Morgunblaðið - 04.12.1960, Blaðsíða 5
Sunnudagur 4. des. 1960
MnncrnsnLAÐlÐ
8
f . J.*
:
Ánæg'ð eiginkona og leikkona
— Varaðu þig á Roger
Vadim. Hann er hættulegur
maður og gerir sér leik að
þvi að tæla konur. Hann er ó-
tryggur í ástum og óskamm-
feilnasti maður, sem ég þekki.
Þetta sagði vinur dönsku
fyrirsætunnar Anette Stroy-
ar þau sátu á veitingahúsi við
Champs-Elysées í París. Ann-
ette var þó aðeins þekkt í
heimaborg sinni, sem „Litla
hafmeyjan", því að andlit
hennar, grannur líkaminn og
dreymandi augu, mi-intu svo
mjög á ævintýrapersónu And-
ersens, sem styttan fræga við
höfn Kaupmannahafnar er af.
Nú var Annette komin til
Parísar og ætlaði að freista
gæfunnar, sem fyrirsæta. Það
var einmitt um sömu mundir,
að skilnaðurinn milli leikstjór
ans Rogers Vadim og Brigitte
Bardot var á allra vörum.
Forlögin gripu í taumana og
átta dögum síðar hitti Ann-
ette Roger Vadim í veizlu.
Hann tók rós af nágranna-
borði og myndaði hjarta úr
blöðum hennar á disk Ann-
ette. Þetta var upphafið að
funheitri ást. Um vorið 1958
fékk fékk Vadim lögskilnað
frá Bardot og þá giftu þau
Annette sig við fyrsta tæki-
færi í litlu þorpi á Bláströnd-
inni við Miðjarðarhafið. Dótt-
ir þeirra var þá orðin þriggja
mánaða og litla fjölskyldan
var mjög hamingjusöm.
Nú er þetta liðið. f dag
grætur Annette aðeins, þegar
hún minnist þessara tíma.
Hún er nú komin aftur heim
til foreldra sinna í Kaup-
mannahöfn, með Natalíu dótt-
ur sína, sem nú er orðin
þriggja ára. En hvar er
Nú grætur hún ...
Vadim? Jú, hann sést nú oft á
frægum næturklúbbum í Par-
ís, með Ijóshærðri fegurðar-
dís, en hvort þar er alvara á
ferður verður ekki sagt með
vissu ennþá.
—* Fjölskyldan var liamingjusöm.
90 ára er á morgun, mánudag,
Sigurður Sigurðsson, Grettisgötu
36B.
í dag kl. 3 verða gefin saman
1 hjónaband í Keflavíkurkirkju
Inga Eygló Árnadóttir, starfs-
maður hjá Flugfélagi fslands í
Osló og Jan Erik Mustad frá
Oslo. Sr. Björn Jónsson gefur
brúðhjónin saman.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína, ungfrú Guðrún Odds-
dóttir, Flatatungu, Skagafirði
og Knútur' Ólafsson, Ránargötu
21, Reykjavík.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Alda Sigtryggs-
dóttir, hjúkrunarnemi frá ísa-
firði.
Flugfélag Islands h.f.: — Millilanda-
flug: Sólfaxi er væntanlegur kl. 17.40
i dag frá Kaupmh. og Osló. — Hrím-
faxi fer til Glasgow og Kaupmh. kl.
08:30 i fyrramálið. — Innanlandsflug f
dag: Til Akureyrar og Vestmannaeyja.
*- A morgun: Til Akureyrar, Horna-
fjarðar, Isafjarðar, Siglufjarðar og
Vestmannaeyja.
— Herra minn, þér hafið bjarg
að lífi mínu. Hvernig get ég sýnt
yður þakklæti mitt í verki?
— Gifzt tengdamóður minni
og flutzt til Ástralíu.
Loftleiðir hf.: — Hekla er væntan-
leg frá New York kl. 7, fer til Oslo,
Khafnar og Helsingfors kl. 8:30. I.eif-
ur Eiríksson er væntanlegur frá New
York kl. 8:30, fer til Glasgow og
Amsterdam kl. 10.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: —
Katla er í Vestmannaeyjum. — Askja
er á leið til Leghorn.
SkipadeUd SÍS.: — Hvassafell er á
leið til Rvikur. Arnarfell er á Vest-
fjörðum. Jökulfell er á leið til Grims
by. Dísarfell er á leið til Hamborgar.
Litlafell er í Faxaflóa. Helgafell er á
Akureyri. Hamrafell kemur til Hafn-
arfjarðar 6. þ.m.
Læknar fjarveiandi
(Staðgenglar i svigum)
Erlingur Þorsteinsson til áramóta —
(Guðmundur Eyjólísson, Túng. 5).
Ezra Pétursson til 17. des. (Halldór
Arinbjarnar).
Haraldur Guðjónsson óákv. tíma Karl
Jónasson).
Jón Þorsteinsson til 4. des. (Tryggvi
Þorsteinsson.)
Kristján Sveinsson til mánaðarmóta
(Sveinn Pétursson.)
Sigurður S. Magnússon óákv. tíma —
(Tryggvi Þorsteinsson).
— Flýttu þér nú að vökva
blómin, elskan . . .
★
— í fimm ár vorum við ham-
ingjusöm, konan mín og ég, en
nú er það liðið.
— Nú„ skilduð þið?
— Nei, við fluttum saman aft-
ur.
★
— Hvers vegna eruð þér svona
alvarlegur?
— Ég er að hvíla mig.
— Hvað meinið þér með því?
— Ée er gamanleikari.
Tek að mér gluggaútsillingar. Uppl. í síma 36312 milli kl. 7 og 9 ■á kvöldin, fjögur næstu kvöld. Til sölu borðstofuborð og 6 stólar, mjög ódýrt. Til sýnis Skipasundi 73 í dag og á morgun.
Pedegree barnavagn 4ra—5 herb.
Vel með farinn til sölu á Rauðalæk 63, kjallara, aust urenda. Verð kr. 1700,00. íbúð óskast til lcigu. 4 í heimili. Uppl. í síma 10348 og 50523.
Gírkassi Nýr girkassi til sölu í Stu- debaker vörubíl ’42—-’47. Á sama stað er drif og pinion í Pontiac. Uppl. í s,ma 50271 Hafnarfirði. Til jólagjafa Prjónuð og hekluð barna- föt, einnig krosssaumsmó- tív til sölu á Fjölnisvegi 13, neðstu hæð, eftir ‘kl. 4, — mánudag.
Snúinn stigi 3ja HERB.
til sölu (Notaður) — Uppl. íbúð óskast Uppl. í sáma
í síma 50271. 35901.
Stulka oskast
til eldhússtarfa. — Upplýsingar gefur yfir-
matsveinn á staðnum kl. 13—14 á mánu-
dag.
KJúbburivtn
Lækjarteig 2
SKÁTAR - SKATAR
Ská,tar 16 ára og eldri. — Dansleikur verður halð-
inn í Skátaheimilinu í kvöld kl. 9.
Fjölmennlð K.S.F.R.
Barnakápur og
úlpur
Hagstætt verð
SAUMASTOFAN
Rauðarárstíg 22
Tretdflunar komnar
Skóvinnustofa Gísla Ferdinandssonar
Lækjargata 6 — Álfheimum 6
Sem ný
Donsk borðstofuhúsgogn
úr teak til sölu vegna brottflutnings. Hagstætt verð.
Upplýsingar í Álfheimum 60, 4. hæð. Sími 36418.
Atvinnurekendur
Ungur maður með Verzlunarskólamenntun óskar
eftir atvinnu við verzlunarstörf nú þegar. Xilboð
scndist afgr. Mbl. merkt: „1314“.