Morgunblaðið - 01.06.1961, Síða 15
Finuntudagur í. júní 1961
MORGVNBLAÐID
15
Gdður arfur
frá Noregi
Ræða forseta íslands oð Hótel Borg
Ólafur Noregskonungur og forsetahjónin ganga inn á
Hótel Borg í gærkvöldi.
Meiri vinátta
en nokkru sinni
Ræða Olafs Noregskonungs 1
veizlunni að Hótel Borg i gær
Cestir
á Borg
FYRIR MIÐJU háborði sátu Ólafur
Noregskonungur og Forseti íslands.
Konungi á hægri hönd sat forsetafrá
Dóra Þórhallsdóttir, þá Ölafur Thors,
iforsætisráðherra, frú Rósa Ingólfs-
dóttir, Euler-Chelpin, sendiherra
{Svíþjóðar, frú Sigríður Björnsdóttir,
Börde s,endiherra Noregs og frú Guð-
finna Sigurðardóttir. Forseta íslands
é vinstri hönd sat frú Ingibjörg Thors,
|>á Halvard Lange utanríkisráðherra
Noregs, frú Euler-Chelpin, Guðmund
ur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra,
Ærá Börde, sendiherrafrú, Bjarni Bene
diktsson dómsmálaráðherra, frú Eva
Jónsdóttir.
Aðrir veizlugestir voru: Gunnar
Thoroddsen ráðherra, frú Guðrún Vil-
mundardóttir, Ingólfur Jónsson, ráð
herra, frú Vigdis Steingrímsdóttir,
Friðjón Skarphéðinsson, forseti Sam
einaðs Alþingis, frú Stefanía Guðjóns
öóttir, Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráð-
trerra, frú Valborg Sigurðardóttir, frú
Penfield, Ambassador Bretlands,
Madam Zara-Brazil, Sigurður Óli Öl-
afsson, forseti efri deildar, frú Magnea
Þorkelsdóttir, Gunnlaugur Briem,
póst- og símamálastjóri, frú Áslaug
•Siggeirsdóttir, Klemens Tryggvason,
ijiagstofustjóri, frú Sigríður Magnús-
öóttir, Kjartan Thors, aðalræðismað-
tir, frú Sigrún Eiríksdóttir, Kristján
'Eldjárn þjóðminjavörður, Torfi Hjart
arson tollstjóri, frú Theresía Guð-
enundsson, veðurstofustjóri, Gunnar
Gunnarsson, rithöfundur, frú Sand-
fcerg, Guðlaugur Rósinkranz Þjóðleik
faússtjóri, Emil Jónsson, félagsmála
ráðb.erra, frú Vala Thoroddsen, Gylfi
h Gíslason, menntamálaráðherra, frú
María IJórar:n sdó11i r, Gizur Berg-
steinsson forseti hæstaréttar, frú
Kristin BI. Magnúsdóttir, biskupinn
herra . Sigurbjöm Einarsson, frú Sól
veig Eyjólfsdóttir, Helgi Briem sendi
toerra, frú Halidóra Briem, Friðjón
Sigurðsson, skrifstofustjóri. Kristín
Eétursson, Pétur Sigurðsson, for
stjóri, Hermann Jónasson fyrrv.
íorsætisráðherra, frú Margrét Brands
riötí ir, Þórður Eyjólfsson, hæstaréttar
tiómari, frú Auður Auðuns, Halldór
I.axness rithöfundur, frú Steinunn
3VIagnúsdóttir, Major Haugh, frú Ölöf
Árnadóttir, Matthías Þórðarson, fyrrv.
t>jóðminjavörður, frú Helga Classen,
Páli tsólfsson tónskáld, frú Eva Björns
eon, sendiherra Frakklands, frú Martha
Eenediktsdóttir, sendiherra Fortúgal,
frú Doris Briem, Thoresen skipherra,
frú Steinunn Sigurðardóttir, Pálí
Pálmason ráðuneytisstjóri, frú Anna
Jónsdóttir, Agnar Kl. Jónsson, ráðu
neytisstjóri, frú Paulsen, sendiherra
Kanada, frú Rannveig Þór, Haraldur
Guðmundsson sendiherra, frú Sigrún
Ögmundsdóttir, Sigurður Nordal sendi
feerra, frú Áslaug Agústsdóttir, Chargé
d’Affaires Þýzkalands, frú Auður
Eaxness, Hákon Guðmundsson hæsta-
réttarritari, frú Gunnlaug Briem,
Odd Grönvold stallari konungs, frú
d’Alamo Lousada, Árni Tryggvason
toæetaréttardómari. Irú Wagniere,
Vilhjálmur Þór bankastjóri, frú Guð-
rún Einarsdóttir, Ásmundur Guð-
jnundsson, fyrrv. biskup, frú Katla
Pálsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, lög
regiustjóri. frú Inga Gíslason, Chargé
ti’Affaires Cottafavi, frú McKay, sendi
toerra Bandarikjanna, frú Ölöf Bjarna
dóttir, Lárus Jóhannesson, hæstarétt
ardómari, frú Sigurrós Gísladóttir,
Gunnlaugur E. Briem ráðuneytisstjóri,
frú Hlin Þorsteinsdóttir, Leivo-Lars-
son verkfræðingur, frú Agústa Thors,
Guðmundur Vilhjálmsson fram-
kvæmdastjórl, frú Ebba Sigurðsson,
eendiherra Sovétríkjanna, frú Kadie-
cova, sendiherra Brazilíu, frú Hall-
dóra Magnúsdóttir, Lundesgaard of-
ursti, frú Erna Finnsdóttir, Gústav
Jönsson ráðuneytisstjóri, frú Rowold,
Einar Bjamason ríkisendurskoðandi,
frni Björg Kofoe^-Hansen, Hörður
•Bjamason húsameistari ríkisins, frú
Btewart, Jónatan Hallvarðsson, hæsta
réttardómari, sendiherra Finnlands,
6endiherra Belgíu, frú Ragnheiður Haf
etein, Pétur Benediktsson, bankastjóri,
Chargé d’Affaires Póllands, Armann
Bnævar, háskólarektor, frú Kristín Vil
tojálmsson, Arent Claessen, aðalræðis
jnaður, frú Sveinbjörg Kjaran, sendi
toerra Danmerkur, frú Dagmar Lúð-
Víksdóttir, sendiherra Spánar, frú
Ásta Jónsdóttir, sendiherra Tékkóslóva
Itíu, frú Guðrún Steingrímsdóttir, Geir
Hallgrímsson, borgarstjóri, frú Hall-
dóra Eldjárn, Gísli Jónsson, alþingis
inaður, frú Guðrún Thorlacius, Har
dldur Kröer, forsetaritari, frú Alex-
dndrova, sendiherra Argentínu, frú
Eigríður Thorlacius, Jóhann Hafstein,
forseti neðri deildar, frú Þóra Briem,
•Bjarni Jónsson, vígslubiskup, frú
iTJnni Kröyer, Brekke Orlogskapteinn,
frú Margrét Jensdóttir, Birgir Kjaran,
bankaráðsformaður, frú Stefanía
Guðnadóttir. Bjarnl Guðmundsson,
blaðafulltrúi, frú Hólmfríður Daviðs
dóttir, Valgeir Björnsson, hafnarstjóri,
Belga Sigurðardóttir, skóiastjóri, Þor
Seifur Thorlacius, deildarstjóri, frú
Guðrún Ögmundsdóttir, Othar Elling-
een, ræðismaður, Gunnar Bergsteins-
eon, skipherra, frú Sigríður Ellingsen,
Gunnlaugur Pétursson, borgarritari,
frú Björg Ellingsen, Agnar Kofed-Han
een, flugmálastjóri, frú Brynja Þórar
Snsdóttir, Garðar Þorsteinsson, pró-
fastur, Hjálmar Blöndal, hagsýslu-
Btjóri, Svavar Guðnason, listmálari,
Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri,
frú Sveinbjörg Helgadóttir. Kristján
Albertsson, rithöfundur, frú Ragn-
heiður Möller, Finn Sandberg, sendi-
Frh. á bls. 23
Herra Konungur!
Þiannig voru konungar ávarp-
aðir, að sögn Snorra Sturlusonar,
á þeim tímum, er mál vort og
tunga var ein. Þann veg munu
hin íslenzku hirðskáld hafa ávarp
að Ncwegskonunga. er þeir fluttu
þeim drápur. „Tökum vjer það
allt fyrir satt, er í þeirn kvséðum
finnst“ segir Snorri, „því enginn
myndi það þora að segja sjálfum
faonum — konunginum — þau
verk hans, er allir þeir, er faeyrði,
vissi, að hégómi væri og skrök,
og svo sjálfur hann; það væri þá
háð en eigi lof“.
Það skapar engan vanda, nú
er ég ávarpa Ólaf hinn fimmta
Noregskonung að bregðast ekki
þessu trausti Snorra, því konung
urinn er sjálfur vel íþróttum bú-
inn, eins og var nafni hans
Tryggvason, og hefir staðið í
mannraunum, eins og flestir Nor
egskonungar frá upphafi vega.
Hitt er vandinn að flytja stutt
ávarp, þar sem af miklu er að
taka úr nær ellefu hundrað ára
sögu svo náskyldra þjóða, sem
vel hefur varðveitat, og minnast
jafnframt atburða, sem oss eru
í fersku minni úr sögu Hákonar
konungs sjöunda og Ólafs krón-
prins, sem nú situr að ríki — og
er hér meðal vor. Sú saga þeirra
konungsfeðga og norsku þjóðar-
innar verðskuldar nýjan Snorra.
Vér fögnum innilega þessari
fyrstu heimsókn Noregskonungs.
Hún er söiguiegur atburður. Að
vísu hefir Ólafur konungur kom-
ið hér áður, en þá sem krón-
prins, og afhent og afhjúpað
minnismerki Snorra Sturlusonar
í Reykholti, og faðir hans, þá
Karl Danaprins var hér við land
á sjómannsárum sínum upp úr
aldamótum, og kunni frá mörgu
skemmtilegu að segja, Við hjón-
in höfum og heimsótt þé feðga
þrisvar á síðari árum, og farið
um ættarslóðir íslenzkra land-
námsmanna á vegum norsku
stjórnarinnar, og þökkum við
innilega móttökur og bróðurþel.
Norðmenn rækja nú vissulega
forna frændsemi með ágætum
Þó þetta sé í fyrsta sinn, sem
konungur Noregs stígur fæti á
íslenzka grund þá er samt góðra
kynna að minnast.
Vér íslendingar höfum tekið
mikinn og góðan arf ætternis,
máls og menningar frá Noregi,
sem vér vonum að hafi varð-
veitzt hér sæmilega, blandaður
öðrum kynstofnum, og mótaður
af náttúru nýrrar ættjarðar og
nýju viðhorfi. En stofnrótin er
norsk. Þá þakkarskuld hefir
Snorri átt mestan þátt í að gjalda
með Heimskringlu. Með lögum
skal land byggja, er grundvallar-
regla norsks og íslenzks þjóð-
skipulags frá fornu fari, og það
hafa Norðmenn nýverið reynt.
átakanlegar en vér íslendimgar,
að land má með ólögum eyða. En
fyrir hetjulega vörn og baráttu,
hefir hin forna og síunga þjóð-
félagshugsjón sigrað, svo að log-
in standa enn yfir sjálfum kon-
unginum.
Það þótti kardinála einum frá
Róma sem krýndi Hákon kon-
ung gamla, firn mikil, að hér úti
á íslandi byggi þjóð, sem hafði
engan konung. En það er einn
merkasti þáttur íslandssögu, að
landið var numið eftir að einn
konungur hafði lagt undir sig all
an Noreg, mikil gifta að koma að
ónumdu landi, og mesta mótlæt-
ið, að ísland skyldi síðar um
aldir lúta erlendu valdi. Vér meg
um þó minnast þess, að ein af
aðal orsökunum var sundurlyndi
íslendinga sjálfra, og viðleitni
Framh á bls. 17
Herra forseti.
Ég vil gjarnan tjá innilegar
þakkir mínar fyrir þau hjartan
legu orð, sem þér, herra forseti,
beinduð í þessu til mín og lands
míns og snertu mig djúpt. Og ég
vil einnig um leið beina hjartan
legu þakklæti til allra íslendinga
sem viðstaddir voru komu mína
hingað í dag og gáfu til kynna á
svo sannfærandi hátt að ég væri
velkominn gestur á íslandi.
Það er mér ákaflega mikil á-
nægja að fá enn á ný tækifæri til
að heimsækja ísland, og þessi
heimsókn er um leið fyrsta opin
bera heimsókn norsks þjóðhöfð
ingja til lýðveldisins ísland. Mér
er kunnugt um, hversu mjög fað
ir minn kær, Hákon könungur
þráði að geta endurgoldið hina
mjög kærkomnu heimsókn yðar,
herra forseti, og konu yðar, til
Noregs 1955, en óhapp það, sem
hann varð fyrir, hindraði því
miður, að hann kæmi því við.
Norska þjóðin finnur sig ná-
tengda hinni íslenzku þjóð mörg
um böndum og hefur fylgzt með
örlögum hennar fyrr og síðar
með bróðurlegum áhuga og sam-
úð. Frændsemistilfinngin og vin
átta við íslendinga hefur ætíð
lifað hjá hinni norsku þjóð.
Haf það, er skilur löndin, hef
ur ætíð tengt þjóðirnar saman.
Sameiginleg saga vor hefur einn
ig styrkt þann samhug, sem rík
ir milli fslands og Noregs. Vér
Nörðmenn erum stoltir af því,
að fyrsti landnámsmaðurinn á ís
landi, Ingólfur Arnarson, var
Norðmaður. Þær erfðavenjur og
þau lög,. sem snemma gerðu ís-
land að réttarríki, hafa einnig
haft hina mikilvægustu þýðingu
fyrir þjóðfélagsþróun í Noregi.
Grundvöllur íslenzks þjóðfélags
var einstaklingsfrelsi innan
þeirra takmarka, sem lög
samfélagsins settu, og sú arfleifð
hefur einnig orðið undirstaða
samfélags í Noregi og öðrum
norrænum löndum.
Mikilvæga þætti sögu vorrar
höfum vér fengið frá íslandi.
Norsku konungasögurnar, ritað-
ar af íslendingum, urðu mjög
mikilvægur aflgjafi til þróunar
norskrar þjóðernistilfinningar,
og urðu um leið mjög þýðingar
miklar fyrir þjóðlega þróun í
Noregi. Fyrir þetta verða Norð-
menn ætíð þakklátir íslandi.
Á hinum þungbæru styrjaldar
árum nutu margir Norðmenn
góðs af hinni miklu gestrisni og
vináttu fslendinga, og einnig
þetta varð til að styrkja vináttu
böndin milli þjóða vorra.
Og sem tákn norsks þakklætis
til fslands fyrir gestrisni og sam
úð á hinum þungbæru og erfiðu
árum, þá er það mér mikil ánægja
og heiður að lýsa yfir að norska
Stórþingið hefir með samhljóða
atkvæðum samþykkt að gefa
eina milljón norskra króna, sem
heiðursgjöf til íslenzku þjóðar-
innar. Það er von okkar að gjöf-
in verði notuð til að styrkja
Framh. á bls. 23