Morgunblaðið - 16.12.1960, Side 13

Morgunblaðið - 16.12.1960, Side 13
Föstudagur 16. des. 1960 MORCTJlSrtLAÐlÐ 13 Fjárhagsáœtlu r Reykjavíkur 1961 afgreidd Fjölþœtfar framkvœmdir munu auka lífsþœgindi og þjónusta borgaranna Öflug og farsœl forus'a Sjálfstœðismanna í bœjarmálum \Minni hagsýsla og ráðhús í Garðahreppi i iillögur minnihlutans \ I > BÆJARSTJÓRN Reykjavík- I «r hóf aðra umræðu um fjár hagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 1961 klukkan 9 gær- morgun. Stóðu umræður í allan gærdag og fram á nótt. Borgarstjóri Geir Hallgríms- son gaf fyrst yfirlit yfir áætlaðar tekjur og gjöld á þessu ári, en síðan hófust um ræður um einstaka liiði og til lögur fjárhagsáætlunarinnar. VIÐ fyrri umræðu um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurbæjar árið 1961 gat ég þess að við síð- ari umræðuna mundi ég leggja fyrir bæjarstjórnina áætlun í. stórum dráttum um rekstrar- reikning bæjarsjóðsins á líðandi ári. Þegar athugað er það yfir- lit, sem nú verður gefið um þessi efni, ber að hafa í huga, að enn vanntar töluvert á, að öll útgjöld ársins hafi verið færð til reiknings, og eru því niðurstöðutölur byggðar að nokkru leyti á áætlun. Má þó geta þess, að á undanfömum ár- um hafa þessar áætlanir um niðurstöðutölur reikningsins reynzt mjög nálægt því, sem endanlegt reikningsuppgjör sýndi. Af þessu yfirliti sést, að heild- artekjur munu verða tæpum 8 millj. kr. meiri en áætlað var, en gjöldin standast áætlunina nákvæmlega, eru 32 þús. kr. undir henni. Yfirfærslur á eignabreytingu til verklegra framkvæmda, af- borgana o. fl. verður því 8 millj. kr. hærri en áætlað var, eða 50 millj. kr. í stað 42 millj. kr. — Borgarstjóri vék síðan að hol- ræsa- og gatnagerð, sem hefði verið mjög mikil á árinu, en þó væri áætlað að auka fram- kvæmdir enn á næsta ári, þann- ig að þá verði tilbúnar bygg- ingarlóðir fyrir 7—800 íbúðir, en að vísu mikill hluti þeirra í fj ölbýlishúsum. Borgarstjóri gat þess, að á næsta ári yrði lögð áherzla á að fullgera götur og varið til þess 14 millj. kr. Ljóst er, að mikil og brýn verkefni bíða á því sviði, sagði borgarstjóri. Talið er, að um næstu áramót verði lengd mal- bikaðra gatna í bænum um 52 km. eða 38% gatnakerfisins skv. skipulagi ,en lengd malarbor- inna gatna 85 km. eða 62% gatnakerfisins. Hefur það hlutfall haldizt undanfarin ár, en við aukna gatnalengd í bænum hafa mal- arbornar götur lengzt í km. 1 því sambandi ber að taka fram, að undanfarin ár hafa einkum verið malbikaðar aðal- umferðargötur, sem eru tví- eða þríbreiðar, og kemur því ekki fram réttur samanburður, þegar Samtals 261.882 269.940 miðað er við gatnalengdir í stað flatarmáls gatna. Ennfremur er rétt að leggja áherzlu á, að malarbornar göt- ur í nýju hverfunum eru því sem næst tilbúnar undir mal- bikun án frekari aðgerða, og ber því að taka með í reikning- inn þann góða undirbúning und- ir malbikun, gagnstætt því sem um er að ræða í eldri bæjar- hverfum, þegar rætt er um, hvort bilið milli malargatna og malbikaðra gatna eykst eða minnkar. Tilgangur með skiptingu fjár- ins samkv. liðnum „Nýjar göt- ur“ í fjárhagsáætlun, annars vegar í götur í nýjum hverf- um, kr. 6 millj., og fullnaðar- frágangur gatna, 14 millj. kr., er sá, að með því sé sú stefna mörkuð, að malarbornar götur lengist helzt ekki frá því sem nú er og í framtíðinni megi með auknu fjármagni malbika allar götur bæjarins. Talið er, að kostnaður við að fullgera götu endanlega sé í eldri hverfum bæjarins þrefalt meiri en kostnaður við gerð malarborinna gatna, — en í nýju hverfunum þó ekki nema tvöfalt rneiri, — þannig að með því, að verja nú á næsta ári meira en tvisvar sinnum hærri upphæð í fullnaðarfrágang gatna en í malarbornar götur, ættu malarbornar götur ekki að þurfa að lengjast. Borgarstjóri gat þess að sam- tals mundi kostnaður við mal- bikun allra gatna í bænum nema nálægt 400 millj. kr. LVíitt mun reynast að afla alls þess fjármagns með útsvör- um á bæjarbúa, og er vissulega rétt að kanna aðrar fjáröflunar leiðir. Þar á meðal ber að nefna, að sanngjarnt virðist, að sveit.ar- félög fái hlutdeild í benzínskatti, einkum ef honum verður var- íð í vaxandi mæli til vegafram- kvæmda í landinu. í öðru lagi má ætla að fast- eignaeigendur vildu taka nokk- urn þátt í kostnaði við fu'Unað- arfrágang gatna við hús sín um fram aðrar greiðslur, ef gatna- gerðarframkúæmdum væri þá lokið við hús þeirra langtum fyrr en ella. Er það kunnara en frá þurfi að segja_ að verðmæti fasteigna hækkar og notagildi þeirra eykst við fullnaðarfrá- gang gatna. Áður en ég læt máli mínu lok ið um gatnagerðarframkvæmd- ir, þá vil ég leggja áherzlu á, að nauðsynlegt er að fyllstu hagkvæmni sé við þær beitt og nýjustu tækni. — í þeim til- gangi hefur verið ráðizt í kaup á grjótmulningstækjum og er ætlað til þeirra á fjárhagsáætl- un kr. 5.7 millj., og komi þar lántaka á móti, að upphæð kr. 3,7 millj. Nýlega hefur nefnd kunnáttu manna um gatnagerðarmál lokið störfum á vegum bæjarins og hafa og verða ábendingar henn- ar hagnýttar, eftir því sem fært þykir. — Þá hafa-.bæði erlend- ir gatnagerðarsérfræðingar kom ið hingað til leiðbeiningar og ís- lenzkir verkfræðingar kynnt sér framkvæmdir og verklag erlend is í gatnagerðarmálum. Þá er rétt að taka það fram, að ég teldi það afar mikilvægt, að bærinn byði út holræsa- og gatnagerðarframkvæmdir á sama hátt og gert hefur verið í hitaveituframkvæmdum, og gæfi verktökum kost á að fá leigðar vélar og tæki bæjarins á fullu markaðsverði. Borgarstjóri ræddi síðan um skólabyggingar, en þeirra verð- ur nánar getið hér í blaðinu síðar. Ræðumaður drap þá á bygg- ingu bæjarsjúkrahússins og sagði m. a.: Með 5—6 millj. kr. framlagi á ári mundi þessi áfangi vera 8 ár í smíðum, en á hinn bóg- inn er bæjarsjóði um megn að stórhækka framlög sín svo sem nauðsyn í raun og veru krefur. Rekstrarreikningur bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1960 (Áætlun) Fjárhags- áætlun 1960 Reikningur TEKJUR. þús. kr. þús. kr. 1. Tekjuskattar 242.422 2. Fasteignagjöld 14.500 15.000 3. Ýmsir skattar 1.200 1.186 4. Arður af eignum 4.271 4.650 5. Arðer af fyrirtækjum 6.102 6.102 6. Ýrnsar tekjur 445 580 Samtals 261.882 269.940 Fjárhags- * áætlun 1960 Reikningur GJÖLD: þús. kr. þús. kr. 1. Stjórn kaupstaðarins 13.700 2. Löggæzla 13.250 3. Brunamál 4.600 4. Fræðslumál 27.370 5. Listir, íþróttir og útivera .... 10.937 11.000 6. Hreinlætis- og heilbrigðismál .. 28.946 29.080 7. Félagsmál 75.696 74.520 1 s Gatna- og holræsagerð 35.785 37.280 9. Fasteignir 4.430 4.600 10. Vextir 800 680 11. Önnur gjöld 1.400 1.770 12. Framiag til Strætisvagna Reykjavíkur .. 2.000 2.000 219.882 219.850 Fært á eignabreytingu til verk- legra framkvæmda .................... 42.000 50.090 Er því mjög til athugunar, hvort hægt er að afla lánsfjár^ þar txl vangoldið framlag ríkissjóðs fæst greitt, svo taka megi nokk- urn hluta Bæjarsjúkrahússins í notkun innan þriggja til fimm ára. Það er rétt að það komi skýrt fram, eins og raunar hefur verið lýst hér áður, að þegar bæjar- stjórnin hafði fyrst uppi áætl- anir um byggingu Bæjarsjúkra- hússins, var leitað samst^irfs við ríkisstjórn og stjórnendur Lands spítalans óg annarra áhuga- manna um sjúkrahúsmálefni í bænum, en þá virtist ekki grund völlur fyrir samstarfi um sjúkra húsbyggingu. Bæjarsjúkrahús- ið var því komið áf stað, áð- ur en viðbótarbyggingin við Landsspítalann var hafin. Það er rétt að þetta komi skýrt fram vegna þeirrar gagnrýni, að ekk- ert vit sé í því að hafa margar sjúkrahúsbyggingar í gangi, sem standi svo óloknar í miðjum kliðum vegna fjárskorts. Borgarstjóri kom víða við í ræðu sinni, en vegna rúmleysis í jólaönnunum er ekki hægt að rekja fleiri atriði ræðu hans, en í niðurlagi hennar segir: Eftir að ég hef nú rakið helztu framkvæmdir bæjarsjóðs og stofnana hans á yfirstandandi ári og næstu framtíðarfyrirætlanir, þá má búast við gagnrýni á stjórn þessara mála fyrir of mikla fjárfestingu, að bæjar- búar og þjóðin hafi tæpast efni á svo miklum framkvæmdum, um leið og verið er að treysta grundvöll þjóðarbúskaparins og skapa heilbrigt efnahagskerfi í landinu. En ég hygg, að þegar menn hafa í huga hinar margvíslegu þarfir borgaranna og atvinnu- lífsins, sem njóta góðs af og kalla á þessar framkvæmdir, þá geti þær létt bæjarbúum og þjóðinni lífsbaráttuna og bætt lífskjörin í nánustu framtíð. Aðrir munu koma hér og gagn rýna þessar framkváemdir og fyrirætlanir fyrir það, að of skammt hafi verið gerjgið og of skammt eigi einnig að fara í framtíðinni. Þeirri gagnrýni vildi ég svara á þá leið, að það hefur verið talið einkenni lýðræðisstjórnar, að hinir kjörnu fulltrúar gerðu sér ávallt ljóst, að þeim væri falið fé borgaranna til meðferð- ar til að fullnægja sameiginleg- um þörfum þeirra, þörfum, sem hið opinbera gæti betur innt af hendi en einstaklingar og félaga samtök þeirra. Þess vegna er það ávallt hiut skipti hinna kjörnu fulltrúa að vega og meta annars vegar gjald þol - borgaranna og hins vegar, hverjar hinar sameiginlegu þarf ir borgaranna eru brýnastar. Ekki verður fleiri þörfum full- nægt en gjaldþol bæjarbúa leyfir. Geta bæjarsjóðs takmarkast á árinu 1961 við þá meginreglu, sem liggur til grundvallar fjár- hagsáætlun þess árs og lýst var við 1. umræðu, að útsvör 1961 skyldu ekki vera hærri en á yfirstandandi ári, þegar þau lækkuðu um 24%. AÐ ræðu borgarstjóra lokinni tók Guðmundur Vigfússon til máls. Þakkaði hann ýtarlegt og greinargott yfirlit, en vék síðan að afstöðu bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins til fjái'hagsáætlun- arinnar. Þeir teldu, að of miklu væri varið til rekstrarútgjalda og væri það látið koma niður á verklegum framkvæmdum bæj arfélagsins. Þær bæri hins vegar brýna nauðsyn til að auka, eink- um vegna þess samdráttar, er brátt myndi leiða af efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Sagði Guðm. Vigf., að breyting- artillögur þeirra flokksbræðra fjölluðu því um, að þessu yrði snúið við. Ræddi hann síðan um ýmsar tillagna þeirra. Kristján Thorlacius lýsti síðan yfir því, að af hálfu fulltrúa Framsóknarflokksins yrðu engar tölulegar breytingartillögur lagð ar fram að þessu sinni, enda hefðu allar slíkar tillögur þeirra undanfarin ár fengið lélegar und irtektir. 1 staðinn flytti hann nokkrar álytkunartillögur, m. a. um að gert yrði heildar- skipulag fyrir höfuðstaðinn og nágrenni, en í því sambandi taldi hann heppilegt að gera ráð fyrir nýjum „miðbæ“ með ráðhúsi og öðrum slíkum byggingum á Arn- arnes-svæðinu að Vífilsstöðum. Alllangt mál talaði Kr. Thorl. um viðreisnaraðgerðir ríkisstjórnar- innar og taldi þær hafa verið óþarfa byrði á almenning. Næsti ræðumaður var Magnús Ástmaráson, sem lét í ljós undr- un yfir síðastnefndri staðhæfingu Kr. Thorl. og minnti hann í því samþandi m. a. á viðskilnað vinstri stjórnarinnar og yfirlýs- ingu Herm. Jónassonar við þaS tækifærj um að ný verðbólgu- alda væri skollin yfir og ekki væri í stjórn sinni samstaða um nein úrræði. Það væri athyglis- vert, að þá hefðu Framsóknar- menn og núverandi stjórnarand stæðingar talið nauðsynlegt að kaup lækkaði um 5% eða a.m.k. stæði í stað — en nú héldu þeir því fram að eina ráðið væri að bæta kjörin um 30%. — Að svo mæltu gerði Magn. Astmarsson grein fyrir nokkrum minnihátt- ar breytingartillögum sínum, m. a. um sameiningu manntals- skrifstofu og hagfræðideildar bæjarins. Matarhlé var gert á fundi kl. liðlega tólf og komið saman að nýju kl. 14:15. Þá lauk Magn. Astmarsson fyrst ræðu sinni, en síðan talaði Alfreð Gíslason og féllst hann á, að þörf hefði verið einhverra að- gerða í efnahagsmálum. Fleiri en ein leið hefði hins vegar kom- ið til greina og ekki sú bezta ver- ið farin. Hann tók síðan fyrir nokkrar af tillögum þeirra bæjar fulltrúa Alþ.bdlagsins, m. a. um lækkun framlags til Arbæjar safnsins og Sorpeyðingarstöðvar innar en hins vegar fjárveitingu til náðhúsabygginga, sem brýn ust væri þörf fyrir við Hlemm- torg, og einnig til byggingar bað- húss í Höfðaborg. Þá mælti hann með stofnun nefndar til að at- huga rekstur nokkurra tiltekinna stofnana bæjarins. Guðmundur J. Guðmundsson ræddi síðan um það sem eftir var af tillögum Alþ.bdl. fulltrúa, en bar sig annars aumlega yfir þeirri aðstöðu, sem minnihluta- menn hefðu til að kynna sér niður í kjölinn rekstur bæjar- ins, sem væri tímafrekt starf. Þær tillögur er hann gat um voru m. a. um kaup skuttogara, virkj- unarframkvæmdir, byggingu verkamannahússins við höfnina, sem hann kvað heppilegra vegna rekstrarins að ekki yrði tekið í notkun fyrr en næsta haust. Þá taldi hann nauðsyenlgt að breyta um tilhögun á gatnahreinsuninni, sem eldri menn hefðu verið látnir annast fram til þessa. Björgvin Frederikscn benti á, að viðhorf Islendinga til bygg- ingar verksmiðjutogara hlytu a3 verða önnur en þeirra þjóða, sem sæktu nær eingöngu á fjarlæg mið. I aflaleysinu við Nýfundna- land værum við sízt betur komn ir með slík skip, sem kostuðu 70—100 milljónir en stærstu tog- ara okkar, er kostað hefðu um 40 millj. kr. og lægju nú við Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.