Morgunblaðið - 26.10.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.10.1960, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. okt. 1960 Utg.: H.l. Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar5 Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. FJÁRLAGARÆÐA 1PYRIR stuðningsmenn rík- istjórnarinnar voru út- varpsumræðurnar í fyrra- kvöld. mjög ánægjulegar, því að vart getur hjá því farið að þeir, sem á þær hlýddu, hvaða flokki sem þeir annars fylgja, hafi gert sér ljósa grein fyrir málefnafátækt stjórnarand- stöðunnar og hinum mikla styrkleika núverandi ríkis- stjórnar. Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, ræddi vandamálin af festu og ein- urð en þó fullri prúðmennsku eins og honum er lagið. Hann drap á nokkuð af því, sem þegar hefði á unnizt í sparn- aði ríkisins og benti á, að nú hefði verið brotið blað í fjár- málastjórn landsins með all- mikilli lækkun útgjalda flestra gjaldagreina fjárlaga, en áfram væri unnið að því að draga úr ofvexti ríkis- báknsins. Hér skal aðeins drepið á fátt eitt af því, sem ráðherrann skýrði frá. I öllum ráðuneytum er unnið að rannsókn sem mið- ar að því að leggja niður óþarfaí- nefndir og fjármála- ráðuneytið eitt hefur ákveðið að leggja niður hvorki meira né minna en 250 nefndir. Hér hafa viðgengizt þau fráleitu vinnubrögð að birta ekki ríkisreikninginn fyrr en hann var orðinn tveggja eða þriggja ára gamall og hefur gagnrýni þá verið orðin tilgangslítil. Á þessu verð- ur nú gagngerð endurbót, því að frumvarp að ríkisreikn- ingi fyrir árið 1958, hefur þegar verið lagt fyrir Al- þingi og reikningur ársins 1959 verður lagður fyrir þing- ið á næstunni og væntanlega afgreiddur fyrir áramót. Þá drap ráðherrann á það að fjárveitingarnefnd hefði í samráði við vegamálastjóra fækkað fjárveitingum til vega en aukið jafnframt fé til þeirra verkefna, sem hverju sinni er að unnið. Hef- ur þetta sparað mikið fé í flutningi verkfæra og vinnu- flokka og talið að fjórðungs fækkun verkefna hafi sparað ríkissjóði a. m. k. hálfa millj- ón króna. Er einsýnt að lengra ber að ganga inn á þessa braut. Þa benti ráð- herrann á, að sameining Tó- baksverzlunar ríkisins og Áfengisverzlunariuuar gæti sparað 11 manna starfshald og mikinn skrifstofukostnað, og væri þess vegna gert ráð fyrir slíkri samemingu. Fram kom í ræðu fjármála- ráðherra, að rekstur Skipaút- gerðar ríkisins væri svo ó- hagkvæmur, að spara mætti hvorki meira né minna en fimm milljónir króna án þess að draga úr þjónustu þeirri, sem Skipaútgerðin veitir. Og margt fleira var athygilsvert, sem hér er ekki tóm til að rekja, enda hefur sumt af því áður verið rætt. En megin- atriðið er, að nú er gerð al- varleg tilraun til að spyrna við fótum, og vissulega má fjármálaráðherra og ríkis- stjórn treysta því að allur al- menningur stendur þétt að baki stjórninni, er hún held- ur áfram þessa braut sparn- aðar og hagsýni. Vart fer held ur milli mála að víðar muni pottur brotinn en hjá Skipa- útgerð ríkisins, og þeim ríkis- fyrirtækjum, sem sérstaklega hafa verið tilnefnd. Ræður stjórnarandstæð- inga, þeirra sálufélaganna Eysteins Jónssonar og Lúð- víks Jósefssonar, stungu mjög í stúf við málflutning stuðn- ingsmanna ríkisstjórnarinn- ar. Falsanir þeirra voru svo augljósar að hvert manns- barn hlaut að sjá í gegn um þær, og furðulegt að vanir stjórnmálamenn skuli halda að hin heimskulegustu ósann- indi séu líkleg til pólitísks framdráttar. Nokkur dæmi skulu nefnd. Því var haldið fram að ríkisstjórnin hefði eytt á fimmta hundrað milljóna af yfirdráttarlánunum hjá Ev- rópusjóðnum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, þótt allur landslýður viti að minna en ekki neitt af því fé hefur far- ið til vörukaupa, heldur ein- göngu til að greiða óreiðu- skuldir frá tímum vinstri stefnunnar. Þá var sagt að bi’ó, hótel og bankahús þytu nú upp sem afleiðing af afnámi fjárfest- ingareftirlits, þó að sannleik- urinn sé sá að á öllum þess- um byggingum hafi verið byrjað meðan fjárfestingar- eftirlit var í gildi. Reynt var að falsa tölur um sparifjár- aukninguna með því að taka með fyrstu mánuði ársins áð- ur en efnahagsráðstafanirnar voru gerðar o. s. frv. Að lokum undirstrikaði Ey- steinn Jónsson svo tryggð Framsóknarmanna við komm úniskar starfsaðferðir „al- þingis götunnar“ með því að segja að stöðva þyrfti lög- mætar aðgerðir ríkisstjórnar- innar með „nógu skörulegri andstöðu almennings í land- , inu“. UTAN UR HEIMI Sally, Amy og Moe á blaðamannafundi eftir geimferðina. ■ ÉiBi I Mýs í methœð ÞRJÁR svartar mýs, Sally, Amy og Moe, settu nýlega nýtt heimsmet. Þeim var skotið í bandarískri eldflaug frá Canaveralhöfða, komust í rúmlega 1100 kílómetra hæð og fóru samtals um 8.000 km. vegalengd. I síðustu viku voru mýsnar þrjár til sýnis á blaðamannafundi, og virt- ist ekki hafa orðið meint af ferðinni. Dr. H. C. Clamman, sem er sér fræðingur í geimferðasjúkdóm- um, sagði á blaðamannafundin um, að sennilega hefði maður eins lifað ferðina af. Hann sagði blaðmönnunum að það eina, sem fyrir mýsnar hefði komið í ferðinni, væri það að hjartsláttur þeirra hefði aukizt nokkuð við flugtak eldflaugar- innar. Eins og fyrr er sagt komust mýsnar í 1100 kíiómetra hæð og er það meiri hæð en nokkur lif- andi vera hefur náð. í ferðinni fóru mýsnar m. a. um Van Allen geislabeltið. Of breið fyrir breiðtjald „KLEOPATRA“ verður ein- hver stórkostlegasta kvik- mynd, sem tekin hefur verið — ef hún þá verður nokkurn tima tekin. Þessi stórmynd, sem 20th Century Fox félagið hefur undirbúið töku á í Pine- wood Studios utan við Lond- hefur vakið mikið umtal on kvikmyndaáhugamanna allan heim. um EIRÐARLEYSI Áætlað er að myndin kosti fuil gerð um 220 milljónir króna og verði dýrasta mynd, sem tekin hefur verið í Englandi. En nú heí ur starfsfólkið beðið í sex vikur og ekkert hefur gerzt. Stjórnand- jinn, Walter Wagner, hefur dag- | lega mátt horfa á Peter Finch, ! sem á að leika Sesar, og Stephan Boyd, sem á að leika Markús Antoníus, ráfa eirðarlausa um leiksvæðið ásamt 1000 aukaleik- urum. VEL BORGAÐ! Ástæðan yrir eirðarleysinu er sú að verið er að bíða eftir aðal- leikkonunni, bandarísku stjörn- unni Elizabeth Taylor, sem leika á Kleopötru. Þótt Elizabeth fái sem svarar rúmlega 20 milljónum króna fyrir að leika í myndinni, hefur hún verið í felum undan- farið. Hún kom til Englands fyrir mánuði ásamt manni sínum Eddie Fisher og kom þá snöggv- ast til að láta reynslumynda sig, en síðan lítið látið sjá sig. LEIKSVIÐIÐ TILBÚIÐ Árangurinn er að sjálfsögðu stóraukinn kostnaður fyrir kvik- myndafélagið, sem þarf að greiða um 65.000 krónur á viku í leigu fyrir vinnupalla, sem halda leik- sviðinu uppi, auk venjulegra vinnulauna starfsfólks og leikara. Leiksviðið, sem er hin forna, glæsilega borg Kleopötru, Alex- andría, er löngu fullgert og stend ur umlukið gulnuðu ha'ustlaufi skóganna í Buckinghamshire. Meðfylgj andj mynd er tekin úr flugvél af leiksviðinu. En hvers vegna 511 þessi bið? Opinbera skýringin er sú að Eliza beth Taylor hafi verið orðin of feit og sé nú að megra sig. Við komuna voru teknar af henni 17 reynslumyndir í búningum og þegar hún sá þær lýsti hún því yfir að 16 myndanna væru gjör- samlega óhæfar. ER AÐ MEGRA SIG Myndin er tekin með Todd-AO vélum sem krefjast mikillar ná- kvæmni í hlutföllum milli hæðar og breiddar leikaranna, og sýndu reynslumyndirnar að Elizabeth ‘ var of breið. Nú er beðið meðan hún grennir sig. Það getur tekið viku enn, það getur eins tekið lengri tíma. Á meðan beðið er, ganga leikarar og aukaleikarar um í eirðarleysi og spyrja sjálfa sig hvort þessi stórmynd verði nokkurn tíma að veruleika. Það einasta sem víst er, er að leik- sviðsborgin Alexandría stendur þarna eftir að 1.000 reistu hana á 14 vinkum.En borgin er í eyði, og brezka haustveðrið er á næstu grösum með tilheyrandi þokum og úrkomu, sem útiloka alla kvikmyndatöku. Leiksviðsborgin Alexandría séð úr loftL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.