Morgunblaðið - 18.12.1960, Síða 16
MORGL N BLAÐIÐ
Sunnudagur 18. des. 1960
i6
Við brunninn
Við Brunninn.
Ljóðabók eftir
Kristján frá Djúpalæk.
Prentsmiðjan Leiftur.
KRISTJÁN frá Djúpalæk er
löngu kunnu þjóð sinni sem einn
af betri skáldum meðal þeirra
yngri. Ljóð hans hafa verið les-
in og lærð af ljóðavinum, en
yngri kynslóðin þekkir Kristján
bezt fyrir hans ágætu danslaga
texta, sem eru sungnir um land
allt, frá yztu nesjum til innstu
dala og sennilega taka sjómenn-
irnir okkar undir út á hafinu.
Kristján var barn að aldri er
hann byrjaði að setja saman vís-
ur og hafði hann þá strax ótrú-
lega næmt brageyra og fann
fljótt ef smíðagalli var á fer-
skeytlunni. Að vonum var þetta
ekki mikill skáldskapur hjá hon-
um fyrst í stað, en það leyndi
sér varla hvað í honum bjó. Með
öðrum orðum. Skaparinn gaf
Kristjáni skáldagáfuna í vöggu-
gjöf.
Fyrsta ljóðabók Kristjáns frá
Djúpalæk, Frá Nyrstu-Ströndum
kom út á Akureyri 1943 og var
Kristján þá enn ungur að árúm.
í þessari bók fannst mér ég
heyra vængjaþyt Þorsteins Erl-
ingssonar og lækjarnið Páls Ól-
afssonar. Yfir mörgum kvæðun-
um var heiðríkja og sólarbirta.
Við ferðuðumst með unga skáld-
inu inn í fagra veröld, sem að
vísu var ekki mjög stór. í þess-
ari bók er að finna hið gull-
fallega kvæði Engjadagur.
— Þa* er rakaS og slegið í ölluni
engjum.
ÞaS er ómur og gleði í loftsins
strengjum.
Næsta bók Kristjáns kemur
svo út 1945 og ber nafnið Villt'ur
vegar og ber hún nafnið með
rentu, því í þessari bók villtist
Kristján af þeirri braut, er hann
hóf göngu sína á. Viðhorfið er
breytt og víða ber skugga á um-
hverfið, sem er honum býsna
framandi. Þó glampar á skærar
perlur hér og þar. Lítil breyting
verður á næstu fjórum bókum
Kristjáns, önnur en sú, að hann
er orðinn lærður í faginu, meitl-
ar og mótar af meiri hagleika en
áður og er djúpskyggnari.
Við Brunninn er 7. bók Krist-
jáns, og leggur hann nú bogann
á nýja strengi, sem eru sumir
tónfagrir. Nafnið lætur vel í eyr
um ljóða-vina og lofar miklu.
Reyndar vitum við, að það er
ekki Gvendarbrunnavatn í öllum
brunnum. En nú skulum við setj-
ast við brunn Kristjáns og vita
hvað hann hefur upp á að bjóða.
Fyrsta kvæði bókarinnar ber
nafnið Við Brunninn og er skipt
í sex kafla. Fyrsti kaflinn hljóð-
ar þannig; en þar tek ég 3 fyrstu
erindin.
Svo fátækt, er oft um ísland sagt.
Hver á sér j>ó dýrri sjóö?
Er Edda þá gleymd, er Njáía ei neitt
og nútímans sögur og ljóö?
Vor auðlegð er glæst. Og gæt ltennar,
unga þjóð.
Vér höfum svo mjög í vali villst.
Hvert vogrek og sprek er hirt,
af framandi slóð, er á fjörur ber,
en föðurieifð einskis virt.
Því hefur nú yfir sjálfstæði voru syrt.
Þótt hnígi hvert fijót í hafsins gröf
á heiðin eilífan brunn.
Og sagan er frónskum aðfallsæð,
sem aldrei mun tæmd í grunn.
Og leggur oss heimsíns máttkvust
sið í munn.
Fyrra erindið úr seinasta kafl-
anum hljóðar svo:
Minn hrunnur var dulur, dimmur;
og dauðinn var botn hans og endir.
Uns dag einn þú Drottinn, frá himni
í djúp hans mér stjörnu sendir.
Skáldið og Huggast við hörpu
eru snotur kvæði. Kvöld við
lækinn er vel ort og hljómfag-
urt. Jahve, Dauði og Kólumbux
er ágæt hugvekja og djúphugs-
uð. Vornótt nyrðra, Gamall
hestamaður og Haustþangar, þar
fer höf. högum höndum með efn-
ið og kann vel til verks og eru
þó Haustþankar bezta kvæðið.
En veigamesta kvæði bókarinnar
tel ég vera Hugsað til Jakobími.
Afmæliskveðja til Ríkarðs, sýn
ir að Kristján kann tökin á rím-
inu ekki síður en aldamótaskáld-
in okkar.
Hagleik áttu hamra dvergs
hvergi dráttur slakur.
Stolta háttu heina bergs
hljóma láttu spakur.
Kristján er gæddur góðri kímni
gáfu þó hann hafi lítt beitt henni
í bókum sínum. Þó gægist hún
fram á milli línanna á stöku stað
í þessari bók og hittir í mark.
Draumur Pygmalions
Höfundur: B. Merkator.
Þýðandi: Séra Magnús Guð-
mundsson, Setbergi.
Útgefandi: Leiftur.
ÞESSI bók er sérstæð. Hún er
að vísu ástarsaga, saga um pilt
og stúlku, sem fella saman hugi,
mæta tálmunum, ná saman, —
og þó. Það er þetta þó, sem er
hin mikla gáta — og lausn sög-
urnar.
Draumur Pygmalions er
draumur, sem minnir á draum-
ana í íslendingasögunum. Hann
er eins og spádómur um gang
sögunnar, virðist í fyrstu auð-
ráðinn, en rætist þó svo undar-
Iega.
Helios er grískur piltur, þræll
Pygmalions, auðugs kaupmanns
í Týrus um daga Krists. Hera,
dóttir kaupmannsins og konu
hans, grískrar, ber af dætrum
Fönikíu. Pygmalion leitar sann-
leikans, Helios frelsis og Hera
kærleikans. Þau finna öll það,
sem þau leita, en æðra og göf-
ugra en þau hugðu.
Um það má vafalaust deila,
hvort höfundi hefur tekizt að
lýsa rétt öllu því, sem menning
og trúarbrögð sögunnar snertir.
En augljóst er, að rannsóknir
liggja að baki. Trúarbrögð Fön-
ika koma mikið við sögu, sömu-
leiðis gyðingadómur og kristin-
dómur. Það er alltaf hæpið að
leggja Kristi orð í munn, önnur
en þau, sem heimildir greina, og
hjá því er sneitt að mestu.
Þessi bók á heima í flokki
með Ben Húr, Quo vadis og
Drengnum frá Galíleu. Hún á
vafalaust eftir að hlýja mörgum
um hjartaræturnar.
Magnús Runólfsson.
EGGERT CLAESWEN og
GUSTAV A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmen
Þórsharori við Templarasund.
Við fundum lausn á lífs þíns kvöl,
sem löngum svaltst í nauðum.
Við gerðum kommu, gerðum púnkt
og gengum af þér dauðum.
Rabbað við lík, þar er þetta að
finna:
Óiíkt er sagt hjá okkur, félagi Stalin
og ekk' út í bláinn.
Hér telst ég lifandi, hlaðinn allskonar
löstum.
En heilagur dáínn.
Þú varst álitinn Guð, i lifanda Iui,
og líkur til þrifa.
En dauður ert þú sagður álíka
helvítis hundur
og hinir, sem Hfa.
Kristján er þjóðlegur í túlkun
sinni og gerð ljóðanna í þessari
bók sinni og er það mikill kost-
ur. Allur frágangur bókarinnar
er hinn prýðilegasti. Hún er 100
blaðsíður og í henni eru 52
kvæði.
Allir Ijóðaunnendur, sem meta
rím og þjóðlega túlkun, ættu að
lesa þessa bók.
Kennið börnunum jóla-
lögin úr 50 fyrstu
söngvum
Ingólfur Guðbrandsson söngnámsverkstjóri, valdi
lögin, Barbara Árnason, myndskreytti. Prentað í
fjórum litum. Fögur og gagnleg jólagjöf.
Fæst í bókaverzlunum og hljóðfæraverzlunum
eftir helgina.
Aðalsöluumboð:
Hljóðfæraver/lun SIGRlÐAR HELGADÓTTUR
Vesturveri.
CTGEFANDI.
Jakob Jónasson.
BfLPALLAR
ÞÝÐA
A U K I N N
HAGNAÐUR
PER BlL
Bygging aluminium
palla í stað stáil eða
timbur palla færist
nú mjög í aukana.
ALCAN INDUSTRIES LDT.
Bush House, Aldwych
London, W.C. 2.
UMBOÐSMENN:
O R K A H. F.
Laugavcgi 178.
ÆVINTYRABÆKIIR
p) iv^tow
ÆVINTÝRABÆKURNAR eru vinsælustu barna-
og. unglingabækur, sem út hafa komið á íslenzku
um langt skeið, eftirsóttar jafnt af drengjum sem
telpum á öllum aldri.
Ævintýrabækumar eru prýddar samtals á þriðja
hundrað afbragðsmyndum, en bækurnar átta eru
þessar:
Ævintýraeyjan
Ævintýrahöllin
Ævintýradalurinn
Ævintýrahafið
• Ævintýrafjallið
• Ævintýrasirkusinn
9 Ævintýraskipið
• Ævintýrafljótið
Óskadraumur allra barna og unglinga er að eign-
ast allar Ævintýrabækumar. Það er enn þá hægt
en hversu lengi það verður veit enginn.
I Ð U N N - Skeggjagötu 1 — Sími 12923.