Morgunblaðið - 01.06.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Fimmíudagur 1. júní 1961 Veizlan á Hótel f GÆRKVÖLDI héldu forseti fslands og forsetafrú Dóra Þór hallsdóttir Ólafi konungi Nor egs veizlu á Hótel Borg. Voru þar boðnir 186 gestir, þar á meðal ráðherrar, sendiherrar erlendra ríkja, fylgdarlið kon ungs o.fl. >f KI. hálf átta tóku prúðbún ir gestir að streyma að suður dyrum á Hótel Borg og kl. 8:05 komu íslenzku forseta- hjónin um aðaldyr. Margt manna var fyrir utan til að sjá gesti koma. Forsetafrúin var klaedd sínum fallega skaut búningi með víravirkiskoffri og sporabelti og bar fálkaorðu í borða með íslenzku fánalit unum. Forseti var klæddur kjólfötum með fjölmargar orður, þar á meðal keðju Ólafs orðunnar. í anddyrinu tóku við yfirhöfnum þrjár konur í upphlutum og með hvíta hanzka. Skömmu seinna kom kon- ungur, klæddur einkennisbún ingi með keðju Fálkaorðunnar og fjölmargar aðrar orður. Fögnuðu forsetahjónin honum í anddyrinu og gengu með honum inn. Hljómsveit lék, en gestir stóðu við sæti sín. • Falleg skreyting — prúð- búnir gestir. Gyllti salurinn var fagur lega skreyttur, mest í rauð- um, bláum og hvítum litum, fánalitum íslands og Noregs. Með suðurvegg var háborðið og út frá því sex borðarmar út í salinn og að auki tvö langborð í áfasta salnum. Suð urveggurinn var tjaldaður hvítu og skreyttur rauðum og bláum borðum og fallegum blómalengjum, þar sem mest bar á rauðum blómum af ýms- um gerðum. Höfðu blómaverzl anir í Reykjavík séð um skreytinguna, sem mun fá að standa óbreytt í 1—2 daga. Norðurveggurinn var tjaldað ur bláu með hvítum og rauð um borðum, en þar voru blómaskreytingar í gulu og bleiku. Á endavegg voru þjóð fánarnir,_ sá norski og sá ís- lenzki. Á borðum var hvítt postulín, krystalglös, allt skreytt gylltu og rauðleitir blómvendir í vösum og laus blóm á borðum. Borg • Góðtur matur. Fyrir miðju háborði sat Ólafur konungur og forseta- hjónin til beggja hliða og til hliðar við þau forsætisráð- herra og frú hans. Undir borð um lék hljómsveit, m.a. Eine kleine Nachmusik eftir Moz- art, syrpu af íslenzkum lögum í útsetningu Emils Thorodd- sen, norskar rapsódíur eftir Svendsen o.fl. Fyrst var á borð borin skjaldbökusúpa (Pötage Tortue Claire), þá laxréttur (Saumon bouilli sauce Hollandaise). Forseti íslands reis úr sæti sínu og flutti ræðu, sem birt er annars staðar. Á undan báð um ræðum var blásin fornald armúsik. Að ræðum loknum kom kjöt rétturinn, endur með steikt um eplum (Caneton roti sauce Normande) og ábætir, rjóma rönd (Bavarois Diplomate). Tilheyrandi vín voru með hverjum rétti, sherry, hvít- vín, rauðvín og köníak eða liqueur. * * f veizlunni var margt prúð- búinna gesta, karlmenn í kjól- fötum með orður, eins og fyrir var mælt á boðskorti, ráðherr- ar flestir með stórkross Ólafs- orðunnar, konur í alsíðum kjólum. Mest bar á ljósum kjólum og 15 konur voru í íslenzkum búningum. 13 skaut uðu og tvær voru í fallegum peysufötum, biskupsfrúin í glæsilegum flaujelspeysuföt- um með gulllamesvuntu og slifsi. Af konum við háborð- ið má nefna, að forsetafrúin var í ljósbláum siffonkjól, utanríkisráðherrafrúin í ljós- lilla litum kjól með stein- ísaumi, frú Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar í sæ- grænum satínkjól með stein- útsaumi og bar fjölmargar orður, konur landbúnaðar- og félagsmálaráðherra í mjög fallegum kjólum. Of langt yrði að telja upp fleiri. Ólafur konungur yfirgaf veizlusalinn kl. 11.30 og aðrir gestir fóru úr því. Talsverður mannfjöldi var samansafnað- ur fyrir utan til að sjá gest- ina yfirgefa veizlusalinn. (Á bls. 15 er listi yfir veizlu gestina). Viö styttu Jöns forseta Á HÁDEGI lagði Ólafur Noregs- konugur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, . forseta á Austurvelli. Þar hafði safnazt saman mikill mannfjöldi, sem stóð allt í kringum völlinn og í gluggum og á svölum húsanna í kring, og var konungi fagnað með lófaklappi er hann kom ak- andi að Alþingishúsinu með for- seta íslands, Ásgeifi Ásgeirssyni, og föruneyti sínu. Á grasflötinni framan við styttuna höfðu tekið sér stöðu íslenzku ráðherrarnir, ráðuneytis stjórar, borgarstjóri, foxseti bæj- arstjórnar o. fl. Konungur og forseti fslands gengu ásamt Lange utanríkisráð- herra og öðru fylgdarliði að styttunni og Ólafur konungur lagði að fótstallinum fagran blóm vönd úr lyngi, skreyttan rauðum, bláum og nvítum blómum og borða í fánalitum Noregs með áletruninni: Kongen av Norge. Þá sungu Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræður norska þjóðsöng- inn og íslenzka þjóðsönginn undir stjórn Ragnars Björnsson- ar og Sigurðar Þórðarsonar. Var athöfnin öll ákaflega hátíðleg. | Meðan á henni stóð brauzt sólin . frarri, og skein í heiði. | Við Aiþingishúsið tóku á móti könungi forsetar Alþingis, Friðj- ón Skarphéðinsson, Sigurður Óli Ólason og Jóhann Hafstein. Skoðaði konungur Alþingishúsið undir þeirra leiðsögn og komu hann og forseti íslands út á svalir hússins. Meðan konungur Og forseti stóðu á svölunum, söng kórinn norska konungssönginn og mann* fjöldinn bauð Ólaf konung vel* kominn, með ferföldu húrrahrópi undir stjórn Jónasar B. Jónsson- ar skátahöfðingja. Síðan óku konungur, forseti fa lands og fylgdarlið aftur að Ráð« herrabústaðnum, þar sem fram» reiddur var hádegisverður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.