Morgunblaðið - 04.12.1960, Qupperneq 1
I
40 síður (I. og II.) og Lesbók
47. árgangur
279. tbl. — Sunnudagur 4. desember 1960
Frentsmiðia Morgunblaðsins
Neitar að vera í fram-
boði á lista kommúnista
Símskeyti Sigurðar Kristjánssonar
bátsmanns á Jökultellinu, sem
kommúnistar settu í leyfisleysi á
lista sinn í Sjómannafélaginu
EINS og mönnum er kunnugt
standa nú yfir stjórnarkosningar
í Sjómannafélagi Reykjavíkur.
Xveir listar eru bornir fram,
listi lýðræðissinna, A-listi, bor-
inn fram af stjórn og trúnaðar-
mannaráði og listi kommúnista,
B-Iistinn.
Á lista lýðræðlssinna eru menn
úr núverandi stjórn félagsins, en
fjórir af stjórnarmönnum verða
samkvæmt félagslögum að vera
starfandi í landi, en auk Jjeirra
eru á listanum starfandi sjó-
menn. Allt eru þetta menn, sem
Malinovsky
í ónáð?
DANSKA blaðið Dagens Ny-
heder skýrir frá því, að stutt
athugasemd, sem fram Iiafi
kom.ð í Moskvuútvarpinu fyr
ir nokkrum dögum, hafi kom
ið af stað orðrómi um, að
Rodion Malinovsky marskálk
ur, landvarnaráðherra Sovét-
ríkjanna — og „skuggi“
Krúsjeffs á hinum misheppn
aða „toppfundi" í París sl.
vor — sé nú fallinn í ónáð.
I opinberri tilkynningu,
sem lesin var í útvarpið, var
talað um vara-landvarnaráð-
herrann, A. A. Grechko, sem
.starfandi landvarnaráðherra'.
hafa unnið mikið að félags- og
hagsmunamálum sjómanna.
„STARFANDI SJÓMENN“
Kommúnistar hafa reynt að
draga til sín fylgi með því að
kenna sig við „starfandi sjó-
menn“ og hafa m. a. ráðizt að
gömlum félögum í S.R., sem kos-
ið hafa að undanförnu, fyrir að
vera ekki skráðir á skip meðan
kosning fer fram. I»essir menn
hafa árum saman verið í S.R. og
unnið þar drengilega að hags-
munamálum sjómanna.
SKEYTI SIGURÐAR
1 gær barst skeyti frá Sigurði
Kristjánssyni bátsmanni á Jökul
fellinu, en kommúnistar hafa
skipað honum á lista sinn. Skeyt
ið hljóðar svo:
Jökulfelli, 3/12.
Gerið ómerkt framboð
mitt á B-lista við stjórnar-
kjör Sjómannafél. Reykja-
víkur. Styð A-listann. —
Sigurður Kristjánsson.
Með skeyti þessu er augljóst
að á lista kommúnista hefir nafn
Sigurðar verið tekið í algeru
heimildarleysi. í skeyti sínu fer
Sigurður fram á að framboð hans
sé gert ómerkt. Það er hins veg-
ar félagsleg skylda samkvæmt
lögum S.R. að taka að sér slík
trúnaðarstörf fyrir félagið, en
það er fáheyrt að nöfn manna
Gomúlka tekur undir
við Krúsjeff
um friðsamlega sambúð við kapitalisku
ríkin
VARSJÁ, S. des. (Reuter).
— Pólski kommúnistaleið-
toginn Vladislav Gomúlka
sagði í dag, að kommúnista
leiðtogarnir, sem nýlega
sátu langan leynifund í
Moskvu, hefðu orðið sam-
mála um, að styrjöld væri
ekki lengur óumflýjanleg.
— Gomúlka sagði þetta, er
hann ávarpaði útffund í
Katowice og skýrði frá ráð-
stefnunni i Moskvu, en hann
kom heim til Póllands á
fimmtudaginn. — Svipuð
ummæli viðhafði Walter
Ulbricht, foringi austur-
þýzkra kommúnista, er hann
kom heim til Austur-Berlín-
ar frá Moskvu í gærkvöldi.
Gomúlka sagði m. a. i
ræðu sinni: „Kommúnista-
flokkar og verkalýðsflokk-
ar um heim allan telja, að
baráttuna milli sósíalisma
og kapitalisma, milli hins
nýja og hins gamla heims,
eigi og verði að útkljá með
friðsamlegri keppni milli
hinna tveggja þjóðfélags-
forma“. Þá lét Gomúlka svo
um mælit, að Moskvufund-
urinn hefði leitt það greini-
lega í ljós, að styrjöld milli
þessara tveggja afla væri
ekkj lengur óhjákvæmileg.
séu þannig tekin án vitundar og
vilja þeirra.
HUGUR STARFANDI
SJÓMANNA
Þessi yfirlýsing Sigurðar Krist
jánssonar bátsmanns, sýnir bezt
hug starfandi jómanna til lista
kommúnista, enda mun sjaldgæft
að frambjóðendur eins lista lýsi
yfir stuðningi sínum við annan
lista.
Þetta er aðeins eitt dæmi af
mörgum um skálkabrögð þau,
sem kommúnistar nota sér til
framdráttar innan verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Kennedy skipar
ráðherra
PALM BEACH, Florida, 3. des.
— John F. Kennedy, hinn ný-
kjörni forseti Bandaríkjanna,
tilkynnti í dag, að hann hefði
skipað hinn 62 ára gamla ríkis-
stjóra í South Carolina, Luther
'Todges, viðskiptamálaráðherra
í væntanlegri ríkisstjórn sinni.
— Kennedy gaf út tilkynningu
um þetta, eftir að þeir Hodges
höfðu ræðzt við hér í dag.
Lumumba ■
svartholið
Leopoldville, 3. des.
— (Reuter) —
PATRICE LUMUMBA, sem
fluttur var í járnum til Leo-
poldville í gær, eftir mis-
heppnaða flóttatilraun, hefir
verið fangelsaður í herbúð-
um Kongóhersins í Thys-
ville, um 160 km vestur af
Leopoldville. Er hafður mjög
öflugur hervörður um fanga-
húsið. — Mobutu ofursti og
valdsmaður í Kongó skýrði
fréttamönnum frá þessu í
dag — kvað Lumumba hafa
verið fluttan í nótt til Thys-
ville, og yrði honum haldið
þar, unz hann kæmi fyrir
rétt. í Thysville er ein mesta
herstöð Kongóhersins, og eru
þar að staðaldri um 3 þús-
und hermenn. Yfirforingi í
herbúðunum er Louis Boboso
höfuðsmaður, einn af mestu
vildarvinum Mobutus.
Sardagar í Laos
VIÐ erum orðin því vön
að sjá ófriðlegar myndir
frá Kongó — svarta her-
menn með alvæpni, og
myndir af róstum og upp-
þotum. Það má því segja,
að það sé nokkurt nýnæmi
að sjá jafnfriðsæla mynd
frá þessu hrjáða landi og
hér birtist. — Hún var tek-
in á dögunum á flugvellin-
um í Leopoldville, þegar
Kasavubu forseti kom heim
eftir vel heppnaða för á
Allsherjarþing SÞ í New
York — og hin þriflega for
setafrú heilsaði manni sín-
um með innilegum kossi.
Hver höndln
annarri í
Vientiane, Laos, 3. des.
— (Reuter). —
BORGARASTYRJÖLDIN í
Laos, sem nú hefir staðið um
fjögurra mánaða skeið, harðn
ar nú mjög, að því er virð-
ist. Hafa borizt fréttir af
bardögum á fjórum stöðum
í landinu — og virðast þar
eigast við sitt á hvað sveitir
hlutleysisstjórnar Souvanna
Phouma, herflokkar hins
hægri sinnaða uppreisnar-
upp á mótl
fiandinu
manns, Phoumi Nosovans
hershöfðingja og Pathet Lao-
uppreisnarmenn. Annars eru
fréttir harla óljósar af átök-
um þessum.
★
Fregnir frá Phongsaly í norð-
austurhluta landsins herma, að
til bardaga hafi komið milli
Pathet Lao-manna og herflokka,
sem tryggir eru ríkisstjórninni.
Hefir stjórnarfulltrúinn þar lýst
yfir fullum stuðningi við Souv-
anna Phouma — en hann er tal-
inn mjög andvígur Pathet Lao.
• Pathet Lao-flokkar um-
kringja Luang Prabang
Útvarpið Pathet Lao sKýrði
frá því í gærkvöldi, að flokk-
ar uppreisnarmanna hefðu um
kringt konungshöfuðborgina Lu
ang Prabang í norðurhluta lands
ins, sem undanfarið hefir verið
á valdi manna Nosovans, og ættu
í höggi við herflokka hans í ná-
grenni borgarinnar. Sömu sögu
sagði útvarpið frá Pakading í
I suðurhluta Laos. Þá sagði út-
' varpið einnig, að Pathet Lao-
uppreisnarmenn ættu í bardög-
um við óþekkt lið á Nonghet-
svæðinu skammt frá landamær-
um NorðurVietnam. Virðist þar
helzt vera um að ræða hersveitir
ríkisstjórnar Souvanna Phouma.
ir Niður með Lumumba!
Eins og frá hefir verið skýrt,
var Lumumba fluttur handjárn-
aður til Leopoldville í gær-
kvöldi, ásamt fjórum stuðnings-
rilönnum sínum. 1 þeim hópi
voru tveir fyrrverandi ráðherr-
ar úr stjórn Lumumba, svo og
ein kona. Um 50 Kongóhermenn,
sem voru á flugvellinum, æptu
í kór, þegar fangamir komu út
úr flugvélinni: „Við höfum náð
Lumumba!" — Fangarnir fimm
voru reknir inn í herbil og látn-
ir setjast flötum beinum á pall-
inn. Var þeim síðan ekið til bú-
staðar Mobutus ofursta, en mann
fjöldi, sem safnazt hafði fyrir
utan húsið púaði og æpti: „Nið-
ur með Lumumba!“
ir Lumumba beðið vægðar
1 gær sneru fulltrúar ým-
issa Afríku- ög Asíuríkja hjá
Sameinuðu þjóðunum sér til
Dags Hammarskjölds og báðu
hann að beita áhrifum sínum
til þess að tryggja öryggi Lum-
umba og koma í veg fyrir að
hann verði tekinn af lífi. Hér
var um að ræða fulltrúa Ind-
lands, Arabiska sambandslýð-
veldisins, Gíneu, Ghana, Mar-
okkó, 'Tndónesíu, Kamerún,
Líberíu o. fl. Lýstu þeir áhyggj-
um sínum vegna atburða 1
Kongó síðustu daga og báðu
Hamma’-skjöld að gera allt, sem
Framh. á bls. 2