Alþýðublaðið - 25.11.1929, Side 2

Alþýðublaðið - 25.11.1929, Side 2
2 ftfeÞ?ÐUabABI8 Húsnæðisástandið. Fyrir nokkru hafa veriö birtir hér í blaðinu fjölmargir útdrætt- ir úr skýrslum húsnæðisnefndar- innar um ástand ibúða og leigu- kjör í bænum. Skýrslur þessar sýna og sanna það, sem reyndar alir áður vissu: að ástandið er voðalegt. Þúsundir karla, kvenna og bama hafast við í þægindasnauðum, rándýrum j íbúðum. Leigan ei' geysilega misjöfn og yfirleitt langt úr hófi há. Þrengslin eru svo afskapleg, að stórhættulegt er lífi og heilbrigði íbúanna, einkum barna og unglinga. Fjöldi íbúða eru allsendis óhæfar til að vera mannabústaðir. Og minstu og lökustu íbúðirnar, kjallara og súðarherbergi, eru oftast leigðar fyrir lang-hæsta leigu. I peim býr látækasta fólkið, verkamennirnir og verkakonurnar, sem hafa fyrir stærstum barnahóp að sjá. Síðasta alþingi samþykti lög um verkamannabústaði. Sam- kvæmt þeim á að veita styrk úr ríkis- og bæja-sjóðum til að koma upp bústöðum fyrir verka- menn þar, sem „þörf er slíkrar opinberrar aðstoðar‘‘ að dómi nefnda, er bæjarstjórnir kjósa. , Á fundi bæjarstjórnarinnar 3. okt. s. 1., eða fyrir fullum 7 vik- um, var húsnæðisnefndinni, sem hefir látið semja skýrslumar um húsnæðisástandið, falið að semja álit um nauðsyn aukinna bygg- inga í bænum. Mátti “ ætla að henni væri kunnugast um þörf- ina, svo að hún þyrfti eigi lang- an tíma til umhugsunar. En hvað skeður? í fullar 7 vikur hefir nefndin nú legið á málinu og engu áliti skilað. Samt hafa á þessum tíma verið gerðar viðbótarskýrslur, er sýna, að á þridja hunclrad íbúda eru ýmist. tvimœlalaust heilsu- spillandi eda hœttulegar heilsu ibúanna. Þótt undarlegt megi virðast lít- ur út fyrir, að einhver hluti nefndarinnar sé í efa um, hvort þörf sé aukinna bygginga og op- inberrar aðstoðar. Nefndina skipa: Jón Ásbjörnsson, sem er formaður, Jón Ólafsson, Pétur Halidórsson, Stefán Jóhann og Sigurður Jónasson. Tók nefndin málið fyrst fyrir 16. nóv., eða 6 vikum eftir að því var vísað tij hennar, og frestaði þá ákvörðun. Á fundi nefndarinnar 20. nóv. var það aftur tekið fyrir og aftur frestað. 1 gerðabók nefndarinnar á þessum fundi er ritað: „Stefán Jóh. Stefánsson flutti eftirfarandi tillögu: . „Eftir skýrslum peim um hús- nœdi í Regkjavík, er ad tilhlutun bœjarstjórnar hefir verid safnad sídasilidid ár, og nú liefir verid unnid úr, hefir þac) komid í Ijós: 1. ad í fjöldct mörgum íbúdum bœjarins búa mikln fleiri menn en hæfilegt er tcdid vegna heilbrigdisástœdna, 2. ad margar íbúdir bœjarins eru taldar heilsuspillandi eöa vafasamar til aö búa í, 3. ad fjöldi manna býr í kjöllur- um, sem búast má viö aö margir verdi bannaöir til íbúd- ar á nœstu árum eftir fyrir- mœlum laga 57/1929, og 4. ad húsnœdi í Reykjavík er yf- irleitt mjög dýrt og ördugt fyrír fáitœkt fólk aö koma sér upp íbuðum, einkum vegna örðugleika á útvegun lánsfjár og Ulra lánskjara. Vegna pessa telur liúsnœðis- nefnd, að í Reykjavík sé brýn pörf slíkrar opinberrar aðstoðar, sem rœðir um í lögum nr. 45 frá 14. júní 1929, um verka- mannabústaði.“ Formaður nefndarinnar vœnti pess að frestað vœri að taka á- kvörðun um framkomna tillögu og var pað pess vegna gert og fundur í nefndinni ákveðinn mánudaginn 25. p. m. kl. 6 síð- degis, til pess að ganga endan- lega frá pessu atriði.“ . Tæplega er gerandi ráð fyrir öðru en nefndin samþykki til- lögu Stefáns. Að ætla henni ann- að að óreyndu væri stórkostleg móðgun við nefndarmennina. Auknar byggingar fyrir verka- menn er eina ráðið til að bæta úr húsnæðisástandinu, tilað þvo þann smánarblett af Reykjavíkurbæ, sem skýrslurnar hafa gert aug- ijósan öllum mönnum. Eðlilegast væri að bærinn léti byggja húsin og leigði svo eða seldi íbúðirnar. Fáist það eigi. verða verkamenn sjálfir að mynda félagsskap til þess að koma húsunum upp og krefjast. þeirrar opinberu aðstoðar, sem lögin áskilja þeim í þessu skyni. Sambandsning nngra Safitaðar- niaíina. Það var sett í gær kl. U/t. For- seti þingsins var kosinn Þor- valdur Brynjólfsson og varafor- seti Þóroddur Guðmundsson. Rit- arar voru kosnir Haukur Björns- son og Marteinn Skaftfells. Fyrsta mál á dagskrá var skipulagsmál og urðu töluverð- ar umræður um það. Nefnd var kosin í málið og skal hún skiia áliti til þingsins; skulu tillögur hennar fyrst ræddar á þinginu, en síðan skal þeim visað til milli- þinganefndar, er skal skila áliti á næsta þingi. - Samþykt var eftir nokkrar umræður að næsta þing skyldi haldið næsta haust ó Siglufiröi. Voru allir þeir fulltrú- ar, er til máls tóku, þeirrar slcoð- unar, að þaÖ myndi efla sam- heldni innan S. U. J., að halda þingin ekki alt 'af í Reykjavík, heldur á félagsstöðvunum til skiftis. Sambandsstjórn var falið að útvega heppileg merid fyrir sam- bandsfélaga og athuga möguleik- ana fyrir því að fá sérstakan búning, er félagar notuðu við há- tíðleg tækifæri, á fundum, há- tiðum, í skemtiferðum o. s. frv. Fundi var slitið kl. 5. Fundur hefst í kvöld kl. 8 í alþýðuhúsinu Iðnó uppi. Á dagskrá eru þessi mál: Kjör iðnnema, börnin og jafnaðarstefnan, útbreiðslustarf- semi, fræðsluritaútgáfa, S. U. J. og alþingishátíðin. Úígerð skipa rlklslns. Atvinnumálaráðherra (Tr. Þ.) hefir ákveðið, að frá næstu ára- mótum • verði útgerð ríkissjóðs- skipanna undir sérstakri stjórn, en útgerð „Esju“ hefir, eins og kunnugt er, hingað til verið falin h.f. Eimskipafélagi Islands. Tek- ur Pálmi Loftsson, núverandj skipstjóri á „Esju“, við útgerð- arstjórn hennar fyrir ríkisins hönd og sömuleiðis varðskipa og vitaskipsins „Hermóðs". Auk þess er það mjög í ráði, segir ráðherrann í bréfi, sem hann hefir sent Eimskipafélaginu af þessu tilefni, að keypt verðj nýtt strandferðaskip, ef á þvj fást góð kaup. — Verður og vonandi af því, að stjórnin notj þá heimild, sem henni er veitt j lögum, svo að fengið verði gott strandferðaskip þegar á næsta vori. Annast þá útgerðarstjórj \ ríkisins einnig rekstur þess. Enn fremur hefir það komið til athugunar, skrifar ráðherrann, að einn eða fleiri af flóabátun- um kæmi þar með í hóp til út- geröar. > —' Útgerðarstjóranum verður einnig falið að hafa eft- irlit af hálfu rikisins með rekstrj flóabáta, sem ríkið veitir fé til, og að endurskoða skipulagið á þeim rekstri. Það er vel, að sú stefna hefir nú verið tekin upp, að rikið ann- ist sjálft rekstur skipa sinna. Raímagnsveita Reybjavikur er ebki útsvarsskyld í Seltjarn- iurnesshreppi, Úrskurður fógetaréttar. Hreppsnefnd ' Seltjarnarness- hrepps lagði útsvar á rafmagns- veitu Reykjavíkur vegna afnota af Elliðavatni, 250 ltr. Bæjar- stjórnin neitaði að greiða út- svarið, þar eð rafmagnsveitunnj bæri ekki að greiða Seltjarnar- nesshreppi neitt útsvar. Kom tij fógetaúrskurðar um, hvort Sel- tjarnarnesshreppur gæti látið taka útsvarið lögtaki. Hefir fó- getarétturinn felt úrskurð og synjað Seltjarnarnesshreppi um, að lögtakið megi fram fara. SblMinganesskanptún og vatnsveita Reykjaviknr. Eins og kunnugt er höfðaði Vatnsveitufélag Skildinganess snemma í sumar’mál gegn bæj- arstjóm Reykjavíkur og krafð- ist þess, að því yrði heimilað að taka vatn úr vatnsveitu bæjar- ins um sérstaka ieiðslu handa SMldinganesskauptúni. Reisti fé- lagið þessa kröfu sína á ákvæð- um, sem Jón Þorláksson, er hann var fulltrúi Reykvíkinga á al- þingi, kom inn í lögin um stækk- un lögsagnarumdæmis bæjarins. En Jón og Eggert Claessen eru, sem kunnugt er, helztu lóða- og land-eigendur í Skildinganesi. Guðmundur ólafsson hæsta- réttarlögmaður skyldi verja mál- ið fyrir bæinn. Af einstakri greiðasemi við sækjendurna félst hann á, þvert ofan í gildandi venjur, að málið yrði tekið fyrir í réttarfríinu í sumar, og þótti flestum slík „greiðasemi" undar- leg mjög af bálfu verjanda bæj- arins. Fyrir skömmu var dómur upp kveðinn í máli þessu. Var aðal- niðurstaða dómsins sú, að Vatns- veitufélagi SMldinganess skuli heimll vatnsnotkun úr vatns- leiðslu Reykjavíkur, svo fremi að vatn sé nægilegt í vatnsveit- unni, að áliti dómkvaddra manna, og að vatnstakan valdi eigi Reykjavíkurbœ verulega ó- hagnaði. Nú er það vitanlegt, að í ýms- um hverfum bæjarins vantar mikið á að nægilegt vatn fá- ist, * svo að fullar líkur eru til,. að Reykjavík, að minsta kosti fyrst um sinn, komist hjá að láta vatniö. Dómnum var þegar áfrýjað tif hæstaréttar. Alþýðuflokksfulltrúarnir í bæj- arstjórn beittu sér fyrir því, að ekM yrði látið undan kröfum Skildinganessbúa, er byggðust á lögkrókum Jóns Þorlákssonar, heldur leitað úrskurðar dóm- stólanna. Mál þetta hefir geysimikla fjár- hagslega þýðingu fyrir Eggert Claessen og Jón Þorláksson. Baugur og Claessen hafa á tæp- um 2 árum ■selt lóðir í Skiídinga- nesi fyrir yfir 150 þús. krónur. Er það þó að eins lítill hluti af landi þeirra þar. Hitt er margfalt meira, sem þeir eiga enn óselt. Verði Reykjavíkurbær dæmdur til að láta Skildinganessbúa fá vatn, margfaldast lóðaverð þeirra Jóns og Claessens. Þá græða þeir sennilega hundruð þúsunda á verðhækkun landsins. Vonandi. verður það ekki fyrr en verð- hækkunarskattur er lögfestur. Bogi Ólafsson hefir nýlega verið sMpaður fastur kennari við Meníaskólann, en áður var hann aukakennari skólans.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.