Morgunblaðið - 20.12.1960, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.12.1960, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. des. 1960 Mumiiininyar Sigfúsar Blöndal Lárus H. Blöndal bjó til prentunar. Hlaðbuð 1960. EKKI þarf að kynna dr. Sigfús Blöndal fyrir íslendingum, þar sem hann hefur tengt nafn sitt við eina þá bók, sem fjöldi manns grípur daglega til sér til ráðuneytis og flestir kannast við, sem komnir eru til vits og ára. Það er Blöndalsorðabók, eina stóra orðabókin yfir nú- tímamál vort, ágætt verk, sem gert hefur og gera mun um lang an aldur ómetanlegt gagn ís- lenzku máli og menningu. Orða- bókin er hinn mikli minnisvarði Sigfúsar Blöndals, skáldsins, fræðimannsins og hins fágæta öðlings, sem alla ævi sína frá stúdentsprófi 1892 og til síðasta dags 1950 átti heima í Kaup- mannahöfn, lengst af sem bóka- vörður í Konungsbókhlöðu og síðar einnig lektor í nútíma ís- lenzku við Hafnarháskóla. Sigfús Blöndal virðist snemma hafa ásett sér að skrifa ævisögu sína, þótt lítið yrði úr, fyrr en hann var kominn á efri ár. Fór og svo, að hann hafði aðeins lokið hinum fyrsta þætti, fram að stúdentsprófi og siglingu, þegar hann andaðist. Hér er því ekki öðru til að dreifa en endur- minningum hans úr bernsku og i æsku, og er að því mikil eftir- j sjá, að honum entist ekki aldur til að skrásetja minningar frá sínu langa Hafnarlífi. Saga ís- lands gerðist um langan aldut og það fram á þessa öld að nokkru leyti í Kaupmannahöfu. Sigfús Blöndal hefði haft frá mörgu að segja, sem varpað gæti Ijósi yfir sitthvað í sögu íslendinga í Kaupmannahöfn um hálfrar aldar skeið. Æskuminningar Sigfúsar Blönd als eru nú komnar »t í smekk- legri bók frá Hlaðbúð. Að hefð- bundnum sið segir hann í byrj- un frá ætt sinni og uppruna, átthögum í Húnavatnssýslu og menningarumhverfi þar, en sið- an víkur sögunni til Reykjavík- ur, því að þangað fluttist Sigfús á barnsaldri með foreldrum sírt- um. Þar bjuggu þau við ærna fátækt en mikinn menningar- og menntavilja, þar missti Sig- fús föður sinn með sviplegum hætti, en þar opnaðist honum einnig sú menntabraut, sem hann þráði að ganga, og þar komst hann undir handarjaðar þeirra manna, sem líklega ollu því beint og óbeint, að hann lagði stund á klassísk mál. þeg- ar til háskólans kom. í Lærða skólanum hefur framtíðarstefna lífs hans verið ráðin, og þvi er það sízt ófyrirsynju, að megin- bálkur þessara æskuminninga hans fjallar um dvöl hans þar, það eru minningar frá skólaár- unum, samvistunum við skóla- bræður og kennara. Er þar mörgu smálegu til haga haldið eins og verða vill í slíkum minn ingabókum, og margar skóla- Sigfús Blöndal skrýtlur sagðar af þvi tagi, sem gamlir skólabræður geta skemmt sér við að rifja upp aft- ur og aftur þótt öðrum finn- ist fátt um. En margt er þarna einnig sagt frá nafngreindum merkismönnum, sem maður vill feginn sjá í nærsýn og heyra frá sagt af manni, sem var þeim persónulega kunnugur. Þar.nig sjáum við í þessari bók menn eins og Jón Þorkelsson rektor og Björn M. Ólsen, að visu kannske nokkuð með astaraug- um sögumanns, því að báðir þessir menn reyndust Sigfúsi Blöndal bjargvættir og hollvinir, en ég segi fyrir mig, að ég er þakklátur fyrir persónulegar og nákomnar lýsingar hans á þess- um ágætu menntamönnum sinn- ar tiðar. Og í heild sinni veita lýsingar hans úr skólalífinu fjöl- þætta vitne^kju um skólabirag þessara ára. Þótt þ^tturinn um skólalífrð sé mestur fyrirferðar, er þó víða komið við og á margt drep- ið annað, bæði menn og mál- efni. Margt er sagt frá gömlu Reykjavík, og bókin er full af mönnum, sem höfundurinn minnist. Merkilegar eru mian- ingar hans um Grím Thomsen, sem hann þekkti vel heimsótti iðulega að Hesaastöðum og ræddi við um skáldskap og annað, bæði sem unglingur og síðar fullorðinn maður. Sigfús segir, að Grímur hafi flestum mönnum fremur orðið til þess að móta æviferil sinn og menn- ingu, og er það líka auðséð í bók hans, að þessi kunnings- skapur hans við Grím Thomsen hefur verið honum hugstæðari fiestu öðru. En merkust er þessi bók vegna sögumannsins sjálfs. Sig- fús Blöndal var með fádæmum fjölmenntaður maður, tungu- málamaður með afbrigðum og víðlesinn, kunni skil á hin- um fjölþættustu menntagrein- um. Hann var húmanisti af þeirri góðu gömlu tegund, sem nú orðið á sér fáa fulltrúa. Hann var skáld í eðli, gleðimaður og elskaði söng og hljóðfæraslátt. Það er gaman fyrir þá, sem hann þekktu, að sjá í þessari bók, hve snemma krókurinn beygðist í þá átt, sem verða vildi, og hann finnur það vel sjálfur. Hann segist snemma hafa haft tilhneigingu til víð- svifa, marglyndis í andans heimi. Hann varð þegar á barns aldri lestrarhestur . og bóka- ormur, og það var sannarlega ekkert smáræði, sem hann var búinn að gleypa í sig af bók- menntum, þegar hann sigldi til Hafnar um tvítugsaldur. Maður skyldi halda, að í því væri gott samræmi, að slíkur unglmgur yrði sá fjölfróði húmanisti sem Sigfús Blöndal varð og að hann hafi komizt á rétta hillu sem bókavörður í stóru bókasafni. Því neitar Blöndal ekki heldur, en hitt segir hann berum orð- um, að þjóðfræði og menningar- saga hafi verið nær eðli sínu en málfræði og kveður orðabók sína bera þess greinileg merki. Og hvað eftir annað bregður fyrir í þessari endurminningabók sárri eftirsjá eftir því sem honum finnst hann hafa fórnað fyrir lærdóm sinn og bókagrúsk, eink um á yngri árum, íþróttum og karlmannlegu lífi, sem gerir lík- amann stæltan og veitir krafti í köggla. Það er engu líkara en maður sjái lærdómsmanninn horfa löngunaraugum út milli rimlanna í safngluggunum, út þangað sem lífið dunar og storm urinn blæs. Og hann minnisí með ævilangri ánægju sumr- ánna tveggja, sem hann dvald- ist í Stafholtsey með frændum sínum við frjálst sveitalíf, veiði- ferðir og önnur ævintýr og íelur þessa vist hafa borgið sér frá að verða algjör örkvisi. Endurminningar Sigfúsar Blöndals eru hógvær bók og ein læg eins og höfundurinn sjálfur, og hún er sönn, hér er verið að segja það eitt sem höfundurinn minnist og veit réttast. Það er höfuðkostur á minningabók, að hún veki slíkt traust. Oft er það að minningar eða sjálfsævisög- ur eru færðar í listrænan bún- ing og efni bersýnilega hagrætt til að gera það sögulegra. Þetta er sérstök bókmenntagrein sem oft er skemmtileg og engin ástæða er til að amast við, ef menn bara muna að umgangast slíkar heim ildir með varúð. Endurminning- ar Blöndals eru ekki af þessari tegund, þær eru margfróðlegar og sannfróðlegar fremur en list- rænar. Hann reynir ekki að lát- ast hafa frá neinu æsilegu að segja, en fer þannig með sannan hversdagsleik að maður hlustar með athygli. Frásögnin er nota- leg, eins og að hitta hinn fróða, góðgjarna og grandvara höfund sjálfan og heyra hann rifja upp minningar liðins tíma, smátt og stórt; eitt af öðru, eins og það settist að í huga hans, af hóg- værð og umburðarlyndi og laust við sjálfsdýrkun. •^JIljóðst^rkur útvarpsins Rafmagnssérfræðingur skrif- ar: Kæri Velvakandi: Fyrir nokkrum árum las ég hér í dálkunum grein frá hús móður þar sem kvartað var yfir mismuninum á styrkleika tónlistar og frétta frá Ríkis- útvarpinu. Þ. 3. des. sl. birtist hér svipuð grein, þar sem virð ist vera vitnað í þá fyrri Um þetta mál langar mig til að segja eftirfarandi: Lausn málsins er einfald- lega sú, að i útsendingunni frá fréttastofunni þarf að minnka nokkuð bassann eða áimmu frekvensana í hlutfalli við diskantinn eða háu frek- vensana (og mið-frekvens- ana). Þetta er mjög auðvelt að gera með smá styKkjum sem kosta nokkrar krónur, einnig er hægt að skipta um hljóðnema og fá aðrar gerðir með viðeigandi eiginleikum fyrir fréttalestur o. þ. h. (hljóðnema sem gefa minni bassa) ef það þætti henta bet ur. Þessi breyting leyfir meiri hljóðstyrk á fréttunum en nú er, að öðru jöfnu. Aukinn hljóðstyrkur er hins vegar ekki mögulegur af tækni- ástæðum ef bassinn er hafður með af fullum eða óhóflegum styrk, eins og nú er, því þá er bassinn takmarkandi fyrir hve mikinn styrk útvarpsstöð in þolir. Þetta stafar af því að bassinn er raffræðilega sterk astur þótt mið- og háfrekvens arnir (diskantinn) ráði langmestu um hljómstyrk og einnig skiljanleika. Lausn: Nota stykkin sem minnka bassann eða skipta um hljóð- nema. Þetta nota útvarps- stöðvar erlendis. • Hægt að bæta úr Að fréttastofan hafi verið á öðrum stað í bænum hefur að sjálfsögðu engin áhrif haft á málið. Magnarar eru notaðir sem stilla má að vild, og þannig er ávallt stillt á þann raffræðilega styrk, sem rétt- Bókin er smekklega út gefin og vel frá henni gengið af Lár- usi H. Blöndal bókaverði, sem bjó hana til prentunar og ritar skilmerkilegan eftirmála. Inn- gangsorð skrifar hins vegar frú Hildur Blondal, ekkja höfund- arins. Frú Hildur er sænsk að uppruna, en talar og ritar ís- lenzku afbragðsvel, og fáir út- lendingar held ég hafi orðið is- lenzkari en hún í bezta skiln- ingi. Þau hjónin, Sigfús og Hildur, voru samhent, og á heimili þeirra sveif andi menn- ingar, góðvildar og gestrisni yfir öllum vötnum. Það á vel við, að frú Hildur fylgir þess- um minningum úr hlaði. Kristján Eldjárn. LÆKNIR SEGIR FRÁ eru enöur minningar eins af þekktustu skurðlæknum Þýzkalands. Hann er nú 68 ára að aldri. — í þess um endurminningaflokki hefur Setberg áður gefið út bækurnar „Líknandi hönd“, „Albert Schweitzer" og „Abraham Lin- cöln“. Það er óvenjulegt að skurð læknir lýsi svo afdráttarlaust og opinskátt starfi sínu og viðfangs efnum sem dr. Killian gerir í þessari minningabók sinni. Hér er lesandanum opnaðar dyr að hinum hvítu salarkynnum skurð stofunnar. En höfuðprýði þess- arar bókar er mannúð og mann- skilningur þess hjarta, sem und ir slær. — 230 blaðsíður og kost ar kr. 170,00. (Augiýsing). ur er, og er þetta gert eftir rafmagnsmælum. En sá rétti styrkur verður að hljóðstyrk engu lægri en tónlistin, þegar ofannefndar breytingar hafa verið gerðar. Hlustendur úti á landi, þar sem hlustunarskil- yrði eru slæm, munu þá einnig heyra fréttirnar mun betur, að öðru jöfnu. —Rafi. • Blómin þrædd saman með vír Vonsvikinn skrifar: — Það var afmæli í fjölskyldu minni um daginn og barst mikið af blómum af því tilefni. Þagar verið var að ganga frá einri blómasendingunni í vasa fall egum nellikuvendi, sáum við að nellikurnar voru dauCar og yrðu ekki lifgaðar við þó þær væru settar í vatn. Stilk urinn á hverri nelliku var tví- og þrískorinn í sundur, en til þess að halda blóminu uppi var mjóum vír vafið ut- an um legginn neðan frá og upp undir blóm. Að sjálf- sögðu var ekki annað við þessi blóm að gera en henda þeim, en verzlunarmáti sem þessi er gefendum svo og við takendum til sárra leiðinda. Vona ég að þessi frásögn mín verði til þess, að blómasal- inn, sem vírtengdi nellikurn- ar, láti slíkt ekki koma fyrir aftur og einnig mætti þetta atvik verða öðrum til viðvör- unar, sem halda að þeir séu að kaupa lifandi blóm, en- fá þau samanbundin, dauð og ólífgandi. Með þökk fyrir birtinguna. —Vonsvikinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.