Morgunblaðið - 18.12.1960, Side 4

Morgunblaðið - 18.12.1960, Side 4
4 MORGVISBL AÐIÐ Sunnudagur 18. des. 1960 G/n- og klauíaveiki tefur jólainnkaupin Átta manns algerlega einangraðir á búgarði á eyjunni Mön Kawpmannahöfn, 13. des. ) (Einkaskeyti frá frétta- ritara Morgunblaðsins) — F Y R I R nokkrum dögum varð vart við gin- og klaufa- veiki í kú á búgarði einum á eyjunni Mön — og til þess. að reyna að hindra útbreiðslu veikinnar var öllum (rúm- lega 90) skepnum bóndans, Svend Jörgensen, lógað. — Er búgarðurinn nú algerlega einangraður og öllu fólkinu þar, 8 manns, stranglega bannað að hreyfa sig þaðan. — Við landamerkin hefir verið komið fyrir skiltum, þar sem öllum er bannað að fara inn í landareignina. — Dýralæknirinn einn fær að heimsækja búgarðinn. Þegar hann kemur þangað, klæðist hann gúmmífötum, sem hann skilur síðan eftir, þegar hann fer aftur. ÍC Alger cinangrun Blaðið BT birti í dag við- tal við bóndann og segir hann m. a.: — Þetta hefir orðið til þess, að við erum ekki enn far- in að geta gert jólainnkaupin. Við ætluðum í kaupstaðinn fyr- ir jólin, en nú veit ég ekki, hvenær við fáum ferðafrelsið á ný — kannski verður það þó eftir svo sem viku. Vörur eru aðeins fluttar að heimreiðinni, þar sem skiltið stendur. í>ar verðum við svo að hirða þær og flytja heim. Ef einhver fer inn í landareignina, verðum við að tilkynna lögreglunni um það. ie Bjóst við meiru Við vinnum nú að því að sótthreinsa gripahúsin, en að því búnu verður dýralæknirinn að leggja blessim sína yfir verk ið. Þegar því er lokið, vænt- um við þess, að ferðabanninu verði létt af okkur. — Nú eru engar skepnur hér — nema tveir kettir, sem lokaðir eru inni. Við höfðum hvorki hænsn né svín. Fimmtíu kúm og rúmlega fjörutíu ungviðum var umsvifa- »aust slátrað, þegar veikinnar varð vart — hjá aðeins einum grip. Allar skepnurnar voru grafnar í einni risastórri gröf — 50 metra langri, tveggja m breiðrí~og 3 m djúpri. — Eg var að vona, að mér yrði hlíft við að vera viðstaddur niður- skurð gripanna minna — en það reyndist þó ekki hægt. — Matsmennirnir úrskurðuðu, að ég skyldi fá 122 þús. kr. skaða- bætur. Eg hafði búizt við meiru. Framleiðslutapið er mikið — og ný áhöfn verður ekki gripin upp af götunni í einu vetfangi. Menn eru nú mjög á verði gegn því, að gin- og klaufa- veikin nái að breiðast út, og er nú hvarvetna unnið að bólu- setningu við veikinni. Veirur til framleiðslu bóluefnisins eru keyptar frá Spáni og ítalíu fyr- ir um eina milljón króna á ári, en kílóið kostar 4000 kr. — Ekki vita menn með neinni vissu, á hvern hátt gin- og klaufaveik- in breiðist út, en grunur leikur á, að fuglar kunni að vera helztu smitberarnir. — Heyrzt hefir frá Englandi, þar sem sjúkdómur þessi hefir valdið gífurlegu tjóni undanfarið, að menn telji, að starar hafi borið veikina frá meginlandinu. M ALFLUTNIN GSSTOF A Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorlaksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602 Sunnudagskrossgátan Fiskibátur til sölu Höfum verið beðnir að selja nýtt 180 lesta fiski- skip úr stáli tilbúið til afhendingar síðari hluta janúar 1961. Skipið er með öllum nýtízku útbúnaði og í alla staði mjög vandað. Mjög fullkominn togútbún- aður. Allar upplýsingar í skrifstofu vorri. Eggert Kristjánsson & Co. hf. 3ja herb. íbuð 3ja herb. nýleg, góð kjallaraíbúð við Granaskjól. — Sér inng. og sér hiti. Vandaðar harðviðarinnréttingar. MALFIJTTNINGS- og FASTEIGNASTOFA Siguiður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Petursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14, II. — Símar 19478 og 22870. Til leigu í vesturbænum alveg ný 3ja herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Fyrirframgreiðsla til eins árs áskilin. Uppl. gefur. MALFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Reynír Pétursson hrl. Agnar Gustafsson, hdl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14, II. Símar 2-28-70 og 1-94-78

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.