Morgunblaðið - 01.07.1961, Page 19
Laugardagur 1. júlí 1961
MORGUNBLAÐIÐ
19
Brian Holt ræðir við dr. Fitcta.
— dr. Fitch
Framh. af bls. 1
uðum við allir að synda í land,
sem var svo skammt undan.
Vegna kuldans réð ég félögum
mínum að hreyfa sig eins mikið
og þeir gætu í sjónum. Allir
yrðu að synda eins hratt og þeir
gætu í land.
• Sjávarhiti 2 stig
Orsökin til þess að ég einn
komst af, hélt hann áfram, er
sennilega sú, að hinir mennimir
voru allir ungir og holdgrannir,
svo að þeir hafa ekki þolað
sjávarkuldann eins vel og ég.
En sjávarhiti var aðeins 2 stig.
Einnig var móti stormi að sækja.
Dr. Fitch kvaðst hafa dregizt
i land upp í grýtta fjöruna og
verið móður og magnþrota. —
Þarna hagar svo til að klétta-
belti er meðfram ströndinni á
löngum kafla en undir því mjó
kletta og grjótræma rétt við yf-
irborð sjávar. Upp á þessa mjóu
rænu komst dr. Fitch I fyrstu.
Hann var þjakaður og holdvot-
ur. Þegar hann gat risið upp,
leit hann í kringum sig út á sjó-
inn, sem glampaði í vestansól-
inni, þar sem félagar hans höfðu
verið síðast á sundi. En nú sást
engin hreyfing þar, aðeins
bylgjurnar sem stormsveipurinn
skildi eftir sig. Dr. Fitch varð
skelfingu lostinn. Allir félagar
hans voru horfnir.
• Komst upp ókleifa kletta
I>á var fyrsta hugsunin að
klífa klettana, sagði dr. Fitch.
í>að var mjög erfitt, því að þeir
eru brattir og snjór og ís víða
á syllunum. Þetta eru blágrýtis-
klettar eins og víða á Islandi.
Fréttaritari Mbi. bætir því hér
inn í frásögnina, að hann hafi
talað við K. A. Hejdenberg skip
herra á Garm og hafi hann lýst
undrun sinni yfir því að skip-
brotsmaðurinn skyldi komast
þarna upp. Sjálfur kvaðst skip-
herrann þekkja nokkuð til stað-
hátta þarna og það væri alveg
með ólíkindum að nokkur mað-
ur skyldi komast þarna upp.
Starfsmenn norsku útvarps- og
veðurathugunarstöðvarinnar á
Jan Mayen hafa alltaf talið að
þessir klettar séu ókleifir.
• 15 km leið yfir hjarn
Svo mikið var víst að upp
£ brúnina komst dr. Fitch og
hugsaði nú um það eitt að kom-
sst sem fyrst til norsku athug-
anastöðvarinnar til að sækja
hjálp. Hann dokaði varla við á
brúninni en lagði upp í hina
löngu gönguferð. 15 km. leið var
til athugunarstöðvarinnar. Slys-
ið varð um kl. 9 á laugardags-
kvöldið, en kl. 3,30 um nótt-
ina var dr. Fitch kominn til
norsku stöðvarinnar.
Hann var illa kalinn á fótum
©g auk þess sárfættur á göng-
unni. Yfir öllu landinu lá ný-
fallinn snjór og það var frost.
Dr. Fitch sagði við fréttamann
Mbl.:
— Það sem bjargaði mér
var miðnætursólin. Hún
skein allan tímann í heiði og
yljaði mér, — annars hefði
ég króknað úr kulda. Fötin
frusu aldrei á mér og það
munaði öllu. En kalið á fót-
unum stafar frá snjónum.
Það varð uppi fótur og fit í
norsku stöðinni þegar þessi kaldi
og aðframkomni skipbrotsmaður
gekk í hlað. Hann var svo illa
kominn að hann gat aðeins gef-
ið þeim merki um að einhver
ægilegur atburður hefði gerzt.
Síðan hné hann í ómegin. Norð-
mennimir gerðu þegar út björg-
unarleiðangur. Þeir röktu slóð-
ina en munu einnig hafa farið
á báti norður eftir og þar fundu
þeir lík eins bátverjans. Það
var Xík Cyril Martins Smiths,
25 ára jökla- og jarðfræðinema
við Imperial College, en lík
hans var flutt til Akureyrar með
Garm í sömu ferðinni og dr.
Fitch.
•Rannsóknir halda áfram
Dr. Fitch sagði, að fjórir
menn úr leiðangrinum hefðu
orðið eftir á Jan Mayen og
myndu þeir halda rannsóknum
áfram undir forustu David
Thomas, sem er meðal kunn-
ustu fjallgöngumanna Breta. Er
unnið að kortlagningu jöklanna
á eynni. Þótt Jan Mayen sé litil
eyja, aðeins 370 ferkm. er eld-
fjallið Bjarnarborg á henni
hærra en Öræfajökull, 2200 metr
ar og em í hlíðum þess jökul-
og svellbungur.
Fréttaritari Mbl. segir, að
ástand dr. Fitch hefði verið til-
tölulega gott á Akureyri, enda
hafði hann sofið vel á skipinu.
Hann hefði setið í stól og verið
að drekka kaffi. Bindingar hafi
verið um fætur hans en utan
yfir þeim hafi hann verið í sver
um gúmmískóm og hann hafi
getað gengið þrátt fyrir kalið á
fótunum. Að öðru leyti er hann
ekki meiddur. Dr. Fitch hafði
rætt stillilega atburði og gat
stillt geðshræringu sína meðan
hann talaði við fréttamanninn.
Síðar um dagin fór hann flug-
leiðis til Reykjavíkur. Lík fé-
laga hans var flutt úr norska
skipinu í líkgeymslu sjúkrahúss
ins á Akureyri. Mun það vænt-
anlega verða flutt suður með
flugvél á mánudaginn.
— / gær
Framh. af bh 3.
ið við Brúarfoss og losuð
stykkjavara og vélar. En það
er ekki þægilegt að fást við
þetta því pakkhúsin eru full
orðin Og þangað er aðeins
hægt að flytja vörur á trillum,
sem notaðar eru á bryggjun-
um. Ekkert er hægt að flytja
lengra til.
Þar með látum við þessari
smáferð um bæinn lokið Og
vonum að bráðlega verði þær
truflanir, sem enn eru á eðli-
legu athafnalífi um garð
gengnar. — vig.
— Ateins 14 jbús.
Frh. af bls. 20.
millj. kr. Og loks frá innláns-
deildum samvinnufélaganna 14.
þús. kr. Á sama tíma jukust svo
reikningsskuldir sömu lánastofn-
ana og skuldir þeirra með trygg-
ingu í verðbréfum við Seðlabank
ann um 74 millj. kr. Má þannig
segja, að allar bundnu innstæð-
urnar hafi verið lánaðar út í at-
hafnalífið að nýju. Hins vegar
lækkaði upphæð endurkeyptra
afurðavíxla vegna þeirrar minnk
unar á birgðum útflutningsaf-
urða og birgða landbúnaðaraf-
urða, sem varð á árinu.
Skv. nýútkominni skýrslu Út-
vegsbankans jukust skuldir hans
við Seðlabankann um 49,5 millj.
kr. hærri upphæð en innstæður
hans hjá þeim banka á árinu
1960. í skýrslunni segir m. a. um
þetta atriði: „Sú aukning útlána
umfram aukningu innlána, sem
átti sér stað hjá Útvegsbankan-
um á árinu 1960, varð fyrst Og
fremst hjá útibúum bankans, og
þó einkum í útibúunum í Vest-
mannaeyjum, Isafirði og Akur-
eyri. Staða útibúanna gagnvart
aðalbankanum versnaði um 39,1
millj. kr. þ. e. a. s. um fjóra
fimmtu hluta þeirrar upphæðar,
sem staða bankans í heild gagn-
vart Seðlabankanum versnaði
um. Má því ségja, að þau lán, sem
Útvegsbankinn fékk á árinu hjá
Seðlabankanum, hafi að lang-
mestu leyti gengið til sjávarút-
vegsins í Vestmannaeyjum og á
Norður- og Vesturlandi“.
Má af þessu sjá, að það er síð-
ur en svo, að bundnu innstæðurn
ar hafi verið „vistaðar í höfuð-
borginni" og þannig „tekið frá
byggðunum þetta afl hlutanna,
sem gera skal þar“, eins Og
framsóknarmenn hafa haldið
fram. Hitt er nær sanni, að þeim
hafi einmitt verið veitt aftur til
útflutningsframleiðslunnar úti
um landið.
Þegar þessar upplýsingar liggja
fyrir, er óneitanlega skemmti-
— Kuv/ait
Framh. af bls. 1
herra til yfirráða í Kuwait. Sagði
útvarpið m.a. að allir foringjar
hersins, opinberir eml>ættismenn
og fulltrúar íralcsstjórnar erlend
is hefðu lýst yfir stuðningi sínum
við Kassem í þessu máli.
~k Eiffssafnaður — heræflngar.
Útvarpið í Kairó greindi svo
frá í dag, að margar sveitir Ku-
wait-hermanna hefðu haldið frá
höfuðlxtrginni í dag í brynvörð-
um, brezkum bifreiðum og stefnt
til landamæra íraks og Kuwait.
— Ekki hafa borizt neinar fregn
ir af liðssafnaði íraksmegin
landamæranna, en Bagdað-út-
varpið sagði í dag, að hluti 60
þúsund manna hers landsins
mundi á morgun hefja skotæfing
ar í grennd við landamæri írans
— en umrætt svæði er nær 500
km. frá nyrsta hluta Kuwait.
★ Innrás um helgina?
Talsmaður utanríkisráðuneytis
ins í London vildi ekki svara
þeirri spurningu fréttamanns í
dag, hvort brezku stjórninni
hefðu borizt sams konar fréttir
og utanríkisráðuneyti Bandaríkj-
anna hefði birt í gær — nefnilega
að Iraksstjórn undirbúi hernaðar
árás á Kuwait nú um helgina.
Talsmaðurinn sagði aðeins, að
Bandaríkjastjórn hefði ekki sent
brezku stjórninni nein slík boð.
— Er spurt var, hvort Bretar
mundu veita Kuwait hernaðar-
aðstoð, jafnvel án þess að form-
leg læiðni bærist um slíkt, vísaði
talsmaðurinn aðeins til áður út
gefinnar yfirlýsingar uom það,
að brezka stjórnin og fursta-
stjórnin í Kuwait hefðu „stöð-
ugt og náið samband" sín á milli.
Þakka hjartanlega vináttu mér auðsýnda á sextugs
afmæli mínu 13. júní 1961.
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ásgarði
Óðs manns æð/,
— og jbd hafa bátarnir reynzt vel
t NOREGI hefur gætt allmik- Collage, en þaffan var leiffang
illar gagnrýni vegna óhappa
siglingar brezku vísindamann
anna á bátnum viff Jan Mayen
Hafa norsk blöff eins og t. d.
Aftenposten birt greinar um
aff það sé fífldirfska
aff sigla á opinni 14 feta plast
kænu á þessum heimskauts-
slóðum þar $em allra veðra
sé von. Þar er og bent á það
að Norðmönnum sem dveljast
á Jan Mayen sé bannað aff
fara út á hafiff í opnum bát.
Gagnrýni þessi harst A. T.
J. Dollar yfirmanni Jarfffræði
deildarinnar við Birkhead
ur þessi. Hyggst Mr. Dollar nu
fara til Jan Mayen til að halda
rannsóknunum áfram.
Hann svaraffi gagnrýninni á
þessa leiff: — Ég get ekki sagt
annaff en aff ég var sjálfur
þarna norðurfrá 1959 og not-
affi þennan sama bát meff góff
um árangri að öllu leyti.
Við notuffum hann marg-
sinnis. Ég hef einnig siglt
þama á bát sem er helmingi
styttri en þessi. Vitanlega
verffur hinsvegar aff fara var
lega og athuga vel veðurút-
lit.
legt að rifja upp ýmis ummæli
forystumanna framsóknarmanna,
um þetta mál. Formaður þing-
þingflokks Framsóknarmanna,
Karl Kristjánssón, fór svofelld-
um Orðum um innstæðubinding-
arákvæði Seðlabankalaganna í
nefndaráliti á Alþingi í vetur:
„Vegna hinna tilgreindu
ákvæða á Seðlabankinn að geta
tekið — og ætlar að taka — um-
ráðaréttaf öllum sparisjóðum
og innlánsdeildum samvinnufé-
laga fyrir verulegum hluta þess
fjár, sem þar er innistandandi
eða verður inn lagt. Féð verður
flutt frá heimastöðvum innláns-
stofnananna til bindingar í
Seðlabankanum. __________a___
Þarna er allt of langt gengið.
Það ætti hver maður að geta
séð, hvar sem hann er búsettur
á landinu. En allra harðast kem-
ur þetta þó niður á þeim, sem
eiga heima fjarri höfuðborginni,
sem féð á að vista í og óneitan-
lega býður þá upp á meiri láns-
fjármöguleika en aðrir staðir. Til
viðbótar þeim stöðuga fjárflutn-
ingi, sem á sér stað vegna fólks-
flutninga til Reykjavíkur og ná-
grennis frá sveitum, þorpum og
kaupstöðum úti um land, á nú
líka að seilast með lagaboði til
sparifjár þeirra, sem ekki flytj-
ast, og fjarlægja það eigendun-
um — taka frá byggðum þeirra
þetta afl hlutanna, sem gera skal
þar . . . Með bindingunni og
brottnámi fjárins eru eigendurn-
ir sjálfir sviptir bæði umráða-
og afnotarétti fjárins".
Og annar þingmaður Framsókn-
arflokksins, Skúli Guðmundsson,
sagði, að ákvæðið fæli í sér „alls
herjarsmölun fján af öllu land-
inu til frystingar í Seðlabank-
anum í Reykjavík“.
Þegar þær staðreyndir, sem
hér að framan voru raktar, eru
hafðar í huga, hljóma þessi
harmakvein Framsóknarþing-
mannanna óneitanlega dálítið
einkennilega. Fullyrðingar þeirra
um þetta mál hafa nú farið sömu
leið og flestar fyrri fullyrðing-
ar þeirra um viðreisnarráðstafan-
irnar, þær hafa hrunið til grunna.
f GÆR stöð á þriðju síðu blaðs-
ins að vélbáturinn Hringur hefði
lagzt að bátabryggjunni við
Grundarfjörð, en átti að standa
viff Grandagarff, því eins og kom
fram í fyrirsögn kom báturinn
hingað til Reykjavíkur.
Systir mín EMELÍA EINARSDÓTTIR andaðist 30. þ.m. að Landakotsspítala. Fyrir hönd móður og systkina. María Einarsdóttir
GUÐBJÖRG GUÐBRANDSDÓTTIR frá Þverdal sem lézt á Sjúkrahúsi Selfoss 27. júní, verður jarðsung- inn frá Selfosskirkju þriðjudaginn 4. júlí kl. 2 e.h. Haildóra Hjörleifsdóttir, Ólafur Kristbjörnsson
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR Sandvík, Eyrarbakka Börn, tengdabörn og barnabörn
Þökkum innilega vinarhug og samúðarkveðjur vegna andláts og jcurðarfarar SVEINS ÞÓRÐARSONAR frá Nesi Signrlang Vilhjálmsdóttir, börn og tengdaböm
Hugheilar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur vin- áttu og samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður. JÓNS EGILSSONAR Sérstakar þakkir færum við bifreiðastjórum Mjólk- ursamsölunnar, sem á svo veglegan hátt heiðruðu minn- ingu hans. Guðrún Jónsdóttir Egill Jónsson, Regina Ingólfsdóttir, Snæbjörn Jónsson, Þórunn Kjcrúlf.