Morgunblaðið - 26.10.1960, Side 11
Miðvikudagur 26. okt. 1960
MORGUNBLAÐIÐ
11
kosningabaráttuna hamrað á því
að reynsla hans á sviði utan-
ríkismála og stjórnmála almennt
geri hann miklu hæfara forseta
efni en hinn unga Kennedy, sem
þó er aðeins fjórum árum yr.gri
en Nixon, og hefur setið jafn
lengi á þingi og hann. Almennt
er álitið að framan af kosninga-
baráttunni hafi þetta vopn Repu
blikana bitið vel. En eftir
sjónvarpseinvígi frambjóðend.
anna eru áhrif þessi talin fara
þverrandi.
Það veldur Republikönum og
frambjóðendum þeirra eionig
nokkrum erfiðleikum; að allmik.
atvinnuleysi er nú í Bandaríkj-
unum. Telur Kennedy að um
fjórar og hálf milljón manna séu
nú atvinnulausar.
Það er þýðingarlaust að segja
við þetta fólk segir hann: Þið
hafið aldrei haft það eins gott
og núna.
Þáttur Kúbu og Castros.
Greinilegt er að deilurnar milii
Castro stjórnarinnar á Kúbu og
Bandaríkjanna geta haft veruleg
áhrif .á úrslit forsetakosr.ing-
anna. Bandaríkjamenn eru mjög
uggandi gagnvart þeirri stað-
reynd að kommúnistastjórn ræð.
ur ríkjum á þessari nálægu eyju,
sem Bandaríkjamenn sjálfir
hjálpuðu til sjálfstæðis. Hjá því
Eftir Sigurð Bjarnason
þá alvarlegu spurningu hvort
Kennedy hafi þá dómgreind
til brunns að bera sem geri
hann færan um að vera for-
seta Bandaríkjanna“.
Bandaríska þjóðin gæti ekki
sofið vel.
Nixon taldi, að ef Bandaríkin
framkvæmdu þessa ylirlýsingu
Kennedys, þá væru þau þar með
að bjóða heim beinni íhlutun
RÚssa í deilur Castro og Banda-
ríkjanna, og þai með hættu á
heimsstyrjöld. Hann bætti við:
„Banadríska þjóðin gæti ekki
sofið vel með slíkan mann
(sem Kennedy) í Hvíta hús-
inu“.
Ekkert skal fullyrt um það,
hvaða áhrif þetta deiluatriði
hefur á kosningarnar og úrslit
þeirra. En það er fullvíst, að
Bandaríkjamenn eru Castro
stjórninni mjög andvígir og vilja
hana feiga. Nixon lagði einnig
áherzlu á það, að Eisenhower-
stjórnin hefði þegar gert víð-
i tækar efnahagslegar ráðstafanir
IMixon ber vanþroska og
flumbruskap á Kennedy
Heitasti tími kosningaba ráttunnar er framundan
New York 24. okt.
AÐEINS hálfur mánuður er nú
þar til forsetakosningarnar eiga
fram að fara. Hinum fjórum sjón
varpseinvígjum þeirra Nixons og
Kennedy er lokið. í svipaðan
mund og þeim lauk, varaði Eis
enhower forseti Republikana
við því, að láta svartsýni um
úrslit baráttunnar ná tökum á
sér. Má af þeim ummælum for-
setans ráða, að flokksmenn hans
telji heldur óvænlega horfa fyr-
ír frambjóðanda þeirra.
Nixson hefur að vissu leytí
haft erfiða aðstöðu í þessari kosn
ingabaráttu. Hann vissi fyrir-
fram, að Demokrataflokkurinn
var miklu stærri stjórnmála-
flokkur meðal þjóðarinnar en
Republikanar. Þessvegna var
honum lífsnauðsynlegt að ná
fjölda Demokrata og óháðra
kjósenda til þess að kjósa sig.
Það tókst Eisenhower 1952 og
1956. Á því byggðust hinir glæsi-
legu sigrar hans í tvennum for-
setakosningum.
En einmitt þessar atkvæða-
veiðar Nixons hjá Demókrötum
hafa dregið tennurnar úr baráttu
hans. Mörgum hafa fundizt ræð-
ur hans litlausar og áhrifaiitlar
og skort þann eldmóð og hörku,
sem einkenndu baráttuaðferðir
■hans, þegar hann var ungur að
brjótast til valda í Kaliforníu.
Vel má vera að gagnrýnend-
um Nixoiis missýnist þegar þeir
áfellast hann fyrir linku og of
mikil „klókindi‘“ í þessari kosn_
ingabaráttu. En í bili virðist
horfa þunglega fyrir honum og
flokki hans.
Hinir ánægðu og þeir, sem vllja
sækja fram.
Það mun nokkuð almenn skoð-
un að Kennedy hafi grætt meira
á hinum fjórum sjónvarpsein-
vígjum frambjóendanna en
Nixon, ekki vegna þess að hann
hafi staðið sig þar mun betur
heldur vegna hins, að það hefur
sannazt, sem margir töldu ólík-
legt fyrirfram, að hann var fylli
lega fær um að mæta hinum
margreynda varaforseta og halda
hlut sínum fyrir honum. Keni-
edy hefur reynst dugmikill verj-
andi og sækjandi og komið mjög
vel fram á tjaldi sjónvarpsins.
Það hefur þvi átt mikinn þátt í
að kynna hann og skapa honum
bætta aðstöðu í baráttunni.
Kjarnanum í boðskap Kenne-
dys er bezt lýst með þessum orð
um hans:
„Þetta er barátta milli hinna
ánægðu og hinna, sem vilja
sækja fram, milli þeirra
ánægðu og hinna, sem vilja
gera betur, milli þeirra, sem
horfa um öxl og hinna, sem
segja: Það er kominn tími til
þess að Ameríka haldi áfram
sókninni“.
Þverrandi áhrif út á við.
Á þessu hamrar frambjóðandi
Demókrata í öllum ræðum sín-
um, hvort sem hann er staddur
í Kaliforníu eða New York,
Minnesota eða Florida. Hann
ræðst harðlega á Nixon og Repu
blikana, sem leggja áherzlu á
það að Bandaríkjamönnum hafi
aldrei liðið eins vel-og nú fram
leiðsla þeirra hafi aldrei verið
jafn mikil og álit þeirra í heim-
inum aldrei eins traust og rót-
gróið.
Kennedy lætur það aldrei hjá
líða að benda á, að utanríkis-
stefna Republikana hafi leikið
Bandaríkin þannig, að þau
hafi aldrei notið jafn lítils
trausts og álits út á við og ein-
mitt nú. Aðstaða Rússa hafi hins
vegar stöðugt verið að stykjast,
þeir hafi skotið Bandaríkjunum
ref fyrir rass á sviði geimrann-
sókna og kommúnisminn hafi nú
náð öruggri fótfestu á vestur-
hveli jarðar, á Kúbu, 90 mílum
frá sjálfum ströndum Banda-
ríkj anna.
Þetta telur Nixon að nálgist
hreinan róg um Bandarikin,
og segir, að með þessu sé
Kennedy að smíða vopn í
hendur erkióvina þeirra, kom
múnistastjórnanna í Moskvu
og Peking. Benda þeir Nixon og
Lodge varaforsetaefni hans á,
að Rússar hafi undanfarið
beðið hvern ósigurinr. á fætur
öðrum á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna.
Reynsla Nixons.
Nixon og hans menn nafa alla
verður heldur ekki gengið að til þess að koma henni á kné.
Bandaríkin veittu Castro á sín-
um tíma mikilsverðan stuðning í
baráttunni við hina spilltu ein-
ræðisstjórn Batista. En Castro er
En tillaga Kennedys væri brot
á samningi Ameríkuríkjanna um
að blanda sér ekki í innanríkis-
mál hver annara.
Nixons, byggja þeir undir niðri
verulegar vonir á leynilegum
undirstraumi gegn kjöri katólsks
forseta. Enginn veit í dag, hve
stríður sá straumur er. Opinber-
lega fordæma allir stjórnmála-
leiðtogar að trúmálum sé bland-
að í kosningarnar. En hvað ger-
ir fólkið sjálft í einrúmi kjör-
klefans? Það veit enginn. Hing-
að til hefur katólslkur maður
aldrei setið á forsetastóli Banda-
ríkjanna.
Hiti í baráttunni.
Kosningabaráttan er að verða
heit. Það sást greinilegast á
orðaskiptunum um Kúbu. En
hún á eftir að hitna að mun þær
tvær vikur, sem nú eru'til kosn-
inga. Þegar Kennedy kom hing-
að til New York í síðustu viku
var honum fagnað af milljónum
manna, þegar hann ók um Broad
way áleiðis til ráðhússins. Eru
það taldar einhverjar glæsileg-
ustu móttökur, sem nokkurt for
setaefni hefur fengið hér í kosn
ingabaráttu. Heyrzt hefur að Re-
publikanar hafi í hyggju að und-
irbúa svipaðar móttökur hér
fyrir Nixon og Eisenhower rétt
fyrir kosningarnar. En kosninga
viðbúnaður Republikana í New
York virðist miklu minni en
Demokrata. Myndir af Kennedy
og Johnson blasa við hvar sem
komið er. Nixon og Lodge sjást
hins vegar óvíða. Gera Dc\no-
kratar sér öruggar vonir um að
vinna New York ríki og hina 45
kjörmenn þess.
James Reston, einn af þekkt-
ustu blaðamönnum New York
Times, segir í grein í blaði sínu
í gær:
„Sú stund kemur í öllum for-
setakosningum, eins og þeir segja
við Potomac ána, að býflugurnar
byrja að lækka flugið. Engin
veit hversvegna, en allt í einu
Frá síðasta sjónvarpscinvígi þeirra Nixons og Kennedy.
nú orðinn algert handbendi
Rússa og hefur svikið öll loforð
sín um lýðræðislegt stjórnarfar
á Kúbu. Hefur hann upp á síð
kastið sýnt Bandaríkjunum all-
an þann fjandskap, sem hugsazt
getur.
í síðasta sjónvarpseinvígi
þeirra Nixons og Kennedy lýsti
hinn siðarnefndi því hiklaust yf-
ir, að hann teldi að stjórn Banda
ríkjanna bæri að veita andstæð-
ingum Castros á Kúbu og annars
staðar fullan stuðning til þess að
velta honum frá völdum.
Þessa yfirlýsingu Kennedys
kallaði Nixon „hreint
hneyksli". Mætti af þessu
marka, hvílíkt barn hann væri
í utanríkismálum. „Þessi yf-
irlýsing", sagði Nixon „sýnir
slíkan vanþroska og flumbru
skap að hún hlýtur að vekja
Einsenhower kemur
til skjalanna.
Það hefur nú verið ákveðið
að Eisenhower forseti haldi sjón
varpsræðu til stuðnings Nixon
rétt fyrir kosningarnar. Verður
þessari ræðu endurvarpað um
öll Bandaríkin. Byggja Republik
anar miklar vonir á, að hinum
vinsæla forseta takist að hafa
mikil áhrif og snúa straumnum
á síðustu stundu með Nixon og
Lodge. Einsenhower hefur und-
anfarið verið á ferðalagi og hald
ið „ópólitískar ræður“ víðsvegar
um Bandaríkin. En undirtónn
þeirra hefur að sjálfsögðu verið
vörn fyrir stjórn hans og stuðn-
ingur við frambjóðendur Repu-
blikana.
En auk þess sem Republikan-
ar gera sér miklar vonir um
áhrif Eisenhowers og möguleika
hans til þess að tryggja kosningu
er eins og andrúmsloftið breyt-
ist, hið eirðarlausa suð dvínar
og fjöldinn tekur að kyrrast
meira á öðrum bakkanum en
hinum.
Það er þetta, sem er að byrja
að gerast nú. Hvorugur fram-
bjóðandinn hefur ýtt við þjóð-
inni eða sýnt greinilega yfir-
burði. Hvorugur þeirra hefur
haldið eina einustu ræðu, sem
vakið hefu verulega athygli í
heiminum. Þrátt fyrir það hef-
ur sú ákveðna skoðun skapazt
seinustu daga að fleira fólkmuni
greiða atkvæði gegn Nixon en á
móti Kennedy.
Þetta er skoðun Restons í
New York Times 23. október.
En það er hálfur mánuður til
kosninga, heitasti tími hinnar
miklu baráttu um Hvíta húsið
og æðsta embætti fjölmennustu
lýðræðisþjóðar neimsins.