Morgunblaðið - 01.06.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.1961, Blaðsíða 22
22 M ORGVfl BLAÐ1Ð Fimmtudagur 1. júní 1961 Derby-hlaupið og Skot- arnir á ritstjórn Mbl. Laugardalsvöllurinn likist bezta velli Skotlands UM miðjan dag í gær fékk Morg- unblaðið skemmtilega heimsókn. Þar voru komnir um tíu af skozku kmattspyrnumönnunum St. Mirren með þjálfara sínum Mc Garvey og Mc Murdo sem lengst starfaði hér á landi við þjálfun íslenzkra knattspyrnu- manna. ★ Þeir komu til fréttamannanna og skýrðu frá því að þá um dag- inn færu fram hinar heimsfrægu Derby veðreiðar. — Eigið þið ekki sterkt útvarpstæki, svo við getum fylgzt með veiðreiðunum. ★ Það leið ekki á löngu þar til Skotarnir höfðu safnazt kringum útvarpstækið og hlustuðu fullir af ákafa Og spenningi á lýsingu veðreiðanna. Það var engin furða þó þeir væru æstir, því að sumir Iþeirra höfðu veðjað stórfé á uppáhaldshestinn sinn. Knatt- spyrnumennirnir undruðust það ekki þótt þeir gætu heyrt út- varpslýsinguna, en þeir ráku upp stór augu, þegar þeir komust að því að úrslit veðreiðanna komu á fjarritann frá Reuter næstum því á sömu sekúndu og keppn- inni lauk. Verst var að þeir kvöddu í lakara skapi en þeir komu, enginn hafði unnið neitt í veðmálunum. Skotarnir sögðusj hafa haft mikla ánægju af því að fylgjast með konungskomunni. Ég hafði myndavélina með sagði einn og náði mynd af konunginum og for setanum. ★ Þeir létu í ljósi mikla ánægju með grasvöllinn í Laugardalnum. Hann er fjaðurmagnaður og miklu sléttari en okkar völlur. Hann er einna líkastur grasvell- inum við Aberdeen, sem er bezti völlur Skotlands. Nýtt tannkrem með munnskol- unarefni í hverju rauðu striki Signal er fremra öllu öðru tannkremi. bví aðeins bað gerir tennur vðar skínandi hvítar og gefur vður hressandi munnbragð. Sérhvert gott tannkrem hreinsar tennurnar, en hið nýja SIGNAL gerir miklu meira! Hvert og eitt hinna rauðu strika SIGNALS inniheldur Hexa- Chlorophene. Samtímis því, sem hreinsunarefni SIGNALS gætir og verndar tennur yðar, blandast þetta kröftuga rotvarn- arefni munnvatninu og um leið og það hreinsar munninn. Burstið því tennur yðar reglu- lega með SIGNAL og njótið þar með bezta fáanlega tann- kremsins, sem inniheldur hvort- tveggja í senn, ríkulegt magn hreinsunar- og rotvarnarefna. Látið alla fjölskyldu yðar nota þetta nýja undra-tannkrem, með munnskolunarefni í hverju rauðu striki. Byrjið að nota SIGNAL strax í dag. Petta er ástæðan fyrir því, að SIGNAL inniheldur munnskolunarefni í hverju rauðu strikl. X—SIG 1/IC 9658 Ingmar er ekki hœttur ÞAÐ HAFA heyrzt raddir um að sænski hnefaleikakappinn Inge mar Johanson vildi hætta keppni í hnefaleikum. Nú síðustu daga hafa hins vegar borizt fregnir um að hann hafi samið um frekari leiki og í fyrradag var gefin út tilkynning um að hann hefði skrifað undir samning um kapp leik við Sammy Liston — banda rískan blökkumann — og á leikur inn að fara fram í septembermán uði. Sammy hefur sigrað á rot höggi í langflestum leikjum sín- um til þessa — en sömu sögu er að segja um Ingemar. Svíar unnu SVÍAR UNNU Sviss í knatt- spyrnu á sunnudaginn með 4:0. Leikurinn var liður í undan- keppni heimsmeistarakeppninnar en í þeim undanrásum eru Sví- þjóð, Sviss og Belgía. Leikurinn á sunnudaginn var ójafn. Svíar áttu mun meira í leiknum Og voru vel að sigrinum komnír, Þeir hefðu jafnvel átt stærri sigur skilinn. 4 W BIKARKEPPNI Bridgesamband* íslands lauk nú nýlega. 15 sveitir tóku þátt í keppninni, sem er úrslitakeppni og í undanúrslit komust sveitir Laufeyjar Þor- geirsdóttur, Brands Brynjólfssoa ar, Mikaels Jónssonar og Jakobs Bjornasonar. f úrelitakeppnimd fóru leikar þannig að sveit Jakobs vann sveit Laufeyjar 82:69 og sveit Brands vann sveiít Mikaels 96:56. Til úrslita spiluðn því sveitir Jakobs og Brands og sigraði sveit Jakobs 12'8:124. f sveitinni eru auk Jakobs, Hilmar Guðmundsson, Jón Björnsson, Rafn Sigurðsson, Jón Arason og Vilhjálmur Sigurðsson. Sveitir Mikaels og Laufe yjar spiluðu um þriðja sætið og sigraði Mikaela 86:80. í kep’pni þessari er keppt um fagran bikar er Stefán Stef- ánsson, Akureyri gaf til keppn- innar. Árið 1960 sigraði sveit Hjalta Elíassonar í keppni þess- ari. Guðjón Eyjólfsson löggiltur endurskoðandj Skólavörffustíg 16 Sími 19658.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.