Morgunblaðið - 26.10.1960, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.10.1960, Qupperneq 6
6 Miðvik'udagur 26. okt. 1960 MORGVNBLAÐIÐ — ..srmam- ------—..jmtme:-.:.- Hans R. Hirszhfeld sendiherra sextugur Phileas Fogg (David Niven) og Passeparlout (Cantinflas) fá sér ökuferð til ferðaskrifstofunnar í Paris. — Ökumaðurinn er hinn frægri Fernandel. — Þ’TZKI sendiráðherrann á ís- landi, Hans Richard Hirschfeld, verður sextugur í dag. Hann er fæddur í Aasbuttel í Rendsborgarhéraði í Holstein. Eftir stúdentspróf stundaði hann nám 1919—1923 í lögfræði, fé- lagsfræði og þjóðhagfræði, og lauk lögfræðiprófi 1923. Næsta ár dvaldist hann við nám í H. R. Hirschfeld, sendiráðherra Bandaríkj'unum og ferðaðist víða í Ameríku, Evrópu og Asíu. — 1925—1929 gegndi hann lögfræði. störfum, var aðstoðardómari, en 1930 lauk hann hinu æðra em- bættisprófi í lögfræði. Á árun- um 1930—1936 var hann dóms- fulltrúi og lögfræðileguru ráðu- nautur ríkisráðsins í fríborginni Danzig og frá 1932 ráðuneytis- stjóri. BANDARlSKI sendikennarinn við Háskóla íslands, dr. David R. Clark, prófessor við háskól- ann í Massachusetts, flytur fyrsta fyrirlestur sinn um amer- Lskar bókmenntir fyrir almenn- ing nk. fimmtudagskvöld, 27. okt., kl. 8.30 í I. kennslustofu há- skólans. Þessi fyrirlestur fjallar um hið merkilega og heimsþekkta skóldverk „Walden; or Ufe in the Woods“ eftir bandaríska rit- höfundinn Henry David Thoreau. Thoreau var sérkennilegt skáld og heimspekingur, eitt hinna frægu Concord-skálda í Nýja- Englandi. Hin voru þeir Emer- son og Hawthorne. Thoreau „yfirgaf menninguna“, eins og hann kallaði það, á frelsisdegi Bandaríkjanna, 4. júlí 1845, fór skammt út fyrir Concord og reisti sér kofa í skóginum við Walden-vatn. Þar bjó hann einn og öðrum óháður, skoðaði nátt- úruna og hugleiddi lifið og til- veruna. 1854 ritaði hann „Wald- en“, sem fyrst og fremst hefur borið nafn hans uppi. Þar skýrir hann frá lífi sínu í skóginum, gagnrýnir þjóðfélagið, sem hann taldi vera orðið einstaklingnum of mikið fjötur um fót, enda einkenndist það æ meira af efnishyggju og ríkisdýrkun. — Thoreau hafði yndi af því að sýna fram á, að skoðanir og hug- myndir, sem taldar höfðu verið 1936 gekk hann í þýzku utan- ríkisþjónustuna og varð vara- ræðismaður við aðalræðismanns skrifstofu Þjóðverja í New York. 1941—1943 var hann sendiráðs- fulltrúi og 1943—45 sendiráðs- fulltrúi af fyrstu gráðu við sendi ráðið í Bern í Sviss. 1945 gætti hann þýzkra hagsmuna í Basel. 1946—48 starfaði hann á eigin vegum, en næstu tvö ár var hann embættismaður í Slésvík-Hol- stein. 1950 hóf hann störf hjá utanríkisráðuneytinu, Frá 1953 til 1957 var hann aðalræðismað- ur Þjóðverja í Antwerpen, en þá var hann skipaður sendiráð- herra á íslandi. Hirschfeld hefur nú dvalizt hér hátt á fjórða ár og tekið miklu ástfóstri við land og þjóð. Hann hefur mikinn áhuga á sögu íslenzku þjóðarinnar og er mikill aðdáandi menningar hennar. Lýðræðislegar erfða- venjur íslendinga metur nann mjög mikils. Áhugi hans á menn ingarmálum er mörgum íslenzk- um stúdentum og menntamönn- um vel kunnur, því að hann hefur unnið ötullega að styrk- ari menningart^ngslum Þjóó- verja og íslendinga. Hirschfeld hefur eignazt fjöl- marga vini hér á land:, sem munu hugsa hlýtt til hans á þess um merkisdegi og óska þess, að hann megi lengi dveljast hér meðal okkar, því að betri fuil- trúi þýzkrar menningar mun vandfundinn. réttar af öllum, voru í rauninni rangar, og viðurkenndi aldrei neina kenningu án þess að reyna að kollvarpa henni fyrst. Hann hélt sjálfur fram ákveðn- um kenningum um samband ríkis og einstaklings, sem byggð- • Það þekkta vekur ekki ugg — Ekki mundi ég þora að búa í Hveragerði, á kona nokkur frá einum af bæjun- um sem næstir standa Heklu, að hafa sagt, er hún kom til Hveragerðis skömmu fyrir síðasta Heklugos. Henni fannst óhugnanlegt að búa á slíku hverasvæði, en datt ekki í hug að forða sér úr ná- grenni þessa eldspúandi risa. Þetta er ákaflega mannlegt, og flest hugsum við svona. — Það, sem við þekkjum er aldrei eins ógnvekjandi og það ó'þekkta. Trípólíbíó: Umhverfis jörðina á 80 dögum UM þessa óvenjulegu og skemmti legu kvikmynd hefur verið skrifað það mikið, bæði í Morg- unblaðið og önnur blöð hér, að óþarft er að bæta þar miklu við. Þó get ég ekki látið hjá líða að minnast á hana í þessum dálkum minum, því að myndin er um flest mikið afrek. Myndatakan sjálf er afburðagóð, þeir staðir á jarðkringlunni, sem farið er um ágætlega valdir og bera í sér mikinn og skemmtilegan fróðleik um líf og háttu manna í mörg- um þjóðlöndum. Og leikur þeirra, sem fara með aðalhlut- verkin er frábær, sérstaklega Davids Nivens í hlutverki Phile- as Foggs og Cantinflas, hins mexikanska skopleikara, í hlut- verki hins kostulega þjóns, Passe partout. Auk þessa hefur mynd- in á að skipa fleiri frægum og snjöllum kvikmyndaleikurum, en nokkur önnur mynd, sem gerð hefur verið. Þó að mörgum þeirra bregði aðeins fyrir er vissulega gaman að sjá þá og rifja þannig upp gamlan kunn- ingsskap. Af öllum þessum ágætu leikurum verður þó Cantinflas áhorfendunum ef til vill einna ust í höfuðatriðum á þeirri skoð- un, að einstaklingurinn ætti að vera herrann en ríkisvaldið þræll hans. Hugmyndir hans um óbrotið líf úti í náttúrunni og náttúrulýsingar hans hafa haft mikil áhrif á síðari tíma rithöf- unda, og rit hans, „Walden", „Week on the Concord and Merrimack River“ og „On the Duty of Civil Disobedience" eru nú mikið lesin. • Jarðskjálftahættan mismikil Hvernig er það t. d. með okkur Reykvíkinga, dettur okkur það nokkurn tíma í hug að Reykjavík liggur í ná- grenni mesta jarðskjálfta- svæðis landsins, sem er í Reykjanesfjallgarðinum og nær frá Reykjanesi til Heng- ils? Er við tökum Kópavog og Hafnarfjörð með, búa um 87% af öllum landsmönnum á þessu svæði, og dettur ekki í hug að hafa áhyggjur af því, þó þar eigi upptök sín 35% jarðskjálfta á landinu. Sem betur fer eru upptök fáárra þeirra í minna en 20 km. fjarlægð, en flestir byrja minnisstæðastur fyrir þá skemmtilegu persóiu sem hann hefur skapað og snilldarlegan leik. Hefur hann ekki sézt hér fyrr í kvikmynd, en sjálfur meistarinn Chaplin telur hann bezta skopleikarann, sem nú er uppi. Vafalaust er það hárrétt, sem svo margir hafa minnzt á, að mynd þessi njóti sín miklu betur af hún er sýnd með Todd AO tækni, bæði hvað sjón- og hljóðáhrif snertir. Engu að síður naut ég myndarinnar í ríkum mæli og tel hana merkisviðburð í okkar þrönga kvikmyndaheimi. Nýja bíó: Stríðshetjur i orlofi ÞESSI ameríska mynd, sem á svæði, sem er í 20—40 km. fjarlægð frá höfuðborginni. Jarðskjálftar eru mjög mis jafnir eftir því hvar er á ís- landi. Aðaljarðskjálftasvæðin eru tvö. Annað á Suðvestur- hluta landsins, og nær yfir Rangárvallasýslu, Árnessýslu, Gullbringusýslu, Kjósarsýslu, Borgarfjarðarsýslu og Mýra- sýslu. Á þessu svæði hafa svo vitað sé 38 sinnum orðið væntanlega er að syngja sitt síð- asta í Nýja bíó þegar þetta er skrifað, gerist í San Francisco árið 1944. Bandarískir sjóliðsfor- ingjaf eru þar í orlofi og hafa fengið inni i einhverju glæsileg- asta gistihúsi borgarinnar. Hefja þeir félagar þegar mikinn gleð- skap með dansi og drykkju og viða að sér fjölda kvenna og karla til þess að gleðin geti orðið sem umsvifamest. Annað er efni þessarar myndar ekki að heita má, enda er myndin nauðalítil- fjörleg og varla hægt að bj-osa þar að neinu atriði, þó að hún eigi að heita gamanmynd. Gegn- ir furðu að jafn snjall leikari og Gary Grant skuli ljá sig til þátt- töku í slíkri framleiðslu. svo snarpir jarðskjálftakippir síðan 1150 að hús hafi hrunið. Hitt svæðið er við norður- strönd landsins, milli Skaga- fjarðar og Þistilfjarðar, en þar eru aðeins skráðir 9 svo sterk- ir kippir að hús hafi hrunið. Þeir staðir sem snörpustu kippirnir hafa fundizt á, eru nánar tiltekið svolítil ræma frá Reykjanesi austur í Ölfus, sveitirnar Land og Rangár- vellir og Húsavík og næsta nágrenni. Ekki er þó ætlunin að fara að hræða íbúa þessara hér- aða. Sem betur fer eru bygg- ingar nú drjúgum sterkbyggð ari en áður, og vonandi dett- ur engum í hug að brjóta þær reglur, sem settar hafa verið um styrkleika húsa, því þær eru byggðar á útreikningum og með tilliti til þessarar hættu. • Kröfur um styrk- leikahúsa Upplýsingarnar um þetta hefi ég úr greinargerð, sem þeir Eysteinn Tryggvason, jarðskjálftafræðingur, Sig- urður Thoroddsen verkfræð- ingur og Sigurður Þórarinsson jacðfræðingur sendu frá sér fyrir nokkrum árum, eftir að hafa rannsakað þetta. Það er eftirtektarvert, að þeir lögðu til að landinu yrði skipt í svæði eftir jarðskjálfta hættu og sömu reglur ekki látnar gilda um styrkleika húsa á öllu landinu. Það væri lítið vit í því og fánýt sóun á fé, að gera jafnmaklar kröf- ur um styrkleika bygginga á ísafirði og Seyðisfirði eins og á Selfoasi eða Húsavík. 1. fyrirlestur bandaríska sendikennarans Um „Wolden“ eftir Thoreau

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.