Morgunblaðið - 16.12.1960, Page 20
20
MORGUNBT.AÐIÐ
Fðstudagur 16. des. 1960
I
37
daginn minn, þegar ég varð
tuttugu og eins árs, en sjálf
hafði ég gleymt honum. Hann
hringdi mig upp til Universal.
— Hversvegna kemurðu ekki út
eftir til mín. Við getum borðað
kvöldverð og haft svo einhvem
gleðskap á eftir.
— Það þætti mér gaman, sagði
ég. — Með hverjum ætti maður
að hálda afmælisdaginn sinn há
tiðlegan ef ekki fjölskyldunni?
Hann kom svo og sótti mig og
George ók eftir Sunset Boule-
vard. — Þetta er ekki leiðin
heim til þín, sagði ég. — Eg veit,
svaraði pabbi. — Við skulum að
eins koma við hjá Decker.
John Decker, málarinn, var
einn mesti vinur pabba, en leit
út eins og hrumur Adolphe
Menjou. Þegar við við komum
heim til hans, varð ég mest
hissa á að finna Þar köku með
tuttugu og einu kerti í. Pabbi
varð eins og smástrákur, og ó-
skaplega hrifinn af þessari upp
áfinningu vinar síns. — Jæja,
Treepee, hvernig lízt þér á kök-
una þína?
Ó, pabbi, sagði ég óg fór að
gráta. Þetta var fyrsti afmælis-
dagurinn, sem við pabbi vor-
um saman.
Þessa mánuði lék ég tvisvar
með honum og komst að raun
um, hve stórkostlegur hann gat
verið. Við æfðum í hálftima út-
drátt úr Romeó og Júliu — atrið
ið á svölunum — fyrir Rudy
Vallee útvarpsþátt.
Eg reyndi að leika Júlíu eins
og Katherine Cornell, og leggja
aðaláherzluna á þrá og innileik.
En þar tók pabbi fram í fyrir
mér. —- Vertu ekki með þennan
uppgerðar leikkonumálróm,
sagði hann hvasst. Þegar hann
var kominn á leiksviðið og í hlut
verk, sýnist hann vera mörg-
um árum yngri en gamli maður
inn, sem ég hafði eytt svo mörg
um stundum með heima hjá
honum. — Eg skal segja þér
Sjálfsævisaga DíonuBarrymorc
&xb í letur af^eroldTrank
leikrit á Broadway var tvennt ó
líkt. Hann var of þreyttur.
— En þegar það erum við tvö,
pabbi . . .
Hann hugsaði sig um, upphátt.
Hann sat eins og honum var
þægilegast — aftur á bak í
stólnum með hnén í sundur og
hendurnar — þessar merkilegu
ólistamannslegu hendur — hang
andi niður milli hnjánna. Hversu
hreyfanlegt sem andlitið á hon
Erroll Flynn sem John Barrymore
nokkuð um Shakespeare, hélt
hann áfram. — Eina ástæðan til
þess að ég hafi leikið hann vel,
var sú, að ég lék eins og mér
fyndist Shakespeare hefði skrif
að hlutverkið handa mér. Það
hlutverk hefði aldrei verið leik
ið fyrr. Hugsaðu þér nú það
sama. Þetta er ekki neitt klass-
iskt, heldur hlutverk, sem Noel
Coward hefur samið handa þér.
Þú hefur ekkert fordæmi að fara
eftir. Þegar þú ferð með þetta
hlutverk fyrir áhorfendur, er það
í fyrsta skipti, sem það er rnælt
fram opinberlega.
Hann æfði mig mjög vandlega,
enda þurfti ég þess með. Og það
fór líka vel hjá okkur báðum.
Þegar ég opnaði TIME, var mér
lýst þar sem „Ijómandi og til-
finninganæmari Júlíu“. Eg faðm
aði pabba. — Það var þér að
þakka, sagði ég. — Þú gafst mér
— V ð erum í póstmannaleik. Þetta eru gömlu ástarbréfin
þín! —
það. — Nei, svaraði hann — þú
gerðir það sjálf, Treepee.
Undirtektirnar voru svo frá-
munalega góðar, að Rudy vildi
reyna annan þátt með þremur
Barrymorunum. Og 5. marz 1942,
þrem dögum eftir afmælið mitt,
komum við fram öll þrjú. pabbi,
Lionel frændi og ég í Júlíusi
Cæsar — pabbi sem Brutus, Lion
el var Cæsar og ég Calpurnia,
kona Cæsars. Lionel frændi sat
í hjólastólnum sínum til hægri
við hljóðnemann, pabbi til
vinstri með pappaspjöldin sín
og ég á milli þeirra.
Eftir leikinn fórum við sitt
í hverja áttina. Pabbi ásamt
George heima til sín, Lionel í
bílnum sínum, sem var þannig
útbúinn, að hann gat stýrt hon
um, þrátt fyrir máttleysið í fót
unum. — Góða nótt, væna mín,
sagði hann. — Við stóðum okk
ui öll prýðilega.
Eg reyndi að halda uppi þessu
persónulega sambandi við pabba,
næstu vikurnar. Eg hafði orðið
svo hrærð og glöS yfir samvinnu
okkar í útvarpinu. Dick Aldrich
hafði sent mér leikrit Emlyn
Wiiliams, Ljós Hjartans, en það
var átakanleg saga um áður til
beðinn leikara, sem nú varð að
vinna fyrir sér sem jólasveinn í
leikfangabúð, til þess að lifa.
Ef þú færð pabba þinn til að
leika í því og leikur svo sjálf
dótturina, máttu semja reikning
inn sjálf, hafði Dick sagt.
Eg sýndi pabba handritið, og
honum leizt líka vel á það. —
En leikhúsiðf
Eg reyndi að tala um fyrir
honum. — Eftir þetta hræðilega
leikrit, sem þú lékst í á Broad-
way, langar þig ekki til að leika
í einhverju almennilegu? Því að
þú getur það vel. Það sá ég bezt
í Rómeó og Júlíusi Cæsar.
Hann var í vafa. Hálftíma at-
riði í útvarpi og þriggja tíma
um var, hversu sem hann reyndi
að gera sér læti, gat ekkert dul
ið þennan dimma og skuggalega
dapurleik í augum hans. Sjáöldr
in voru orðin afskaplega útvikk
uð af drykkjuskap. Svo sagði
hann: — Já, ef ég gæti komið
fram aftur í þessu leikriti . . .
það á svo vel við mig . . . það
líkist svo sjálfum mér . . . þá
mundi ég sennilega ekki drekka
neitt fyrr en eftir sýningu.
— Og kannske ekki einu sinni
þá, pabbi, sagði ég.
Hann hugsaði enn. — Hvers-
vegna gat það ekki verið kvik
mynd? Þá hefði ég getað gert
það hérna.
Eg vissi vel, hvað fyrir honum
vakti. í kvikmynd gat hann les
ið hlutverkið af pappaspjaldi,
án þess að myndavélin sæi það.
— Hversvegna ekki? spurði ég.
Eg vildi allt til vinna að koma
honum aftur til sjálfs sín sem
leikara — ekki sem fífli. — Já,
það væri dásamlegt.
Hann eins og lifnaði við. —
Heldurðu virkilega, Treepee?
Eg ætla að hringja til hans Darr
yls. Síminn var úti í hinu horn
inu á herberginu. Eg heyrði, að
hann sagði: — Halló, Darryl.
Það er Jack. Svo varð andartaks
þögn. Auðsjáanlega hafði hr.
Zanuuk spurt, hvaða Jack, því að
pabbi sagði: — Jack Barrymore.
Aftur þögn. Pabbi sagði: — Dótt
ir mín er hjá mér og við höfum
verið að lesa stórkostlegt leik-
rit, sem ég veit að gæti orðið
ágætasta mynd.
Pabbi hlustaði, og sneri við
mér bakinu. Svo sagði hann, dá
lítið snöggt: — Já, ég skil. Jæja,
þakka þér fyrir Darryl, og
lagði svo símann. Hann endur
tók ekki samtalið fyrir mér, að
eins sagði hann: — Það Mtur
ekki út fyrir, að þeir þurfi á
mér að halda, Treepee.
— Það eru nú fleiri til en
Zanuck, sagði ég hughreystandi.
THERH'S AN EXAMPLE, GEORGE, OF WHAT
I MEAN...THAT DOWDY LOOKING WOMAN
AND HER DULL HUSBAND...TyPICAL
FISH CAMP TYPES t
a
r
k
ti
ó
— , . . og ef þú verður að
stunda útilíf, hvers vegna ferð
þú ekki í einhvern klúbbinn þar
sem fína fólkið er?
— Heyrið bið, flugvélin er að
lenda!
— Þarna er dæmi um það
hvað ég á við Georg . . . Þessi
ósmekklega kona og sviplausi
maður
klær)
Uppmálaðar veiði-
— Hversvegna reynirðu ekki við
Louis B. Mayer?
Hann hristi höfuðið. — Nei, ég
ætla engan að hringja í framar
Þú getur gert það, ef þú vilt.
Hann kveykti sér í vindlingi
með skjálfandi höndunum. — En
ég leik ekki í þessu, . . . get það
beinlínis ekki.
Eg lagði hart að honum. Ef
hann kæmist í annað umhverfi
og væri innan um vini í staðinn
fyrir sníkjudýr — ég hljóp tilí
hans, kraup við stólinn hans og
lagði höfuðið á hné hans. — Ó,
pabbi! Viltu láta „Blessuð börn
in mín“ verða það sem fólk man
þig bezt í sambandi við! Komdu
nú á Broadway aftur og leiktu
í leikriti. Við getum það áreiðan
lega. Eg veit við getum það. Það
mundi líka hjálpa mér svo mik
ið að vera á sviðinu með þér.
Það er nokkuð, sem mig hefur
dreymt um alla ævina, held ég,
en ég hef aldrei haft uppburði til
að segja þér það.
Hann horfði niður á mig, andar
tak, en svo reis hann upp úr stóln
um og rétti fram hendurnar. —
Stattu upp, sagði hann, og faðm
aði mig að sér. Þegar hann kom
upp orði, var röddin lág og hás,
það var rödd, sem öll uppgerð
var horfin úr. — Treepee, þú átt
mikil afrek fyrir höndum, en ég
er þegar dauður.
aitltvarpiö
Föstudagur 16. desember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón»
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir.
— 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.30 „Við vinnuna“: Tónleikar.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
Fréttir. — 16.00 Fréttir og veð-
urfregnir).
18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð
ir: Guðmundur M. Þorláksson
segir frá hvítum mönnum meðal
Mongóla.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Daglegt mál (Oskar Halldórsson,
cand. mag.).
20.05 Efst á baugi (Haraldur J. Ham*
ar og Heimir Hannesson annast
þáttinn).
20.35 Islenzkt tónlist: „Fyrir kóngsins
mekt“, músík eftir Pál Isólfsson
við leikrit Sigurðar Einarssonar
(Þorsteinn Hannesson, Ævar R.
Kvaran, Þjóðleikhúskórinn og
Sinfóníuhljómsveit Islands flytja;
dr. Victor Urbancic stjórnar).
21.00 Upplestur: Kristinn Reyr Péturs
son skáld les úr ljóðabók sinni
„Teningum kastað“.
21.10 „Harpa Davíðs“: Guðmundur
Matthíasson söngkennari kynnir
tónlist Gyðinga; VII. og síðasti
þáttur.
21.30 Utvarpssagan: „Læknirinn Lúk-
as“ eftir Taylor Caldwell; XXII.
(Ragnheiður Hafstein).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Erindi: Töfraspil auglýsinganna
Asgeir Júlíusson teiknari).
22.30 I léttum tón: Bing Crosby syngur
og Benny Goodman og hljóm-
sveit hans leika.
23.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 17. desember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn.
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir.
— 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.00 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.30 Laugardagslögin. —
(15.00 Fréttir).
15.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn«
Jaugsson).
16.00 Fréttir og veðurfregnir.
16.05 Bridgeþáttur( Stefán Guðjohn-
sen).
16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds-
son).
17.00 Lög unga fólksins (Þorkell Helga
son).
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Jólin
koma“ eftir Þórunni Elfu Magn-
úsdóttur; II. (Höfundur les).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga. (Jón Pálsson),
18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Tónleikar: Atriði úr óperunnl
„Don Pasquale“ eftir Donizetti
(Renato Capecchi, Bruna Rizzoli,
Giuseppe Valdengo, Petre Munt-
eanu, Claudio Adorni, kór og
hljómsveit San Carlo óperunnar
í Napólí flytja; Francesco Molia
ari-Pradelli stjórnar.)
20.30 Upplestur úr bókum — og einnig j
tónleikar.
22.00 Fréttir og veðurfresr»*
22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.