Morgunblaðið - 01.06.1961, Síða 12
12
MOÍtCllfini4 Ð1Ð
Fimmtudagur 1. júní 1961
CJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastj óri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannesser,
Eyjólfur Konráð Jónsson
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
Fjögnr systkin
— einn nímæl-
is dngnr
1 ROCHESTER í Michigan í
Bandaríkjunum búa ung hjón
(konan aðeins 22ja ára göm-
ul), sem orðið hefir fimm
barna auðið á fjórum árum.
Þætti víst mörgum nóg — en
það er þó ekki þetta, sem vald
ið hefir því, að þessi ungu
hjón og börn þeirra hafa kom
izt í fréttirnar — enda hafa
þau ekki sett neitt met að
þessu leyti.
— ★ —
Það er annað, sem er merki
legt talið við bameignir Hud-
sonhjónanna. Það, að öll börn-
in, nema það elzta, eiga sama
afmælisdag, 27. maí. Fyrsta
barnið fæddist 8. maí 1957 —
en síðan hófst ,stundvísin“:
27. maí, 1958—1959—1960—
1961.
Faðirinn, sem vinnur í
skipta meginmáli kaupgreiðsl
ur þennan eina mánuð og
hafa sjálfsagt ekki gert
sér grein fyrir, hvernig reynt
yrði að nota þennan mánað-
arsamning af andstæðingum
kj ar abótastef nu.
Aðalatriði málsins er, að
Framsóknarmenn hafa nú
opinberað það, að þeir ætla
einskis að svífast til þess að
reyna að eyðileggja fjárhag
landsins. Þeir gera sér vonir
um að þá muni þeir geta
komizt í ríkisstjórn. Von er
að menn segi: Mikil er trú
þín, kona!
REYNT AÐ AFSTÝRA ÓGÆFUNNI
C’áttasemjararnir Torfi Hjart
^ arson og Jónatan Hall-
varðsson hafa nú gert loka-
tilraun til að afstýra ógæfu
langs og harðsótts verkfalls,
sem óhjákvæmilega hlyti að
enda með almennri kjara-
skerðingu, hvað svo sem að
lokum kynni að verða sætzt
á. Morgunblaðið getur auð-
vitað ekkert um það sagt,
hvort vinnuveitendur annars-
vegar og launþegar hinsveg-
ar muni samþykkja þessa
miðlunartillögu, en allir vel-
viljaðir menn hljóta þó að
vona að svo fari.
Þótt sáttasemjarar reyni að
sjálfsögðu að gera sér sem
gleggsta-grein fyrir atvinnu-
ástandinu almennt, þá er
hlutverk þeirra þó fyrst og
fremst að leita þeirrar leiðar,
sem líklegust er til að setja
deilumál niður og tryggja
varanlegan vinnufrið. Hlut-
verk trúnaðarmanna laun-
þega á að vera að reyna
að fá fram sem mestar
raunverulegar kjarabætur
með sem minnstum fórnum.
Forystumönnum vinnuveit-
enda ber aftur á móti að
gæta þess að ekki séu sam-
þykkt útgjöld, sem leiði til
samdráttar eða óhagkvæms
reksturs. t
Mjög ólíklegt verður að
telja að nokkrir af forystu-
mönnum launþega telji að
meiri raunverulegar kjara-
bætur geti fengizt en gert er
ráð fyrir í sáttatillögunni. —
Andstaðan gegn sættum er
því af öðrum toga spunnin
og verður að segja þá sögu
eins og hún er, að þau öfl
eru nú mjög á kreiki, sem
ekkert varðar um hag verka-
manna, þegar pólitískir
flokks- eða einkahagsmunir
eru taldir í veði.
FRAMSÓKNAR-
MENN ORÐNIR
VERKALÝÐSLEIÐ-
TOGAR
TTffesta athygli hefur það vak
ið, að Framsóknarmenn
eru nú allt í einu orðnir aðal
verkalýðsleiðtogar landsins.
Fremstir eru þar í flokki
Þórarinn Þórarinsson, rit-
stjóri Tímans, og Karl Krist-
jánsson, alþingismaður á
Húsavík. Var Karli falið það
sérstaka hlutverk að sjá til
þess að Kaupfélag Þingey-
inga byði verkamönnum sem
allra hæst laun, en umfram
allt ekki lengur en í nokkrar
vikur. Þórarinn Þórarinsson
hefur aftur á móti beint sam-
band við þá menn í röðum
kommúnista, sem alls ekki
vilja að samkomulag náist í
vinnudeilunum.
Karl innti sitt hlutverk af
hendi og samdi til tveggja
mánaða fyrir beggja hönd
vinnuveitenda og launþega.
Þórarinn Þórarinsson hefur
heldur ekki legið á liði sínu,
því Þjóðviljinn á fullt í fangi
með að fylgja eftir fréttaföls
ununum í sambandi við
verkalýðsmál. Er þó beint
samband milli ritstjórnar-
skrifstofanna, sem auðvelda
ætti Þórarni að túlka það fyr
ir ritstjórum Þjóðviljans,
hvernig hagkvæmast sé að
taka á málunum.
Reynsla verkalýðs af Fram
sóknarflokknum fyrr og síðar
er með þeim hætti, að ekki
er að furða, þótt reykvískum
verkamönnum sé um og ó,
þegar þeir sjá að leiðtogar
Framsóknarflokksins eru allt
í einu orðnir sjálfkjörnir for-
ingjar launþega.
MÁNAÐARSAMN-
INGUR OG
FORSÍÐUFRÉTT
Tnnrömmuð forsíðufyrirsögn
Tímans í gær hljóðar svo:
„15% kauphækkun á Akur-
eyri“.
Menn rak að vonum í roga
stanz, héldu að vinnuveitend
ur í höfuðstað Norðurlands
hefðu samið um 15% launa-
hækkun sama kvöldið og
sáttatillaga kom fram í
Reykjavík.
Sannleikur þessa máls er
svo sá sem að litlu leyti kem
ur fram síðar í frétt Tímans,
að eitt fyrirtæki á Akureyri
hefur samið við örfáa starfs-
menn um kauphækkanir í
einn mánuð, sem nema 11%.
Er þarna um að ræða neta-
gerð, sem frá 1. júlí greiðir
kaup eftir taxta Þróttar á
Siglufirði. Eigendur þessa
fyrirtækis haf a ekki talið j
ár Og á sig lagt í baráttunni
fyrir ritfrelsi.
• Yalman
Það var samhljóða sam-
þykkt af öllum félagsmönn-
um að veita tyrkneska blaða-
manninum Ahmed Emin Yal-
man fyrsta Gullpennann.
Yalman er fæddur 1888 Og hef
ur unnið við blaðamennsku
fró því hann var um 18 ára.
Hann hefur lagt mikið af
mörkum í baráttunni fyrir rit
frelsi í heimalandi sínu.
Tvisvar hefur honum verið vís
að úr landi. Fyrst var það
Tyrkjasoldán, sem sendi hann
í útlegð, en seinna Mustafa
Kamal Atatyrk. Og árið 1952
munaði minnstu að ofstækis-
mönnum tækist að myrða
hann. Menderes stjórnin, sem
nú bíður dóms í Tyrklandi,
dæmdi Yalman í 16 mánaða
fangelsi og árið 1960 var hann
handtekinn fyrir að hafa
endurprentað nokkrar greinar
úr bandarísku blaði. Þá bárust
mótmæli víða að úr heimin-
um, sem urðu til þess að Yal-
man var sleppt lausum.
★
Tilræðismaðurinn frá árinu
1952 situr nú í fangelsi. En
Yalman hefur gert ítrekaðar
tilraunir til að fá hann lausan
og aðstoðar hann við að lesa
undir stúdentspróf í fangels*
jnu. Hefu'r Yalman boðizt til
að taka tilræðismanninn til
sín á blaðið þegar hann losn-
ar úr fangelsinu.
annars en allra afmællsgjaf-
anna. Launin í vindlaverk.
smiðjunni eru nefnilega ekk-
ert hærri í maí en aðra mán-
uði.
Þrátt fyrir þær hryllilegu lýs-
ingar, sem fram koma við yfir
heyrslurnar, og þrátt fyrir það að
flestir áheyrenda eiga ættingja,
sem nazistaböðullinn pyndaði til
bana, er yfirleitt kyrrð í réttar-
vindlaverksmiðju, er ham-
ingjusamur með barnahópinn
sinn — en hann horfir þó með
nokkrum ugg til dagsins 27.
maí, þótt ekki væri vegna
salnum I Jerúsalem.
En stundum kemur það samt
fyrir að áhorfendur láta bugast
af ógnarlýsingunum. Meðfylgj-
andi mynd er af konu, sem liðið
hefur yfir í réttarsalnum.
1 SÍÐASTLIÐINN sunnu-
dag hófst í Danmörku
ráðstefna alþjóðasamtaka
blaðaútgefenda, „Feder-
ation internationale des
Editeurs de Journaux et
Publications“ (FIEJ). —
Ráðstefnan er haldin í
Marienlyst hjá Helsingör,
og koma þar saman leið-
andi blaðaútgefendur og
ritstjórar víða að úr heim-
inum.
Samtök þessi voru stofn
uð 1948 í þeim tilgangi,
eins og segir í lögum
þeirra, að „vinna að friði
Iog öryggi með því að
efla samvinnu þjóðanna
og þannig auka virðinguna
fyrir lögum og rétti, fyrir
mannréttindum og frelsi“.
Í9 Gullpenninn
í FIEJ eiga 17 lönd fulltrúa,
þ. e. Austurríki, Bandaríkin,
Belgía, Ceylon, Danmörk,
Finnland, Frakkland, Holland,
^ ísrael, Ítalía, Japan, Liberia,
Luxembourg, Noregur, Sviss,
Svíþjóð og Vestur Þýzkaland.
Ráðstefnunni lauk á mið-
Ahmed Emin Yalman
vikudag með móttöku hjá
dönsku konungshjónunum á
Fredensborg, en síðan var ætl-
unin að fulltrúarnir ferðuð-
ust um Danmörku.
Ráðstefnan úthlutaði nú í
fyrsta sinn „Gullpenna frels-
isins“ (La plume d’or de la
liberté), sem ætlunin er að
úthluta órlega þeim manni,
mönnum eða stófnun, sem
mest hefur unnið undanfarið
Gullpenni frelsisíns