Morgunblaðið - 04.12.1960, Qupperneq 6
6
M O tt c rnv n r 4 ÐlÐ
Sunnudagur 4. des. 1960
Indverzkar fisk-
veiðar á kvikmynd
í Reykjavík
%%%%%%%%%%%4l
t%%%%%%%%%%%
SEM kunnugt er hafa íslend-1
ingar kennt ýmsum suðurlanda-
þjóðum fiskveiðar á undanförn-
um árum. Norðmenn hafa einn-
ig tekið þátt i þessari leiðbein-
ingarstarfsemi á vegum FAO, en
þeir hafa gengið sýnu lengra en
Islendingar, því í Suður-Indiandi
eru þrjú fiskiþorp, sem Norð-
menn hafa reynt að koma fót-
unum undir hvað fiskveiðar
snertir. Þessi indversku þorp eru
nokkru fjölmennari en ís'enzk
fiskiþorp, því samanlagður fólks
fjöldi þessara þriggja er 15 þús-
und manns.
Nýlega hitti fréttamaður Mbl.
að máli norskan sérfræðmg í
fiskveiðahagfræði, Gerhard M.
Gerhardsen, fyrrum prófessor,
sem að undanfömu hefur dvalizt
hér á landi. Gerhardsen var í
Indlandi á árunum 1956 til 1958
og vann að skipulögðum leið-
beiningum við fiskveiðar á
svæðinu; sem nefnt var, Skrifaði
hann bók um veru sína þar, sem
nefnist „Norska tilraunin".
— Þessum löndum var mikil
nauðsyn á að læra fiskveiðar
með nýtízku aðferðum, sagði
Gerhardsen. Hjálparstarfsemin,
sem FAO hefur rekið í því skyni,
er mjög mikilvæg, því ef ekkert
hefði verið að gert blasti hung-
urvofan við á næsta leiti. Þegar
ég kom frá Indlandi skrifaði cg
bók, sem ég nefndi „Vopn frið-
arins“. í þeirri bók leitaðist ég
við að sýna fram á hve mikil-
væg þessi leiðbeiningarstarfsemi
sé og hvern skerf hún leggi til
friðsamlegrar sambúðar á jörð-
inni. Hungurvofan hefur komið
mörgum styrjöldum af stað.
Mig langar til að geta
þess, að ég hitti íslendinga
þama suður frá, heldur Ger-
hardsen áfram, m. a. Guðjón
lllugason, skipstjóra. Hann var
að kenna þeim fiskveiðar eins
og þér vitið. Veiðiaðferðirnar,
sem þeir stunduðu áður voru á-
kaflega frumstæðar. Á sunnu-
daginn (í dag) verður sýnd hér í
Gerhard M. Gerhardsen fiskveiða-
hagfræðingur
Reykjavík kvikmynd frá fiski-
þorpunum í Indlandi, sem var
tekin meðan ég dvaldist þar og
mun ég flytja skýringar með
henni. Myndin nefnist „Svip-
myndir frá Indverskum fiski-
veiðum", eða eitthvað í þá áttina
og er sýnd hér á vegum Norsk-
íslenzka félagsins.
— Mig langar til að taka það
fram að lokum, að mér fellur
dvölin hér á landi sérlega vel,
segir Gerhardsen. Ég kom hing-
að til lands í október, en þetta
hefur líka verið einmuna tíð,
bætir hann við.
Góðvon, Grænlandi, 29. nóv. —
(Reuterú - Grænlendingar furða
sig á þeirri óvanalegu góðu tíð
sem verið hefur í haust. En nú
hefur komið upp vandamál hjá
þeim. Ef ekki snjóar neitt fyrir
jól, geta skíðaflugvélar ekki lent
hjá Góðvon og þá kemst enginn
jólapóstur þangað.
ÚRSLIT:
Bókabúð Keflavíkur (Guðm.
Ingólfsson) 508 st., Jökull' h.f.
(Ragnar Karlsson) 494 st.,
Dráttarbraut Keflavíkur (Gunn-
ar Sveinsson) 491 st., Trésm.v.
Þórarins Ólafss. (Guðni Bjarna-
son) 489 st., Olíusamlag Kefla-
víkur (Þórhallur Helgason) 487
st., Keflavík h.f. (Sæmundur
Einarsson) 480 st., Verzl. Stapa-
fell (Jón G. Pálsson) 479 st.,
Olíufélagið Skeljungur (Sigurð-
ur Árnason) 478 st., Verzl. Aggi
& Guffi (Jón Nordquist) 475 st.,
Verzlunin Fons (Gestur Auð-
unsson) 465 st., Rafveita Kefla-
víkur 464 st., Matstofan Vík 461
st., Gunnarsbakarí 459 st., Bif-
reiðastöð Keflavíkur 457 st.,
Sérleyfisb. Keflav. 451 st., Verzl.
Breiðablik 450 st.
A ¥ ♦ *
EINS og öllum er kunnugt er
mikill áhugi fyrir bridge í
Bandaríkjunum. Fara því oft
fram keppnir milli hinna ýmsu
ríkja, svo og milli stórborga. —
Nýlega fór fram keppni milli
New York og Los Angeles, sem
endaði með mjög naumum sigri
Los Angeles 115—106. Nokkrir
af beztu spilurum Bandaríkj-
anna voru meðal keppenda og
var þá eftirfarandi spil, sem er
einkar skemmtilegt, spilað.
A —
¥ Á D 9 8 4
♦ K D G 6 2
♦ 10 6 3
A Á
ADG63 N ¥7652
¥ G 10 3 V A4 Á 10 7 5
♦ 9 8 4 s 3
* G 5 2---------* Á 9 7
AK 10 987542
¥ K
♦ —
* K D 8 4
Á báðum borðum sagði Suður
4 spaða eftir að Austur hafði
opnað á einum tigli. Vestur tvö-
Frh á bls. 23
I MANNLEGUM heimi hefur öllu verið snúið við. Það
er ekki neitt sérlega þægileg aðstaða. Sú var tíðin, að
heimurinn var siðmenntaður, sem merkir það, að
samningar voru haldnir í heiðri og sáttmálar virtir.
Öryggi gerði gleði og starf mögulegt. Auðvitað ól
heir' urinn þjófa og morðingja, en þeir voru fyrirlitn-
ir, hundeltir og látnir sæta refsingu að lokum.
Frá 1914 hefur menningunni sífellt hnignað og í
dag er hún á barmi algers hruns. Á því herrans ári
1960 tákna hátíðlegir samningar sumstaðar í heimin-
um alls ekki neitt. Þjóð undirritar sáttmála og rýfur
hann tveimur vikum síðar. Maður gæti ætlað, að al-
þjóðadómstólar og ráð myndu skerast í leikinn, til efl-
ingur lögum og rétti. Alls ekki. Fórnardýrinu er sagt
að samþykkja ránið.
Þangað til nú fyrir skemmstu var hægt að reisa
verksmiðjur og gera skurði í öðru landi, með sam-
þykki stiórnar þess og fá leyfi til fleiri ára. Hagnað-
urinn var gagnkvæmur. Þeir, sem framkvæmdirnar
gerðu, vonuðust eftir gróða; landið efldist og auðgað-
ist. Arið 1960 getur ríkisstjórn hrifsað til sín erlendar
eignir og rekið erlenda tæknifræðinga fyrirvaralaust
úr landi, gegn allri góðri trú, velsæmi og heilbrigðri
skyusemi. Hvað skeður? Alls ekki neitt! Borgaraleg-
um iögum er ekki lengur beitt. Réttur frumskógarins
er allsráðandi.
Sumir tala um „pólitísk hyggindi“ og ráðleggja
sjálísánægju. Við skulum ekki láta okkur detta í hug,
að menning geti lifað og þróazt við slík skilyrði. —
Menning var byggð á virðingu fyrir lögum og sam-
eiginlegri siðfræði. Enginn dómstóll í menningarlandi,
hvorki austrænu né vestrænu, heimilar neinum að
steia re’ðhjóli, meðan eigandi þess er fjarverandi. —
Engin menning getur, sér að skaðlausu, einskisvirt
helgi sáttmála og borgaralegra samninga.
Hlutverk Sameinuðu þjóðanna er að halda við
verðmætum, sem sannað hafa gildi sitt í gegnum ald-
irnar Þær reyna mjög viturlega að koma aftur á lög-
um og reglu í róstursömum heimshlutum. En þær
munu aldrei ná neinum varanlegum árangri nema því
aðeins að þær komi líka einlægni og trúnaði í heiðurs-
sessmn aftur. Ef samningur, sem undirritaður er af
frjálsum vilja, hefur ekkert gildi, ef menn og eignir
njóta engrar verndar, þá hverfum við aftur til sið-
leysis. —
Svo eftir hrun menningar okkar munu þeir fáu,
sem eftir lifa, harma þá tíma, þegar lög voru virt. Svo
murm þeir hægt, hægt, á mörgum öldum, reyna að
endurreisa það, sem við áttum — það sem við látum
nú Hrörna og eyðast, ekki af slæmum vilja, heldur
vegna þrekleysis og heimsku.
Einstaklingur eða heimur getur kannski lifað ....
en ekki lengi. •
* Nokkur
næturgestur
Gamansögur ganga nú
manna á milli um yfirheyrsl-
ur fulltrúa manntalsins og
svörin sem þeir eiga að hafa
fengið sums staðar, er þeir
gengu í hús 1. des.
Teljari heimsótti unga
stúlku, sem býr ein. Hún gaf
greið svör við því hvernig
erni hún hefði, hvernig hún
hún baðaði sig; hvernig sal-
eldaði ofan í sig matinn
o. s. frv. Þó sagði hún Vel-
☆
vakanda, að sér hefði ekki
farið að lítast á blikuna þeg-
ar spurt var: — Verður nokk-
ur næturgestur hér í nótt?
• Hálka gerð af
mannavöldum
í vetur hefur ekki oft verið
hált á götunum hér í Reykja
vík, sem betur fer. En komið
hefur þó fyrir að einstaka
verzlanir hafi sinn eigin
hálkublett fyrir utan hjá sér.
Það verður með þeim hætti,
að sýningargluggarnir eru
þvegnir úr vatni, sem svo
frýs_ á gangstéttinm. Slíkir
hálkublettir eru þeim mun
hættulegri, að fólk varar sig
ekki á þeim, þegar gatan er
annars skraufþurr.
Fyrir nokkru sá ég konu
detta illa á slíkri hálku fyrir
framan verzlun eina. Hún féll
á hnén, setti sundur sokkana
sína og hruflaði sig á fót-
um, en virtist sem betur fer
ekki haf^, hlotið meiri meiðsli
af þessari byltu.
Vil ég því koma þeirri áskor
un á framfæri við buðarfólk,
að það þvoi ekki sýningar-
gluggana úr vatni, ef til mála
getur komið að það frjósi.
Ekki þurfa gluggarnir að vera
óhreinir fyrir það, því eins
má heinsa rúðurnar með efn-
um, sem þorna á þeim og
síðan eru þurrkuð af.
• Mögugilshellir
í hættu
1 nýútkomnu hefti af Nátt-
úrufræðingnum skrifar Guð-
mundur Kjartansson grein,
þar sem hann bendir Nátt-
úruverndarráði á að Mögu-
gilshellir í Fljótshlíð sé í
hættu, ef ekki verði að gert
og geti þá og þegar gereyði-
lagst af völdum aurburðar
lækjarins, sem rennur fyrir
hellismunnan, en allt heillis-
gófið liggur lægra en lækur-
inn.
Um helli þennan seglr
hann: „Ég held, að flestir,
sem skoðuðu Mögugilshelli,
vel upp lýstan með kertaljós-
um, yrðu mér sammála, að
hann sé ekki aðeins sérkenni-
legasti, heldur einnig einhver
fegursti hellirinn hér á landi“.
Og um hættu þá sem hell-
inum er búin: „Ekki þarf
nema eitt hlaup í viðbót,
sams konar og þar varð í vet-
ur, til þess að hellismunninn
fari í kaf í aur. Hellirinn mun
þá enn fyllast af vatni, og
hæpið er, að það sigi nokkum
tíma úr honum aftur, þegar
lækjarbotninn er orðinn
hærri en hellismunninn. Ef
til vill eru nú í haust síðustu
forvöð að skoða Mögugils-
helli. Þó getum við vonað, að
hann þrauki af þennan vetur
og jafnvel nokkra hina
næstu“.