Morgunblaðið - 16.12.1960, Síða 24

Morgunblaðið - 16.12.1960, Síða 24
8 DAGAR TIL JÓLA C7á ri j 4. l#rjpíil>W»il» L8 289. tbl. — Föstudagur 16. desember 1960 DAGAR TIL JÓLA Eitt kall SLÖKKVILIÐIÐ var kvatt einu sinni út í gær. Hafði kviknað í vinnuskúr við gömlu verbúðar- bryggjuna út frá kolaofni. Eldur- inn var strax slökktur, og skemmdir urðu smávægilegar. Opið til 7 í kvöld Á MORGUN, síðasta laugardag íyrir jól, verða verzlanir bæjar- ins opnar að venju til kl. 22 um kvöldið. Til athugunar fyrir hús- mæður og aðra viðskiptavini verzlananna skal þess getið að þetta breytir ekki lokunartíma sölubúða í kvöld. Þær eru opnar til kl. 7. . . ■ Gripinn með 138 rokvélosetl SL. þriðjudagskvöld gripu tollgæzlumenn skipverja af ’ Gullfossi á hafnarbakkanum, þar sem hann var að reyna að smygla varningi á land. Þegar að var gáð reyndist hann vera með 138 stykki af rakvélasettum í leðurveskj- um. Mun það vera nokkuð dýr vara. Rakvélasettin eru þýzk, en Gullfoss kom frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Leith í þessari ferð. Vonandi verða allir vel rak aðir á jólunum, þó skipverj- anum á Gullfossi hafi mistek- izt að koma þessum ólöglega varningi á jólamarkaðinn. Austur-þýzki togarinn Togarinn sigldi matsveinslaus KLUKKAN liðlega 11 í gærmorg un sigldi ausíur-þýzki togarinn Erfurt út úr Reykjavíkurhöfn, matsveinslaus. Matsveinninn, Pet er Klatt, hafði í fyrrakvöld gefið sig fram á lögreglustöðinni, beð- ið um hæli á íslandi sem pólitísk ur flóttamaður og óskað eftir vernd íslenzku lögreglunnar, eins Rækjan í Djúpinu oð ganga til þurrðar ÍSAFIRÐI, 15. des.: — Níu stórir bátar stunda héðan fiskveiðar. í gær fiskuðu þeir frá 4 upp í 14 tonn. Sautján bátar stunda rækjuveiðar í Djúpinu, en hafa lítið fengið undanfarna daga. — Óttast menn að rækjumiðin séu að gangá til þurrðar, vegna of- Bifreið kopor- þjófonno fundin í Rvík KOPARÞJÓFARNIR svo- nefndu, sem sá)tu í gæzluvarð- haldi í Keflavík, en hurfm úr fangageymslunni sl. miðviku- dag, voru enn ófundnir, er blaðið fór í prentun í gær- kvöldi. Hins vegar fannst bifreið, sem þeir höfðu til umráða og stóð skammt frá fangageymsl- unni í Keflavík, inni á Klepps vegi í Reykjavík síðd. í gær. Bendir þetta til þess, að þeir séu hér í bæ, þar sem vitað er, að þeir tóku bifreiðina eft- ir að þeim hafði tekizt að brjótast út úr fangageymsl- unni i Keflavík. Annar piltanna, Kristinn Traustason, var sviptur öku- leyfi í Ólafsvík 13. júní sl. í 6 mánaiði, og fékk því ökuleyfi aftur sl. þriðjudag. Hinn pilt- urinn, Arnór Hannesson, mun ekki hafa ökuleyfi. Bifreiðin, sem er 6 manna Chevrolet, er nú í vörzlu lögreglunnar í Reykjavík. veiði. Nýrra miða hefur verið leitað, en ekki fundizt. Er illt til þess að vita, að rækjan er gengin til þurrðar, því hún hef- ur veitt bæjarbúum mikla at- vinnu. í nóvembermánuði í fyrra voru veidd 80—90 tonn af rækju en í sama mánuði í ár voru veidd 360 tonn. Það er því ekki að ástæðulausu, að sjómenn kenna ofveiði um, þar sem aukn ingin er svona mikil og svæð- ið, sem hún hefur veiðzt á, ekki takmarkalaust. Þeir, sem mest hafa fengið undanfarna daga hafa verið með 12 kassa, en það eru um það bil 360 kg. — G.K. og skýrt var frá í blaðinu i gær. Rannsökuðu iögregla og útlend- ingaeftirlit mál hans til bráða- birgða þá strax, en siðan var hon- um komið fyrir á Hótel Skjald- breið undir eftirliti. f gærmorgun kom hann svo fyrir sakadómar- ann í Reykjavík og gaf skýrsliu. Síðan var málið sent dómsmála- ráðuneytinu til afgreiðslu. Pilturinn er 21 árs gamall frá litlum bæ nálægt Rostock í A,- Þýzkalandi, og er viðtal við hann annars staðar í blaðinu. Fréttamaður blaðsins var stadd ur niðri á Grandagarði í gær- morgun, þegar togarinn fór. Þar voru menn frá útlendingaeftirlit- inu, því tveir nýir menn vo: .1 skráðir á skipið, Spánverjinn Marcelo Mula Urosa, sem kom hingað með skipi fyrir mánuði, og Vestur-Þjóðverjinn Lothar Franz, sem mun vera stúdent, er kom hér seint í sumar. Ættaiðu þeir að vinna sér þannig fyrir farinu út aftur. Þeir voru undir þiljum og sáust ekki. Á veiðar — síðan heim Brottför skipsins var ákveðin kl. 11 og hafnsögumaðurinn kom- inn fyrir þann tíma, en skipstjór- ann vantaði. Eftir nokkra bið kom hann í bíl frá austur-þýzku verzlunarskrifstofunni, og með honum þrír Þjóðverjar. Kvaðst hann nú fara út á veiðar, senni- Mjaðmagrindarbrotn* aði umdir dráttarvél NESKAUPSTAÐ, 15. desember — Laust fyrir hádegi í dag kom varðskipið Þór með slasaða konu frá Borgarfirði eystra, til Neskaupstaðar. Hafði mjaðmar- grind hennar brotnað, er drátt- arvél rann yfir hana. Konan heitir Henny Nielsen, ensk og færeyisk að uppruna, en hefur verið búsett í Borgar- firði um nokkurra ára skeið. — Hún var á leið upp svonefnda Jökulsiárbrekku á dráttarvél, ásamt karlmanni, er slysið varð. Dráttarvélin stöðvaðist í brekk- unni og féll konan aftur af henni. Um leið rann dráttarvél- in aftur á bak og fór yfir kon- una, þar sem hún lá( og hvolfdi síðan. — Manninn, sem var með henni á dráttarvélinni( mun ekki hafa sakað. Varðskipið Þór tók síðan kon- una og flutti hana til Neskaup- staðar. Liggur hún í sjúkrahús- inu hér, og er líðan hennar ssemi leg eftir atvikum. ■—Svavar. Kosnir í Norður- landaráð I GÆR var kosið í Norðurlanda- ráða í neðri deild Alþingis. Aðal- menn voru kjörnir: Gísli Jóns- son, Sigurður Ingimundarson, Einar Olgeirsson. Varamenn: Matthías A. Mathiesen, Birgir Finsson, Hannibal Valdimarsson. Erfurt lætur úr höfn. lega við Grænland og sigla að því búnu heim. Hann vatt sér um borð, kvaddi í snarheitum og lét leggja frá landi. Meðan beðið var, hafði frétta- maðurinn snöggvast tal af einum skipverja og spurði um álit hans á flótta félaga hans. Hann hló og afgreiddi málið með því að ungir menn væru haldnir ævintýraþrá og dytti sitthvað í hug. Sagði hann að enginn matsveinn hefði verið skráður á skipið, í stað þess sem fór. Rigning kom sér vel AKRANESI, 15. des.: — Rigning in núna kom sér sannarlega vel fyrir Aandakílsvirkjunina. Dá- lítið rennsli er komið á í Skorna- dalsvatini, en fyrir rigningnna var að því komið að farið væri að skammta rafmagnið. Tollpóststofan opin til kl. 6 síðd. MIKLAR annir hafa verið í Toll póststofunni undanfarna daga, því mikill bögglapóstur berst er- lendis frá. Til að greiða fyrir af- greiðslunni hefur verið ákveðið að hafa stofuna opna til kl. 6 síð- degis í dag, föstudag, og á morg- un, laugardag. Væntir Tollpóst- stofan þess, að fólk sem pakka á þar, noti sér þessa þjónustu til aukins hagræðis. Nýtt sigl- ingatœki fyrir flugvélar MENN veittu þvi athygli síð- degis í gær, að bandarísk her flutningavél var á sveimi yf í ir bænum og í nagrenni hans. Stóð þetta flug í sambandi við prófanir, sem nú fara fram á nýju aðflugskerfi M Keflavíkurflugvelli. Hefur það ekki einungig gildi fyrir Keflavíkurflugvöll, heldur og fyrir alla flugumferð um ís- land. Eru þar sameinuð tvenns konar tæki, VOR og TACAN, eins og þau eru nefnd, en með því að stilla móttökutæki sín á aðflugs- kerfi þetta, geta flugvélar, sem t. d. eru á leið til ís- lands, fundið á svipstundu í hvaða átt Keflavík er- og hve langt þangað er, að því er upplýsingafulltrúi Varnar liðsins tjáði blaðinu. — Þessi tæki eru ný af nálinni, mjög fullkomin og verða til afnota bæði fyrir farþegavélar og hervélar, enda hafa íslend- ingar og Bandaríkjamenn haft samvinnu um uppsetn- ingu þeirra. Það voru VOR- tækin, sem verið var að prófa í gær. Þegar koparþjófnaðurinn upplýstist á dögunum RÉTT eftir að rannsóknarlög- reglan hér í Rcykjavík hafði fengið tilkynningu um kopar- þjófnaðinn mikla í Keflavík á dögunum, hafði henni tekizt að hafa hendur í hári mannanna. — Mun rannsóknarlögreglan sjald an hafa þurft að fara jafn Drengur slasast í GÆRKVÖLDI kl. um hálf sjö varð lítill drengur fyrir strætis- vangi á Réttarholtsvegi, skammt frá gatnamótum Hólmgarðs. — Hálka var þar og er hún talin eiga nokkra sök á slysinu. Hafði litli drengurinn, að sögn, hlaupið á strætisvagninn. Kvartaði hann einkum um þrautir í fæti. Hann heitir Hifnir Sigurbjörnsson, Hólmgarði 19. Var hann fluttur í Slysavarðstofuna. skamma leið, frá bækistöð slnnl til þess að finna sakborninga. Einn af rannsóknarlöreglu- mönnunum fór inn .í portið við „Storkklúbbinn" (Framsóknar. húsið). Þar sá hann bílinn( sem grunsamlegur hafði verið talinn af Keflavlkurlögreglunni. Er hann kom að bílnum, þar sem hann stóð við bílskúrsdyr, sá hann að á bílinn var verið að setja heilmikið af koparvír og inni í bílnum hafði sæti verið rifið úr bílnum til að geta flutt meira. Þarna var vírinn, sem stolið hafði verið í Keflavík. A. m. k. annar þeirra, sem var vi3 þj ófnaðinn var þar að verki. Það var þess vegna sem tókst að hafa upp á koparnum áður en hann komst á markað, eins og sagt var í frétt blaðs^us aí þjófnaðinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.