Morgunblaðið - 30.11.1960, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.11.1960, Qupperneq 9
Miðvikudagur 30. nóv. 1960 M OR C V /V H I Ait! Ð 9 Brynjólfur Stefánsson fyrrverandi framkvæmdastjóri 1 DAG er Brynjólfur Stefáns- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Sjóvátryggingarfélags ís- lands, kvaddur. Ég átti því láni að fagna að Starfa með honum og undir hans stjórn í rúmlega 30 ár. Gætti nokkurrar eftirvæntingar hjá okkur starfsmönnum Sjóvá árið 1927, þegar við fréttum, að Brynjólfur Stefánsson væri ráð- inn til félagsins og yrði skrif- stofustjóri þess. Bæði var það, að hann var okkur öllum ókunn ugur og auk þess hámenntaður tryggingastærðfræðingur með magistersprófi — hinn eini, sem slíkt próf tók við Hafnarháskóla —- en við hinir aðallega sjálf- menntaðir. Hvers máttum við vænta undir stjórn hans? Ekki hafði Brynjólfur lengi Starfað er við fundum, að þar fór sérstakur maður. Varð hann brátt kunningi flestra ef ekki allra og leiðbeinandi um trygg- ingamál, sérstaklega ef það snerti jafnframt tölur, sem oft- ast fer saman. Oft fór ég í smiðju til hans að starfi loknu og lét hann leggja fyrir mig þrautir, ef ég mætti af því læra nokkuð. Seinna þegar dr. Ólafur Daníelsson kom sem „aktuar“ til félagsins, fékk hann jafningja og skiptust þeir gjarn- an á stærfræðiþautum, enda gengu smámiðar oft á milli þeirra í kaffitímum, og var þeim annað hvort svarað um hæl eða næsta dag. Brynjólfur tók við fram- kvæmdastjórastörfum árið 1933 og nokkru síðar hrinti hann í framkvæmd stofnun líftrygginga félags, eða líftryggingadeildar félagsins, er tók til starfa 1. desember 1934. Mátti það ekki seinna vera, því að meðan á þeim undirbúningi stóð, kom fram á Alþingi frumvarp til laga um líftryggingastofnun rík- isins. Rúmlega tveimur árum síðar, eða í ársbyrjun 1937, hóf félag- ið rekstur bifreiðatrygginga, einnig að frumkvæði Brynjólfs. Þegar stríðið brauzt út var stofnað hér Stríðstryggingafélag íslenzkra skipshafna, síðar ís- lenzk endurtrygging, og var Brynjólfur stjórnskipaður for- maður þess frá upphafi og í stjórn þess æ siðan. Á styrjald- arárunum beitti Brynjólfur sér einnig fyrir því, að hér var stofnað svipað samband og í Danmörku heitir „Dansk Tarif- forening". Þau samtök nefnast hér Samband brunatryggjenda á íslandi. Var Brynjólfur formað- ur þess fyrstu 12 árin. Brynjólfur var framkvæmda- stjóri Sjóvátryggingarfélagsins í tæplega 25 ár eða til 1. desem- ber 1957. Hann var jafnframt því starfi forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins 1936—1937 og síðan lengi í tryggingaráði. Hann var í nefnd þeirri, er samdi frumvarp til laga um alþýðutryggingar. Má með sanni segja, að störf Brynjólfs að íslenzkum trygg- ingamálum hafi verið brautryðj- andastörf, og gætti áhrifa þeirra víða. Lengst framan af átti Brynj- ólfur mjög létt um störf. Álit hans eða úrskurður voru full- hugsaðir, þegar hann setti þá fram. Brynjólfur var í fjölda ára þekktur sem einhver snjallasti akákmaður landsins. Siðar, þeg- ar bridgespil fór að tíðkast hér, varð hann einnig einhver bezti og drengilegasti bridgespilarinn. Báðar þessar íþróttir heilluðu hug Brynjólfs. Aðrar íþróttir etundaði hann ekki, nema hvað hann var laxveiðimaður góður og stundaði laxveiðar hvert sumar. Um fjölda ára var Brynjólfur prófdómari í stærðfræði við stúdentspróf, bæði við Mennta- skólann hér og á Akureyri. Hann var kennari í verkfræði- deild Háskóla íslands 1941—1945 og síðar prófdómari þar. Hann tók virkan þátt í störfum Odd- fellowa og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hann tók einnig þátt í störfum Rotary- félaga um nokkurt skeið. Brynjólfur Stefánsson var fæddur 1. september 1896 á Selalæk á Rangárvöllum, sonur Stefáns bónda þar Brynjólfsson- ar og konu hans Guðríðar Guð- mundsdóttur. Hann var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Kristín Guðnadóttir skipasmiðs Helgasonar og konu hans Kristinar Guðmundsdóttur. Voru þau systkinabörn. Nær allan sinn búskap bjó hann í nábýli við þessa tengdaforeldra sína. Þau hjón eignuðust þrjá syni, en misstu einn þeirra á fyrsta aldursári. Synirnir, þeir Guðni og Stefán, eru báðir uppkomnir og búsettir hér. Kristín andaðist 3. febrúar 1939 eftir 10 ára sam- búð. Síðari kona hans var Bjarney Gísladóttir hreppstjóra á Álftamýri Ásgeirssonar. Hún andaðist eftir rúmlega 16 ára sambúð þann 23. janúar 1959, eftir langvarandi og erfið veik- indi. Brynjólfur var aldrei heilsu- hraustur maður. Hann lá áður fyrr hverja stórleguna á fætur annarri og tel ég, að hann hafi aldrei gengið heill til skógar. Síðustu árin átti hann við vax- andi vanheilsu að stríða. Hann andaðist að heimili sínu síðast- liðinn fimmtudag. Ég votta sonum hans og öðr- um ástvinum samúð mína og annarra samverkamanna hjá Sjóvátryggingarfélagi íslands. Far þú í friði. Friður guðs þig blessi. Stefán G. Björnsson. EINAR ASMUNDSSON hæstaréttarlögmaður HAFSTEINN SIGURÐSSON héraðsdómslögmaður Skrifstofa Hafnarstr. 8 II. hæð. íbúð til leigu Glæsileg 5 herb. (127 ferm.) íbúðarhæð við Lyng- haga er til leigu frá 12. des. n.k. Teppi í stofum fyigja. — Nánari upplýsingar gefur: JÓHANNES LÁRUSSON, hdl., Kirkjuhvoli — Sími 13842 Hús í vesturbænum til solu Á hæðinni og í risinu eru 7 herbergja íbúð og í kjall- ara góð 2ja herb. íbúð. Allt í góðu ástandi og laust strax. — Nánari upplýsingar á skrifstofunni. ElfsTAR SIGURÐSSON,HDL., Ingólfsstræti 4 — Sími 16767. N audungaruppboð Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs verður bif- reiðin Y—559 seld á nauðungaruppboði, sem fram fer við húsið Hlégerði 29, Kópavogi í dag, miðvikudag 30. nóv. kl. 16. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi Pionite Pionite horöplast ei auövelt aö set.ia á borö, sKápa og veggi. Pionite er varanlegt efni sem þolir hverskonar bletti, clgarettu - bruna ofl. Uefir margra óra reynslu hár á londi sem gæöa vara. Pionite er þrátt fyrlr alla þessa kostl eltt ádýrasta haröpiastiö seœ vol er á í dag. UDboöamenn ARNAHHVOLL umb. A helldverrlun P.0. Box 1283, Reykjavik Orðsending til bóksala um land allt ATHUGiÐ Reglusöm og áreiðanleg mæðgin óska eftir að taka i leigu *1 herbergja íbúð. — Fyriríramgreiðsla og margskonar húshjálp kemur til greina, m. a. lestur með börnum eöa unglingum. — Upplýsingar í símá 1-85-25. Moskwitch Af sérstökum ástæðum er ný og ókeyrð Moskwitch oifreið til sölu nú þegar. Bifreiðin er með útvarpi og miðstöð. Tilboð, er miðist við staðgreiðslu, send- ist á afgr. Mbl. merkt: „Moskwitch — 1298“. SKREYTINGAR GÖTUSKREYTINGAR SKREYTINGAREFNl VAFNINGAGREINAR í metratali Útvegum ljósaseríur Undanfarna daga hefur ekki verið hægt að afgreiða til fullnustu pantanir bóksala á „Skyggnu konunni": Nú verður bráðlega bætt úr þessu, því II. útgáfa af bókinni verður fullprentuð um mánaðamótin. Bók- salar erU vinsamlega beðnir að senda pantanir sínar sem fyrst og helzt með nokkrum fyrirvara. Æskilegast væri að bóksalar létu vita, hve mörg eintök þeir búast við að þurfa fyrir jól. SKYGGNA KONAN er metsölubók haustsins og hún verður jafnframt JÓLABÓKIN í Á R Bókaútgáfan Fróði Reykjavík Gróðrastöðin við Miklatorg. 1 — Súrnar 22822 og 19775.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.