þýddi, en
svo var hægt að segja þau í þeim
tón að þau fengu alveg nýja
merkingu. ,,Góða mín“. . þetta
lét svo vel í eyrum og gaf svo
mikla öryggiskennd.
— Ég skal ekki gera það oftar,
hr. Paige, svaraði hún alvörugef-
in, — og nú fer ég . . . enda var
ég alveg að snúa við . . bætti
hún við, til þess að hann skyldi
ekki halda, að hún væri að flýj?
hann.
— Það er engin hætta meðan
ég er hérna, og ég skal gjarna
fylgja yður á leið, ef ég má. En
getum við ekki beðið dálitið og
talað saman, úr því að við höfum
hitzt hér? Hann brosti ekki, er.
augun voru biðjandi.
Phyllis kinkaði kolli, eftir
andartaks hik, og þau gengu aft-
ur að klettinum þar sem hún
hafði áður setið með drauma
sína.
—Hér er fallegt: sagði Phyllis
og horfði yfir dalinn.
Sylvia lagðist niður á milli
þeirra og það var eins og hún
andvarpaði af gleði. Paige lét vel
að henni.
— Það er eins og hún sæki til
yðar, sagði hann og strauk rauða
hausinn á tíkinni.
Phyllis kinkaði kolli, eins og
viðutan.
— Það er merkilegt, sagði
hann, eins og við sjálfan sig.
— Nokkuð svo. Röddin í Phyll
is var hálf-ertnisleg, en bros
hennar var innilegt.
— Þér vitið vel, hvað ég á
við, hélt Paige áfram með dálít-
illi óþolinmæði. — Sylvia hefur
aldrei gefið sig að kvenfólki. Seg
ið méb . . .
Phyllis leit á hann spurnar-
augum.
— Viljið þér svara mér einni
spurningu — bara fyrir forvitni
mína? Þekkti Sylvia yður aftur,
þegar þér komuð til Gibson-hjón
anna?
Phyllis hætti að horfa á dalinn
og gat ekki annað en hlegið þeg-
ar hún minntist þessarar ein-
kennilegu móttöku .... Hún rétti
út höndina og klappaði Sylviu.
— Það þykir mér vænt um,
sagði Paige. — Það hlýtur að
hafa verið gaman fyrir yður að
hitta gamla kunningja, þegar þér
komuð.
— Já, það var það sannarlega,
og Sylvia fagnaði mér vel þegar
ég kom.
— Hún er stundum óþarflega
nærgöngul manni, það veit ég
vel, sagði Paige. Hún hefur oft
vakið mig á nóttunni og reynt
að stökkva upp í rúmið til mín.
— Ekki er hún mér neitt til
ama.
Hann hló og hún gat ekki
skilið, hvað honum hafði fundizt
skrítið.
— Hún er alveg einstök, þegar
maður á viðtal við hana, hélt
Paige áram og ræðumannstónn-
inn hjá honum gaf tii kynna, að
hann ætti bágt með að halda sér
við hættulaus umtalsefni. — Það
er vegna þess, hvað hún er góð
að hlusta. Það hefur yður víst
aldrei dottið í hug.
— Haldið þér það ekki? Phyll
is fannst á öllu, að viðræður
þeirra ætluðu alveg að stranda.
Paige hallaði sér aftur, studd-
ist á annan olnbogann og strauk
sig um ennið. Sylvia ieit við og
horfði á hann.
— Þú er skynsöm, sagði hann
lágt. — Einhverntíma þegar þú
ert orðin þreytt á að hlusta,
segirðu frá öllu, sem þú hefur
heyrt, er það ekki?
— Það ætla ég að vona, að hún
geri ekki, sagði Phyllis.
Paige rétti aftur úr sér, eins
og eftirtekt hans væri vakin,
og unga stúlkan var sér þess
meðvitandi, að nú mundi hann
koma að efninu, sem þau höfðu
svo mjög forðazt að nefna á nafn.
Hann laut í áttina til hennar.
Hún hristi höfuðið og sneri
sér undan með hálflokuðum aug
um. Rödd hans hafði verið mjög
viðkvæmnisleg. Hún vildi ávarpa
hann en gat ekki. Nú beið hann
eftir svari hennar. Eftir andartak
hristi hún aftur höfuðið. Hann
andvarpaði.
— Eg get það ekki, sagði hún
og stökk upp. — Það er líka tími
til kominn að fara heimleiðis.
Gibsonhjónin fara að verða
hrædd um mig. Viljið þér fylgja
mér svolítið áleiðis? En er það
kannski ómak fyrir yður? Voruð
þér á upp- eða niðurleið?
Hann kannaðist við, að hann
hefði verið á upplcið, en það
gerði ekkert til. Ekki nefndi
hann neitt, hvert hann hefði ver-
ið að fara. Líklega í kofann, þar
sem hann vaf með Stafford . . .
Var gaman að vera þar uppi? . . .
Ekki sérlega . . . Fóru þeir mikið
á veiðar? . . . Stundum . . .
Veiddu þeir vel? . . . Ekkert sér
lega.
Þetta var hálf-vandræðalegt
samtal. Hann sagði svo lítið frá
sjálfum sér, að Phyllis átti bágt
með að leyna vonbrigðum sínum
og óþolinmæði. Auðvitað varðaði
hana ekkert um þetta, hugsaði
hún, og ef svo væri, að hann
skammaðist sín fyrir þetta iðju-
leysi sitt, þá . . . hann um það.
— Þetta hlýtur annars að vera
leiðindalíf hjá ykkur, sagði hún
og dálítið hvasst. — Hafið þið
nokkuð að lesa þarna uppi, ykk-
ur til dægrastyttingar?
— Aumingja Lúðvík. Hann eyðir öllum sinum peningum í hesta
•g kvenfólk!
— Ojá, svaraði hann kæruleys-
islega.
— Og þér eruð ánægður?
— Einhversstaðar verður mað-
ur að vera, er það ekki?
í.
ína — var þannig samanbrotið,
að síðastasetningin í því mætti
fyrst auganu og vakti eftirtekt
, hjá Phyllis. „Eg fer kl. 10,40 í
I kvöld til að ná tali af Endicott
Nú blasti Wembleton við þeim. ' yfirlækni. Vona, að það beri ein-
Eftir fimm mínútur
komin í bæinn.
yrðu þau
hvern
Sonja“
árangur. Beztu kveðjur.
— Eg ætla nú ekki að tefja yð-
ur lengur, Paige læknir, sagði
Phyllis og nam staðar. — Mér
þykir vænt um að hafa hitt yður,
af því að ég skammaðist mín fyr-
ir, hvað ég kom illa fram við
yður þegar þér sýnduð mér vin-
semd.
— Fæ ég að sjá yður aftur,
meðan þér verðið hérna? spurði
hann, en röddin var vonlitil.
— Hver veit. Eg hef nú tals-
vert að gera við skólann minn og
þér hafði vúyxuna yðar uppi í
kofanum.
Hann leit einkennilega á hana.
— Hvað eigið þér við með því?
Hún sá þegar, að hún hafði
móðgað hann. En hann átti
sannarlega skilið, að hnippt væri
í hann fyrir að eyða ævinni eins
og hann gerði. Það mátti líka
finna, að hann var eitthvað næm
ur fyrir þessu, með öðrum orðum
fann hann til þess sjálfur — en
svo vildi hún ekki skilja við
hann ósátt.
— Mér þykir það leitt, sagði
hún blíðlega.
— Er það ætlun yðar að skilja
aftur við mig með þessari
kveðju? sagði hann í mótmæla-
tón.
Hún sneri sér frá honum.
— Þetta er ekki nema sann-
leikur, sagði hún og -öddin var
alvarleg og sannfærandi. — Mér
þykir það ennþá leiðara nú en
þá.
— Eigið þér við mín vegna?
— Já, einmitt. Hversvegna eyð
ið þér ævinni svona?
Umræðuefnið var sýnilega þrot
ið. Kveðjan hjá Phyllis hljómaði
eitthvað einkennilega, af því að
hún var að reyna að hafa hana
eðlilega, eins og ekkert hefði í
skorizt. Hann svaraði dauflega og
horfði á eftir henni, þegar hún
fór. Hvorugt þeirra hafði munað
eftir Sylviu, sem fyrst stanzaði
hjá Paige og gelti á eftir Phyllis
en þaut síðan af stað til hennar'
og stöðvaði hana.
Phyllis sneri sér við og beið
eftir Paige. Bæði voru eins og
hálfringluð. Þessar kveðjur
þeirra áðan höfðu valdið þeim
báðum vonbrigðum, en nú hitt-
ust þau aftur. Hann brosti afur-
lítið.
— Haltu áfram, Sylvia! sagði
hann í skipunartón.
— Hversvegna hafið þér hana
ekki með yður? spurði Phyllis.
Veiðimenn eru ekki vanir að
skilja hundinn sinn við sig.
—Það skiljið þér ekki, Phyllis
svaraði hann dapurlega. — Verið
svo væn að kalla á hana . . .
Farðu, Sylvia! Hann sneri við
þeim baki og gekk upp eftir stígn
um.
— Komdu, Sylvia, sagði Phyll
is og varð nú allt í einu hrygg og
niðurdregin. — Hann þarf þín
ekki með. Tíkin leit kring um
sig, og brokkaði svo skömmustu-
leg við hlið hennar. Fyrir neðan
brekkuna ýlfraði hún og horfði
til baka. — Hann kemur og sækir
þig einhvern daginn, sagði Phyll
is, huggandi, en augu hennar
voru ful'l af tárum, sem hún réð
ekki við. Hvað þetta gat allt
verið vonlaust.
—O—
Gibsonhjónin ætluðu að hafa
samkvæmi á allraheilagramessu,
og allir, sem eitthvað stóðu nærri
nýja skólanum voru boðnir, for-
eldrar, kennarar og svo auðvitað
börnin sjálf, og Phyllis hafði orð
ið gefa skólanum frí af þessu til-
efni. ,
Þegar hún kom niður til morg-
unverðar, lá bréfið frá Sonju á
borðinu í forstofunni, og hún
flýtti sér aftur upp í herbergið
sitt og opnaði það. Sonja var ekki
vön að skrifa svona þykk bréf.
— Við vitum nú með fullri
vissu, að þessi mistök sem urðu
við uppskurðinn á henni mömmu
SHÍItvarpiö
Miðvikudagur 26. október
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. -*■
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir*
— 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 FréttiT
og tilkynningar).
13.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður-
fregnir).
18.00 Utvarpssaga barnanna: ,,A flótta
og flugi“ eftir Ragnar Jóhannes-
son; II. (Höfundur les).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Upplestur: Séra Jón Thoraren-
sen les úr nýrri skáldsögu sinni,
,,Marínu“.
20.20 Islenzkt tónlistarkvöld: Karl O.
Runólfsson sextugur 24. þ.m. —
Flytjendur að verkum eftir tón-
•káldið: Þorvaldur Steingríms-
son, Jón Nordal, Sigurveig
Hjaltested, Hjálmar Kjartansson,
Einar Vigfússon, Jórunn Viðar,
karlakórinn Kátir félagar, Sin-
fóníuhljómsveit Islands og dr.
Hallgrímur Helgason, sem flyt-
ur einnig inngangsorð.
21.10 Vettvangur raunvísindanna: Úr
sögu erfðafræðinnar (Ornó.lfur
Thorlacius fil. kand. sér um þátt
inn).
21.30 Utvarpssagan: ..Læknirinn Lúk-
as“ eftir Taylor Caldwelí; I —
(Hagnheiður Hafstein þýðir og
les). *
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 ,,Rétt við háa hóla“: Ur ævisögu
Jónasar Jónassonar bónda á
Hrauni í öxnadal, eftir Guðm. L.
Friðfinnsson (Höf. les).
22.30 Djassþáttur, sem Jón Múli Arna-
son sér um.
23.00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 27. október
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir.
— 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.00 ,,A frívaktinni1', sjómannaþáttur
(Guðrún Erlendsdóttir).
14.40 ,,Við, sem heima sitjum"; nýr
heimilisþáttur (Svava Jakobsdótt
ir B.A. hefur umsjón með hönd-
um).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður-
fregnir).
18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða
Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir
sjá um tímann).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Söngvar frá fjarlægum löndum:
Vaclav Kútséra og hljómsveit
hans leika lög frá Suður-Ame-
ríku, Indónesíu og Suðurhafseyj-
um.
Bréfið — þetta mikilvæga bréf,
sem var skrifað báðumegin á örk
20.30 Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Lárentíusar
saga Kálfssonár; I. (Andrés
— Herra Blakely, þér vilduð
ef til vill koma á veiðar, þeg-
ar þér hafið lokið við morgun-
verðinn? Komið þér með okkur [ þetta að vera heitar skonsur?
ungfrú Blakely? — Þetta eru okkar gömlu og
— Nei . . . Og segðu mér, eiga góðu súrdeigslummur!
— Súrdeig! Oj! . . . Þær eru á
bragðið eins og rakur þerri-
pappir!
Björnsson).
b) Kvæði eftir séra Sigfús Guð-
mundsson (Njörður P. Njarð-
vík, stud. mag.).
c) Islenzk tónlist: Guðmundur
Jónsson syngur lög eftir Skúla
Halldórsson; höfundurinn leik
ur undir.
d) Yfir vötn og sanda; — ferða-
þáttur (Sigurður Jónsson frá
Brún).
21.45 Islenzkt-mál (Dr. Jakob Bene-
diktsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Upplestur: „Félagarnir í stofu
13“, smásaga eftir Ingu Skarp-
héðinsdóttur (Valdimar Lárusson
leikari).
22.25 Kammertónleikar: Samleikur á
fiðlu og píanó (Wolfgang Schnei
derhan og Carl Seemann leika).
a) Sónata í C-dúr eftir Paul
Hindemith.
b) Duo Concertant eftir Igo
Stravinsky.
23.00 Dagskrárlok.