Morgunblaðið - 04.12.1960, Side 12

Morgunblaðið - 04.12.1960, Side 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. des. 1960 lltoqgiistMftMfr Utg.: H.f. Ai-vakur RevkjavUt. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar- Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arm Ola, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 2? 180. Askriftargjald kr 45.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VÍTI TIL AÐ VARAST UM þessar mundir eru tvö ár liðin, síðan vinstri stjórnin hrökklaðist frá völd- um. Sú stjórn hafði lofað miklu. Hún hafði fyrst og fremst heitið þjóðinni því að sigra dýrtíð og verðbólgu með raunhæfum úrræðum og með hagsmuni verðalýðsins fyrir augum. Allir muna hvernig þetta tókst. Vinstri stjórninni mis- heppnaðist gersamlega að gera nokkuð að gagni til lausnar efnahagsvandamálun um. Kák hennar og víxlspor í þessum málum leiddu þvert á móti til stórkostlegra erfið- leika, óðaverðbólgu, vaxandi dýrtíðar og hrikalegri halla- reksturs atvinnutækjanna en nokkru sinni fyrr. Þetta lán- leysi og glæfraspil vinstri stjórnarinnar undir forystu Framsóknarflokksins bitnaði að sjálfsögðu á allri þjóðinni. En það kom harðast nið- ur á þeim, sem ríkisstjórn in hafði gefið hátíðlegust loforð um að gera mest fyrir, verkalýðnum og launalægri launþegum í landinu. Afleiðing óstjórnarinnar Það er af óstjórn og verð- bólgustefnu vinstri stjórnar- innar, sem þjóðin sýpur í dag seyðið. Þær ríkisstjórn- ir, sem tóku við af vinstri stjórninni, urðu að gera víð- tækar ráðstafanir til viðreisn ar, til þess að koma í veg fyrir algert hrun, atvinnu- leysi og upplausn í þjóðfé- laginu. Sjálfstæðismenn hafa aldrei dregið dul á það, að þessar nauðsynlegu viðreisn- arráðstafanir, hlutu að hafa í för með sér ýmiskonar erf- iðleika og nokkra skerðingu kjara almennings fyrst í stað. En þær voru engu að síður lífsnauðsynlegar til þess að forða öðru verra. — Eitt gott En eitt gott hefur þó hlot- izt af starfi og stefnu vinstri stjórnarinnar. Þjóðin veit nú, hvers má vænta af slíkri stjórn. íslendingar vita nú, að Framsóknarmenn, komm- únistar og Alþýðuflokks- menn eiga enga sameiginlega stefnu, sem feli í sér mögu- leika til þess að stjórna þjóð- félaginu af viti og ábyrgðar- tilfinningu. BARNALEG GLÁMSKYGGNI 17 Y R IR nokkrum vikum * komst einn af áhrifamestu hernaðarsérfræðingum kín- versku kommúnistastjórnar- innar þannig að orði, að það væri „barnaleg glámskyggni“ að halda, að hægt væri að komast hjá styrjöld milli sér- eignarskipulagsins og vest- rænna lýðræðisþjóða annars- vegar og hins kommúníska skipulags hinsvegar. Þessi hernaðarsérfræðing- ur kveið, að því er virtist, ekkert mjög mikið fyrir slíkri styrjöld. Hann huggaði sig við það að „austanvind- urinn er vestankulinu yfir- sterkari“! Þessi yfirlýsing talsmanns Peking-stjórnarinnar þarf ekki að koma neinum á óvart. Málgögn hennar lýstu því yfir á sl. vori, að í raun og veru þyrftu Kínverjar ekki að óttast kjarnorku- styrjöld svo mjög. Að henni lokinni mundu a. m. k. 300 millj. Kínverja verða á lífi. og gætu þeir þá tekið til við að byggja upp „fagra fram- tíð“ ser til handa og haldið áfram að útbreiða kommún- ismann. Enginn friðardúfutónn Það er ekki hægt- að segja að það sé neinn friðardúfu- tónn í þessum yfirlýsingum kínverskra kommúnista. Þeir halda því blákalt fram, að styrjöld milli lýðræðissinn- aðs séreignarskipulags annars vegar og hins kommúníska skipulags hinsvegar sé óhjá- kvæmileg. Um þetta hefur staðið yfir fundur kommún- istaleiðtoga frá 81 ríki í Moskvu undanfarið. Er hon- um nýlega lokið. Áttu þar m. a. sæti tveir íslendingar, þeir Einar Olgeirsson og Kristinn Andrésson. Auðsætt er, að meginhætt an, sem steðjar að heims- friðnum í dag er frá hin- um alþjóðlega kommún- isma. UTAN UR HEIMI Atlaga ÍTALSKUR kvikmynda- iðnaður á nú í allmiklu stríði við yfirvöldin, eða þá, sem hafa með höndum eftir- lit með kvikmyndum. Bak- grunnur þessara vandræða er sú vafasama frægð, sem hin umdeilda mynd Federico Fellinis, „Hið ljúfa líf“, hefir hlotið úti um heiminn. — Auk þess sem ítölsk stjórn- völd hafa bannað, að brezk- bandaríska kvikmyndin „Hið rómverska vor frú Stone“ verði tekin í höfuðborg ítalíu, eins og fyr-irhugað var, hafa yfirvöld látið til skarar skríða gegn fimm nýj- um, ítölskum myndum — hvorki meira né minna. ■A" „Myrkvuð“ atriði JVTyndin „Rocco og bræður hans“, sem lýsir ævintýrum suð- ur-ítalskrar bændafjölskyldu í stórborginni, slapp „ósködduð" gegnum kvikmyndáeftirlit ríkis- ins, en þegar myndin kom til Milano, þar sem saga hennar ger ist, greip hinn opinberi saksókn- ari þar í taumana. Með tilvísun til ritskoðunarlaga, sem raunar eru frá tímum fasismans, krafð- ist hann þess, að sleppt væri viss um atriðum úr myndinni. Er nú sá háttur á hafður, að umrædd atriði eru „myrkvuð", þegar Atriði úr kvikmyndinni „Rocco og bræður hans“, sem Milano- búar fá ekki að sjá óskerta. gegn ítölskum myndum myndin er sýnd — og verða á- horfendur því að beita eigin hug myndaflugi og geta sér til um, hvað ee að gerast í myndinni, meðan dimmt er. Yfirvöldin í Milano erfið Önnur kvikmynd, „Ævintýr- ið“, sem hefir hlotið hinar ágæt- ustu viðtökur í ýmsum ítölskum borgum, svo og í París, og fengið mörg og fögur viðurkenningar- orð hjá gagnrýnendum, hefir mátt steyta á sama steini. — Að kröfu fyrrgreinds saksóknara í Milano, hefir verið bannað að sýna myndina þar — og hún dæmd kiámfengin. — Ekki hefir þriðja myndin, „Hinn svarti dag- ur“ farið betur út úr því — og enn eru það yfirvöldin í Milano, sem gera kvikmyndamönnum líf- ið leitt. Sýningar á þessari mynd I * * Italskur kvik- myndaiðnaður d í stríði við kvik- myndaeflirli ið - og er það eftirleikur við deilurnar um „Hið ljúfa líf“ Fellinis hafa verið stöðvaðar fyrst um sinn, á meðan beðið er úrslita mála, sem höfðuð hafa verið gegn framleiðanda myndarinnar, leikstjóranum og höfundi kvik- myndahandritsins — en hann er enginn annar en hinn heims- frægi rithöfundur, Alberto Mora- via. — Loks er það svo Cayatte- myndin „Hinum megin Rínar“, sem aðeins er leyft að sýna, ef viss atriði eru klippt burtu, —. og spánný mynd, „II Gobbo“, sem kvikmyndaeftirlitið stöðvaði alveg þegar í stað. Andúð kvikmyndamanna og rithöfunda Þessi atlaga gegn ítölskum kvikmyndum hefir vakið mikla reiði og andúð meðal kvikmynda manna og rithöfunda þar í landi. Sum hinna stærri, ítölsku kvik- myndafélaga yfirvega það nú i alvöru að flytja alla starfsemi sína burt frá Ítalíu — og þá sennilega annaðhvort til Frakk- lands eða Spánar. Og ítalsnir rit- höfundar ræða nú um rottækar aðgerðir með það fyrir augum, að fá setta nýja, allsherjarlög. gjöf um ritskoðun, kvikmynda- eftirlit o. s. frv. — eða a. m. k. reglugerð, er komi í veg fyrir, að einn aðili í landinu geti bann- að það, sem annar hefir leyft. Krefjast þriggja sæta GENF, 28. nóv. — Ráðstjórnar- ríkin krefjast þess að fá þrjú sæti í hinni sjö manna eftirlitsnefnd, sem stungið hefur verið upp á að hefði umsjón með öllu eftirliti, ef samkomulag næðist um sáttmála um bann við kjarnorkutilraun- um. Það er krafa Ráðstjórnarinn ar að hafa jafnsterka aðstöðu í nefndinni og fulltrúar Breta, Bandaríkjamanna og þriðju lýð- ræðisþjóðarinnar. Sjöunda sætið ætti síðan að falla í skaut ein- hverju „hlutlausu” ríkjanna. Auk þeirra mynda, sem frá segir hér á síðunni, er talið að ein nj kvikmynd til, „II bell’ Antonio“ kunni að komast í kast við yfirvöldin. — Myndin að ofan er af einu atriði úr þessari kvikmyna. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.