Morgunblaðið - 16.12.1960, Blaðsíða 23
Föstudagur 16. des. 1960
MORCVNBLAÐIÐ
23
— Bæjarstjórn
Framh. af bls. 13.
bryggju. Þeir, sem útgerð stund-
uðu, mundu vera á verði um
það, hvað hagkvæmt yrði í þess-
um efnum, en í svipinn virtist
annað brýnna. Þá taldi hann ekki
brýna tillögu er Alþ.bdl.menn
hefðu flutt varðandi strætisvagn
ana. Sú þjónusta viS bæjarbúa
hefði aukizt til mikilla muna á
undanförnum árum. Fyrir 10 ár-
um hefðu strætisvagnamir getað
flutt í einu 772 farþega en nú
rúmuðu 49 vagnar SVR 3015 far-
þega; aukningin hefði því verið
um 400% á sama tíma og bæjar-
búum hefði fjölgað um 30%.
Skipulag á rekstrinum hefðu er-
lendir sérfræðingar talið mjög
gott.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
gerði hiálflutning Alþ.bl.manna
einkum að umtalsefni og sýndi
með skýrum rökum fram á,
hversu ábyrgðarlaus afstaða
þeirra og tillöguflutningur væri,
svo langt sem hann næði. T.d
hefði Alfr. Gíslason í langri ræðu
ekki minnzt á tekjuöflun bæjar-
félagsins, en í fyrradag hefði
hann hins vegar flutt á Alþingi
tillögu um helmingslækkun á
söluskattinum, sem veitti bæjar-
sjóði tugmilljóna tekjur. Það
væri aftur á móti athyglisvert og
minni hluta bæjarstjórnarmnar
til lofs, að tillögur hans til breyt-
inga næmu aðeins smávægilegri
upphæð miðað við heildartölu.
Mikið skorti reyndar á, að fram
hefði komið nokkur viðhlítandi
rökstuðningur fyrir breytingun-
um, t.d. að því er snerti tillögur
um lækkaðan kostnað við skrif-
stofuhald bæjarins og hlvti sam-
þykkt þeirra því að leiða til lak-
ari þjónustu. Ágreiningur milli
þeirra og meiri hlutans um út-
gjöld bæjarins snerist í rauninm
aðeins um 2% af heildarupphæð-
inni — og þeir virtust vera al-
gjörlega sammála um það, hve
mikið ætti að krefja bæjarbúa
um til sameiginlegra þarfa.
Einar Thoroddsen benti á, að
um 2ja ára skeið hefði verið unn-
ið að áætlunum og athugunum
varðandi stækkun hafnarinnar
og niðurstaðna af því starfi að
vænta áður en langt liði. Til-
lögur um það efni væru því þarf-
lausar.
Auður Auðuns vék að tillög-
um, er lagðar hefðu verið fram
um byggingu barnaheimila, leik-
valla, heilbrigðismál o. fl. Gerði
hún grein fyrir nýjustu fram-
kvæmdum x þeim efnum og
áformuðum aðgerðum. Báru þær
upplýsingar vott úm ötult starf
bæjarfélagsins að þessum málum
og um leið þá sýndarmennsku,
sem að baki var tillögum minni
hlutans þar að lútandi.
Magnús Jóhannessot. gerði stað
hæfingar fulltrúa Alþýðubanda-
Jagsins og Framsóknar um yfir-
vofandi og á skollið atvinnuleysi
að umtalsefni og sýndi fram á að
reyndin væri önnur. Með þess-
um málum mundi verða fylgzt
og þær ráðstafanir gerðar, sem
tilefni gæfust til. Hann lýsti undr
un sinni yfir því, að á sama tíma
og fulltrúar minni hlutans héldu
þessu fram, bæru þeir fram eigi
færri en 17 tillögur er í fælust
launalækkanir, sem alls næmu
2,9 millj. kr. eða sem svaraði árs-
aunum um 60 verkamanna.
Borgarstjóri Geir Hallgríms-
son tók siðan til máls aftur og
svaraði ýmsum þeirra ádeilna,
sem fram höfðu komið af hálfu
minnihlutans. Hann benti á, að
Guðm. Vigfússon hefði til skipt-
is haldið því fram, að áætluð
hækkun útgjalda sýndi út-
þenslu „bæjarbáknsins“ eða væri
afleiðing viðreisnarinnar. Það
sem þyngst væri á metunum
væri hins vegar aukið framlag
til verklegra framkvæmda, er
»æmi 53% af hækkuninni; þar
við bættust svo lögboðin hækkuð
framlög til félagsm., löggæzlu,
fræðslm. o.fl. - G.H. vísaði því
algjörlega á bug, að tekjur væru
vísvitandi of lágt áætlaðar og
lærði fyrir því skýr rök. Borg-
arstjóri ræddi nokkuð sýndar-
tillögur Alþbl.fitr. um lækkun
skrifstofukostnaðar og skírskot-
aði í því sambandi m. a. til sam-
róma álits nefndar, er þeir áttu
fulltrúa í, en hún taldi ekki
ástæðu til breytinga. Lagði
nefndin til að hagsýsluskrif-
stofu bæjarins yrði gert kleift
að fylgjast sem bezt með rekstr
inum. Meðal þess, sem þeir Alþ.
bdl.menn legðu nú til væri svo
það að draga verulega úr fjár-
veitingu til hagsýslustarfseminn
ar. í sambandi við tillögu Kristj.
Thorl. um skipulagsmál benti
borgarstjóri á, að engu væri
líkara en hann hefði ekkert
fylgzt með gangi þeirra mála
í bæjarstjórn. Að öllum þátt-
um þeirra mála hefði verið
ötullega unnið síðan tillaga um
þau var samþykkt í bæjarstjórn
19. febr. sl. Þá drap G. H. á
það, að þótt margar tillögur
hefðu komið fram um staðsetn-
ingu ráðhúss Reykjavíkur væri
þetta í fyrsta skipti, sem fram
kæmi sú hugmynd, að reisa það
utan bæjarins, I raforkumál-
unum skýrði borgarstjóri m. a.
frá áformum um jarðgufurafstöð
í Hveragerði og virkjun Hvítár,
en möguleikar væru nú á, að
nýjar virkjanir, sem framleitt
gætu um 83 þús. kw yrðu komn
ar upp árið 1968 eða ’69. Að
síðustu ræddi borgarstjóri svo
nokkuð um áhrif viðreisnarinn-
ar á útgjöld bæjarins og sýndi
fram á með tölulegum upplýsmg
um að þau væru mun minni
en þau, sem af „bjargráðum"
vinstri stjórnarinnar leiddu.
Atkvæðagreiðslur um ein-
staka liði fjárhagsáætlunarinn-
ar hófust laust eftir kl. 11.30
og lauk klukkan eitt. Var áætl-
unin samþykkt með 10 sam-
hljóða atkvæðum.
allar stærðir 3ja til 25 lbs.
brúnir sterkir
Verð mjög hagstætt
Egtjert ICrist|ánsson & Co. hf.
Símar 1-14-00
Vélbátar óskast
Höfum kaupendur að tveimur nýjum eða nýlegum
4—7 lesta trillubátum. — Útborgun 60—90 þús.
Höfum kaupánda að 60—90 lesta nýlegum vélbát.
Höfum kaupanda að 100—150 lesta vélskipi.
Austurstræti 10, 5. hæð.
Símar 13428 og 24850
TOLEDO
Vörur á gamlaverðinu
Minervaskyrtur frá kr.;
Herraskyrtur — —
Vinnuskyrtur flúnnel — —
Vinnubuxur Tvill — —
Vinnuskyrtur Nankin — —
Stuttar nærbuxur — —
Nærbolir — —
Síðar herranærbuxur — —
Vz erma bolir herra — —
Herrasokkar — —
margar aðrar teg. á gamla verðinu
Ullarhanzkar — —
Herranáttföt •— —
295,00
90.00
121.00
146.00
155.00
28,75
28.50
34.50
19,60
15.50
47.50
175.00
Herrataubuxur enn á gamla verðinu
7 tegundir af drengjabuxum sumar á gamla verðinu
Margar tegundir telpubuxur á gamla verðinu
Drengjaskyrtur, hvítar — —
Náttföt á telpur og drengi — —
Síðar nærbuxur drengja — —
erma bolir — —
74.50
50.00
25.50
13.50
Margar aðrar tegundir nærfata á gamla verðinu
Sparið og kaupið vörur á gamla verðinu.
Getur munað í sumum tilfellum helming á verði,
sem þær verða dýrari næst.
TOLEDO
Fischersundi, sími 14891 (fyrir ofan Ingólfsapótek)
Langholtsvegi 128, sími 35360
Laugarásvegi 1, sími 35360
Ásgarði 24, sími 36161
Innilegustu þakkir til allra, er minntust mín á 75 ára
afmæli mínu 2. desember sl.
Þorgils Þorgilsson,
Grund, Vestmannaeyjum.
2ja herb. risíbúð
í ágætu standi við Miklubraut til sölu. — Hitaveite
Laus til íbúðar strax. — Hagkvæmir skilmálar.
STEINN JÖNSSON, hdl.
lögfræðistofa — fasteignasála
Kirkjuhvoli— Símar 19090 — 14951
Stúlka
óskast til starfa við vélabókhald hjá innflutnings-
fyrirtæki. — Æskilegt að hún hafi æfingu í starfinu.
Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt:
„Gott kaup — 41“.
hjálbman =
HANG!
MSÖOT
rj up
►ur
KJÖTVERZLANIR
TÚMASAR JÚNSSONAR
Laugavegi 2 og 32
Elskulegur bróðir minn,
SIGTRYGGUR JÓNSSON,
Suðurgötu 13,
andaðist að morgni 15. þ.m. í Landakotsspítala.
Fyrir hönd aðstandenda.
Jónína Jónsdóttir
Tengdasonur minn og mágur okkar
ALBERT KLAHN
hljómsveitarstjóri
andaðist 15. desember
Þórunn Símonardóttir
Ingibjörg og Áróra Guðmundsdætur '
Útför föður okkar,
ÞÓROAR TÓMASSONAR
Eystra-Hóli í Landeyjum,
fer fram frá Akureyjarkirkju, laugardaginn 17. þessa
mánaðar og hefst með bæn að heimili hans kl. 11 árdegis.
Bílferð verður frá B.S.R. sama dag kl. 8.
Fyrir hönd systkina,
Þorkell Á Þórðarson
Öllum þeim er sýndu okkur vinarhug og samúð við
andlát og jarðarför sonar okkar og bróður,
HÁKONAR HINRIKS
þökkum við af alhug
Þórný og Gustav kákonsen
Gerða og Olga Hákonsen
Hátúni 25