Morgunblaðið - 30.11.1960, Blaðsíða 2
2
MORGTJ'NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 30. íióv. 1960
Leitað dyrum og
dyngjum að Lumumba
Leopoldville, 29. nóv. (Reuter)
HERMENN Mobutus ofursta
hafa lokað öllum leiðum út
frá borginni og bannað allar
flugferðir frá flugvelli borg-
arinnar. Hermennirnir f^ra
leitandi úr einu h.úsi.. í, ann-
að og Ieita að Lumumba, sem
hvarf leynilega á brott úr
húsi sínu á sunnudaginn.
Ýmsar sögur ganga um það,
hvað hafi orðið af hinum flúna
forsætisráðherj;a. Sjáifur lét
hann birta tilkynningu frá sér
um að hann hefði fárið til
Stanleyville, þeirrar borgar í
Kongó, sem hann nýtur mests
fylgis í. En fylgismenn hans
halda því fram að hann hafi
komizt í flugvél sem flutti
Hjólparbeiðni
EXNS og blöðin skýrðu frá nú
nýlega, kom upp eldur í einum
skálanum í Laugarnessbúðum sl.
fimmtudagskvöld.
hetta var í skála nr. 38. Þar
bjó Ingimundur Pétursson, verka
maður, ásamt fjölskyldu sinni.
Eru þau sjö samtals, þar af eru
þrjú böm innan fermingar og
það yngsta sonarsonur, aðeins
tveggja ára gamall.
Þau voru öll háttuð og flest
sofnuð, er eldurinn kom upp, en
hann mun að öllum líkum hafa
kviknað frá olíukyndingartæki.
Slapp fólkið naumlega úr eldin-
um og ekki alveg slysalaust.
Þarna misstu þau öll allt sitt,
og er því auðsætt hversu nú er
ástatt fyrir þeim.
íbúðin við hliðina, þar sem
býr einstæð kona með fjögur
börn sín, það elzta um 12 ára og
það yngsta eins árs, varð fyrir
miklum skemmdum af vatni og
reyk og jafnvel eldi, svo að einn-
ig þar eru ástæðurnar bágar.
Þetta eru mikil áföll þessum
tveim fjölskyldum, og ekki sízt
sár og erfið nú á þessum árstíma,
þegar menn eru teknir að hugsa
til jólanna og búa sig undir þau.
Það væri vel, ef bæjarbúar,
sem tök hafa á, vildu hugsa til
þessa fólks, núna fyrir jólin. Eg
held, að enginn geti uppskorið af
því annað en gleði og hefur
Morgunblaðið góðfúslega lofað
að taka við þeim peningagjöfum,
sem kynnu að berast.
Eg ber hér fram þakkir þegar
fyrirfram.
Garðar Svavarsson.
hann til Accra, höfuðborgar
Ghana.
En Mobutu ofursti og herfor-
ingjar hans eru vantrúaðir á
þessar . .fregnir. .Þeir'... telja, _að
Lumumba sé enn í LeopoldvilXé
og telja líklegt að fýlgismemi
hans haldi; hanrj á laun. Þeif
líta á Lumúmba sem hættuleg-
asta rrtanrfinn fyrir frið . og ör-
yggi í landlnu, því vilja þéir
umfrahi -allt finna hann og koma
þannlg i vég fýrir að hann geti
stofnað til innanlandsstyrjaldar.
Það þykir nú sýnt, að Lum-
umba hafi komizt frá forsætis-
ráðherrabústaðnum í stórri
svartri bifreið, sem ekið var
frá húsinu á sunnudagskvöldið.
Yfirleitt hafa varðmenn Mobutu
stjórnar grandskoðað flestar
bifreiðir, sem aka frá húsinu,
en að þessu sinni fórst það fyr-
ir og því mun Lumumba hafa
sloppið.
Stjóm Mobutu hefúr sakað
varðlið SÞ um að hafa hjálpað
Lumumba að komast undan, en
yfirstjórn herliðs SÞ hefur neit-
að þeim ásökunum. Segir hún
að varðlið SÞ við forsætisráð-
herrabústaðinn hafi aðeins haft
því hlutverki að gegna að
vernda líf Lumumba. Það hafi
aldrei verið hlutverk þess að
halda honum í stofufangelsi og
hindra að hann kæmist brott.
Slíkt væru afskipti af innan-
landsstjórnmálum Kongó. Því sé
ekki hægt að saka varðliðið um
neitt, þótt það hafi ekki hindr-
að brottför Lumumba.
10 vikna þóf
Nú eru 10 vikur liðnar síð-
an Kasavubu vék Lumumba úr
embætti og fyrirskipaði hand-
töku hans. Herlið Mobutus of-
ursta hefur síðan setið um for-
sætisráðherrabústaðinn, sem
Lumumba hafðist við i og gert
ítrekaðar tilraunir til að hand-
taka hann. Ekki vildu þeir þó
beita varðlið SÞ valdi til að
komast að honum.
Undankoma Lumumba hefur
valdið ólgu og óróa í Kongó
einmitt þegar þeir Kasavubu og
Mobutu ofursti virtust vera að
treystast í sessi og líkur voru
til að þeim myndi takast að
friða landið. Sagt er að ástand-
ið sé nú sérstaklega slæmt í
Stanley ville, höfuðvirki Lum-
umbas, en það er einmitt bær-
inn sem hann kvaðst stefna för
til i yfirlýsingu sinni.
Rafmagnshækkunin
eins lítil og unnt er
GEIR HALLGRÍMSSON,
borgarstjóri, komst m. a.
þannig að orði í gær, er
hann ræddi hækkun á
gjaldskrá Rafveitunnar á
hæjarstjórnarfundi:
Þar sem Rafmagnsveitan
hækkaði ekki verð sitt, þegar
•gengisbreytingin var gerð,
fær hún ekki greitt frá not-
endum þessa útgjaldaliði, sem
ekki var reiknað með í áætl-
un 1960.
25% hækkun á
keyptri orku
frá Sogsvirkjun-
inni, 25 m. kr., kr.
45% hækkun í
8 mán. í efnis-
kaupum fyrir
17,5 millj. kr.
6,5 millj.
5,3 milij.
kr. 11,8 millj.
Á árinu 1961 er reiknuð
með í áætlun 20 millj. kr. til
efniskaupa og þar innifalin
hækkun vegna gengisbreyting
arinnar, aðeins 2.4 millj. kr.
Verðhækkunin vegna gengis-
breytingarinnar, miðað við
sama efnismagn og 1959, -er
7,9 millj. kr. Mismuninn, kr.
5,5 millj. tekur Rafmagnsveit-
an á sig án endurgreiðslu frá
notendum. Ef full verðhækk-
un á efnLkaupunum hefði
verið tekin inn í rafmagns-
verðið, mundi hækkunin hafa
orðið að meðaltali um 20%.
Gjaldskráin er þannig ekki
hækkuð meira en brýna nauð-
syn ber til og miðað við það
eitt að Rafmagnsveitan geti
staðið undir afborgunum af
lánum og allra nauðsynleg-
ustu aukningu.
★
Nokkrar umræður urðu um
gjaldskrárbreytinguna. Voru
hafðar tvær umræður um mál
ið í gær og breytingin sam-
þykkt með 10 atkvæðum gegn
4 laust fyrir kl. hálftólf í
gærkvöldi. — Framsöguræða
borgarstjóra um gjaldskrár-
breytinguna er á bls. 8.
að nýj«/Kí ritósstjórn tslands dyttl í uu8,
sem feenni deltor vafalaust ekkí í hug aö semja hér
Við Breta um landhelgismáhS, væri þaS ifklegraen
t.íl bass aS sfeana hér iapanskt ástand ÍSvo
Ritstjórnargrcin í Tímanum
júní 1960.
Hver kom „kommún-
á Tímann?
TIMINN í gær ver heiili ritstjórnargrein í árásir á
Morgunblaðið fyrir það, að blaðið hafi fundið það
upp. a.ð þeir Tímamenn hafi í sumar talað um
„japanskt ástand“. Segir í ritstjórnargreininni, að
Tíiuinn hafi einungis rætt um Suður-Kóreu, en
aldtei minnzt á Japan, heldur hafi Mbl. fundið það
upp „til þess að koma kommúnistaorði á Tímann“.
Er sýnt, að Framsóknarmenn svíður „kommúnista-
orðið“ sem á þeim er. En Mbl. verður að hryggja
Tímanr með því að birta mynd af ummælum blaðs-
ins uir „japanska ástandið“ og sanna þar með, að
blaðið hefur sjálft komið á sig því „kommúnista-
orði“, sem það mun seint losna við. Um þetta mál
er onnars rætt í Staksteinum í dag.
Söngvarinn fjar-
lægði upptöku-
tækin
ÞÝZKI barytonsöngvarinn Her-
mann Prey söng í Austurbæjar-
bíói í gærkvöldi á vegum Tón-
listarfélagsins. Nokkur töf varð
á því, að söngurinn hæfist, þar
sem söngvarinn lét fyrst taka
burtu hljóðnema og upptöku-
tæki, sem komið hafði verið fyr-
ir. Hefur það verið venja, þegar
listamenn koma fram á vegum
Tónlistarfélagsins, að taka list-
flutning þeirra upp á tónband,
sem Ríkisútvarpið hefur siðan
keypt. í þetta skipti hafði láðst
að fara fram á leyfi listamanns-
— Stormurinn
i.
Frh. af bls.
skúrinn til ösku, eins og myndin
sýnir. Um klukkan 9,30 fóru síð-
ustu bílar slökkviliðsins af bruna
staðnum.
Nágrannar skutu skjólshúsi yf-
ir Geirharð og fjölskyldu hans,
en börnin eru öll ung.
+ Strætisvagn
lenti í skurði
Milli klukkan 7 og 8 í gær-
morgun, var stór Volvo-stræt
isvagn á ieið inn í Voga. Var
Vagnstjórinn einn í vagnin-
um, því um aukaferð var að
ræða. Þetta var um það leyti
sem veðrið var einna mest. Er
vagninn var kominn á móts
við Grensásveg, en þar er dá-
lítil bunga á veginum, vissi
vagnsjórinn ekki fyrri til,
en að vagninn sviptist til,
__ um leið var hann kominn
út af veginum, og nam ekki
staðar fyrr en úti í skurði.
Þessi feikna dreki, sem vegur
allt að 7 tonn tómur, varð fyr-
ir aliverulegum skenimdum.
Fjaðraumbúnaður á framhjól-
um slitnaði undan, og undir-
vagn hafði skælzt. Framhurð
eyðilagðist og sitthvað fleira
brotnaði eða laskaðist. Var
öfiugur krani fenginn til að
ná vagninum upp.
Við borð lá að „slægi í bak-
segl“, á Lögbergsvagni, í gær-
morgun. Skall á hann „vind-
hnútur“ er han var rétt ný-
kominn yfir brúna á Ilólmsá
og tókst hann aðeins á loft
og kastaðist lítillega til á veg-
inum.
í Rey kjavíkiurhöfn urðu
nokkrar trillur, sem eigendur
leggja þar í hirðuleysi, fyrir
skemmdum.
ins. Sagði hann eftir á, að sér
hefði komið mjög á óvart að sjá
upptökutækin, þar eð ekkert
•hefði verið á þau minnzt við sig,
og hefði hann látið fjarlægja
þau, því að sérstaka æfingu
þyrfti áður en upptaka færi
fram. Önnur ástæða mun ekki
hafa verið fyrir þessu.
Hlutavelta
SLYSAVARNADEILD kvenna í
Reykjavík efnir nk. sunnudag til
hlutaveltu, og verður hún haldin
í Listamannaskálanum. — Hafa
konurnar viðað að sér miklu af
alls konar varningi, en að sjálf-
sögðu verður safnað dagana
fram að helgi, og eru munir á
hana vel þegnir.
Um svipað leyti í fyrra hélt
deildin hlutavaltu og gekk hún
vel. Er að vænta, að svo verði
einnig nú. Allur ágóði rennur til
slysavarna, þeirra framkvæmda,
sem unnið hefur verið að hér í
Reykjavík.
Stúdentablaðið
komið út
„STÚDENTABLAÐ" er nýkomið
út, en eins og jafnan er gefið út
sérstakt blað á fullveldisafmæl-
inu. Blaðið er veglegt og vandað
að öllum frágangi, og efni þess
fjölþætt .fróðlegt og skemmti-
legt.
Pétur Benediktsson skrifar
um landhelgismálið
Aðalgreinar blaðsins fjalla að
þessu sirtni um landhelgismálið.
Skrifar Pétur Benediktsson,
bankastjóri, aðra þeirra, og nefn
ist hún: „Er siðmenning svik?“.
Hin er eftir Birgi Finnsson, al-
þingismann. Þá ér grein eftir
formann stúdentaráðs, Hörð Sig-
urgestsson, kafli úr bók Einars
Ol. Sveinsson um handritamál-
ið, rektoratal Háskóla íslands,
minningarorð um Þorkel Jó-
hannesson rektor eftir Ármann
Snævarr, hinn nýkjörna rektor,
grein um hinn nýja rektor, grein
um Einar Benediktsson eftir séra
Sigurð Einarsson í Holti, úr dag-
bók íslenzks stúdents í Stokk-
hólmi efir Svein Einarsson, ný
kvæði eftir Davíð Stefánsson,
kvæði eftir ungan stúdent, þank-
ar um hlutverk guðfræðideildar
eftir próf. dr. Þóri Kr. Þórðar-
son, fréttir frá deildafélögunum
o. fl. o. fl.
Verðlagsstjóri
kærir
BLAÐIÐ hefur frétt, að verð-
lagsstjóri hafi lagt fram kæru
á hendur innflutningsfyrir-
tæki einu hér í bæ. Fyrirtæki
þetta mun fremur umfangslít-
ið. Mun kæran fjalla um það,
að um misferli sé að ræða í
sambandi við álagningu og
innflutning, og að upplýsing-
ar fyrirtækisins til verðlags-
eftirlitsins hafi verið rangar.
Málið mun enn að mestu ó-
rannsakað, og hefur blaðið
frétt, að sérstakur setudómari
verði skipaður vegna þess.
A NA /5 hnúfor
y/' S V 50 hnútar
Snjókoma > 06 i V Skúrír K Þrumur W/Ml Kutíastrit Hitashi
H Hmi
L LatqÍ
Landnyrðingur / vændum
DJÚP og mikil lægð suðvest-
ur af Reykjanesi, en hæð yfir
NA-Grænlandi. Lægðin hefur
valdið austanstórviðri í Vest-
mannaeyjum (14—15 vindstig
á Stórhöfða). Um hádegi var
an gola í nótt en hvessir aftur
á austan eða NA á morgun,
rigning með köflum.
Faxaflói, Breiðafjörður og
miðin: Austan og síðan NA
stig, en
-4 stiga
farið að draga
hiti kominn upp í 7
annars er víðast 2-
hiti hér á landi.
Eins og kortið ber með sér,
liggja veðraskil frá lægðinni
austur við suðurströnd fslands
og suðaustur um Skotland.
Sunnan við skilin er SV-kaldi
og skúrir, en ný lægð, sem
myndast um 1200 km suðvest-
ur af Reykjanesi, mun valda
norðaustanátt hér á landi inn-
an skamms.
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi
SV-land og SV-mið: Sunn-
veðri, og kaldi eða stinningskaldi, þíð-
viðri.
Vestfirðir: Austan og NA
kaldi, þíðviðri.
Vestfjarðamið: NA átt,
hvassviðri eða stormur á djúp
miðum, slydda eða snjókoma.
Norðurland: Austan eða SA
kaldi, þíðviðri.
Norðurmið: Hvass austan,
rigning eða slydda.
NA-land, Austfirðir og mið-
in: Allhvass austan, rigning.
SA-land og miðin: Austan
gola í nótt en hvass austan og
rigning á morgun.