Morgunblaðið - 16.12.1960, Blaðsíða 1
24 síðtnr
47 árgangur
289. tbl. — Föstudagur 16. desember 1960
Prentsmiðia Morgunblaðsins
Krónprinsinn stjórnar byltingunni
— og sagður
konungur
Eþiópíu
London, Kóm, Nairobi og Aden,
' 15. des. — (Reuter-NTB-AFP).
Z.JÓST er nú orffið, aff stjórnar-
bylting var gerff í Eþíópíu í gær
•g, aff krónprinsinn Asfa Wass-
en er einn af forvígismönnum
hennar. Hafa óljósar fregnir bor-
izt af vopnaviðskiptum í Addis
Ababa.
Útvarpiff í Addis Ababa til-
fcynnti snemma í dag, aff Wassen
væri nú konungur land ins, en
forsætisráffherra hinnar nýju’
Frh. a bls. 2.
Flóttamaðurinn Peter Klatt (t. h.) á Skjaldbreiff, en Sigurður Norffdahl fulltrúi útlendingaeftirlitsins er meff honum. — z
Undirbjó flótiann
í tvö til þrjú úr
Flóttamaðurinn lýsir flokks-
einræðinu í Austur Þýzkalandi
Flóttamaffurlnn á lelð til yfir-
heyrslu hjá sakadómara, í
fylgd meff fulltrúa útlendinga
eftirlitsins. Hann bíður nú
úrskurðar um þaff hvort hann
fái hæli hér.
— ÉG hafði ákveðið og und-
irbúið að flýja frá Austur-
Þýzkalandi fyrir tveimur til
þremur árum, sagði ungur
og ákaflega viðfelldinn mað-
ur við fréttamenn Mbl.
Blaðamennirnir höfðu
gengið upp á herbergi á
Hótel Skjaldbreið, þar sem
austur-þýzki 21 árs gamli
Konungur Nepals
tekur alrædisvald
Katmand.hu, Nepal, 15. des.
— (Reuter — NTB) —
MAHENDRA, konungur í
Nepal, lét í dag taka stjórn
landsins höndum, leysti upp
þingið og tók sér í hendur
alræðisvald.
t I útvarpsávarpi, sem hann
flutti í dag kvaðst hann ekki
eiga annars úrkosta en taka
sér öll völd um sinn.
Atburður þessi kemur
mönnum víðast á óvart, enda
þótt orðrómur væri á kreiki
fyrir skemmstu um að skor-
Framhald á bls. 12.
flóttamaðurinn Peter Klatt
bjó og beið eftir því að ís-
lenzk lögregluyfirvöld felldu
úrskurð um það, hvort hann
fengi hér hæli sem pólitísk-
ur flóttamaður.
Eintóm ósannindi.
— En skipstjórinn á þýzka
togaranum sagði okkur í gær-
kvöldi, að þér hefðuð verið
tældur með víni, tóbaki og kven
fólki til að strjúka. Það væri
félagsskapur eða samsærismenn,
sem störfuðu hér að því að ginna,
austur-þýzka sjómenn í land.
— Þetta eru allt tóm ósann-
indi. Ég hafði fyrir löngu ákveð-
ið að flýja, af því að ég gat ekki
sætt mig við ógnarstjórn sósíal-
ista í Austur-Þýzkalandi. Með
þetta í huga fór ég að ráða mig
sem matsvein á fiskibáta. Fyrst
komst ég aðeins á litla fiskibáta,
sem veiða með ströndinni, en
ég vonaði að einhvern tíma
kæmist ég á stærri skip, sem
sigldu til fjarlægari landa. Þá
vonaði ég að skipipð sem ég
væri á kæmi einhvern tíma í
útlenda höfn og þá ætlaði ég
að láta kylfu ráða kasti.
— Svo hefur yður orðið að von
yðar.
— Já( eftir að ég hafði lokið
sumarfríinu nú í haust, var ég
ráðinn matsveinn á nýtt skip
og var það úthafstogarinn Er-
furt. Auðvitað hafði ég ekki
hugmynd um það fyrirfram, að
hann myndi koma í höfn á ts-
landi, en vonaði það bezta, og
tók með mér ýmsa muni sem ég
vildi hafa með mér. Svo gekk
þetta allt eins og í sögu. í fyrstu
ferðinni bilaði skipið og ég varð
frjáls maður í Reykjavíkurhöfn.
Fangelsi og eriíðleikar.
— Enginn á skipinu hafði hug
mynd um flóttaáætlunina?
— Nei, þá hefði ég verið í
mikilli hættu. Þá hefði ég aldrei
fengið að fara í land, heldur
verið lokaður inni.
— Og er það rétt, sem skip-
stjórinn sagði, að þér gætuð
komið aftur á skipið, eins og
ekkert hefði ískorizt, haldið
áfram vinnunni og þyrftuð ekki
að óttast neinar ofsóknir.
Framh, á bls. 3.
Prinsesson
trúlofnst
STOKKHÓLMI, 15. des. —
(NTB). — Sænska prinsess-
an, Brigitta, næstelzta dótt-
ir Sibyllu prinessu og hins
látna Gustafs Adolfs hefur
trúlofast þýzkum prinsi,
Johanni Georg af Hohen-
zollern. Trúlofunin var
kunngerff opinberlega í dag.
Þrjú skip brenna á Bosporussundi
90 farast
Istambul, lJf. desember.
— (NTB — Reuter) —
M I N N S T 90 manns hafa
farizt í stórbruna er varð
á Bosporussundi í dag, er tvö
tankskip, júgóslavneskt og
grískt, rákust saman. Miklar
sprengingar urðu í skipun-
um, sem loguðu brátt stafna
í milli. Þau festust saman
við áreskturinn og rak þann-
ig á þriðja skipið, tyrkneskt
vöruflutningaskip. Brcnnandi
olíu bar að ströndinni og
flýði fólk hús sín, þau er
næst voru ströndinni, af ótta
við að í þeim kviknaði.