Morgunblaðið - 26.10.1960, Qupperneq 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 26. okt. 1960
Uppreimaðir
barnaskór
Austurstræti 12 ”
JÁRNSMÍDI
Smíðum handrið, miðstöðvarkatla, spíral-
kúta ásamt annari járnsmíði.
JÁRIMVER
Síðumúla 19 — Sími 34774.
Lítil íbúð
1-2 herb. og eldhús
óskast fyrir barnlaus hjón.
OFIMASMIÐJAM
Sími 10033.
IMauðungaruppboð
sem auglýst var í 63., 66., og 69. tbl. Lögbirtingablaðsins
1960, á v/s Miliy RF. 39, eign Gunnars Halldórssonar hf.,
o. fl., fer fram eftir kröfu Fiskveiðasjóðs íslands og Vá-
tryggingarfélagsins Gróttu, við skipið í Reykjavíkurhöfn
föstudaginn 28. október 1960, kl. 3 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Tennurnarenn
ÓHÆTT mun að fullyrða að
tannskemmdir séu einn al-
gengasti sjúkdómur nú á dög-
um. Þetta er hvimleiður sjúk-
dómur ekki siður en aðrir, oft
sársaukafullur, kostnaðarsam-
ur á tíma og peninga og leið-
ir oft til lýta og jafnvel heilsu
tjóns. Því verður hér minnzt
á nokkur atriði í sambandi
við tannskemmdir og tannvið-
gerðir.
Yzta lag krónunnar eða
þess hluta tannarinnar sem
stendur upp úr kjálkanum, er
byggt upp af glerungnum sem
er mjög hart ólífrænt efni.
Hann er þykkastur einn til
tveir millimetrar við bitflöt-
inn, en þynnist því nær, sem
dregur tannhálsinum og geng-
ur þar út í eitt. Undir þessu
lagi tekur tannbeinið við, sem
að samsetningu líkist mjög
venjulegu beini. í miðju tann-
arinnar er svo taugin, sem svo
er kölluð í daglegu tali. Hún
er byggð upp af bandvef og
í honum eru æðar, sem flytja
næringu til tannbeinsins og
svo taugar, en frá því liggja
örfínir taugaþræðir út í tann-
beinið.
Glerungurirm myndar varn-
argarð um tannbeinið, en
þessi garður getur rofnað
margra hluta vegna og eru
þetta helztu ástæðurnar: tönn
in getur verið þannig löguð
frá byrjun að gallar aru í
glerungi algengast er að djúp-
ar skorur séu niður í bitflöt
tannanna og geta þær náð allt
inn að tannbeini. Tönnin get-
ur staðið skökk og því safn-
azt á hana óhreinindi. Hjá öll
um þróast í munni bakteríu-
tegund, sem breytir sykurefn-
um í sýru. Sýran vinnur auð-
veldlega á glerunginum og
því fyrr sem hún liggur leng-
ur að honum. Því er þessum
skorum og ójöfnum hættast,
þar sem matarleifar ná helzt
að festast. Þegar glerungur-
inn hefur rofnað og bakteríur
náð fótfestu í tannbeininu fyr
ir innan hann, hefst hröð eyði
legging á tannbeininu, sem
endar með þvi, ef ekki er að
gert, að bakteríurnar brjóta
sér leið inn í taugarhol tann-
arinnar, sýkja taugina og
sækja síðan upp gegnum rót-
argöng tannarinnar. Þær
valda svo bólgu og sýkingu í
kjálkabeininu fyrir ofan rót-
ina og er þá í flestum til-
fellum nauðsynlegt að taka
tönnina.
Til þess að koma í veg fyrir
að svona fari, væri nauðsyn-
legt að hætta algerlega
neyzlu allra fæðutegunda og
drykkja, sem sykur er í í
nokkurri mynd. Auk þess
neyzlu fínmalaðs mjöls, sem
munnvatnið breytir í sykur
að nokkru leyti. 1
fslendingar eiga heimsmet í
sykurneyzlu og því heldur ó- !
líklegt að sykurbindindi verði
algengt hér. Þá er að velja
næstbezta kostinn: draga úr
sykuráti eftir því sem hver og
einn hefur vilja Og getu til,
gæta hins ýtrasta hreinlætis í
munni og láta skoða tennur
vandlega og gera við þær á
hálfs árs fresti.
Sé þessa síðasttalda gætt
vandlega, að láta gera við
tennur á hálfs árs fresti,
vinnst þetta: lítil hætta er á
því að svo mikið skemmist á
hálfu ári, að taug tannar sýk-
ist og að tönnin glatist. Oft-
ast eru skemmdir þá smáar,
sem tiltölulega sársaukalítið
er að gera við. Enn mikilvæg-
ara er að smáar viðgerðir end
ast margfalt betur en stórar,
vegna þess að þær hafa miklu
betri festingu í tönninni, yfir- 1
borð fyllingarinnar er lítið og
reynir því miklu minna á
hana en á stóra fyllingu og
þar að auki er styrkur tannar
innar því meiri sem hún er •
heillegri. Stórar fyllingar bila
fyrr vegna meira álags sem á
þeim lendir, tönnin sjálf get-
ur brotnað og nauðsynlegt
reynzt að taka hana þess
vegna, eða gera á henni við-
gerð, sem er margfaít dýrari
en einföld fylling.
Ef þess er þannig gætt að
fara reglulega til eftirlits,
vinnst ekki aðeins það að
hægt er að halda tönnum sín-
um fram á elliár, heldur einn-
ig að hver ferð verður sárs-
aukaminni en ella og viðgerð-
arkostnaður oft ekki nema
brot af því sem annars kynni
að verða, vilji menn á annað
borð halda sínum tönnum.
(Frá Tannlækningafél. fsl.).
Bezt að auglýsa í MORGUNBLADINU
• •
Orfáar þjóðir utan stórveldanna eiga EVóbelsverðlaunaskátd
fslendingar, ein afskekktasta, minnsta og fátækasta þjóð veraldar, eiga í dag
Nóbelsverðlaunaskáld, sem er eitt hið víðkunnasta í veröldinni og af fjölmörgum
þekktustu bókmenntafræðingum talið standa fremst allra núlifandi skáldsagna-
höfunda. Og bækur hans orðið metsöiubækur víða um lönd.
Ævisaga hins íslenzka Nóbelsverðláuraskálds hefir komið út í Svíþjóð og Noregi
og náð þar metsölu, og átt sinn þátt í þvi að kynna hið stórkostlega skáld okkar
meðal frændþjóðanna.
En hvað vita íslendingar sjálfir um saáld sín — hvað vita þeir um eitt höfuð-
skáld veraldar fyrr og síðar Halldór Kiljan Laxness.
Ævisaga Halldórs Kiljan Laxness eftir bókmenntafræðinginn og rithöfundinn
Peter Hallberg, hefir fengið mjög góða dóma, enda er hann nákunnugur skáldinu,
hefir haft undir höndum einkabréf hans í hundraða tali og er gagnkunnugur landi
hans og þjóð, verið kennari við Háskólann í mörg ár og kann íslenzku.
Rit Peters Hallberg um H. K. L. er : senn ítarleg ævisaga skáldsins og mannsins
og að auki íslenzk menningarsaga á breiðum grunni. í bókinni taka einnig til
máls fjölmargir kunnustu menn samtíðar skáldsins í bréfum, ræðu og riti.
Þeir sem skilja vilja til hlítar og njóta skáldskapar H. K. L. þurfa vissulega
að lesa ævisögu hans.
Fyrsta útgáfan af „Paradísarheiml“ hinni nýútkomnu skáldsögu H. K. L. um
leit mannsins að sannleikanum, mun ekki endast til jóla, enda hefir bókin, eins
og auðvelt var að spá fyrir um, valdið meira umróti og deilum en nokkur fyrri
bók skáldsins, bókstaflega sett allt í uppnám í hugum lesendanna.
Oþarft er líka að látast ekki sjá þá staðreynd að hún leitar þrálátari ásókn
á lesendur sína en aðrar bækur skrifaðar af nútímahöfundi og dregur þá inní
flóknari vandamál en þeir höfðu áður staðið andspænis og í vissum skilningi ný
. og áður órædd.
Góðir bókakaupendur á íslandi. Nú jafnvel fremur en nokkru sinni áður er
bókin langódýrasta gjöfin, og hún hefir nú óbeint lækkað til muna. Verið þess
minnugir að verðgildi peninga okkar nú og í framtíðinni byggist á því hvað
við kaupum fyrir þá. Helgafell mun r.ú sem fyrr aðeins bjóða yður bækur, sem
halda verði sinu og verðmæti hvað sem fer um pappírskrónuna, og verða jafnframt
til að bjarga verðgildi hennar. Helgafelisbók er verðmæti, sem þér skilið kom-
andi kynslóðum. Ánægjan og þroskinn af að lesa þær og eiga að vmum er gjof
höfundanna til samtíðarinnar. Og tilgangi forlagsins er náð að fullu.
Gefið vinum yðar og vandafólki bókmenntir, Helgafellsbækur, og þeir munu
sjá og meta að þér hafið ekki valið þeim gjafir af handahófi og skammsým.
Annað bindi ævisögu H. K. L. kemur út í dag, og fyrra bindið fæst enn. Askrif-
endur að ritum skáldsins, eldri og ny:r, vitji bóka sinna a Unuhus.
HELGAFEL L , Veghúsastíg 7 (Sími 16837).