Morgunblaðið - 01.06.1961, Page 6

Morgunblaðið - 01.06.1961, Page 6
6 MORGUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 1. júní 1961 Sáttatillagan G>+4+3% Sáttatillaga sú, er sátta- semjari Xorfi Hjartarson og Jónatan Hall rarðsson lögðu fram í fyrrakvöld til miðlun ar í deilu Dagsbrúnar og vinnuveitenda, felur í sér 6% kauphækkun nú þegar, 4% að ári og 3% eftir tvö ár. I stórum dráttum er þessi til- laga í 9 aðalflokkum þar sem laun eru stighækkandi fyrir mismunandi störf. f hæsta flokki tímavinnunnar eru launin því 40,8% hærri en lágmarkslaun — í sáttatillög unni. Hér fara á eftir helztu atriði tillögunnar, en það eru í raun inni breytingar á kjarasamn ingi sömu aðila frá 22. sept- ember 1958. Lagt er til að hann verði framlengdur til 1. júní 1963 — eftir breytingarn ar: Lágmarkslaun fyrir full- gilda verkamenn skal vera á klukkustund: 1) Kr. 21,91 til 1. júní 1962 en síðan kr. 22,74, í almennri dagvinnu. 2) Kr. 22,38 til 1. júni 1962, en síðan kr. 23,22, fyrir verka menn í fagvinnu (trésmiði, bifvélaviðgerðum, blikksmíði, rafvirkjun, pípulagningum og málaravinnu þar með talin málun bíla, önnur en spraut- málun, sem flyzt upp í 4. flokk, og ryðhreinsun bíla), steypuvinna við að steypa upp hús og hliðstæð mann- virki, handlöngun hjá múr- urum (hræra lögun til húðun- ar og færa múraranum), hjálp arvinna í járniðnaði (þ.e. verkamenn, sem vinna til að- stoðar sveinum og meisturum með járnsmíðavehkfærum, svo og hnoðahitarar, viðhald- arar og ásláttarmenn í eld- smiðjum), vélgæzlu á loft- pressum, gæzlu hrærivélar, vinnu í lýsishreinsunarsitöðv s irn, að meðtalinni hreinsun með vítisóda á þeim stöðv- um, hneinsun benzín- og olíu- geyma að innan, ef eigi er farið inn í geyminn (sjá 8. fl) gufuhreinsun á tunnum á olíustöðvum, ryðhreinsun með handverkfærum og út- s'kipun á is. Þegar hjálparmenn í járn- iðnaði vinna inni í kötlum og skipstönkum, við yfirhitun og undir vélum í skipum, greið- ist 10% hærra kaup fyrir hverja klukkustund. Laun í þessum flokki eru 2,14% hærri en lágmarkslaunin. 3) Kr. 22,73 til 1. júní 1962, en síðan kr. 23,58, fyrir bif- reiðastjórn, þegar bifreiða- stjórinn vinnur aðeins við akstur bi'freiðarinnar, stjórn á hvers konar dráttar- og lyftivögnum, stúfun á fyllt- um tunnum í lest, enda sé stúfað í einu 50 tonnum eða meiru, vélgæzlu á togurum í höfn og vinnu við fóðurblönd unarvélar. Laun í þessum flokki eru 3,74% hærri en lágmarkslaunin. 4) Kr. 23,39 til 1. júní 1962, en síðan kr. 24,28, fyrir bif- reiðastjórn, þegar bifreiða- stjórinn annast önnur störf á samt stjórn bifreiðarinnar, vinnu við loftþrýstitæki, vinnu löggiltra sprengingar- manna og sprautumálun bíla (flyzt úr 2. fl.) Laun í þess- um flokki eru 6,75% hærri en lágmarkslaunin. 5) Kr. 23,82 til 1. júní 1962, en síðan kr. 24,72, fyrir kola- og saltvinnu, sbr. þó 7. tölu- lið, slippvinnu (svo sem hreinsun á skipum, málun, smurningu og setningu skipa) vinnu í frystiklefum (mat- vælageymslum), ef hún stend ur yfir 4 klukkustundir sam fleytt og vinnu í frystilestum skipa. Öll vinna í frystiklef- unum greiðist þó ætíð með þessu kaupi, ef unnið er í sambandi við útskipun. Laun í þessum flokki eru 8,72% hærri en lágmarkslaunin. 6) Kr. 25,32 til 1. júní 1962, en síðan kr. 26,28, fyrir stjóm vörubifreiða, 7 tonna eða stærri, og fyrir stjórnendur á ýtum, vélskóflum, kranabíl- um o.s.frv., sbr. 8. tölulið, vinni þeir á verkstæðum við viðgerð tækjanna eða annað, og vinnu í smurstöðvum (flyzt úr 2. fl.) Laun í þessum flokki eru 15,56% hærri en lágmarkslaunin. 7) Kr. 25,95 til 1. júní 1962, en síðan kr. 26,93, fyrir sem- entsvinnu (uppskipun, hleðslu þess í pakkhús og samfellda vinnu við afhendingu úr pakk húsi og mæling 1 hrærivél), uppskipun á saltfiski, löndun síldar og ísun síldar í skip, vinnu við kalk, krít og leir í sömu tillfellum og sements- vinnu, lemping á kolum í lest og sekkjun á kolum við út- hlaup úr sílóum, alla vinnu við afgreiðslu á togurum, upp skipun á fiski úr bátum og vinnu við út- og uppskipun á tjöru- og karbolínbornum staurum og vinnu dixilmanna. (Nýtt). Laun í þessum flokki eru 18,44% hærri en lágmarks launin. 8) Kr. 26,98 til 1. júní 1962, en síðan kr. 28,00 fyrir stjórn á ýtum, vélskóflum, krana- bílum, enda stjórni bifreiða- stjóri bæði bifreið og krana, bílum með tengivagni og stór virkum flutningatækjum, svo sem í sand- og grjótnámi, vegagerð o.fl. (sbr. þó 6. tölu lið, um verkstæðisvinnu), ryðhreinsun með rafmagna- tækjum, botnhreinsun skipa innanborð og málun fiskilesta í skipum með löfþrýstispraut- um, hreinsun með vítissóda (annars staðar en í lýsishreins unarstöðvum), vinnu með sandblásturstækjum, málm- húðun og hreinsun benzín- og olíugeyma að innan ,ef farið er inn í geymana (flyzt úr 2. fl.) Laun í þessum flokki eru 23,14% hærri en lágmarks- launin. 9) Kr. 30,85 til 1. júní 1962, en síðan kr. 32,01, fyrir boxa- og katlavinnu og málun skipa með loftþrýstitækjum, að und anskildum lestum fiski skipa, (flyzt úr 8. fl.) Laun í þessum flokki eru 40,8% hærri en lágmarkslaunin. Þá er nýtt ákvæði: Þar sem það á við að dómi stjórnar verkamannafélagsins Dagsbrúnar og vinnuveiitenda er ákvæðisvinna heimil eftir nánara samkomulagi aðila. Samningur þessi gildir til 1. júní 1963 og er uppsegjan- legur með eins mánaðar fyr- , irvara. Verði samningnum eigi þá sagt upp, framlengist hann til 1. júní 1964 og hækk- ar jafnframt allt kaupgjald samkvæmt ákvæðum hans um 3%. Sé samningnum eigi sagt upp frá 1. júní 1964, framleng ist hann um 6 mánuði í senn með sama uppsagnarfresti. Nú hækár vísitala fram- fæbslukostnaðar um 3% á tímabilinu frá gildistöku samnings þessa til 1. júní 1962 eða um 5% á tímabilinu ' frá gildistöku samningsins til 1. júní 1963, og er verka- mannafélaginu þá heimilt að segja kaupgjaldsákvæðum samningsins upp með eins mánaðar fyrirvara. Verði breyting á lögfestu gengi íslenzku krónunnar, skal aðiljum heimilt að segja samningum upp með mánað- ar fyrirvana. P. Petersen látinn Hann kvongaðist hér 1908 Kristínu Biering. Hún lézt 1953. Þeim varð þriggja barna auðið og eru tvö þeirra búsett hér á landi. í viðtali við Mbl. í ágúst 1957 sagði Petersen að lokum: ,,t sið- asta sinn kem ég aftur til þess að hvíla í íslenzkri mold“. LÁTINN er í Kaupmannahöfn, P. Petersen, bíóstjóri, sem þekktur var hérlendis undir nafninu Bíó-Petersen. Hann var fædur í Khöfn 30. júní 1881. Hann nam Ijósmyndagerð í Khöfn og starfaði um skeið sem ljósmyndari í Danmörku og Þýzkalandi. Hann kom til ís- lands 1905 og starfaði við ljós- myndagerð í eitt ár. 1906 hóf hann störf við Reykjavíkur Bíó- graftheater, sem síðar nefndist Gamla Bió. Hann var eigandi þess og stjórnandi 1913—1939. Á árunum 1925—27 byggði hann kvikmyndahúsið Gamla-Bíó við Ingólfsstræti og er það hús ó- brotgjam minnisvarði um fram- tak hans og stórhug. Árið 1939 fluttist hann til Danmerkur og rak kvikmyndahús í Khöfn til æviloka. Hann dvaldi«+ á ís- landi í 35 ár og eí t hér fjölda góðra vina. * Gatnahreinsun stöðvaðist Sveinn Ásgeirsson, á skrif- stofu borgarstjóra, hringdi í gær og bað Velvakanda að vekja athygli bæjarbúa á því, að öll gatnahreinsun hefði stöðvazt vegna verkfallsins. Sorphrpinsun hefur ekki 'stöðvazt, eins og kunnugt er, en bæjarbúar verða sjálfir að sjá um að halda götunum hreinum — og þá með því að gæta þess að kasta ekki rusli frá sér á götum og gatnamót- um. Það er heldur ekki úr vegi að hvetja fólk til þess að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Margir halda þeim ágæta siði að hreinsa ærlega umhverfis hús sín á vorin og væri mjög til fyrir- myndar að húseigendur héldu lóðunum í sama horfi, a. m. k. fram á haustið. ^_StórJ{ostnaðarliður Úr því að við minnumst á hreinlætið þá sakar heldur ekki að geta þess, að gatna- hreinsun er æðimikill kostn- aðarliður hjá okkur í Reykja- vík eins og víða annars stað- ar. Þau útgjöld væri hægt að lækka, ef borgararnir tækju höndum saman um að halda bænum hreinum. Víða erlend- is liggja sektir við því að kasta bréfarusli eða öðru slíku frá sér á götum — Og það er t. d. svo strangt í mörgum fylkjum Bandaríkj- anna, að 50 dollara sekt ligg- ur við því að kasta bréfarusli út úr bílum á þjóðvegunum. New York-blöðin gátu þess á 50 ára starfsafmœli f DAG á frú Ingibjörg ögmunds- dóttir, símstjóri í Hafnarfirði 50 ára starfsafmælL Frú Ingibjörg hóf störf hjá Landsímanum í Hafnarfirði 1, júní 1911, fyrst sem talsímakona, en síðar sem símstjóri frá 1916 til 1919, er maður hennar Guðmund ur EyjólfssOn varð símstjóri, og aftur að honum látnum 1935 og síoan. Það er ekki ætlun mín meS þessari fáorðu kveðju, að kynna frú Ingibjörgu fyrir lesendum Mbl., enda algjör óþarfi svd virkan þátt, sem hún hefur tekið í félags- og menningarmálefnum Hafnfirðinga, samhliða sínu eril sama starfi, sem hún hefur leyst af hendi með mikilli prýði. Ég vil nota þetta tækifæri og færa frú Ingibjörgu árnaðaróskir og þakklæti okkar Hafnfirðinga fyrir vel unnin störf í okkar þágu í hálfa öld. Matthías Á. Mathiesen. Aflal>rö«ð á Seyðisfirði TRILLUR hafa fiskað vel að undanförnu, og atvinna verið mikil hjá kvenfólki og ungling- um, sem vinna í fiskiðjuverum, Tveir menn, sem átt hafa litlar trillur, hafa nú keypt stærri bát, sem er fimm tonn. — Sveinn. dögunum, að þar f borg værl hafin herferð gegn þessum ó- þrifnaði í borginni. Þar var það reiknað út, að fljótlega mundu sparast milljón doll- arar í rekstrinum, ef borgar- búar sýndu örlítið meira hreinlæti og notuðu bréfa- körfurnar á gangstéttunum betur. Háttvirtir skattgreið- endur voru minntir á að þann ig gætu þeir lækkað skattinn, um nokkur cent. + Sigga T og Anna G, Kona ein, sem í æsku átti heima í Túngötunni rétt hjá * Dillonshúsi hringdi til blaðs- ins er greinin kom um flutn- ing hússins upp að Árbæ. Hún sagði að nokkurs misskilnings gætti í greininni er varðaði lýsingu á konum Siggu T. og önnu G., er þar er minnst á. Þessar konur hefðu verið með eindæmum elskulegar ög lausar við alla tilgerð. Hjá þeim hefði jafnan ríkt gest- risni og gleði, enda alltaf til kaffi á könnunni. Af þessum sökum hefði fjöldi Reykvík- inga heimsótt þær jafnt háir sem lágir. Hefðu allir átt vin- um að fagna þar sem þær stöllur voru. Þessi kona segir að hjartahlýja þeirra hafi ver- ið með einsdæmum og þær hefðu á engan hátt verið „sér kennilegar í háttum", nema ef svo mætti að orði komast um elsku þeirra og gæði. Þær hefðu að sjálfsögðu verið börn síns tíma, en að öðru leyti ekki sérkennilegri en ann- að fólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.