Morgunblaðið - 26.10.1960, Page 9
Miðvikudagur 26. okt.
MORCVNBLAÐIh
9
Ingvi
Jónsson
sjötugur
í DAG verður Ingvi Jónsson,'
Álfaskeiði, 53, sjötugur. Ingvi
er fæddur í Hafnarfirði 26. okt.
1890, sonur hjónanna Jóns Jóns-
sonar (Lauga) og Ingveldar
Bjarnadóttur.
I Hafnarfirði ólst Ingvi upp
og, fór ungur tíl sjós eins og
venja var í þá tíð. Innan við
fermingaraldur réðist hann á
fiskiskútu og síðar var hann á
togurum og sjómaður var Ingvi
til ársins 1934, að hann varð
að fara í land vegna blóðeitr-
unar. Frá þeim tíma og til dags-
ins í dag hefur Ingvi stundað
verkamannavinnu.
Árið 1932 giftist Ingvi Guð-
björgu Gissurardóttur og bjó
með henni í farsælu hjónabandi
þar til hún dó árið 1957.
í>eim hjónum varð eigi barna
auðið en tóku til fósturs unga
telpu, sem þau ólu upp.
Þótt Ingvi sé hlédrægur að
eðlisfari og lítt fyrir að láta á
sér bera, hefur það nú samt far-
ið svo, að stéttarbræður hans
hafa veitt honum athygli og
fundið að þar fór traustur og
einlægur verkalýðssinni.
Því var það að Ingvi var kjör-
inn í stjórn V.m.f. Hlifar áriði
1940, sem gjaldkeri. Skipaði hann
það sæti til 1944, þá lét hann'
af störfum að eigin ósk. Rúmum
tíu árum síðar var hann aftur,
kjörinn sem gjaldkeri í stjórn
V.m.f. Hlífar og sinnti því starfi,
1 tvö ár, en var eigi fáanlegurj
lengur.
Öðrum trúnaðarstörfum hefur
hann einnig gegnt fyrir samtök
hafnfirzkra verkamanna, og
gert þeim öllum hin beztu skil
og ávallt verið hinn trausti fé..
lagi, einn þeirra manna, sem af
festu og kjarki berjast fyrir þeim
málstað, er þeir telja réttan og
láta eigi hrekjast af braut þótt
móti blási og villast eigi í mold.
viðri harðvítugrar stjórnmáia-
baráttu.
Á þessu merkisafmæli Ingva
Jónssonar, sendir hafnfirzk'ir
verkalýður honum árnaðaróskir
sínar og þakkir fyrir góð störf
í þágu V.m.f. Hlífar.
H. G
Ge
öngför
' SH’ í son
HÚSAVÍK, 24. okt. — Karlakór-
inn Geysir á Akureyri fór í gær
í söngför um Þingeyjasýslu og
söng að Skúlagarði kl. 16 og á
Húsavík kl. 21.00. Söngstjóri var
Árni Ingimundarson. Skemmt-
anir þessar voru vel sóttar og
góður rómur gerður að söngn-
um — Fréttaritari.
• Washington, 24. okt. — Út
verður gefið í New York 19. nóv.
in.k. nýtt frímerki til heiðurs
minningu Abrahams Linoolns. Á
frímerkinu verður rithönd Lin-
colns og eftirfarandi boðskapur
hans: Þeir sem synja öðrum frels
is eiga það ekki sjálfir skilið.
Spilakvöld
Spiluð verður félagsvist í Félagsheimili Kópavogs
í kvöld kl. 9.
Er það byrjun á nýrri 3ja kvölda keppi.
Kópavogsbúar verið með frá byrjun.
Glæsileg hcildarverðlaun.
NEFNDIN.
Skemmtifundur
í Storkklúbbnum, fimmtudaginn 27. október kl. 8%.
Bingó — Skemmtiþáttur — Dans.
Aðgöngumiðar í Reynisbúð Bræðraborgarstíg 43,
Hliðarkjör, Eskihlíð, Kjötborg, Búðargerði 10.
FÉLAG MATVÖRUKAUPMANNA
FÉLAG KJÖTKAUPMANNA.
Frá Sjúkrasamlaginu
Frá og með 1. nóv. n.k. hættir Henrik Linnet læknir
að gegna heimilislæknisstörfum fyrir Sjúkrasamlagið
vegna burtflutnings úr bænum.
Þess vegna þurfa allir þeir, sem hafa hann fyrir
heimilislækni, að koma í afgreiðslu samlagsins,
Tryggvagötu 28, með samlagsbækur sínar, fyrir lok
þessa mánaðar, til þess að velja sér lækni í hans stað.
Skrá yfir saralagslækna þá, sem velja má um, ligg-
ur frammi i samlaginu.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur.
Húsmæður athugið
Kemisk gólfteppahreinsun. — Sækjum sendum.
ATH.: Vinnum einnig í heimahúsum.
HREINLÆTI SF. Sími 32605.
Ráðskona
Ef yður vantar rnyndarlega og góða ráðskonu á bezta
aldri, þá hrmgið í síma 3-56-39 frá kl. 10—18.
Skritstofustúlka
óskast á lögfræðiskrifstofu. Lysthafendur
leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. merkt:
„Austurstræti — 19“ fyrir 30. þ. m.
SEIMMSVEIINHM OSKAST
hálfan eða allan daginn.
ALMENNA BYGGINGARFÉLAGIÐ
Borgartúni 7.
íbúð til leigu
3ja herbergja íbúð á Melunum í nýlegu húsi, til leigu
strax. Tilboð leggist á afgr. blaðsins merkt:
„Ekkert fyrirfram — 1748“ fyrir laugardag.
Buimassor - Clining
Nuddtækin komin.
Pantanir óskast sóttar.
Bankastræti 7.
IM Y J IJ IM G!
Sem lengi hefur verið beðið eftir.
Bifreiðaeigendur!
Við sandblásum, grunnmálum, málmhúðum undir-
vagn bifreiðaiinnar.
Fljót og örugg afgreiðsla.
Ryðhreinsun & Málmhúðun 8F
Gelgjutanga v/Elliðavog.
Sími 35-400. *
Air-lift
Skapar öryggi í keyrslu.
Viðgerðarkostnaður stórminnkar.
L. JÓIMSSOIM H.F.
Hringbraut 121 — Sími 10600.
Skuldabréf
Höfum kaupendur að fasteignatryggðum skulda-
bréfum til fárra ára.
F YRIRGREIÐSLU SKRIFSTOFAN
Fasteigna og verðbréfasala
Austurstræti 14 3. hæð
Sími 12469 eftir kl. 5 daglega.
Caboon
Stærð: 122x244 og 122x220.
10, 19 og 22 mm. nýkomið.
Hjálmar Þorsteinsson & Co. h.f.
Klapparstíg 28 — Sími 11956.