Morgunblaðið - 18.12.1960, Page 19

Morgunblaðið - 18.12.1960, Page 19
Sunnudagur 18. des. 1960 MORCVNBLAÐIÐ 19 Agnar Þórðarson: The Conneciion ÞEGAR leikritið The Conn- ection var fyrst sýnt í The Living Theah-e í Greenwich Village, New York fyrir rúmu ári fékk það mjög slæmar viðtökur hjá flestum leikdóm- urum, fólk gekk út af !eik- sýningum í stríðum straum- um, og dómar manna voru yfirleitt á þá lund að það væri algjörlega misheppnað, soralegt að innihaldi og frum- leikinn fælist í því einu sam- an að ekkert gerðist alla sýn- inguna, leikendurnir töluðu ekki einu sinni saman, hvað þá meira. Samt sem áður var haldið áfram sýningum á því, og nú er svo komið að helztu leik- dómarar Bandaríkjanna eru á einu máli, að The Conneetion sé frumlegast ameriskra leikrita um langt árabil. Fyrstur til að kveða upp úr með það var Donald Ma’colm sem skrifar í The New York- er. Af öðrum má nefna Henry Hewes við The Satur- day Review, og Robert Bru- stein við New Repubíic. Ný- lega er leikritið komið út á prent, og þar skrifar inn- gangsorð Kenneth Tynan, einn kunnasti leikgagnrýn- andi Breta, og fer hann mikl- um viðurkenningarorðum um það. Höfundurinn Jack Geiber er 27 ára gamall, fjórum ár- um yngri en John Osborne, og Robert Brustein segir að hann sé sá fyrsti af hinni svokölluðu „Beat Generati- on“ sem hafi tekizt að skapa heiðarlegt og velsamið verk. „Beat Generation'* eða „Beatniks“ er slang sem fyrst var farið að nota á vesturströndinni um ekki óá- þekkt fyrirbæri og „atóm- skáld“ heima, svo að frekari útlistana gerist varla þörf. The Living Theatre er lítið leikhús, varla stærra en Iðnó, svartmálað að innan og lítið um ytra skraut. Leikritið byrjar í rauninni strax og maður kemur inn í salinn, því það er ekkert tjald fyrir sviðinu, heldur blasir við manni óhrjáleg vist arvera með fáum húsgögnum, sem er eins og hluti af saln- um. Á sviðinu ráfa nokkrir menn fram og aftur, muldra eitthvað hver við annan eða bara sitja og stara út í dimm- an salinn. En von bráðar koma tveir men gangandi niður á milli áhorfendabekkjanna og fara upp á sviðið. Þeir segjast vera höfundur 0g leikstjóri. Leikstjórinn hefur orð fyrir þeim og hann fræðir okkur á því að þetta sé herbergi Leach nokkurs, sem fáist við eituriyfjavið- skipti, og nú sé meinmgin að sýna okkur lekrit um eitur- lyfjanautn þar sem raunveru- legir eiturlyfjaneytendur taka þátt í. Leach hafi fengið pen- inga hjá félögunum og hafi gert út mann að nafni Cow- boy til að ná í eitrið, en það sé heróín. En lítið verður úr leiknum, því að „leikendurnir" hafa sýnilega engan áhuga á öðru en þvi að fá sinn skammt sem allra fyrst. Leach situr út í horni og borar upp í nef sér, það eru greinilega marg- ir sólarhringar síðan hann hefur farið úr fötunum og hann er með kýli á hálsinum; allir eru þeir eirðarlausir og geta ekki einu sinni ræðzt við, enda skeyta þeir engu hvað leikstjórinn ætlar sér fyrir með þá. Áhorfendur fara að ókyrr- ast í sætunum. — Hvað ætlar þetta að verða, heyri ég að kona segir við mann sinn fyrir aftan mig. Og það er voa að konan spyrji. Maður kemur inn á sviðið með grammofón og setur hann í gang. Fólk hlustar *g bíður eftix því að einhver stöðvi fóninn, eins og venja er undir slíkum kringumstæðum á sviði, en ekkert gerist, grammofónn- inn heldur áfram að spila. Ég heyri að konan fyrir aftan mig ókyrrist á ný og kvartar við mann sinn. Heima hjá sér hefði hún get- að hlustað á grammofón án þess að ætlast til nokkurs annars, en ekki í leikhúsi, þar sem hún hefur borgað hálfan fjórða dollar fyrir sætið. En þetta er ekki leikhús, þetta er veruleikinn eins nak inn og umbúðalaus og hægt er. Ef konan fyrir aftan mig hefði ekki verið í leikhúsi, en séð þetta gerast innum glugga í næsta húsi, þá hefði hún ekki kvartað eða stunið við. Nei hún myndi hafa gleymt húsverkunum og iátið sjóða yfir heldur en að missa af þessu, og henni myndi þykja það frásagnarvert að geta sagt vinkonum sínum frá þvi að hún hafi séð eit- PILTAR = EFÞlÐ EIGIÐ UNMUSTUNA ÞÁ Á ÉG HRIN&ANA / urlyfjaneytendur fá sprautu af heróíni. Já, hún myndi hafa sett allt nákvæmlega á sig, hverja hreyfingu þeirra og svipbrigði. Hvers vegna getur hún þá ekki horft á þetta af sama áhuga? Á sviðinu eru fjórir hljóð- færaleikarar og leika nokkur lög til að drepa tímann þang- sjálfum sér aukasprautu sem næstum ríður honum að fullu. Þó tekst einum félag- anna að lifga hann við, en hinir forða sér felmtraðir burt ásamt hljóðfæraleikur- unum, en leikritinu lýkur með því að maðurinp með grammofóninn kermir aftur inn og setur söjjxu plötuna í gang. Ég stend upp, konan og maðurinn fyrir aftan mig eru fyrir löngu farin. — Einhverj um gæti ef til vill dottið í hug að þetta leikrit sé nokkurskonar vöm fyrir eit- urlyfjanautn, en svo er alls ekki, en það sem Gelber á við er að það sé í sjálfu sér eng- inn munur á því með hveriu frumlegast amerískra leikrlta um laugt árabil að til Cowboy kemur með heróínið. Og loks kemur Cowboy. Einn af öðrum fá þeir sprautu í handlegginn, sem þó virðist ekki færa þeim mikla sælu eða gleði. Höfundurínn sjálfur lætur tilleiðast að láta gefa sér sprautu, en Leach sem er orðinn eitrinu vanur segist ekki hafa fengið nóg og gefur menn deyfa sig. Sumir gera það með trú á guð og himna- ríki, aðrir með fíkn í lífs- þægindi og lúxus, en skammt urinn verði fljótlega of lítill, og færi fólki í rauninni að- eins skammvinna sælu, ef nokkra. Það sé í rauninni að- eins munur á því hvaða form menn velja til að deyfa sig í lífinu, en eðlislega sé það eins. Á það hefur verið bent leikritið sé ekki d,’’4kylt Gistiherbetginu, . ^ir ^axim Gorky eð% ^egigj eftir Godot eftir Pftckett, en þetta loik- V*. byggir fyrst og fremst á hreinum naturalisma, jafnvel í hélinu komu leikendur fram í anddyrið og blönduðust á- horfendum og sníktu peninga til að skapa sem sterkasta veruleikatilfinningu hjá á- horfendum. Og þeim sem leiddist á leiksýningunni, segja fyrirsvarsmennirnir* geta ekki öðrum um kennt en sjálfum ^ér, því það sanni ekki annað en það að sá hafi glatað hæfileikanum til að horfa á og taka eftir öðru fólki án leiðbeiningar og túlkunnar frá þriðja aðila, þ. e. a. s. frá höfundi. Próf- steinninn sé hvort maður hafi áhuga fyrir öðru fólki en sjálfum sér eða nákomnu sér. Áhorfandinn fær ekki tækifæri til að lifa sig inn í hlutverk þeirra á sviðinu, hann er áhorfandi að raun- verulegum atburði og verður sjálfur að gefa því það inni- hald sem hann er maður til. Nú þessar vikumar er ver- ið að kvikmynda The Conn- ection í Grenwich Village. New York 1. des. Agnar Þórðarson. Enid Blyton höfundur Dodda í Leikfangalandi, hefur helg- að líf sitt til að auka ánægju bama um allan heim, sem biðja „segðu mér sögu“. — Hennar ríka hugmyndaflug er eitt af undrum aldarinnar. — Á móti segir hún að börn hafi fært sér mikla hamingju og það má bezt sjá á sögunum um Dodda. Ný gíæsileg barnabók. í dag kemur í bókaverzlanir ný barnabók DODDI í leikfangalandi Bókin er með litmyndum á hverri síðu og svo falleg að unun er á að líta. Doddi í Leikfanga- landi verðiw jólabók íslenzkra bama 1960 Verð kr. 48.00 Myndabókaútgáfan SÍ-SLETT POPLIN (NO-IRONi MINERVA STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.