Morgunblaðið - 18.12.1960, Side 23

Morgunblaðið - 18.12.1960, Side 23
Sunnudagur 18. des. 1960 MORGUNRLAÐ1Ð 23 lyiyndabókin „Rafmagn“ ' Útg: Samb. ísl. rafveitna Ritstj.: Jón Á. Bjarnason, v.fr. Bók þessi var gefin út í tilefni 7Q ára-afmælis Steingríms Jóns- sonar, rafmagnsstjóra, og afhent honum á ársþingi rafveitnasam- bandsins í ágústmánuði 1960. Með útgáfu bókarinnar vildu raf veitustjórar og aðrir forráða- xnenn rafveitna á íslandi votta honum virðingu sína og þakklæti fyrir næstum fjögurra áratuga ótrautt starf í þágu rafveitumála hér á landi. Margt góðra mynda er í bók- inni, og myndatextar bæði stutt- orðir og gagnorðir. Fer vel á því, og fær bókin með þeim hætti á sig einskonar annálsform. Ég vil kalla hana annál Elliðaárvirkjun- ar og Sogsvirkjana, svo og starf- rækslu rafveitunnar í Reykjavík. Löngum hafa annálar verið taldir fremur þurrt og leiðinlegt form sagnritunar, en hér má segja að farið sé inn á nokkuð nýja braut, svo að segja blásið lífsanda í þetta æfagamla frásögu form, og það fært í nútímabún- ing með aðstoð ljósmynda- og prentmyndatækni nútímans. Þótt stuttur tími hafi verið til stefnu fyrir ritstjórann að gefa bókina út, hefur hann leyst það verk vel af hendi, og hygg ég að flestir áhugamenn um rafmagns mál og fallvatnavirkjun hér á landi telji vel farið, að ráðist var í að gefa hana út. Bókin fæst nú í bókabúðum, en því miður er upplag hennar ekki mjög stórt, svo vissara er að kaupa hana tímalega, því hætt er við að marg ir vilji eignast hana. Að lokum vil ég svo geta þess, að undirheitið „Menn og mann- virki“, er valið með tilliti til þess að seinna verður máské æskilegt að gefa út fleiri bækur um ýms önnur mannvirki, um nýja menn og nýjar framfarir í okkar landi. Við vitum ekki hvað framtíð- in ber í skauti sér, en helst tel ég að útgefendurnir séu með þessu heiti að undirstrika það, að þeir telji að mannvirkin, sem myndir eru birtar af í þessari bók, séu aðeins byrjun á mikilli þróun, jafnvel fullnýtingu alls virkjan- legs vatnsafls í landinu, og því sé æskilegt að gjöra ráð fyrir út- gáfu hliðstæðra bóka í þessum bókaflokki innan ekki alltof margra áratuga. Reykjavík, 5. des. 1960, Baldur Steingrímsson. Rómverjinn NAZAREINN I. Það skal þegar tekið fram, að þetta er enginn ritdómur, að- eins,vil ég vekja athygli á bók, sem ég tel að taki flestum fram þeirra bóka, sem þýddar hafa verið á þessu ári. Höfundur hennar hét Sholem Asch, pólskur gyðingur, fæddur 1881 og dáinn fyrir fáum árum. Hann hefur skrifað margar bæk- ur, einkum um gyðinga, hagi þeirra og vandamál, ,og hlotið mikla frægð fyrir, en einna fræg astur mun hann þó hafa orðið fyrir þetta verk, sem er í þrem hlutum. Ekki er mér kunnugt um að neinar af bókum hans hafi verið þýddar á íslenzku, og var því vel að jafnmikill málagarpur og Magnús Jochumsson, fyrrver- andi póstmeistari skyldi verða til þess að kynna hann fyrir ís- lenzkum lesendum, enda er þýo- ing hans góð og víða snjöll, sýn- ist mér þó, að erfitt muni hafa verið að þýða hana því að höf- undurinn er auðsjáanlega mjög málsiyngur. Sagan gerist á Krists dögum í Gyðingalandi og lýsir átökunum á milli Rómverja, Gyðinga og Jesús Krists, jafnframt sem hún er frámunalega góð lýsing á lífi þessarar þjóðar og hugsunar- hætti. Og svo hlutlaus er höfund- urinn í frásögn sinni — og það finnst mér mesti kostur hans — að ekki verður greint með hverj um hann hefur mesta samúð, Rómverjum, Gyðingum eða Kristi. Fannst mér jafnvel að lestri bókarinnar loknum, að hann stæði Kristi einna næst, ■og hélt því að hann mundi vera kristinn gyðingur, en þýðandinn sagði mér að svo hefði ekki ver- ið. Þá finnst mér það og mjög at- hyglisvert við frásögn höfundar, að mér skilst svo að hann telji hlut Rómverja að krossfestingu Krists stórum mun meiri, en tal- ið hefur verið. Mun almennt hafa verið litið svo á að Gyðing- ar ættu þar höfuðsökina. Eins og kunnugt er voru Rómverjar mjög umburðarlyndir í trúarefn- úm, og var >að einn þáttur stjórnvizku þeirra, en kenning- ar Jesúm Krists munu þeir hafa talið stórhættulegar rómverska heimsveldinu enda var siðalög- mál og kenningar Krists svo ger- ólíkar siðferðisskoðunum Róm- verja sem mest mátti verða. H.f. Leiftur gefur bókina út og er frágangur hinn vandaðasti. Magnús Magnússon. Salomon svarti Eftir Hjört Gíslason. Bókaforlag Odds Björns- sonar, Akureyri. BÆKUR geta verið góðar gjafir. Sigurður Guðmundsson, skóla- xneistari sagði, að góður vinur og góð bók veittu sér mesta gleði. En það er ætíð nokkur vandi, að vejja vinum sínum bók að gjöf. Veldur þar margt um. Áhuga- efni manna og smekkur er svo ólíkur. Það er eigi síður vandi að velja börnum bók. Mjög er nú rætt um lesefni barna og ung- linga og eigi að ástæðulausu, því að margt er á bókamarkaðinum fyrir börn, sem lítið erindi á til þeirra. Bækur barna þurfa að hafa tvennt sér til ágætis. Frásögnin þarf að vera skýr og atburðarásin fjörleg og bókin þarf að hafa sið- ferðilega og uppeldislega holl á- hrif. Mér barst nýlega i hendur barnabók, sem ég tel eiga þessa kosti og ég mæli með. Höfund- urinn er Hjörtur Gíslason á Akur eyri. Hann er Húnvetningur að ætt og uppeldi, hefur unnið að ýmsum störfum, hagmæltur vel, dýravinur og fimm barna faðir. Fyrir nokkru gaf hann út ljóða- bók með ýmsum ljóðum vel kveðnum. Það sem einkennir höfundfnn er það, að hann á bæði frásagnargleði og innri þörf til að tjá sig. Því eru ljóð hans og nú saga gædd lífi. Salómon svarti er lítill lambhrútur, sem verður leikfélagi tveggja drengja. Og það getur verið margt líkt með lambhrút og litlum drengjum. Þeir lenda í fjölmörgum ævintýr- um, eignast óvild meðal hinna fullorðnu, en líka samúð margra. Drengirnir eiga gott heimili, kær leikshlýja ömmu og góðan afa, sem í öllu reynir að temja drengj unum gott málfar og réttsýni. Kemur höfundur þar að leiðrétt- ingum ýmissa mállýta, sem 'er einn kostur bókarinnar. Halldór Pétursson hefur gert skemmtileg ar teikningar í bókina og útgáf- an er góð af hálfu bókaforlags Odds Björnssonar, Akureyri. Bragi Friðriksson. Bennett GeimstöBin hjá héraðslækninum. Rósa Bennett hefur hin síðari ár, sem vænta mátti, eignazt fjölda vinstúlkna á Islandi. Sög- urnar af Rósu Bennett eru hressandi frásagnir úr lífi og starfi hjúkrunarkvenna, spennandi ævintýrum Rósu og kunningja hennar, sem allir eru hinir skemmtilegustu og beztu félag- ar. Verð kr. 62.00. Jólasveinaríkið Sænski rithöfundurinn Estrid Ott er einn kunnasti barnabókahöfundur á Norðurlöndum. Hún hefur skrifað fjöldann allan af barna- bókum, og hafa margar þeirra orðið mjög vinsælar. Ein þeirra, Jólasveinaríkið, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, er viðburðarík og skemmtileg bók. Oli, aðalpersóna bókarinn- ar, er ekki nema sjö ára gamall. Hann dvelur með álfum í draumum sínum, kynnist lífi þeirra og daglegum störfum og lendir í fjöl- mörgum ævintýrum í ríki jólasveinanna. Þetta er kjörin bók fyrir börn á aldrinum 6—10 ára. Bjarni Jónsson hefur teiknað allar skemmti- legu myndirnar, sem prýða bókina. Verð kr. 48.00. er ný bók um uppfinningamanninn unga, Tom Swift og vin hans, Bud Rarclay, sem kunnir eru orðnir af afrekum sínum í bókunum: Rann- sóknarstofan fljúgandi, Kjarnorkukafbáturinn, Eldflaugin, Gervirisarnir og síðast en ekki sízt Kjarnorkuborinn, sem út kom í fyrra. Geimstöðin er hörkuspennandi drengjabók, sem ekki verður lögð frá sér fyrr en hún er fulllesin. Ný ævintýri kjarnorkualdarinnar heilla alla drengi, sem gaman hafa af viðburð- arhörðum og spennandi sögum. Verð kr. 62.00. Eiríkur gerist íþróttamaður er norsk drengjabók, sem eflaust mun falla ís- lenzkum drengjum vel í geð. Þetta er kjörin bók þeirra drengja, er gaman hafa af íþróttum og Eiríkur er sögu- hetja, sem ungir piltar munu taka sér til fyr- irmyndar og allir foreldrar munu stoltir af að eiga fyrir son. Verð kr. 48.00. Bókaútgáfan SNÆFEL L Tjarnarbraut 29, Hafnarfirði — Sími 50738 Jólabækurnar fr á !5i IM Æ F -E L L Heljarfljót V esalingarnir I nóvember 1954 var ungur, danskur maður, Oli Múlier að nafni, myrtur í ókönnuðum frum skógum Suður-Ameríku. Vorið 1959 lögðu þrír Danir, Arne Falk Rönne, Jörgen Bitsch og Helmer Christiansen, leið sína inn í frumskóg- ana til þess að komast fyrir málið. I þessari bók bjóða þeir lesandanum með sér í mörg þúsund kílómetra ævintýraferð, þar sem þeir rekja slóðir landa síns, sem myrtur var, og fara um frumskóga og fljót, sem aldrei hafa verið merkt á lartdabréf, um fjallaskörð og hásléttur, þar sem snjó tekur aldrei af tind- um, þótt við miðjarðarlínu sé. Þessi bók er spennandi á borð við frægustu lögreglusögur, en jafnframt er hún raunsönn lýsing á lífinu í þessu græna viti. Bókin er skrifuð af Arne Falk Rönne og myndir í bókinni eru teknar af Jörgen Bitsch. Verð kr. 154.50. eftir VICTOR HUGO komu fyrst út í Frakklandi árið 1862 og mun mörgum víða um lönd verða fyrst hugsað til þe»rrar bókar, er þeir heyra minnzt á fransk- ar bókmenntir. V esalingarnir hafa áður verið þýdd ir á íslenzku. Kom sagan þá neðanmáls í Lög- réttu, en var síðan sérprentuð, en er fyrir löngu uppseld. Enginn vafi er á, að hér mun þykja að því mikill fengur að geta nú fengið Vesaling- a n a aftur til lesturs á íslenzku. Þetta er bók- sterkra áhrifa, tilfinningahita og mikilla and- stæðna. Verð kr. 120.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.