Morgunblaðið - 10.01.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.01.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. janúar 1961 MORGVNfílAÐIÐ 3 staksTiinar UM daginn var hér grein í 'blaðinu með fyrirsögninni Síld! Síld! Og nú síðustu dag- ana hefur þessi merkilegi fisk- ur borizt á land hér í Reykja- vik í allverulegu magni, og aftur hefur færzt líf i tuskurn ar í fiskverkunarstöðvunum, þar sem lítið hefur verið að gera undanfarnar vikur, 1 gær komu nokkrir síldar- bátar hingað til Reykjavíkur með síld til vinnslu. Meðal þeirra var einn kunnasti síld- arbátur flotans, Guðmundur Þórðarson frá Reykjavík. Hann kom hér inn á höfnina klukkan um hálftólf, og klukk an um 2,30 var síðasta síldin úr honum sett á bíl, og brátt var haldið út aftur. Haraldur Agústsson skip- stjóri, sagði í stuttu samtali við fréttamenn Mbl. á brúar- Það var góður gangur á síldar vinnunni í ísbirninum í gær. væng skipsins, að það væri tunnur síldar. Síld í Reykjavík mikil síld vestur við Jökulinn. En hún hefur haldið sig fyrir neðan 20 faðma dýpi, og þá er nær ógerningur við hana að fást. 1 nótt vorum við til dæm- is yfir síld á þessu dýpi, án þess að geta eiginlega nokkuð aðhafzt, en þá kom tilkynning frá varðskipinu Ægi, sem er við síldarrannsóknir og var þar vesturfrá um, að þar væri síld sem við gætum fengizt við. Það var Jakob Jakobsson, sem þarna var við rannsóknir á Ægi. Eg tel því að Jakob hafi fundið þessa síld. Við fengum þessar rúmlega 300 tunnur í einu kasti, en nótin var óklár hjá okkur og það varð ekki af frekari veiði. En þarna vestur frá er mikil sild. Það er erfitt að fást við hana í veltingnum, og í fyrrinótt sprengdum við nótina, en þá hafa líklega verið í henni um 1200 tunnur síldar. Kraftblökkin stendur sig? Já, án hennar væri ekki hægt að stunda þessar veiðar nú. Jú, hún hefur staðið sig vel, ekki farið króna í viðhald hennar. Það er enginn lengur með báta eins og í gamla daga, af þeim bátum, sem nú eru á síld hér um slóðir, sagði Haraldur. Og hið nýja og endurbætta simradkerfi? Það er alveg frábært tæki og öruggt. Við myndum vera búnir að sigla yfir margar „mælingar“, sem ekki komu fram á gömlu tækjunum, en hið nýja hefur fundið. Kallarnir, sem voru við löndunina, voru nú allir komn ir upp á þilfar og þar spraut- uðu þeir hver á annan með spúlvatnsslöngunni, til að hreinsa af stakknum síldar- hreistrið. Og brátt var farið að gera klárt til að losa land- festar, því ekiki er lengur staðið við en brýnasta nauð- syn ber til. Við kölluðum til Haraldar, þar sem hann stóð í brúnni við opna hurðina: Hvað eru þið búnir að fá mikinn afla i vetur? Það eru líklega liðlega 14,000 tunnur, með því sem við lönduðum hér í dag. Landfestar tru losaðar og hið grænmálaða aflaskip legg ur frá landi. Það er komið tvær til þrjár skipslengdir þegar heyrist upp á bryggj- una, að þeir á hvalbaknum kalla til skipstjórans: Hann er að koma, — Hann er að korna! Ut úr sendiferðabíl snarast eigandi bátsins, Bald- ur Guðmundsson. Þeir biðu ekki einu sinni eftir sjálfum reiðaranum. Nú kom stefni bátsins aftur upp að bryggj- unni og Baldur fékk að skjóta um borð til frammámanna slöngu á enda nótarinnar, en síðan var tekið fullt afturábak í vélarúmi bátsins. Nú hugsuðu mávarnir gott til glóðarinnar, því nokkrar síldar lágu á bryggjunni. En við tókum af þeim ómakið köstuðum til þeirra síldunum, og það upphófst mikið garg, en þeir mávar, sem heppnina höfðu með sér, létu sig ekkert um það muna að sporðrenna rúmlega 200 gramma síldum, og leituðu eftir meira æti, með engu minna hungurgargi en þeir, sem ekkert fengu. Síldin úr bátnum hafði far- Þar voru irystar alls um 300 ið vestur í Isbjörninn. Þar var margt fólk í vinnu, karlar og konur. Verkstjórarnir létu vel yfir síldinni, og töldu að af- köstin þar í gær myndu verða alls kringum 300 tunnur síld- ar, — ekki saltaðar heldur frystar, því öll er síldin fryst til útflutnings, Er hennj pakk að í 9 kg öskjur, og svo jöfn er síldin, að það þarf ekki að flokka hana eftir stærð. Og svo fór Ol. K. M. ljós- myndari Mbl. inn í vinnslusal inn og upphófust þá hróp og hlátrarsköll meðal stúlkn- anna. Taktu nú góða mynd af henni til að setja í Moggann. A kafi í síld i lest Heiðrúnar IS 4, sem í gærdag landaði um 500 tunnium síldar. Skipstjóri á þess- um bát er Benedikt Ágústsson, og er hann bróðir Haraldar skipstjóra á Guðmundi Þórðarsyni.— Harðduglegir aflamenn á síld sagði Hallgrimur i Togaraafgre!«slu nni. Er Heiðrún nú með um 10000 tunnur síidar á vetrarsíldveiðunu m. Erik Juuranto Kveðja ERIK JUURANTO, aðalræðis- maður íslands í Helsingfors, sem andaðist 30. desember sl., verður jarðsunginn í dag. Erik Juuranto var á 61. ári, fæddur 26. apríl 1900 og hafði gegnt aðalræðismannsstörfum fyrir Island í rúm 13 ár, er hann lézt. Sonur hans Kurt Juuranto, sem skipaður var ræðismaður íslands á liðnu ári, veitir nú að- alræðismannsskrifstofunni for- stöðu. Erik Juuranto stundaði ungur verzlunarnám og stofnaði brátt eigið fyrirtæki, sem nú er í fremstu röð finnskra innflutn- ingsfyrirtækja, Lejos Oy í Hels- ingfors. Hann kvæntist ungur eftirlif- andi konu sinni. Frú Aline er hugljúf kona og mikil húsmóðir. Þeim varð þriggja barna auðið. Dóttirin Marikka er gift Mar- cusi Berg greifa, ættuðum frá Frh. á bls. 23 Tímamenn í vTgahug Mikil er sú samúð, sem Tima- menn hafa með skrílslátum hvar sem er á jarðarkringlunni. í sium ar var það japanskur skríll, sem naut hluttekningar Tímans. Með haustinu var hann íslenzkur og nú er öflugasti bandamaður belg isks götuskríls íslenzkir Fram- sóknarmenn. Á sunnudaginn ræð ir Tíminn um óhæfuverkin i Belgíu og segir: „Ef til vill ræður það ein- hverýu um framangreinda af- stöðu Mbl., að þótt kjaraskerð- ingin sé mikil er mundi leiða af tillögum belgísku stjórnarnnar, mun hún áreðanlega ekki verða meiri en sú kjaraskerðing, er hef ur hlotizt af viðreisninni hér.... Þegar ríksstjórnin hinsvegar misnotar þingmeirihluta sinn til annarra eins ranglætisverka og belgiska stjórnin hefur fyrirhug- að, þá eru harðar mótaðgerðir ó- hjákvæmilegar .... Það er þetta sem belgiska ríkisstjórnin hefur gert og því hefur hún kallað yf- ir Belgíu það hörmungarástand, sem nú ríkir þar“. Vilja Framsóknarmenn skrílræði á íslandi Framsóknarmenn segja þannig blygðunarlaust, að skrílslætin í Belgiiu séu réttlætanleg, vegna þess að þingmeirihlutinn þar í landi hafi verið misnotaður við setningu efnahagslöggjafar, sem hafi kjaraskerðingu í för með sér og blaðið bætir við: „mun hún áreiðanlega ekki verða meiri en sú kjaraskerðing, er hefur hlotizt af viðreisninni hér“. Með öðrum orðum, málgagn Framsóknarflokksins segir, að það sé enn fyllri ástæða og rétt- læting að hefja götuskrílsóeirðir á fslandi en í Belgíu. Er Tíminn sjálfsagt eina blað lýðræðis- flokks í veröldinni, sem mælir slíkum skrilslátum bót. Jafnaðar mannaflokkur Belgiu hefur að vísu fallið fyrir þeirri freistni að styðja pólitískt verkfall, en hvorki hann né nokkur jafnaðar mannaflokkur mælir með ofbeld- isverkum, sem unnin eru í Belg- íu eða annars staðar. Um það er Tíminn algert einsdæmi. Er nú engu orðið líkara en á næstunni megi búast við almennu herút- boði þeirra Tímamanna. En illa erum við sviknir, ef bændur hlýta því kalli að storma til Reykjavíkur vopnaðir heykvísl- um. Yrðu Framsóknarmenn þó að boða bændafylgi sitt að þing- húsinu, ef þeir hyggðu á óspekt- ir, því að lítið er þeirra kaup- staðafylgi. Hitt er þó líklegra, að draiumur þeirra sé sá, að komm- únistar muni leiða ofbeldisverk- in, en þeir leggja sitt litla lóð á metaskálarnar. Sýnishorn af mál- flutningi Hér fer á eftir örlítið sýnishofft af málflutningi Tímans: „Jafnt leiðtogar Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins trúa nú á, að það séu heppileg- ustu þjóðfélagshættirnir, að auð- ur og völd séu í höndum sem fæstra einstaklinga. Til þess að ná því takmarki verður að skapa kreppuástand, svo að eignirnar safnist á fáar hendur og almenn- ingiur sé ekki kröfuharður, held ur beygður af ótta við atvinnu- leysi. Þetta má hinsvegar ekki segja opinberlega, og því er „við reisnin" klædd í það gerfi að hún sé gerð vegna sjávarútvegs- ins og framleiðslunnar". Ritstjóri Tímans telur sem sagt Framsóknarmenn vera á því gáfnastigi, að þeir trúi, að meiri- hluti þjóðarinnar berjist fyrir því, að þeir séu sviftir eignum sínum og þær fengnar fáum auð- kýfingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.