Morgunblaðið - 20.12.1960, Page 2
2
MORGVNBL4Ð1Ð
Þriðjudagur 20. des. 1960
Lagaafgreiðsla
I GÆB voru langir fundir á Al-
þingi, í báðum deildum og einn-
ig í sameinuðu þingi. Voru fjár-
lög afgreidd frá sameiruuðu þingi
eins og segir í annarri frétt í
blaðinu.
Lög um veð og efnahagsmál
Efri deild lauk störfum fyrir
jól og skiptust forseti og þing-
menn á kveðjum og jólaóskum í
fundarlok svo sem títt er. Voru
tvö mál á dagskrá deildarinnar,
frv. um veð, og frv. um efna-
hagsmál, sem bæði voru til ann-
arrar umræðu. Urðu nokkrar
umræður um bæði málin, en er
þau höfðu verið samþykkt við
aðra umræðu var settur nýr
fundur og þriðju umræðu lokið.
Vill tíu ára
griÖasamn-
ing
UI.BRICHT, leiðtogi aust-
ur-þýzkra kommúnista, hef
ur lýst því yfir, að hann
bjóði stjórn Vestur-Þýzka-
Iands að gera við hana
griðasamning til tiu ára. —
Samkvæmt þeím samningi
skuli hvor aðili um sig
skuldbinda sig til að forð-
ast hvað eina sem túlka
megi sem árásarundirbún-
ing.
í blaðagrein, sem Ul-
bricht hefur ritað um þetta <
efni, segtf hann, að full-
trúar ýmissa landa á ráð-
stefnu kommúnistaforingj-
anna í Moskvu, hafi verið
þeirrar skoðunar, að heims
styrjöld muni aðeins flýta
fyrir falli kapitalismans. —
Hinsvegar segir Ulbricht
það liggja í augum uppi,
að sú skelfilega eyðilegg-
ing, sem fylgja mundi í
kjölfar kjarnorkustyrjaldar
hlyti óhjákvæmilega að
hefta framkvæmd sósial-
ismans um óratima. Segir
hann stefnu þeirra manna,
er dýpri skilning hafi á
þessu máli, hafa sigrað á
ráðstefnunni í Moskvu.
Dagskrá Alþingis
1. Kosning þriggja yfirskoSunar-
manna ríkisreikninganna 1960, að við-
hafðri hlutfallskosningu, samkv. 43.
gr. stjórnarskrárinnar.
2. Kosning 4 manna og jafnmargra
í húsnæðismálastjóm, allra til 3 ára,
frá 1. jan. 1961 til 31. des. 1963, að víð-
hafðri hlutfaliskosníngu, samkv, 1. gr.
1. nr. 42 1957, um húsnæðismálastofn-
un. byggingarsjóð ríkisins, sparnað til
íbúðabygginga, breyt. á I. kafla 1. nr.
36/ 1952 o. fl.
3. Kosning 5 manna nefndar til að
skipta fjárveitingu til atvinnu- og
framleiðsluaukningar, að viðhafðri
hlutfallskosningu, samkv. 20. gr. Út
XXIII. í fjárlögum fyrir árið 1961.
Voru bæði þessi mál því afgreidd
sem lög frá þinginu í gær.
Skipzt á heillaóskum
í lok síðari fundarins í efri
deild ávarpaði forseti deildarinn-
ar, Sigurður Óli Ólafsson, þing-
deildarmenn, og sagði að lokið
væri siðasta fundi í deildinni fyr-
ir jól. Árnaði hann þingmönnum
allra heilla í jólafríinu og ósk-
aði þeim góðrar heimferðar og
afturkomu ,sem fara úr borginni
um jólin. Karl Kristjánsson þakk
aði fyrir hönd þingdeildarmanna
og árnaði forseta og fjölskyldu
hans alls góðs.
Söluskatturinn lögfestur
f neðri deild var söluskatts-
frumvarpið til annarrar umræðu.
Urðu um það nokkrar umræður
og orðaskipti milli stjórnarand-
stæðinga og fjármálaráðherra.
Verður þess getið nánar í blað-
inu á morgun. Að annarri um-
ræðu lokinni var settur nýr fund
ur og þriðja umræða höfð um
söluskattinn, sem að henni lok-
inni var afgreiddur sem lög frá
þinginu.
Er nú mjög sigið á seinni hluta
þeirra mála, sem fyrirhugað er
að afgreiða á þinginu fyrir jól
og munu þingmenn fara í jolafrí
í dag eða á morgun.
Opinberlega
orðinn forseti
New York, 19. des.
JOHN F. Kennedy hefur nú op-
inberlega og endanlega verið
kjörinn forseti Bandaríkjanna Til
kynning þess efnis barst hon-
um í hendur kl. 20,35 (ísl. tími)
í kvöld. Höfðu kjörmenn komið
saman í höfuðborg hvers ríkis í
Bandaríkjunum í dag og kosið
forsetann, en úrslit þeirra kosn-
inga voru síðan send til Washing-
ton.
Urslit talninga atkvæða kjör-
mannanna voru ekki fyllilega
kunn í kvöld, en þó fullvíst, að
Kennedy hafði að minnsta kosti
fengið þau 269 atkvæði er með
þurfti.
Einn brást Nixon
Kjörmenn frá Misisippi og Ala-
bama lýstu því yfir í dag að þeir
myndu greiða Harry Byrd, öld-
ungardeildarþingmanni frá Virg-
iniu atkvæði sin og skoruðu þeir
á aðra kjörmenn suðurríkjanna
að gera hið sama. Hafði sú áskor
un þau áhrif, að einn kjörmaður
frá Oklahoma, sem lofað hafði að
kjósa Nixon, kaus nú Byrd,
Kennedy og Lyndon Johnson
hefja í kvöld viðræður í Florida
um undirbúning lagasetningar í
ýmsum málum, er hin nýja ríkis-
stjórn hyggst beita sér fyrir svo
og fjárlagafrumvarpið. Viðstadd-
ir viðræður þeirra verða foringj-
ar demokrata í báðum þingdeild-
um Bandaríkjaþings.
Unglinga
vanfar til blaðburðar við
Framnesveg
Fálkagötu
Skeggjagötu
Hjallaveg
ísland aðili að Efnahags-
samvinnu- og framfara-
stofnuninni
14. þ. m. var gengið frá að-
ild íslands að hinni nýju
Efnahagssamvinnu- og fram-
farastofnun. Samningar voru
undirritaðir í París. Undir-
búningsfundi sátu af íslands
hálfu Jónas Haralz, ráðu-
neytisstjóri, Tómas Á. Tómas
son, sendiráðsritari, og Gylfi
Þ. Gíslason, viðskiptamálaráð
herra. Skýrði hinn síðast-
nefndi lauslega frá stofnun
þessari í fréttaauka í Ríkis-
útvarpinu í gærkvöldi.
Fyrirrennari þessarar stofnun-
ar var Efnahagssamvinnustofnun
Evrópu, sem stofnuð var 1948 af
flestum ríkjum Norður-, Vestur-
og Suður-Evrópu. Tilgangurinn
var upphaflega sá að hagnýta
hina miklu fjárhagsaðstoð, sem
Bandaríkin höfðu boðið fram til
endurreisnar atvinnu- og við-
skiptalífi í Evrópu eftir styrjöld
ina. Upphaflega var til þess ætl-
azt, að Austur-Evrópuríkin yrðu
þátttakendur í þessu samstarfi,
en af því varð þó ekki. Svo-
nefnd „hlutlaus“ ríki, eins og
Sviss og Svíþjóð, hafa verið að-
ilar að þessu samstarfi frá upp-
hafi. Ríkin urðu alls 18, og verk
svið stofnunarinnar jókst smám
saman.
Þegar sex- og sjöveldin komu
til sögunnar, virtist hætta á
klofnun samtakanna. Kom þá
fram sú hugmynd að efla þau
heldur og styrkja, fá þeim ný
verkefni og fá Bandaríkin og
Konada til virkrar þátttöku. Að
þessu hefur verið unnið undan-
farna mánuði, og náðist að lok-
um fullt samkomulag með öllum
ríkjunum 20. Árangurinn er hin
nýja stofnun: Efnahagssamvinnu
og framfarastofnunin. Hlutverk
hennar er í höfuðatriðum hið
sama og hinnar fyrri, auk þess,
sem vinna skal að því að efla
framfarir í löndum, sem skammt
eru á veg komin, innan stofn-
unarinnar og utan.
Þann 14. des. sl. voru samning-
ar svo undirritaðir í París. Æðstu
völd stofnunarinnar verða í hönd
um ríkisstjórna aðildarríkja, en
annars verður henni stjórnað af
ráði í Paris og nefndakerfi. For-
seti ráðherrafundarins nú var
danski utanríkisráðherrann Jens
Otto Krag. Framkvæmdastjóri
stofnunarinnar er fyrrv. fjár-
málaráðh. Dana, Thorkil Kristen
sen.
Þess má geta, að íslenzku full-
trúarnir fengu samþykkta tillögu
um stofnun sérstakrar sjávarút-
vegsmálanefndar innan vébauda
stofnunarinnar.
AKRANESI, 19. des. — Hér er
Brúarfoss og losar 10 þús. tóm-
ar tunnur. — Allir trillubátar
reru á sjó héðan í dag. Aflinn
er frá 300 upp í 1200 kg á bát.
Blíðfari og Hagsæll voru afla-
hæstir og jafnir.
Allir síldarbátar utan tveir
fóru út á veiðar í dag. Á öðrum
þeirra, sem ekki fóru, urðu á-
flog, og gekk stýrimaður í iand.
Kindum tvivegis misþyrmt
Blaðamaður tekur
prestsvígslu
EINS og skýrt hefur verið frá í
blaðinu, fór prestvígsla fram í
Dómkirkjunni sl. sunnud. Vígð-j
ur var cand. theol. Jón Hnefill |
Aðalsteinsson til Eskifjarðar-J
prestakalls, Jón Hnefill lauk
guðfræðiprófi á sl. vori, en áður
hafði hann lokið fil. kand. prófi
frá háskólanum í Stokkhólmi.
Jón Hnefill hefur verið blaða-
maður við Mbl. í þrjú ár og
m. a. skrifað þingfréttir um þing-
tímann. Séra Jón Hnefill er
kvæntur Svövu Jakobsdóttur
prests Jónssonar, og eiga þau
einn son barna.
Þess má geta, að séra Jón
Hnefill Aðalsteinsson er þriðji
blaðamaðurinn við Morgunblaðið
sem tekur prestsvígslu. Hinir
fyrri voru séra Jens heitinn
Benediktsson og séra Bjarni Sig-
urðsson á Mosfelli.
HAFNARFIBÐI: — Nú hefir aá
atburður gerst hér tvívegis með
skömmu millibili, að brotizt hef-
ir verið inn í kindakofa og haft
kynmök við gimbur. Ekki hefir
hafst upp á þeim, sem verknað-
inn framdi, en allt virðist benda
til þess, að um sama manninn
sé að ræða í bæði skiptin, því
að handbrögð eru mjög lík
við bæði innbrotin. Þá
er talið útilokað að sá hinn sami
sé mjög ungur að árum, því að
sterkan mann hefir þurft til að
brjóta upp kofana, eins og gert
var.
í fyrra skiptið, sem var 18. nóv.
var brotizt inn í kindakofa og
haft kynmök við gimbur, og var
hún mjög illa útleikin eftir at-
burðinn: Stóð á tæpu að ekki
þyrfti að lóa henni. Var kallað á
dýralækni, og staðhæfði hann að
þessi atburður hefði átt sér stað.
— Þetta var í kofa, sem var uppi
í Kaplakrika. — Seinni atburð-
urinn átti sér stað 6. des. og er
Halda fast á rétti sínum
Bonn, London, Wa&hington,
19. des. (Reuter/NTB)
STJÓRN Austur-Þýzkalands hef
ur tilkynnt, að hún muni stöðva
alla flutninga til Vestur-Berlín-
ar frá áramótum, verði ekki við-
skiptasamningur Vestur-Þýzka-
lands og Austur-Þýzkalands end
urnýjaður fyrir þann tíma, en
hanrr fellur úr gildi um áramót
væru byggð á fjórveldasamn-
ingum við Rússa og því væri við
þá að ræða um þetta mál en
ekki stjórn kommúnista í A-
Þýzkalandi.
sá kofl hér fyrir ofan kirkju-
garðinn. Var fyrst brotizt inn i
hesthús og þaðan komizt inn í
kofann. Sá, sem verknaðinn
framdi, dró eina kindina inn í
hesthúsið og batt þar. Fann eig.
andinn hana af einskærri tilvilj.
nn. Var kindin það illa farin, að
lóga varð henni.
Lögreglan biður nú alla
þá, sem kynnu að geta gefið)
einhverjar upplýsingar um ódæð
isverk þetta eða verða varir við
grunsamlegar mannaferðir ■ við
fjárhús, að gefa sig þegar fram,
G. E.
— Frásögn
Framh. af bls. 1
um ýmsar aðrar leiðir að velja.
Þá er þess getið í fréttinni, að
fyrir nokkru hafi komið fram
hugmynd um að setja upp fastar
hlustunarstöðvar í hafinu beggja
vegna Islands til að fylgjast með
ferðum kafbáta. Var ætlunin að
þessar stöðvar yrðu sjálfvirkar
og festar í botninn. Nú eru sér-
fræðingar hinsvegar komnir á
þá skoðun, að þetta yrði of dýrt,
enda gætu hlustunartækin slitn-
að upp í stórviðrum.
Segir að lokum í fréttinni, að
öruggasta aðferðin til að fylgj-
ast með rússneskum kafbátum
sé að nota kafbáta með hlustunar
tækjum og könnun úr lofti.
£ IA /5 hnúfar $ V 50 hnútar ¥ Sn/óÁoma > OSi \7 S/eúrir IS Þrumur W/.Z, KuUaskil ^ Hilaskil H Hmt 1 L LagS 1
Ríkisstjórnir Bretlands og
Bandaríkjanna hafa báðar lýst
yfir því, að þær muni halda fast
á rétti sínum í Vestur-Bsrlín.
Talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins sagði í dag. að
réttindi Vesturveldanna í Berlín
Á FIMMTA tímanum á laugar-
dag var slökkviliðið kvatt að Mat
stofu Austurbæjar á Laugavegi
118. Þar hafði kviknað í útvarps-
tæki og brann það, en eltki komst
eldurinn í annað.
( í GÆRMORGUN var norðan-
S áttin, sem geisaði með hríðar-
• veðri norðanlands á sunnudag,
^ gengin niður að mestu, o'g eft-
S ir hádegi var hægviðri og úr-
• komulaust um allt land, en
( farið að þykkna upp með sunn
S anátt vestanlands.
• Frost var allhart í innsveit-
( um, mest 16 stig í Möðrudal í
s gærmorgun. Lægðin yfir
■ Grænlandshafi olli 12 stuhda
j regni á veðurskipinu Alfa.
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi .
SV-land til Norðurlands og '
miðin: Sunnan kaldi eða stinn s
ingskaldi og snjókoma fyrst, i
SV stinningskaldi og skúrir ^
með morgninum en síðar él. s
NA-land og miðin: SV-kaldi )
og skýjað í nótt en vestan eða ^
NV-kaldi og él á morgun. s
Austfirðir, SA-land og mið- )
in: Sunnan kaldi og slydda ^
þegar líður á nóttina en léttir s
til nrveð NV-áfct á morgun. )