Morgunblaðið - 26.10.1960, Qupperneq 13
Miðvikudagur 26. okt. 1960
M ORCTINBf 4 ÐIÐ
13
Happdrœtti
Sjálfstœðisflokksins
skyndihappdrætti
S / álfs tæðis flokksins
Og Jboð verBur dregio 8. nóvember
Hver vill ekki eignast 1961-
ói gerbina af VOLKSWAGEN?
Cuðm. Þ.
Magnússon
sextugur
SEXTXJGUR er i dag Guðmund-
ur Þ. Magnússon kaupmaður,
Kirkjuvegi 14 í Hafnarfirði. —
Hann er fæddur á Hvaleyri, þar
sem foreldrar hans, Guðbjörg
Þorkelsdóttir og Magnús Benja-
mínsson, bjuggu.
Guðmundur ólst upp í heima-
húsum, en fór svo á sjóinn um
skeið, og síðar tók hann bifreiða-
stjórapróf og stundaði akstur um
árabil hjá bróður sínum, B. M
Sæberg, og gerir reyndar enn á
stundum. Ók hann lengi vel
milli Hafnarfjarðar og Reykja-
víkur, og þótti gott til hans að
leita því að hjálpsamur og greið
vikinn er Guðmundur.
Ekki verður hér svo neinu
nemi rakinn æviferill Guðmund.
ar. Hann er enn í fullu fjöri,
og ekki verður betur séð en hann
hafi fulla starfskrafta þrátt fyrir
sextíu ár að baki. Hann hefur
sýslað í ýmsu um ævina, verzl-
að, annast mannflutninga og
haft hér sláturhús. Er .hús hans,
sem hann lét reisa vestur í Víði-
stöðum fyrir nokkrum árum,
stórt og myndarlegt, og er þar
slátrað haust hvert hundruðum
fjár. Þykir fólki þar gott að koma
á haustin og skipta við Guð-
mund. Það er oftast létt yfir
honum og maðurinn hinn hressi
legasti.
Guðmundur er vinamargur og
verða því áreiðanlega margir til
að senda honum hlýjar kveðjur
í dag. Hann er kvæntur Ragn
heiði Magnúsdóttur frá Stardal
og eiga þau hjón fimm börn.
Heill þér sextugum.
—G. E.
Gjafir til SVFÍ
NÝLEGA barst Slysavarnafélagi
íslands gjöf að upphæð krónur
10.000.00 frá hjónunum Unni
Erlendsdóttur og Guðmundi
Jóh. Kristjánssyni frá Vatnsdal
Rauðasandshreppi, til minningar
um son þeirra, Erlend, sem
drukknaði 13. júní sl. í Patreks-
firði, undan Vatnsdal, 22. ára
gamall, og er þetta stofnfram-
lagið í sjóð til minningar um
hann.
Þá hefur frú Sigrún Arnadótt-
ir, Garðskagavita gefið Slvsa-
varnafélaginu kr. 2000.00 til
minningar um bróður sinn, Pál
Árnason frá Þveiá, Reykjahverfi
S. Þingeyjarsýslu.
Henry Hálfdánarson hjá 'Slysa
varnafélaginu hefur verið beð-
inn að vekja eftirtekt á því, að
þekktur siglingaklúbbur í Sví-
þjóð er árlega er vanur að halda
námskeið og siglingamót fyrir
unglinga af Norðurlöndum, hef.
ur einnig áhuga á að fá nokkra
íslenzka unglinga til þátttöku
næsta sumar. Namskeiðin standa
í 10 daga og kosta 175 kr. sær.sk
ar, matur, gisting og ferðaiag
um nágrennið innifalið. Þátt-
takendur verða að vera á aldrin.
um 12—14 ára, jafnt piltar sern
stúlkur.
SANDBLASTtR I GLER
Sandblástur í gler, er sí-
gild aðferð til skreytingar
híbýla. Sandblásið gler er
smekklegt og hentugt. í úti
dyragler má sandblása
nafn hússins eða númer.
Ennfremur nafn húsráð-
anda ef óskað er.
Vanti yður vel unnið gler,
þá Ieitið til okkar.
Fljót og góð afgreiðsla.
í!i concn n
RVBHREiNSUN & M Al MHOBUNtl
ULLIIUklLU
Sími 35-400.
FRAMBEETTI
á Ford og Chevrolet 1947 til 1950.
GÍRKASSAR
fyrir Naish, Ford, Chevrolet.
HURÐIR
fyrir flesta ameríska bíla.
F E L G U R
Chcvrolet og Ford 14 og 15”.
L. JÓNSSON H.F
Hringbraut 121.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 63., 66., og 69. tbl. Lögbirtingablaðsins
1960 á húseigninni nr. 73 við Réttarholtsveg, hér í bæn-
um, talin eign Guðmundar Lárussonar, fer fram eftir
kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík á eigninni sjálfri
föstudaginn 23. október 1960, kl. 2 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 50., 53., og 56. tbl. Lögbirtingablaðsins
1960, á hluta í húseigninni nr. 57 við Tómasarhaga, hér
í bænum, talin eign Karls Jónssonar, fer fram eftir kröfu
bæjargjaldkerans í Reykjavík á eigninni sjálfri föstu-
daginn 28. oktobor 1960, kl. 2*4 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem fram átti að fara í dag á eign við Kleppsmýrarveg,
hér í bæ talin eign Björgvins Bjarnasonar, fellur niður.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
verður haldið í tollskýlinu á hafnarbakkanum, hér í bæn-
um, fimmtudaginn 27. okt. n.k. kl. 1,30 e. h. eftir kr.öfu
ríkisútvarpsins o. fl. Seltí verða m. a. 30 útvarpstiéki, alls
konar húsgögn, ritvélar, bækur, saumavélar, radíófónn,
skrúfstykki, smergelskífa, rafmagnsklukka, ýmiss háþd -
verkfæri, hleðslutæki og raflagnaefni o. m. fl. Ennfremur
verða seldar völar, áhöld og efni til litsprentunar.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetinn í Reykjavík.